Morgunblaðið - 15.10.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.10.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1971 PERSIA 2500 ARA Landsmenn minnast stofnunar Persaríkis og Kýrusar, stofnanda þess GEYSIMIKIL hátíðahöld fara nú fram í íran í til- efni þess, að 2500 ár eru liðin frá stofnun persneska keisaradæmisins. Þar er verið að minnast þess, að Persar hafa varðveitt þjóð erni sitt í 2500 ár, en ekki síður verið að heiðra minningu Kýrusar, sem stofnaði Persaveldi hið foma og vafalaust er ein áhrifamesta persóna mann kynssögunnar. Hann var mesti herforingi síns tíma, sem sameinaði herkænsku og stjómsnilli og kom á fót víðlendara heimsveldi, en sagan hafði áður þekkt. Þýðing hans fyrir mann- kynssöguna, jafnt fjrrir sögu eigin þjóðar sem sögu annarra þjóða, er það mik- il, að ekki er úr vegi að rifja upp frásögn mann- kynssögunnar af þessum sérstæða manni. Þá hefur það ekki sízt leitt huga fólks að hátíðahöldunum í Persíu ti'l minningar um Kýrus og tilurð persnesku þjóðarinnar, að þau fara fram með slíkum glæsi- brag og íburði, að helzt þykir minna á ævintýri úr Þúsund og einni nótt. Fleiri konungbornir gest- ir og þjóðhöfðingjar eru þairna saman komnir til hátíðahalda, en þekkzt hef- ur áður. Hefur allur hinn mikli íburður og viðhöfn vakið mikla eftirtekt og víða gagnrýni út um heim, því að þeir eru margir, sem telja, að íran eða Persía sé fátækt, vanþróað land, þar sem opinberum fjármunum sé betur var- ið í annað en þau veizlu- höld, sem nú standa yfir. En víkjum nú að Kýrusi og stofnun Persaríkis fyr- ir 2500 árum. Persar voru arísk þjóð. Óraleng-i höfðu þeir lifað frumstæðu bændalífi eða hirðingja í skjóli hinna bratt- stígu írönsku fjallgarða. Þeir komu eins og í skyndingu fraim á sjónarsvið mannkyns- sögunnar og leggja að velli öll stórveldi Austurlanda. Síðan stofnuðu þeir riki, sem með betri rökum mátti kall- ast heimsriki en nokkurt hinna fyrri fornu stórvelda. Valdataka þeirra markar spor í sögu Austurlanda. Drottin- vald það, sem Semítar höfðu áður haft, færðist í hendur ariskra þjóða. frönsku þjóðimar voru raunar þrjár: Medar, Persar og Skýþar. Þær höfðu breiðzt út yfir allt iranska hálendið og suður að Persaflóa og greinar þeirra brutust alla leið vestur að Efratfljóti. Af þessum þjóðum voru Medar I upphafi voldugastir. Þeirra er fyrst getið í styrjöldum Assýringa á sjöundu öld, en voru þá tæplega sameinaðir í eitt ríki. Eftir að Ninive var fallin og Assýríuríki hrunið, varð Media stór- veldi. Árið 550 fyrir Krists burð gerðist það svo, að Kýrus Persakonunngur rak yfir- konung sinn, Medíukonung, frá völdum. Tók Kýrus höf- uðborg hans, Ekbatana, her- skildi og réð síðan allri Medíu. f raun og veru hafði ekki annað gerzt en forysta hins mediska stórveldis hafði færzt frá einni ariskri þjóð til annarrar. Sumir af höfð- ingjum Meda höfðu veitt Kýrusi vígsgengi í uppreisn hans, enda breyttist aðstaða þeirra ekki til muna — Med- hríð. Lýdiumenn stóðust ekki snúning riddaraliði Persa og bogmönnum. Árið 546 féll Sardes, höfuðborg