Morgunblaðið - 06.10.1971, Síða 24

Morgunblaðið - 06.10.1971, Síða 24
r 24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1971 — Minning Hólmfríður Framh. af bls. 22 hœgrií handar á kollinn á mér og sagði með þýðum málmhreim: „Þö ætiar að verða vinnumaður hjá mér þegar þú stækkar, þú hlýtur að verða bæði duglegur og sterkur sem pabbi þinn.“ Faðir minn vann Sveini eins mikið og hann mátti írá sinu heimiii þar til hann dó. Þeir báru hvor öðrum gagnltvæman vitnisburð. Ekki rofnuðu tengsl m við Hraunsheimilið eftir að móðir mín varð ekkja nema ef siður væri. Oft komu Fells- hjónin hvort í sínu Jagi ©g stundum bæði með gjafir og eögðu: — „Bóndi þinn var bú- inn að leggja inn fyrir þessu." Þau vissu áð hún átti líka sinn metnað, og það að aðgát skal höíð við nærveru sálar. Já það var oft gestkvæmt í Felli, enda heimilið í þjóðbraut sem nú og gestir alltaf að koma ©g fara sumir langt að og þáðu gistingu. Um greiðslu var nátt- úrlega ekki að tala enda þekkt- ist það ekki í okkar sveit. Það var gaman að koma að Felli því þangað kom ég oft sem bam og unglingur, stundum þreyttur á langri göngu og þá var Hólm- friður fljót að átta sig á þvi sem við þurfti og kom sér bezt en það var að bjóða spón eða bita. Það giiti einu hvort stóð á matmálstíma eða ekki. Þetta heimili var glatt, mannmargt og frjálst og gott að vera þar gest- ur. Hólmfríður var falleg góð og gjörfileg kona, djörf í allri fram göngu, hispurslaus og mild við alla hvemig sem á stóð. Ég held að henni sé bezt lýst með þessari visu, sem ég veit ekki hver orti: Ég man þig á æsku árum svo unga, fríða og bjarta með lifs fjörsins eldi i augum og ást í vörmu hjarta. Hólmfríður og Sveinn eignuð- ust fimm börn sem að öll eru á lífi og komust til þroska og manndóms. Þau eru gift og bú- sett hér í Reykjavik. Hólmfrið- ur missti mann sinn 1936 en bjó áfram með sonum sínum í tvö ár og seldi þá jörðina og flutt.ist til Akureyrar, var þar í nokkur ár I.O.OF. 7 = 152 1068*4 =9 1. I.O.O.F. 9 = 153 10681 /t = H.kv. RMR-6-10-20-VS-MT- HT. B Helgafell 59711067 — IV/V. Fjhst. Skrifstofa Félags einstæðra foreldra er að Traðarkotssundi 6. Opið er mánudaga kl. 17—21 og fimmtudaga 10—14. S. 11822. Kvenfélag Lágafellssóknar heldur fund að Hlégarði fimmtudaginn 7. október kl. 8.30. Rætt verður um bazar- inn og vetrarstarfið. Kaffi- drykkja. — Stjórnin. Knattspyrnudeild Æfingatafla veturinn 1971—'72 Knattspyrnuæfingar innanhúss Meistara- og 1. flokkur: miðvikud. kl. 7.40 föstud kl. 8.30 2. flokkur: miðvikud. kl. 8 30 föstud. kl. 7.40 3. flokkur: miðvikud. og föstud. kl. 6.50 4. flokkur: miðvikud. og föstud. kl. 6.00 laugard. kl. 2.50 5. flokkur: sunnud. kl. 1.10 9 ára og yngrr sunnud. kl. 2.00 10—12 ára sunnud. kl. 2.50 A og B lið. A og B lið eru einnig á fimmtud. kl. 5.10. FáBcamir (The Old Boys); laugardaga kl. 3.40. