Morgunblaðið - 06.10.1971, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OICTÓBER 1971
ur. Allt sem ég þurfti að gera
var að „hitta Melchior og fá
hann til að skila bréfinu mínu.“
Já, svona einfalt var það!
— Hlustaðu nú á! sagði ég
ofsalega, og haettu að herma
eftir honum Basil Rathbone. Ég
á enga fimm þúsund dali, og hef
enga von um að geta útvegað
þá. Og þótt ég gæti það, skyld-
irðu aldrei fá þá hjá mér. Skil
aðu nú bréfinu og láttu mig svo
í friði!
— Mikið ertu sæt, þegar þú
verður vond, elskan.........En
gefðu samt ekki allt upp á bát-
inn. Betra fyrir þig að útvega
peningana og hafa þá tilbúna á
mánudaginn. Geturðu hugsað
þér, hvernig þetta orkar á
hann hr. Breamer? Hann reigði
höfuðið með djöfuliegu glotti og
SAAB 1967
Til sölu er Saab 1967.
Upplýsingar gefur
Sveinn Bjömsson & Co„
Skeifunni 11.
Sími 81530.
Lærið
að taka mál,
minnka og stækka snið,
breyta sniði og sníða
flík á hvern sem er eftir
Stil og Mc’Calls sniðum.
Þriggja kvölda námskeið befjast nú í október. Það fyrsta
þann 11. Einnig verða s'ðdegisnámskeið Fjöldi þátttakenda
á hverju námskeiði er mjög takmarkaður, þvi hverjum um
sig býðst að fullsníða 1—2 flíkur á staðnum eftir leiðsögn
handavinnukennara.
IMámskeiðin verða á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum kl.
8—11 og eftir hádegi á fimmtudögum, þ. e. kl. 2—5.
cvi Námskeiðsgjald nemur 750,00 kr. Þátttökubeiðnum er veitt
klappaði á vasann. Ég er bú-
inn að lesa það svo oft, að ég
kann það utanbókar. Æ, vertu
ekki að því arna! Ég á ekkert
stolt til iengur.
Hann reisti sig frá veggnum
og dustaði brauðmolana af hönd
unum. — Jæja, hvað segirðu um
þetta, Rauðka?
Ég opnaði töskuna mína og
seiidist eftir byssunni og hafði
hana tilbúna undir borðinu. —
Ég segi ekki annað en það, að
áður en þú hefur út úr mér pen-
inga, geturðu farið til hr. Bream
er og sagt honum, hvað sem þú
vilt. En mundu bara eftir því,
að þú hefur lika skrifað bréf,
og það hef ég i höndum og ætla
mér að geyma það. Ef þú held-
ur þessu áfram, fer ég með það
í lögregluna og fæ þig fangels-
aðan fyrir fjárkúgun. Jæja, nú
vitum við víst bæði, hvar við
stöndum. Fáðu mér bréfið, Mel-
chior.
Hann roðnaði og opnaði munn
inn, en ég fæ aldrei að vita,
hvað hann ætlaði að segja, því
að hurðin opnaðist og Graee
Leigh stóð og hallaði sér upp
að henni og leit á okkur á víxl.
Það var glettni í hrossa-
kastaníuaugunum og hún rak
upp hlátur.
— Þið skemmtið ykkur vel,
hjónaleysin, eða hvað? sagði
hún með hásu röddinni sinni. —
En þið lítið samt ekki út fyrir
það, verð ég að segja. Hvað er
hann litli bróðir minn að segja
við fallegu dömuna?
Melchior roðnaði enn meir og
hálsinn á honum þrútnaði. —
Þetta er systir min, Grace
Leigh, ungfrú Boykin. En hún
kannast ekki við skyldleikann
nema hún sé full.
— Ég er nú bara hálfsystir,
leiðrétti Grace hann, vingjarn
iega. En látið mig ekki trufla
ykkur, sagði hún um leið og
hún settist, tók hnefafylH af
söltuðum möndlum og tók að
narzia þær.
Hve lengi hafði þessi skepna
staðið við dyrnar? Hve mikið
hafði hún heyrt? Líklega nógu
mikið og gat þannig tekið þátt
í þessum aðgerðum óaldarflokks
ins.
— Blessuð haldið þið áfram sam
talinu, sagði hún. — Látið þið
bara eins og ég sé hérna ekki.
Jæja, hún hafði þá heyrt til
okkar.
— Það var nú ekkert merki-
legt, sagði ég við hana, um leið
og ég skeliti aftur töskunni og
stóð upp. — Við vorum að tala
um spakmæli eins og „skiptu
þér ekki af því, sem þér kemur
ekki við.“
VARTA
rafhlöður
ýmsar gerðir
Traust
gœðavara
Jóhanrt Ólafsson
& Co. hf.
Hverfisgötu 18 - Reykjavik.
Sími 26630.
