Morgunblaðið - 06.10.1971, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 06.10.1971, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1971 17 Stefnir beint að kanslaraembættinu Rainer Barzel, nýkjörinn leið- togi kristilegra demókrata í Vestur-Þýzkalandi LEIÐTOGASKIPTIN í kristi- lega demókirataflokknum (CDU) á flokiksþinginu í Saarbriioken á mánudags- kvöld komu ekki á óvart. Rainer Barzel, sem þá tók við af Kurt Georg Kiesinger, hef- ur um langt skeið verið lí'k- legasti eftirmaður hins síðar- nefnda. Barzel hefur árum saman verið í forystusveit kristilegra demókrata, meðal annars formaður þingflokks þeirra á sambandsþingiinu allt frá árinu 1964 og hefur þvi langa reynslu að baki sér sem stiómmálamaður, enda þótt hann sé ekki nema 47 ára gamall. Hann er því á meðal hinna yngri í forystuhópi CDU og er nú talinm hafa mikla möguleika á því að verða kanslaraefni flokks síns og bræðraflokksins í Bajern, sem lýtuæ forystu Franz Josef Strauss. Þingkosningar eiga næst að fara fram í Sam- bandslýðveldinu í september 1973. Vinni kristilegir demó- kratar sigur þar, má að svo stöddu telja líklegt, að Barzel yrði sá, sem við völdum tæki sem kanslari af Willy Brandt. Rainer Barzel er fæddur ár- ið 1924 í Braunsberg í Austur- Prússlandi, en fluttist með for- eldrum sínum til Berlínar árið 1931 og ólst þar síðan upp. Hann var kallaður í herinn í árslok 1941, er heimsstyrjöld- in var komin í algleyming og var þá naumast af unglings- aldri eða 17 ára gamall. Barzel varð flugmaður og dvaldist um skeið í Noregi sem könn- unarflugmaður, en síðar við Svartahaf. Hann var orðinm liðsforingi í flughernum við hrun Þriðja ríkisins. Hann sneri heim til Þýzka- lands í stríðalok, þá 21 árs að aldri og settist að í Köln. Sú borg var þá sém aðrar borgir Þýzkalands lítið amnað en rústir einar. Hann fékk fljótt mikimn áhuga á stjórn- málum, enda blöstu verkefn- in hvarvetna við ungum og áhugasömum mianni sem hon- um. Þýzkaland var í molum og skortur og neyð daglegt hlutskipti fólfcs. Hann tók þátt í myndun stjórnmálasamtaka, sem skyldu fyrst og fremst vera kaþólskur miðflokkur og þegar flokkur kristilegra demókrata var stofnaður, lét Barzel fyrst í ljós efasemdir um framtíð hams, því að hann taldi örðugleika á, að kaþólsk- ir menn og mótmælendur gætu starfað saman í einum flokki. Síðan hefur viðhorf Barzels breytzt í þessu til- liti. Er ekki til þess vitað, að trúarlegur ágxeinimgur hafi spillt fyrir stjórramálastarf- semi CDU, sem er ekki hvað sízt upphaflega stof-naður á grundvelli kristinnar sam- hyggju eftir þær hörmungar, sem nasisminn hafði leitt yfir þýzku þjóðina. Barzel lagði stund á lög- fræði og þjóðhagfræði við háskólann í Köln og að há- skólaprófi loknu hóf hann vaxandi afskipti af stjórnmál- um. Hann var fyrst kjörinn á Sambandsþingið árið 1957 og 1962 varð hann ráðherra í stjóm Adeniauers. Var Barzel þá yngsti ráð'herrann í rífcis- stjórninni og fór með sam- þýzk málefni. En strax árið eftir fór hann úr stjóminmi, er frjálsir demókratar, sem þá voru í samsteypustj órn með kristilegum demóbrötum, kröfðust þess að fá ráðherra- embætti. Síðar, er Ludwig Erhard fór frá sem leiðtogi og kanslari kristilegra demó- krata, reyndi Barzel að verða kanslaraefni flokksins, en beið þá lægri hlut fyrir • Kurt Georg Kiesinger, fráfarandi leiðtoga flokksins nú. Stuðningsmenn Barzels í baráttunni um flokksleiðtoga- stöðuna nú hafa óspart bent á, hve reyndu-r stjó-rnmálamað- ur Barzel sé orðinn en þó ung- ur að árum. Þá hefur það hjálpað honum, hve ódeigur hann hefur verið í að sýna fram á markrnið sín. Hann hefur frá upphafi gert það ljóst, að hann hygðist efcki ei-nungis verða leiðtogi flokks- ins heldur einnig kanslaraefni hans. Andstæðingur Barzels í baráttunni um formann-skjör- ið, Helmuth Kohl, hefur