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Konur í Styrktarfélagi vangefinna Fundur á Hallveigarstöðum fimmtudagskvöldið 7. október kl. 20.30. Á dagskrá eru fé- lagsmál og myndasýning. Stjórnin. Kristniboðssambandið Af sérstökum ástæðum fellur samkoman i Betaníu niður i kvðld. Hörgsblið 12 Almenn samkoma, boðun fagn aðarerindisins i kvöld, mið- vrkudag kl. 8. Sálarrannsóknarfélag islands Skrifstofan, bókasafnið og af- greiðsla Morgunns að Garða- stræti 8 er opið á miðviku- dögum kl. 5,30—7. Kvenfélag Óháða safnaðarins Naestkomandi fimmtudag, 7. október, verður kl. 8.30 í Kirkjubæ sýnikennsla í hár- greiðstu og andlitssnyrtingu. Takið með ykkur gesti. — Safnaðarsamkonur velkomnar. Ixngholtsprestakall. Haustfermingarbörn sr Sigurð- ar Hauks Guðjónssonar komi til viðtals þriðjudaginn 5. okt. kl. 6. Ferðafélagsferðir. A laugardag kl. 14. Þórsmörk (Haustlitaferð). Nú eru glaesilegir litir í Mörk- inni. A sunnudag kl. 9.30. Strandganga: Þorlákshöfn — Selvogur. (Landmannalaugaskálinn er lokaður um helgina.) Ferðafélag Islands, Öldugötu 3, símar 19533 og 11798. Frikirkjan i Reykjavik Haustfermingabörn eru beðín að mæta í kirkjunni næstkom- andi fimmtudag kl. 6.30. Safnaðarprestur. Sálarrannsóknarfélag Isiands heldur félagsfund í fundar- salnum Garðastræti 8 fimmtu- dagskvöld 7. okt. n. k. kl. 8.30 eftir hádegi. Dagskrá: 1. Sveinn Ólafsson, varafor- eti S.R.F.I.: Ávarp. 2. Erlendur Haraldsson, sál- fræðingur: Segir frá sálar- rannsóknum i Bandarikjun- um cg svarar fyrirspurnum. 3. Tónlíst. Félagsmenn og gestir vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Stjórnin. fór þaðan til Hafnarfjarðar, þar sem hún var hjá Sigurlaugu dóttur sinni þar tH hún fór á E3Ii og hjúkrunarheimilið Grund þar sem hún var þar til yfir lauk. Kæra Hólmfríður. Mér er mjög Ijúft á skilnaðarstund að votta þér virðingu og þakklæti fyrir mig og foreldra mína. Sömuleiðis innileg kveðja og þakklæti frá systrum mínum og fóstursystrum. Ég veit að fylgja þér hlýjar kveðjur allra þeirra sem höfðu við þig samskipti og þá hvað ekki sízt gamlir sveit- ungar þínir, fjær og nær, sem skulda þér gott viðmót. Börnum og systkinum hinnar látnu fær- um við dýpstu samúð. — Sértu kærst kvödd aí okkur öllum. Bjarni M. Jónsson. Með tryggð til máls og manna á mátt hins góða og sanna þú trúðir traust og fast. Hér er nú starfsins eindi. 1 æðri stjómar hendi er það, sem heitt í hug þú barst. (Einar Benedifctsson). Oft eigum við erfitt með að sætta otkfcur við og sfciija til fulls, hversu vanmáttug við er- um gegn vaidi dauðans þegar fóllk á bezta addri er hrifið burt, fuilt af starfsorku, dugnaði og þrótti. Öðru máli gegnir þegar aldurinn hefur náð yfirtökunum og lifsorkan er þrotin, þá getur jafnvel vaid dauðans orðið okk- ur kærkomið. Sú látna sem við fylgjum til grafar nú í dag, var farin að heil'su síðustu árin, þessi hrausta og sterkbyggða kona var orðin að viðfcvæmu og veikbyggðu spreki, sem aðedns átti eftir að skilja við þetta jarðneska iiif. Hóimfriður var mjög glæsileg kona, og dugnaður, myndarskap- ur, fómfýsi og umihyggja leyndu sér efcki við nánari kynni. Hún var af skagfirzku bergi brotin og átti heima í Skagafirði meginhlutann af iangiri ævi. Hún giftist skagfirzkum bónda og bjó á Felli í Sléttuhlíð um áratuga sbeið. Þau hjón eignuðust fimm böm sem ÖU eru á ISfi. Kynni okkar Hólmfrfðar hótfust þannig, að hún dvaldist á heim- ili okkar hjóna um nær tveggja ára skeið, þá komin á áttræðis- aldur en em etftir aldri. Þessi kynni urðu að vináttu á milli hennar og minnar fjölskyldu sem enginn skuggi íéll á. Við hjónin eigum góðar minn- ingar frá þessum samveruárum, en bömin voru þá ung og muna minna. Bftir að hún fluttist frá okkur, gat fjarlægðin ekki skert vinátt- una. Hún mundi ávailJt eftir litlu drengjunum okkar, sem