— Gisii! — Húsb<>ndiiin er liér.
Ég heyrði hláturinn í henni
um leið og ég gekk út.
Jæja, nú þyrfti ég enn að
biða.
Jimmie Davies stóð enn við
barinn og var orðinn vel fullur.
Hann hóaði í mig með slíkum
ákafa, að hann var næstum dott
inn, svo slagaði hann utan í 'mig
og skvetti úr glasinu sinu á kjól
inn minn. Hann tók til þar sem
fyrr var frá horfið. Hann
skyldi leigja handa mér íbúð og
kaupa litinn bíl handa mér og. .
— Afsakaðu, ef ég ónáða, Jam
es, kall minn, sagði Melchior,
sem var nú aftur kominn að
barnum, skælbrosandi. — Ég
þarf snöggvast að tala við stúlk
una þína, með leyfi.
— Hún vill ekkert við þig
tala, hreytti Jimmy út úr sér. —
Hafðu þig burt.
Melchior greip í hönd mér. —
Komdu rétt sem snöggvast Liz.
Ég skal ekki tefja þig lengi.
— Slepptu henni! sagði
Jimmy. — Láttu stúlkuna mína
i friði.
Svo þreif hann í mig og i
þetta sinn tókst honum að
skvetta úr mínn glasi á kjólinn
minn.
Þá heyrðist smellur og hnef-
inn á Jimmy lenti beint á munn-
inum á Melchior. Og Melchior
æpti upp og blæddi úr honum,
er hann réðst að Jimmy.
Kvenfólkið grenjaði og karl-
mennirnir æptu og andlitið á
Flóru varð náhvítt og ógnandi.
Einhverjir skildu áflogagikkina.
Allt komst í háaloft. Einhver
tók í axlir mér og dró mig
í snatri fram í ganginn, upp stig
ann framhjá vinnustofunni og
alia leið upp á þak.
Áður en ég fékk svigrúm til
að fara að skjálfa í kuldanum
þarna, var sjali slegið um axl-
ir mér, og mér var snúið við og
þá sá ég glottandi smettið á
þessum náunga, sem kaliaður
var Leonard.
— Ég tók það á handriðinu,
sagði hann um leið og hann
strauk sjalið slétt.
— Ó, sagði ég. — Þakka yður
fyrir að forða mér úr þessari
þvögu. — Að hverju eruð þér
að hlæja? spurði ég og reidd-
ist. — Mér fannst ekkert gam-
an að þessu.
— Ég var að hlæja að henni
Flóru, sagði hann, alls óvænt. —-
Hún er sVo örg út í hann
Jimmy. Alla þá stund sem ég
man eftir, hefur hún reynt að
forða honum frá fyrirsætum.
Einkum þó frá þér, Liz Boykin,
og líklega vegna háralitarins
þíns. Jimmy er alveg vitlaus i
þær rauðhærðu. Og svo eftir
alla þessa fyrirhöfn hennar, þá
skýtur honum upp, þegar hún
heldur, að hann sé í Fíladelfíu,
og ekki einungis hangir hann yf
ir yður allt kvöldið, heldur
kemst hann líka i áflog út af
yður. Og hún getur ekkert við
Hrúturinn, 21. niarz — 19. apríl.
Nú er fólk ákaflega dutthni«;iIullt, jafnvel þelr, sem sta«)fasiir
eru.
Nautið, 20. apríl — 20. inaí.
I»að stangast allt á í sviplnn, og l>ú verður að taka þvi nieð
karlmennsku.
Tvíburarnir, 21. mai — 20. júnl.
I»ú mátt búast við töfum ojf g:era ráð fyrir að eittlivað gaiitfi úr-
skeiðis. I»að er betra að starfa að mestu einn í dajf.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
I»ú ættir að einbeita þér að því að koma verkum frá, sem beðið
hafa.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Mjög óæskilegrt er að gera áætlanir langt fram í tímann núna.
Meyjar, 23. ágúst — 22. september. I
I»ú hefur alvee nójj með að halda i horfinu í bili. |
Vogin, 23. september — 22. október. |
I»að sem þér virðist í fljótu bragði vera afskiptasemi kann að- i
eius að vera hjálpsemi. |
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. (
l»ú la^rir mikið á einhverri fyrirstöðu. /
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Heyndii að skilja ástæðuna fyrir ástandinu í dagr. og jferðu eitt- ’
hvað til úrbóta. (
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. (
Keyndu að gera þér g:rein fyrir alvöru málanna, og: fferðu þér i
grein fyrir því, að mikið verður að leggja á sig: til að eigra gróða ’
daga. Breytimrar eru í aðsijfi. j
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. |
Allt virðist einu sinni ætla að ganga vel. Skipulagið hefur borgr-
að sigr.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
I»ú verður að endurskoða stiiðu þína og: leggja eitthvað á þigr III |
að liæta úr skák.