Morgunblaðið - 15.10.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.10.1971, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1971 vmfiÐiii BILALEIGA IIVERFISGÖTU 103 V W SerxftfwÖebifrw'ð-VW 5 mwrna -VW wefnvagn VW 9manna*Landrover 7manna ® 22 0-22- BÍLAŒIGA CAR REIMTAL T2 21190 21188 BILALEIGA Keflavík, simi 92-221C Reykjavík — Lúkasþjónustan S' a,'i.'la.idsbraut 10, s. 83330. LEIGUFLUG FLUGKENNSLA i Bilaleigan SKÚXATÚNI 4 SÍMI15808 (10937) Ódýrari en aárir! HODR LEIGAM AUÐBREKKU 44-46. SIMI 42600. bilaleigan AKBRAUT car rental service 8-23-4? sendum Fjeðrtr, fjaðrablöö, hl/ÓUkútar, púströr og ftoW vorahkitir i margsr gerðlr btfreiða BfcvörubúSn FJÖÐRIN LawBftvegl 168 - Sími 24180 0 Er þetta framtíðin? Þannig spyr Árni Helgason og skrifar svo: ,,Kæri Velvakandi \ Það hljóta fleiri en ég að hafa orðið hugsi við fréttina í Mbl. 5. okt. sl., þar sem sagt var frá skemmtanahaldi á Snæfellsnesi í haust. Lögregluþjónninn, sem þar var til viðtals, taldi svo komið málum, að menn væru al varlega þenkjandi um að hætta að hafa skemmtanir fyrir fólk- ið, þar sem þetta væri engin skemmtun orðin, heldur reglu- legt at. Þegar ég kom á Snæfellsnes fyrir tæpum 30 árum, var ekk- ert vandamál að halda skemmt- anir, og þá skemmtu menn sér, en ekki við að eyðileggja skemmtun fyrir öðrum, eyði- leggja föt og haga sér eins og verstu villidýr. En þetta virðist orðið svo nú. Menn auglýsa dansLEIKI, en þetta er ekki otð ið neinn leikur. Menn ættu ‘yiorðurbraut U1 ■Uafttarfirði SÍMl 52001 EFTIR LOKUN 50046 Lausir bílar í dag heldur að auglýsa villimennsku og áflog, því að það er orðið fylgifiskur svo að segja hvers dansleiks, sem haldinn er, og yngri kynslóðin er í meirihluta. En ég spyr: Hvert stefnir þetta? 0 Er það ofstæki? Félagsheimili eru reist fyrir offjár og miklu til þeirra fórn- að, að þetta er svo útkoman! Siðferðislega niðurbrotið skemmtanalíf, öllum hugsandi mönnum til skelfingar. Lýsing in var ljót hjá lögreglunni, og það var ekki úr því dregið, að öll þessi vitfirring ætti rót sína að rekja til áfengisneyzlu. Við, sem höfurg haldið okkur utan við svona ,,gleði“ og reynt að sporna við henni, höfum oftast nær verið afgreiddir með því að við værum of „fanatískir“, þetta væri alls ekki, eins og við vildum vera láta. Verður manni því á að spyrja þá, sem talið hafa okkur styðjast við lít il rök í áróðri okkar, hvað þeir sjálfir ætli að gera til að koma þessum málum í lag, eða hvort þeir séu ánægðir með ástandið, ánægðir með það að sjá fallega unga menn og konur verða að villidýrum vegna áfengisnautn- ar? 0 „Vínið hrindir mennskri mynd“ Eitthvað verður að gera, segja menn, og siðan ekki sög- una meir. En nú spyr ég í fullri alvöru: Er ekki kominn tími til, að Alþingi og ríkisstjórn og aðr ir valdhafar grlpi í taumana? Þeir gætu byrjað á að vera fyr irmyndir, t.d. í því að veita ekki áfengi í opinberum samkvæm- um o.s.frv. En má vænta þess? Áfengið hefir lengi fylgt manninum og orðið honum dýr keypt. — Gömlu sniUingarnir kváðu svo: Vinið hrindir mennskri mynd, magnar lyndi skitið. Gerir yndið allt að synd og steinblindar vitið. Er ekki tími kominn til, að aUir, sem unna íslenzkri heill og menningu, taki nú saman höndum og geri stórt átak til bjargar íslenzkri æsku, sem nú streymir út á hinn breiða veg? Árni Helgason, Stykkishólmi“. 