Morgunblaðið - 17.09.1971, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.09.1971, Qupperneq 12
12 MORGUNÖLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17.: SEPTEMBER 1971.: Ungversk flugvél fórst nærri Kiev — og með henni 49 manns Vínarborg, 16. september — NTB UNGVERSKA fréttastofan MTI skýrir frá því í dag, að ungversk farþegaflugvél hafi farizt í dag í nágrenni Kiev í Úkraínu í Sovétríkjunum og allir, sem í vélinni voru, 49 manns, hafi látið lífið. fréttir í $tuttu máli LOOK HÆTTIR New York: Tilkynnt var i' dag, að tímaritið Look myndi I hætta að koma út frá og með | októbermánuði nk. Aðstand- . i endur blaðsins segja, að ástæð an sé sú, að auglýsingatekjur I hafa rýrnað stórkostlega og | þó að blaðið hafi um 28 millj- ónir lesenda dugi það ekki til, ef auglýsingar fáist ekki í1 blaðið. A TÍUNDA ÞCSUND HAFA LATIZT Kalkútta: Opinberar tölur herma, að alls hafi 9.558 flótta menn frá Austur-Pakistan lát- izt í sjúkrahúsum í einu hér- aði, Parganas í Vestur-Bengal, á síðustu fimm mánuðum. Ekki hefur verið tíundað hvað valdið hefur dauða þessa fólks, en álitið er að það hafi flest látizt af næringarsjúk- dómum. ÞYRLA KENNEDYS NAUÐLENTI Tel Aviv: Herþyrla frá ísi'a- elska flughernum með Ed- ward Kennedy, öldungadeild- arþingmann, varð að nauð- lenda í dag skömmu eftir að hún hóf sig á loft frá flug- vellinum í Tel Aviv. Skyndi- leg bilun varð í rafkerfi þyrl- unnar. Ætlunin hafði verið að flytja Kennedy á þennan hátt til fundar við Moshe Dayan, varnarmálaráðhena, en Day- an býr skammt fyrir utan Tel Aviv. KONUR A KIRKJUÞINGI Páfagarði: Talsmaður Páfa- garðs tilnefndi í dag tvær kon- Íur sem fulltrúa á kirkjuþingi Páfagarðs, sem hefst í októ- bermánuði. Önnur er Barbara Ward, brezkur hagfræðingur og rithöfundur, og hin er Maria Del Pilar Beilosillo, sem er spánskur lögfræðingur. Nefna má að meðal mála á væntanlegu kirkjuþingi verð ur, hvort kaþólskum prestum skuli heimilað að ganga í hjónaband. formósurAðherra TIL WASHINGTON Tapei: Utanríkisráðherra Formósu, Chow Shu-kai, fór í dag áleiðis til Washington til að ræða við William Rogers um, hvernig Sameinuðu þjóð- irnar muni ætla að leysa vandamálið um aðild Formósu og Alþýðulýðveldisins að sam- tökunum, þegar Ailsherjar- þingið kemur saman. Chow sagðist fara til fundarins held- ur hryggur í skapi, en hann myndi berjast fyrir því með oddi og egg að Formósa yrði áfram í Sameinuðu þjóðun- Flugvélin, sem var af sovézkri gerð, TU 134, var á leið frá Búdapest til Kiev, er hún hrapaði skömmu áður en búizt var við henni til lendingar á flugvellin- um í Kiev. Farþegar voru 41 og átta manna áhöfn. Allt voru þetta Ungverjar utan ein banda- risk hjón. Þetta er annað slysið á nokkr- um vikum sem dynur yfir ung- verskt farþegaflug. Nýlega hrap- aði ungversk vél í aðflugi að Kastrup-flugvelli og 31 fórst, en þá komust þrír farþegar lífs af. BOAC gagnrýn- ir Lufthansa Köln, 16. sept., NTB. TALSMAÐUR brezka flugfélags- ins BOAC harmaði í dag þá á- kvörðun Lufthansa að ætla sjálft að ákveða fargjöld félagsins á leiðinni yfir Norður-Atlantshaf, í trássi við IATA, alþjóðasamband flugfélaga. Sagði í tilkynniing- unni, að þess hefði mátt vænta að samíkomulag næðist um lægri fargjöid með alþjóðlegum samn- ingum en ekki einhliða aðgerð- um. Hlöðubruni varð á Litlu-Sandvik í gær, og á miðvikudagskvöld á Stóru-Sandvík. Mynd þessi var tekin í Stóru-Sandvík i gær og sýnir verksummerki. Ögmundur Hannesson bóndi tjáði blaða- manni, að hann liéldi helzt að íkveikjuvaldur væri arfagróður sem gróið hefði í kalskemmdum túnunum f.rá því veturinn 1970. Sagði hann, að slökkviliðsstarf hefði gangið mjög greiðlega eft- ir aðstæðum en m. a. hefði verið komið með vatn á mjólkurbil frá