hún sá brosa sínu fyrsta brosi, og stíga sán fyrstu spor. Hólmfríður var að eðlisfari gjafmild og gestrisin, viðmótið hlýtt og vináttan verrndi. Mér liður ekki úr minmi hvað hún lét sér annt um bamahópinn okkar og fylgdist með uppvexti hans, þó að heilsan væri á fórum var hugurimn samur og jéufn. Ég tel mér það ávinning að haía 'kynnzt þesisari heiðurskonu, því að sannariega eru þeir ekki ham- ingjusnauðir sem eignast vináttu þeirra sem aldraðir teljast. Margur heíur á viðkvæmum aMri orðið fyrir varanlegum uppeldisáhritfum frá ömmu eða afa, eða öðrum sem komið hafa í þeirra stað og því er þáttur hinna öldruðu í uppeldismélum oft stærri en við gerum ofckur ljóst. Hólmfríður var ein atf hietj- um hversdaigslSfsins sem varða veginn, núlifímdi kynslóð til vaxt ar og þrosfca, Þvi stöndum við í þakkarskuld við hortfnar hetjur, sem lagt hafa okkur í hendur dýnmæta fjársjóði og varanlegt veganesti, og ber okkur skylda til að standa vörð um slíkan arf og ávaxta hann. Ég held að það séu alit of fáir sem gera sér það í raun og veru Ijóst að upp af svitadropum feðra vorra og mæðra, hafa vax- ið þau líígrös menningar, tæfcni og þæginda sem við búum við í dag. Á þessu hausti hafa komið óvenju margir fagrir haustdagar, sól skinið í heiði og litadýrð á jörð. Það er íegurð haustsins og friður sem fylgir þér yfir landa- mærin mifclu. Nú ertu horfin ofckur sjónum en minningin lifir þótt maðurinm hverfi, moldin heimtar sitt, en andinn flytur til hæða. Við kveðj um þig með trega, og felum þig forsjá guðs. Jakob Þorsteinssídi. — Deigla eda ... Framh. af bls. 16 son, einhver hégómasnauðasti af lands- ins bömum, kemur mörgum, einkum eldri konum, fyrir sjónir sem einstak- lega sannleikselskandi, en dálítið geð- rikur einstakiingur. Þjóðin veit nú, að háttvísasti og skilningsríkasti sonur hennar heitir Gylfi Þ. Gíslason. Þekk- tng og greind Þórarins Þórarinssonar eru á allra vitorði, þrátt fyrir allt. Sömu- leiðis fríðleiki Einars Ágústssonar. Hannibal hefur staðið á óstöðugu og ekki brugðizt sinum. Og þegnarnir hafa upplifað hátignarlega ró og snarræði Geirs Hallgrímssonar. Þannig mætti lengi telja. FORSENDUR Starf fyrrv. ríkisstjórnar var mikið og ráðherrar hennar nær aliir dugandi; það mun því koma jafnt núverandi stjórn og þjóðinni allri til góða, þótt is- lenzk stjórnmálabarátta virðist nú nokkuð á hókus-pókus stiginu. Segja má e.t.v., að fyrrv. stjóm hafi verið of stórhuga og því sátu tiltöiuiega eánfald- ar og ódýrar þjóðfélagsaðgerðir nokk- uð á hakanum. Ráðagerðir hennar hnigu að heild, svo sem nútíminn býður, en litu nokkuð hjá fólki. Þrátt fyrir fallegt einstaklingshyggjutal og vissan fram- gang þess, láðist að hyggja að þeim ein- staklingum, sem mesta höfðu þörí og minnsta getu. Aðrir gerast nú hinir göf- ugu riddarar vegna þeirrar skammsýni. Austri Þjóðviljans og aðrir skugga- valdar lágu undir feldi og prédikuðu fræði sín af kappi og hjuggu þannig til margra að þeir komust úr andlegu jafn- vægi. Kaldhryssingur Austra höfðaði til margra ungra manna, sem lita á þjóð- félagið eins og ungar á andamömmuna. Oft tókst honum að hæfa menn Hla per- sónulega, en þeir reyndu á móti að svara málefnalega. Or því varð oft vandræðaiegt kák. Maó formaðoir, Brynjólfur stórvezir Bjarnason og fleiri andans menn geta verið sælir með fram- farir