hins vegar haldið því fram, að nú, þegar kri-stilegir demókratar væru í stjórnarandstöðu, væri heppilegra, að sinn hvor mað- urinn væri formaður og kanslaraefni flokksins. Hugð- ist Kohl verða flofcksleiðtogi en gera Gerhard Schröder, sem í 15 ár samfellt gegndi ráðherrastöðu í valdatíð kristi- legra demókra-ta, að kanslara- efni flokksins. Barzel benti aftur á móti til liðins tím-a, er kristilegir demókratar fóru með völd, en Adenauer, Er- hard og Kiesinger voru allir í senn flokksleiðtogar og kanslarar og er naumast unnt að halda öðru fram en að það hafi gefizt vel. Hefur Barzel sem sagt lagt óhikað áherzlu á það, að hann ætli sér að vinna völ-din aftur fyrir flokk sinn. Kjam-inn í áróðrinu-m á flokksþinginu í Saarbrúcken gegn Barzel var á þá leið, að han-n miyndi verða til þess að hrinda kjósendum burt frá .-. , . .. Rainer Barzel flokknum. Þá myndi haran ekki geta sinnt flokksstörfun- um sjálfum nógu vel sökum of margra embætta og starfa, sem hlaðizt hafa á hann og loks, sem ekki skipti minmstu máli: Barzel yrði algjör leik- brúða í höndum Franz Josef Strauss, sem hafa myndi í för með sér, að kristilegi demó- krataflokkurinn yrði ekfci annað en leppflokkur bræðra- flokksins í Bajern. Þá væru „meranirnir í kringum Barzel“ ekki tiltakanlega litrikir né hæfir stjómmálamenn, sem líklegir væru til sigurs í þing- kosningum. Úrslitin í formannskjörinu urðu þau, að Barzel hlaut 344 atkvæði en Kohl 174. Þetta er talsverður munur og ef til vill meiri, en almenmt var búizt við, meðal annars vegna þess að Kurt Georg Kiesinger studdi Kohl. Ráðstefna Sambands íslenzkra sveitarfélaga: „Skipulagssj ónarmið til næstu aldamóta“ — hefst í Reykjavík um miðja næstu viku NÆSTKOMANDI miðvikudag hefst í Reykjavík ráðstefna Sani bands íslenzkra sveitarfélaga í til efni af 50 ára afmæli fyrstu skipulagslaga á íslandi. Fjallar hún um efnið „Skipulagssjónar- mið til næstu aldamóta". Ráð- stefnan stendur yfir í 3 daga. Páll Líndal, formaður sam- bandsins sa-gði á fundi með blaðamönnum I gær, að þessi fáðstefna væri sú 16. sinnar teg- un-dar sem haldin væri hér á landi siðan sambandið hóf slík ráðstefnuhöld árið 1965. Ætlun- iin væri á þessari ráðstefnu að horfa meir fram á við í skipu- 1-agsmálum en gert hefur verið til þessa á ráðstefnunum. Upphaflega sagði Páli að ráð- gert hefði verið að halda ráð- stefnuna í Norræna húsinu, en nú þegar væri sýnt, að það hús- næði væri of lítið, og mundi þvi ráðstefnan verða haldin á Hótel Sögu. Aðspurður kvaðst Páll á- líta að ráðstefnuna mundu sækja um 200 manns, enda væri öllum, sem áhuga hefðu á þessum mál- um heimil't að sitja hana. Ráðstefnan hefst sem fyrr seg ir miðvikudaginn 13. október. Þá fflytur m.a. kunnur skipulags- fræðingur frá Árósu-m, Nils- Ole Dund prófessor, erindi: „Skipu- lagssjónarmið til næstu alda- fnóta". Hann er hér í boði Norr- æna hússins, og mun einnig fflytja erindi á vegum Arkiitekta félags íslands. Siðar um daginn, segir Páll, að reyn-t verði að gera úttekt á skipulagsmálum eins og þau eru I dag, og flytja þar erindi ýmsir framámenn í skipulagsmálum hér á landi þ. á m. Hörður Bjarnason, sem er fyrsti skipu- lagsstjóri ríkisins. Þá verður opnuð sýnlng Skipu lagsstjórnar ríkisins í Bogasai Þjóðminjasafnsins og ber hún heitið „Skipulag í hálfa öld“. Á fimmtudagsmorgun verður svo fjallað um forsendur skipu- lags, svo sem veðurfarslegar og félagslegar forsendur. Að loknu matarhléi flytur svo Einar B. Pálsson, verkfræðingur erindi um hlu-t bifreiðarinnar i bæjar- skipulagi, og seinna um daginn er ætlunin að fá menn úr ein- stökum atvinnugreinum, sjávar- útvegi, verzlun, iðnaði og land- búnaði, tU að tjá sig um skipu- lagsmál, og hvernig þeir álíta að bezt megi samræma þau at- vinnuháttum. Næsta dág, föstudag hefjast svo umræður um „Skipulag á Is landi árið 2000“. Umræður hefja: Dr. Guðmundur Magnússon, pró fessor, Dr. Ólafur Ragnar Gríms son, lek-tor, Björn Björnsson pró- fessor, Gestur Ólafsson, arkitekt og skipula-gsfræðingur, Hrafn- keM Thorlacius, arkitekt, Hannes Tannhúðun — nýjung í vörnum gegn tannskemmdum SÉRHVER tannlæknir veit, að tannvei-ndun er langáhrifa mesta vopnið gegn tann- skemmdum, en hingað til hafa aðalvopnin í þeirri baráttu verið flúorblandað drykkjar- vatn og hreinsun munnsins. Nú er hins vegar komin í ljós ný aðferð til að verjast tann- skemmdum, og ef henni er beitt ásamt notkun flúor- blandaðs drykkjarvatns, getur það nær phlokað tann- skemmdir. Þessi nýja aðferð byggist á húðun tannanna með plast- vökva, sem nefnist methyl methacrylate. Fyrst eru tenn- urnar hreinsaðar vandlega, siðan er vökvinn bori-nn á þann flöt jaxlanna, sem tugg- ið er með. Sérstök áherzla er lögð á að bera vökvann í al'lar riifur og glufur á yfirborðinu, Daviðsson arkitekt og Björn Frið finnsson bæjarstjóri. Umræðum stjórnar Guðmundur Einarsson, formaður Verkfræðingafélags Is lands. Þá gátu stjórnarmennirnir þess á fundinum I gær, að ætl- unin hefði verið, að veita á ráð- stefnu þessari verðlaun fyrir beztu ritgerðina i verðlaunasam- keppninni um „Skipulag sjávar- kauptúna (kaupstaða) hér á landi á þessum áratug, með sér- stöku tilliti til félagslegra og efnahagálegra tengsla þeirra við aðliggjandi sveitir og þéttbýli", sem efnt var til í tilefni af 50 ára afmæli fyrstu skipulagslag- anna. Það hefði hins vegar verið álitið ógerlegt, þar sem tími hefði reynzit flestum þátttakend- um ónógur, og hefði þvi skila- frestur verið framlengdur til 1. desember. Fyrstu verðlaun i sam keppni þessari eru 400 þúsund krón-ur, og önnur verðlaun 200 þúsund krónur, og sögðu stjórn armenn, að þetta væru hæstu verðlaun sem heitið hefði verið i slíkum samkeppnum hér á landi. Sízt of langt gengið AÐALFUNDUR Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi í Vestm a n n.naey j um samþykkti eftirfarandi: „Aðalfundur Skipstjóra- og stýrimaraniafélagsins Verðandi, Vestmannaeyjum, haldimn 28. sept. 1971, lýsir stuðningi sínum við gerðir ríkisstjómarinnar í landhelgismálinu og telur sizt of langt gengið. Fundurinn hvetur eindregið til að áfram verði haldið þar ti-1 fullum yfirráðum yfir landgrunn inu er náð.“ þar sem holur í tönnum eiga upphaf sitt í þessum rifum. Að lokum er beitt eins konar geislabyssu, sem beinir út- fjólubláum geislum að vökva- húðinni, sem harðnar og myndar ósýnilega húð á tönn- inni. Rannsóknir sýna, að þessi húð helzt oft í a.m.k. tvö ár og á þeim tíma virðist hún veita nær algjöra vörn gegn tann- skemmdum. Samanburðar- rannsóknir sýndu tann- skemmdir í aðeins 2% húð- aðra tanna á sama tíma og 54% óhúðaðra tanna skemmd ust. Þessar rannsóknir hafa þó aðeins verið framkvæmd- ar í smáum stíl, en nú hefur verið ákveðið að auka þær til muna. Um 4000 skólaböm, sem hatfa aðein-s neytt flúor- blandaðs drykkjarvatns, verða notuð við þessar rannsóknir, Sir - -i , v'WImw-. h,, J Geislabyssa herðir plastliúðina á tönnunum. sem munu standa næstu fjög- ur árin. Vonast sérfræðingar til, að algjör vörn gegn tann- skemmdum náist með notkun þessarar aðferðar og flúor- blandaðs drykkj arvatns. Þá benda þeir á, að þessi aðferð sé tiltölulega ódýr, kostraaður inn sé sums staðar 2-3 þúsumd krónur. Sérfræðingarnir eru svo bjartsýnir á niðurstöður rann sóknanna, að þeir hafa þegar hafið tilraunir með enn ítar- legri notkun þessarar aðferð- ar, bæði hvað snertir algjöra húðun tannanna (erfitt hefur reynzt að húða þær á öllum hliðum) og einni.g blöndun flúors í plastvökvainn, þannig að flúorið síist smám saman í tönnina og þannig verði tönn- in tvöfalt vernduð gegn tann skemmdum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.