Selfossi þar sem skortur var á því á staðnum. Hlaðan var tryggð, en heyið ekki. Sagðist hann ekki búast við að þurfa að kaupa hey, þar eð heyfengur hefði verið mjög góður í suniar. Alls eyðilögðust um 200 hestar af heyi. — Ljósm. Mbl. GBG Jackson skýrir frá 8 mánaða fangavist — með Tupamaros skæruliðum í Uruguay London, 16. september AP-NTB SIR Geoffrey Jackson, fyrrver- andi sendiherra Bretlands í Uru- guay, átti í dag fund með frétta- mönnum í London og skýrði þeim frá dvöl sinni í höndum Tupamaros-skæruliða, er rændu honum og héldu honum föngn- um i átta mánuði. Sagði Jackson, að aðbúnaðurinn hefði verið slæmur og fangavistin fyrstu vik- urnar ólýsanleg. Hann hefði hafzt við í örlitlum illa lyktandi klefa og fyrstu dagana verið lát- inn sofa á gólfinu. Jackson kvaðst ekki í neintim vafa um að skæruliðar hefðu drepið hann, ef gerðar hefðu verið tilraunir til að hjarga honum úr hönduni þeirra. Jackson sagði, að skæruliðarn ir, sem rændu honum, hefðu ver- ið fimmtíu talsins eða þar um bil og þetta hefði verið á einum mesta annastað og annatíma dagsins í Montevideo. Hann kvaðst einmitt hafa verið komin þar að á veginum, sem hann hefði alltaf dregið andann léttar, því að aðstæður allar væru þann- ig, að rán væri mjög erfitt í framkvæmd. Þá skyndilega hefði hann séð stóran vörubíl taka sig út úr um- ferðinni og aka fram fyrir bil hans. Vopnasmellir aðkomu- manna hefðu gert honum Nýr f orsæt- isráðherra Beirut, Líbanon, 16. sept. AP. SENDIHERRA Norður-Jemens í París, Mohsen E] Ayni, var í dag skipaður fofsætisráðherra lands síns og honum falið að mynda nýja ríkisstjórn. Tekur hann við af Hassan Amri, hershöfðingja, sem sagði af sér eftir að hann var sakaður um að hafa orðið ljósmyndara nokkrum að bana fyrir rúmum tveimur vikum. grein fyrir því, hvers kyns var og hann hefði ekki reynt að veita mótspyrnu. Ökumaður hans og lífverðir höfðu fengið illa útreið, er þeir voru dregnir út úr bifreið- inni, en siðan hefði einn skæru- liðanna setzt undir stýri otg ekið burt. Numið var staðar í löngu, kyrrlátu stræti. Einn skæruliða gaf Jackson sprautu í annan handlegginn og annar skæruliði tók honum blóð úr hinum. Þá heyrði Jackson aidraða konu segja: „Hvað er að sjá, er mað- urinn veikur?" Jackson sagði, að verk þetta hefði verið unnið vel og rólega — en einn skæruliðanna, ungur piltur, hefði verið eitthvað tauga- spenntur og sífellt verið að berja sig. Hinir hefðu bannað það og reynt að róa unglinginn. „Ég held hann hafi ekki lamið mig af grimmd," segir Jackson, „held- ur af hreinni hræðslu og tauga- spennu.“ Vistarverunni, sem beið hans hjá skæruliðum, lýsti Jackson sem viðbjóðslegri. „Þetta var lít- ill, illa lyktandi klefi. Fyrstu dag- ana varð ég að sofa á gólfinu, en þá létu þeir mig hafa bedda." Hann sagði ólýsanlega vistina fyrstu vikurnar. Tíminn hefði verið hinn heitasti í landinu og hreinlætisaðstæður afleitar. Þeg- ar beddinn hefði verið kominn inn hefði hann haft um það bil — Brandt Framhalú af bls. 1. komu með Boeing 707 þotu frá þýzka flughernum og er það í fyrsta sinn frá því í héimsstyrj- öldinni síðari að vestur-þýzk her- flugvél lendir á sovézku landi. Ekki er litið á heimsókn þessa sem opinbera heimsókn og með tilliti til þess fengu einungis fimmtán vestur-þýzkir frétta- menn að fara með kanslaranum til Sovétríkjanna. Verða þeir að dveljast í Simferopol, sem er um 50 km frá Oreanda, en þaðan verða svo sendar til þeirra til- kynningar um framvindu við- ræðnanna, sem fram fara á föstudag og laugardag. 