Morgunblaðið - 06.10.1971, Side 6
MOItGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1971
VEL MEÐ FARI1MN 1SSKAPUR,
minnsta gerð, ósikast keypt-
ur. Sömuleiðis vélritunarborð.
Uppl. í síma 33488.
SENDIFERÐABlLL
Sendiferðabíll til sölu með
atvinnuleyfi. Sírrvi 38994.
PlANÓ
Óska að kaupa gott píanó.
Viosamlega bringið í síma
34332.
HÚSEIGENDUR — HÚSFÉLÖG
Getum baett við okkur máln-
mgavrnnu. Við önnumst al1a
málingarvinnu fljótt og vel.
Uppl. ! síma 83546.
KEFLAVlK
2ja tfl 3ja herb. íbúð óskast
til leigu sem fyrst. Uppl. í
síma 2584.
KEFLAVlK
Vantar svein og aðstoðar-
mann í rafvirkjun nú þegar.
Sími 1978, Keflavík.
SNIÐHNlFUR
Viil kaupa sniðhníf. Uppl. í
síma 93-2040 eftir kl. 7.
KEFLAVlK
Höfum kaupanda að góðri 3ja
berb. íbúð. Góð útborgun. —
Fasteignasala Vilhjábns og
Guðfinns, símar 1263 og
2376.
TIL SÖLU
6 cyl. Chevrolet mótor ný-
upptekinn á mótorverkstæði.
Sfmi 52160.
HAFNARFJÖRÐUR
Óska eftir að taka bam f
gæzfu. Uppl. f síma 51495.
PAR UTAN AF LANDI
óskar eftir 2ja berb. íbúð
sem fyrst, helzt í nágrenni
Háskótans. Nokkra mánaða
fyrirframgreiðsla. — Uppl. í
síma 30272.
PARLEYGARNIÐ
nýkomið fyrir prjónavélar,
gott litaúrval, ódýrt.
G-J.-búðin, Hrrsateig 47.
KENNSLA
Stúlka óskast til að lesa með
tveimur börnum 12 og 13
ára. Tilboð sendi'st Mbl. fyrir
10. þ. m. merkt „Kennsla —
4370".
INNFLYTJENDUR - VERKSTÆÐI
Tek að mér toflskýrslugerð,
verðútreikning og bókhald.
(Geymið auglýsinguna). —
Uppl í síma 25793.
iBÚÐ ÓSKAST
3ja herbergja fbúð óskai&t til
leigu strax. Sími 41893.
'
JL
iwæi
B j argrar stelnn.
GATA GÓÐU K0NUNNAR
Þetta er ósköp venjuleg gata
— viðkunnanleg gata — eins og
raunar margir al þessum gömlu
stígum, sem upphaflega voru
hálfgrasivaxnir troðningar
milli torfbœjanna — áður en
umferð margmennisins krafðist
malar og síðan malbiks, svo að
aMt væri ekki útvaðandi í
bleytu og for.
Það er raunar furða að þess-
ari litlu götu skyldi vera gefið
sérstakt nafn. Hún er ekki ann-
að en þessi skammi spölur —
framhald Skálholtsstígsins frá
Grundarstíg og upp að Óðins-
götu, og við hana eru ekki núm-
eruð nema örfá hús. Af þeim
ber mest á hinni gerðarlegu
byggingu á syðra homi Grund-
arstígs, og er skipt til helminga
milli hans og Bjargarstígsins.
En við staðnæmumst samt aðal-
lega við önnur hom — þau sem
myndast við mæstu gatnamót
Bergstaðastrætis. Hér standa lít
il og lagleg hús, sem bera svip
mót síns tíma — áranna fyrir
aldamótin, þegar þetta var
„suðaustur-jarðar bæjarins"
eins og það er orðað í Þjóðólfi
þegar sagt er frá íkveikjunni í
Bjargarsteini. Það hús stendur
hér enn, nr. 24 við Bergstaða-
stræti, og af fróðum mönnum
sagt elzta steinhúsið — hlaðið
— á þessum slóðum. Ef steinar
þess hefðu mál, gætu þeir sagit
okkur sitt af hverju, eins og
sviðnar gólffjaiir suðurstofunn
ar bera vitni um enn í dag.
GAMALT
OG GOTT
Kveðið var um smið, sem ekki
þótti sérlega duglegur:
Hann er látast hrinda i lag,
hann er að fáta og leita,
hann er að máta heilan dag,
hann er að játa og neita.
Þegið gætni, heknska, hik,
héðan þó ég víki.
Ég ætla að skreppa augnablik
inn í himnariki.
Jóhanna Friðriksdóttir
ljósmóðir.
(Úr bókinni Ég skal kveða við
þig vel eftir Jóhanm Sveinsson
frá Flögu). _____
Spakmæli dagsins
Hann var svo gáfaður, að það
var ekki hægt að skilja það,
sem hann sagði. — Ummæli am-
erísks veiðimanns um háskóla-
kennara.
ÁRNAl) UKILLA
Sextugur er í dag Jens Joen
sen Hásteinsvegi 22, Vestmanna-
eyjum.
Nú skyldi maður ætla, að
nöfnin Bjargarsteinn og Bjarg-
arstígur ættu sama uppruna. En
gamlir menn segja að svo muni
þó ekki vera. 1 viðtalsþáttum
V.S.V. „Við sem byggðuim þessa
borg,“ segir Ólafur G. Einars-
son frá því, að afi hans Ólafur
skreðari hafi átt heima í Sigur-
bjargarbæ.