0 Utnferðin er orðin hrollvekja! Undir þessari fyrirsögn skrif ar Ingvi Guðmundsson, Álfta- mýri 40: — „Margir kannast við söguna af gatinu í brúnni, sem forystu sauðirnir steyptust niður um, og síðan kom hjörðin á eftir og steyptist sömu leið. Það er víst eðli bæði manna og dýra að elta í blindni þá, sem á undan fara, hvort heldur það er fram af hengiflugi eða niður um gat á brú. Vísir, 23. sept. 1971, fræðir okkur um stærsta umferðargat, sem getur tU þessa í um- ferðinni. Niður um þetta gat steypasrt alltof margir daglega, og gatið heldur áfram að stækka dag frá degi, án þess að minnsta raunhæf tilraun sé gerð til að byggja yfir það. Visir segir, að fjöldi tjóna hafi aukizt um 22,7% fyrri hluta þessa árs, tjónaverðmæti um 74,3% og tala slasaðra í Reykjavik um 30% á sama tíma. Hvað skal lengi svo fram halda, án þess að eitthvað raun hæft verði reynt að gera? Ég lield þó, að flestum sé það ljóst, að margir af þeim, sem slasast í umferðinni, nái sér aldrei til fulls, og alltof margir týna lífinu, auk margs annars, sem óhjákvæmilega fylgir, svo sem blóS, tár og óbætanlegt tjón. Það vekur bæði undrun og ótta, að íramkvæmdastjóri Um ferðarráðs skuli lýsa því yfir, að „Góð ráð séu það dýr“, að raunverulega sé ekkert hægt að gera, fyrr en ljóst er, hvað alþingi veitir miklu fé til þesa ara mála. Ég skal samþykkja það, að þau ráð, sem hann nefnir, eru bæði dýr og seinvirk, en ég efa, að þau séu að Sama skapi góð. Ekki ætla ég mér að fara að standa í deilum við eðá urh Umferðaráð, og notagildi þess fyrir umferðina. Hitt finnst mér hæpið, ef á að kenna pen- ingaskorti einum um hvernig komið er og hvað gatið stækkar ört dag frá degi. 0 Bölvaldurinn: Tillitsleysi og frekja Að lokum langar mig til að benda á þann bölvald, sem ég tel mestan i umferðinni. En hann er tillitsleysið og frekjan. Islenzka þjóðin er orðin allvel menntuð, og ekki tel ég okkur vera verr innrætta en aðra; það sést á þvi, þegar þarf að rétta bágstöddum hjálparhönd. En við erum haldnir dálítilli minnimáttarkennd, og hún brýzt oft út í tillitsleysi og frekju, af ótta við, að aðrir sén að gera á lilut okkar, en það þol um við verr en flest annað. Ég trúi þvi, að hægt sé að kenna okkur bæði tillitsemi og umburðarlyndi í umferðinni, án þess að kosta miklu til. Ég trúi því erun fremur, að kennsla í þessu sé happa- drýgsta leiðin til að sigrast á slysum og tjóni. Ég veit, að hver, sem temur sér tillitsemi í umferðinni, legg ur sitt af mörkum til að byggja upp í gatið í brúnni. Ég trúi því, að ökukennarar muni fúsir til að auka þennan þátt kennslunnar án aukagjalds. (Enda mætti kannski að skað lausu draga dálítið úr kennslu um afsalútt rétt í umferðinni, því að það er svo margt óvænt og óviðráðanlegt, sem getur gerzt í umferðinni). Ég þykist vita, að til sé fólk, sem erfitt yrði að kenna þenn an þátt umferðarinnar, tillitB- semi. En það ætti þá að vera hægt að hvíla það í akstri einn og einn dag, án þess að kosta miklu til í skriffinnsku eða dóm skjölum. Það geta allir séð, sem vilja, og eitthvert vit hafa á umferð inni, að hér er ekki lengur um umferðarmenningu að ræða, heldur hrollvekju. Þess vegna er ekki hægt að bíða og aðhafast ekkert já- kvætt. Skriístoiu- og afgreiðslu- maður óskast STÁLBORG, Nýbýlavegi 203. Skrifstofustarf Viljum ráða karlmann til skrifstofustarfa sem fyrst. Einhver starfsreynsla æskileg. Umsóknir um starfið ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 18. þ.m. merkt: „Framtíðarstarf — 3286". TIL ALLRA ÁTTA Ingvi Guðmundsson, Álftamýri 40". Stór íbúð eða einbýlishús miðsvæðis í borginni óskast til leigu frá ársbyrjun n.k. eða síðar til 2ja ára. Fyrrframgreiðsla eftir samkomulagi. Tilboð merkt: „Glæslegt húsnæði — 4273“ sendist Morgunblaðinu fyrir 20. þ.m. Litið er á tilboð sem trúnaðarmál. NEW YORK Alladaga •------- REYKJAVtK OSLÓ Mánudaga MkJvikudaga Laugardaga GLASGOW Fimmtudaga LONOON Fimmtudaga KAUPMANNAHÖFN Mánudaga Miðvikudaga Laugardaga L0FTLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.