60x180 cm pláss til að hreyfa sig í. „Ég hafði ekkert annað að gera allan tímann en reyna að halda líkama og heila í þjálfun,“ sagði Jackson og bætti við, að hann hefði dregið fram úr hug- skoti sinu alls kyrns minnisatriði og gert aðrar ámóta hugsunaræf- ingar. Dagana hefði hann jafnan reynt að telja og ekki skeikað nema um einn dag, þegar hann var látinn laus. Jackson lýsti ránsmönnum sín- um svo, að þeir hefðu allir virzt ungir að árum og hraustir menn að sjá, en hann hefði ályktað að margir þeirra hefðu hætt námi í háskóla, jafnvel í vonleysi. Þeir hefðu komið honum fyrir sjónir sem ungir menn, sem hefðu vilj- að snúa aftur til náms og starfa, en gætu það ekki vegna þess að þeir tryðu á byltingarmálstað - Iðnþing Framhald af bls. 2 unum umhverfis okkur. Ég hygg að þessi vinnubrögð í stjórnun séu forsenda þess að okkur takist að ná því marki að koma hér upp nútímalegu iðnaðarþjóðfélagi, og ég vil vænta þess að forustu- menn í iðnaði geri sér þessa stað reynd æ betur ljósa og taki sér sjálfir sem mest frumkvæði á þessu sviði. Mig langar einnig að fara nokrum orðum um annað atriði í málefnasamningnum, það stefnumið að koma upp fjöl- breyttum iðnaði í elgu lands- nianna sjálfra. Stundum hala þær hugmyndir heyrzt að hægt sé að eftirláta erlendum fyrir- tækjum að hafa forustu um iðn- væðingu á Islandi, þau ættu sjálf krafa að leysa fyrir okkur mikil og erfið viðfangsefni. Að minni hyggju er hér um misskiln’ng að ræða. Erlendir aðilar koma ekki hingað sem neinir hjálpar- leiðangrar í okkar þágu, heldur til þess að fá efnahagslegan ábata. Það sem þeir sækjast eft- ir er ódýrari orka en annars stað ar er fáanleg, og einnig hafa heyrzt hugmyndir um að stofna hér erlend fyrirtæki sem sækist eftir ódýru vinnuafli. En þetta er ekki leiðin til þess að iðnvæða Island. Það eru ekki ábatasam- leg viðskipti að selja raforku sem eins konar hráefni til ann- arra: orkan skiptir fyrst og fremst máli sem undirstaða iðn- aðar. Og ódýrt vinnuafl er ekki einkenni á nútímalegu iðnaðar- þjóðfélagi, heldur hið gagnstæða; vinnuafl er hvergi eins dýrt og í þeim þjóðfélögum sem lengst eru komin á sviði iðnvæðingar. Enda byggist iðnaður fyrst og fremst á verkmenningu, á hug- kvæmni og skynsamlegu skipu- lagi; þessir þættir eru miklu verðmætari en hráefnd og orka. Og það er á þessu sviði sem við verðum að hasla okkur völi, með því að verða eins vel eða betur verki farnir en keppinautar okk- ar. En þá verðum við að tryggja sjálfum okkur yfirráðin yfir iðn- aði okkar og ábatamum af hon- um. Með þesisu er ég engan veginm að boða þá kenningu að við eig- um að leysa vandamál okkar einir og óstuddir. Við þurfum mjög á því að halda að læra af öðrurn, hafa bæði samvinnu um þekkingu og fjármagn. En það er mikill misskilningur að slik samvinna standi ekki til boða. Islenzk stjórnarvöld hafa um skeið haft samband við ýmsa erlenda aðila sem áhuga hafa á að kynna sér aðstæður til atvinnurekstrar hér á landi, margir slíkir aðilar hafa komið síðustu vikumar. Þessir erlendu aðilar eru til viðræðu um hvers kyns samvinnu, til að mynda í þeirri mynd að Islemdingar eigi meirihluta fyrirtækjanna, eða eignist þau á tilteknu árabili o. s. frv. Slikar hugmyndir munum við að sjálfsögðu verða að kanna og meta í sambandi við áform eins og sjóefnavinnslu eða fram- leið.slu á þungu vatni svo að dæmi séu nefnd um meiriháttar fyrirtæki. En að minni hyggju er einnig þetta forsenda fyrir iðnvæðingu sem nái takmarki sínu, að íslendingar hafi það sem almenna reglu að ráða yfir atvinnuvegum sínum sjálfir. Við höfum sannað það, íslendingar, á fyrri hluta þessarar aldar, að við vorum menn ti'l að rísa frá sárustu örbirgð til lífskjara sem standast samjöfnuð Við ýms auð ugustu þjóðfélög heims, og ég er sannfærður um að landsmenn eiga bæði þrótt og hæfiteika til þess að framkvæma islenzka iðn- væðingu á ókomnum áratug-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.