þessa iærisveins. Áratugum saman höfðu Einar Olgeirs- son, Brynjólfur og fleiri þröngsýnir og velmeinandi marxistar haldið helgrímu að vitum samtaka sinna. Með því að dreypa í fræði sín og boðskap daufri biöndu af Sovét- og Kinagagnrýni, litot og nú gerist í Sovétríkjunum, hafa Austri og sveinar hans stungið Grýlu gömlu svefnþorn og margir látið blekkj- ast af þessari inntöku. Undanfarin ár hefur orðið gifurleg höfðatöluaukning á námsmönnum ails kyns, heima og erlendis. Við lækkun kosningaaldurs varð veruleg viðbótar- aukning sömu stéttar. Stökkbreyting i tæknivæðingu síðasta áratugar á mikinn þátt í þessari aukningu, þótt margir menntaðir menn starfi erlendis af skilj- anlegum ástæðum. Samskipti íyrrv. rik- isstjómar og embættismanna við þenn- an fjölmenna hóp voru ekki háttvís. Þessu vaxandi afli var sýndur þótti. Jafnvel umfram það, sem daglega er tiðkaður hjá opinberum stofnunum af lægri gráðum. Ekki í orði, heldur verki. Það hefði ekki kostað ógn marga pen- inga að sýna þessum misjafna hópi meiri kurteisi. Bandalagsmenn lögðu mikla vinnu í undirbúning að fá ráðið stefnu og forystu samtaka námsmanna erlend- is. Grundvöllurinn var góður. Ólga rífcti víða í menntastofnunum. Fyrrv. formað ur þessara samtaka var einn seigasti kafbáturinn í hernaði Alþbl. við síðustu kosningar. Vonandi fær hann sæmileg- an spón úr asfci hinna umbótasinnuðu ráðherra fýrir starfa sinn. DEIGLA Þannig hafa bandalagsmenn haldið skika sínum i góðri rækt og við réttar aðstæður sen.t sáðmenn sína og konur inn i lítt varin lönd andstæðinga sinna og gróðursett fræ sín í hentugum jarð- vegi. Þannig mun áfram halda, ef and- stæðingurinn verður enn svo sjálfum- giaður og óraunsær, að hann stikar að- eins eign sina háleitur með hendur á baki og iætur „óvininn" halda áíram starfi sínu óhultan. Skipulag stjórnmála- og kosningabar- áttu þeirra flokka, sem enn heita sín- um réttu nöfnum, er nú úrelt orðið. Kosningaundirbúningurinn er alltof skammur. Hann ætti í raun að vera sí- virkur. Það er ekki nóg, stuttu fyrir kosningar að halda almenningi, hinum gráa massa, dýrar gleðir, þar sem fólk er gabbað til að hlæja. Það verður líka að lesa íólk niður í einstaklinga og ginna þá til að hugsa. Þjóðmálabarátt- an hlýtur í nánustu framtíð að byggjast meira á félagsfræðilegum rannsóknum, þar sem beitt er nýrri tækni i stað hinn- ar aikunnu aðferðar „maður-þekkir- mann". Nágrannabyggðir Reykjavíkur eru t. a.m. nokkurt ihugunarefni. Hér áður var því oft haldið fram, bæði í gamni og alvöru, að bæjarstjóm Reykjavíkur hefði á sinum tima byggt Kópavog, þar sem mörgum sóttist seint að fá lóðir til bygginga í höfuðborginni. Það er ekki nóg að styðja flokk lýðræðissinna til sigurs með mannfiutningum í önnur byggðarlög, þótt slikt sé raunar bróður- legt sjónarmið. Yfirstéttarhneigð er óheppileg öllum frjálsum samtökum. Nýlega kosin stjórn SUS er því miður bending til slikrar hneigðar. Slíkt fer ekki vel í sjálíu inn- taki flokksstarfseminnar. Erfðaprinsar hafa oft reynzt hálfgerðar tepnir og lítt til þess fallnir að leggja á sig erfiði. Sjálfstæðisflokkurinn ætti að forðast slíka skiptingu og stefna áfram að raun gildi þess að vera heilbrigðasti og víð- sýnasti flokkurinn. Sú verður ævinlega íorsenda gengis hans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.