Sá baar stóð við Bjargarstíg
þar sem nú er húsið Bergstaða
stræti 22 og við hann er Bjarg-
arstígurinn kenndur. Hann var
einn af Mið-Grundarbæjunum.
Áður en Sigurbjörg fluttist í
bæ þennan átti hún heima á
Látlu-Grund en hafði maka-
skipti við Halldór ökumann Sig
urðsson. Sjálfsagt er þetta sú
sama Sigurbjörg og Bjöm kaup
maður Kristjánsson bjó hjá á
Miðgrund (fyrst) þegar hann
fliuttist til Reykjavíkur. „Smám
saman varð Sigurbjörg þessi
eins og bezta móðir mín," segir
Björn í minningum sínum og
verður tæpast betra vitni borið
um sanna hjartagæzku. Sigur-
björg var ekkja Ólafs Einarsson
ar tórrrthúsmanns Einarssonar
sem dó innan við fimmtugt 1871.
Síðan bjó hún með syni sinum
og stundum var hjá henni fólk
sem leitaði sér lækninga hér
í bænum. Sýnir það, að hún hef
ur átt líknarhendur handa þeim
sem lasnir voru.
Bjargarstigurinn verður
aldrei taMnn ein af stórgötum
Reykjavikur. En nafn hans á
samt ekki að gleymast heldur
geymast svo að þessi nafngift
minni okkur á að þar mátti sín
meira hið hlýja hjarta heldur en
kaldur steinn.
G. Br.
HÉR
ÁÐUR
FYRRI
VÍSUKÖRN
Bæn
Guðs almáttugs höndin hún
ávaiit mig styðji.
Guðs almáttugs kraftur æ
streymi mér mót.
Burt örðugleikunum öllum hann
ryðji
svo öllu á bölinu fái ég bót.
Eysteinn Eymnndsson.
FRÉTTIR
Frá Kvenfélagi
Haf narf jarðar kir k jn
Basar kvenfélagsins verður í
Alþýðuhúsinu föstudaginn 8.
DAGB0K
Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið
á og fyrir yður mun upplokið verða (Lúk. 11-9).
1 dag er miðvikudagurinn 6. október. Er það 279. dagur árs-
ins 1971. Fidesmessa. Eidadagrur. Árdegisháflæði i Reykjavík er
kl. 07.11. Störstreymi. Eftir lifa 86 dagar.
Næturlæknir i Keflavík
5. 10. Jón K. Jóhannsson.
6. 10. Kjartan Ólafsson.
7.10. Arnbjörn Ólafsson.
8., 9., 10. 10. Guðjón Klemenzson
1110. Jón K. Jóhannsson.
Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74
er opið sumniudaga, þriðjudaga
og fimmtudaga frá kl. 1.30—4.
Aðgangur ókeypis.
Listasafn Einars Jónssonar
(gengið inn frá Eiríksgötu) er
opið £rá ki. 13.30—16. Á sunnu-
dögum frá 15.9.—15.12. Á virk-
uim dögum eftir samicomulagi.
Náttúrutrripasafiiið Hverfisgötu 116,
OpiO þriðjud., fimmtud., laugard. og
sunnud. kl. 13.30—16.00.
Háðgjafarþiónusta Geðverndarfólags-
ins er opin þriðjudaga kl. 4.30—6.30
slðdegis að Veltusundi 3, slmi 12139.
ÞJónusta er ókeypis og öllum heimil.
Sýning Handritastofunar tsiands
1971, Konungsbók eddukvæða og
Flateyjarbók, er opin á sunnudögum
Kl. 1.30—4 e.h. I Árnagarði við Suður
götu. Aðgangur og ■ýnlnsarskrá
ókeypis.
Gróðurinn daf nar í skjóli gamalla húsa.
Skin og skuggar á Bjargarstíg.
október kl. 20.30. Þess er vin-
samlega óskað að konur, sem
vilja gefa á basarinn geri að-
vart í síma 5P781 eða 50295.
Kvenfélagið Seltjörn
Fyrsti fundur vetrarins verður
haldinn i félagsheimilinu mið-
vikudaginn 6. október kl. 20.30.
Ófeigur Ófeigsson læknir verð-
ur gestur fundarins og ræðir
um vandamál í sambandi við
neyzlu nautnalyfja. Einnig
verða sýndar litskuggamyndir
úr hnattferð. Nýjar félagskonur
velkomnar. Athugið að fundur-
inn byrjar stundvíslega. Stjórn
in.
Kvenfélagið Hrönn
heldur sinn fyrsta fund í kvöld
kl. 20.30. Spilað verðúr bingó.
Stjórnin.
ÁHEIT 0G GJAFIR
Guðmundur góði
Kristín 100, G.S. 300.
Áheit á Strandarkirkju
K.K. 100, V.K. 25, B.B. 100,
I.O.B. 100, G.Þ. 1000, Hulda
Einars 100, G.Þ. 200, G.G. 200,
G.G. 600, Guðmunda Jakobsd.
100, I.M. 200, K.Á. 300, Karli
300, G.A. 300, L.P. 100, María
200, J.K.S. 500, Óóa ÍÓ0, G.J.
100, Jóhanna 200, Þ.Þ. og J.Ó.
300, N.N. 100, G. 50 N.N. 265,
S.G.L. 700, E.M. 1000, S.S. 360,
P.H. 50, Þakklátur 150, Bára
Jóhannsdóttir 100, G.Þ. 500.