Lýdíu, í hendur Kýrusar. Síðan sigr- uðust Persar á grísku borg- ríkjunum úti við hafið og var þá öil Litla-Asia á valdi þeirra. Þessu næst hélt Kýrus aust- ur um hásléttur frans og braut undir sig hina óháðu írönsku þjóðflokka allt að Indusíljóti. Loks kom röðin að Babýlóniu árið 539. Her- sveitir hennar gátu litla mót- stöðu veitt. Kýrus hélt inn- reið sína í Babýlon og var vel fagnað. Síðan innlimaði hann önnur lönd Babýlóníu i sínu, ekki fjarri höfuðborg- inni Persepolis. Þar stendur enn minnisvarðinn á gröf hans. MIKILL STJÓRNSNILLINGUR Kýrus hafði lagt undir sig heiminn á einum tiu árum. Flestar aðstæður voru hon- um í vil, margir sigrar hans auðunnir, enda voru beztu stuðningsmenn hans oftlega í röðum óvinanna sjálfra. En Kýrus var annað og meira en eftirlætisgoð striðsgæfunnar. Hann var ekki einungis frá- bær herstjómandi, heldur einn af framsýnustu og at- orkumestu stjómsnillingum Austurlanda að fomu og nýju — mikill sigurvegari, sem í öllu hlýddi lögmálum Persnesku keisarahjónin í skrautvagni sínum. „Sjainn“ eða keisarinn núverandi, Muham- med Redza Pahlevi, er sonur Redza kan, sem komst til vaida í íran árið 1925 með því að vikja fyrri þjóðhöfðingja frá völdum. Nafnið íran á landinu var tekið upp á miili heimsstyrjald- anna, er mikil þjóðemisvakn ing fór um Persiu. Áður hafði það heitið Persía og það nafn er raunar notað ekki síður uni landið eftir sem áður. ar nutu mikillar virðingar eftir sem áður og geng næstir Persum að metorðun. og völdum. UNG OG VOPNDJÖKF ÞJÓÖ Það kom brátt í ljós, að það var ung og vopndjörf þjóð, sem geystist fram á vlgvöllinn, þar sem Persar voru. Þar við bættist her- kænska og stjómmálasnilli Kýrusar, sem greinilega hafði að erfðum tekið stór- veldisstefnu fyrri valda- streituþjóða eins og Assýr- inga, Á ýrnsan hátt var líkt á komið í Austurlöndum og þegar sigurfarir hinna ass- ýrsku konunga höfðu hafizt mörgum öldum áður. PóU- tísku jafnvægi var ekki fyr- ir að fara. Babýlóniuríki var að vísu enn voldugt riki og auðugt, en stoðir þess voru fúnar og þjóðin sjálf úr- kynja. Egyptalandskonuingur byggði vald sitt á erlendu málaliði og Lýdía, sem var voldugasta herveldið, var þó í engu jafnoki hins fjöl- byggða Persaríkis. Þegar Krösus, konungur Lýdiu, frétti af uppreisn Kýrusar, hugði hann, að nú myndi tækifærið komið til þess að færa út kvíarnar á kostnað Persa og stefndi her sínum gegn þeim. Styrjöldin stóð ekki nerna skamma riki sitt, Laut þá öll Vestur- úa valdi Kýrusar. Kýrus hafði ásett sér að leggja undir sig Egyptaland og fulikomna þannig verk sitt. En til þess entist honum ekki aldur. Hann féil í striði við Massageta, villta hirð- ingjaþjóð norður við Jaxart- es árið 530 eða þar um bil og var grafinn í heimalandi stjórnkænskunnar, laus við trúarofstæki og hefnigirni. 1 samanburði við konunga Assýringa eða Babýlóniu- manna var Kýrus réttsýnn og mildur. Hann vildi vinna andstæðinga sina en ekki eyða þeim eða rífa upp með rótum. Honum hefur verið það Ijóst, að markmiði sínu næði hann bezt með þvi að koma fram sem vinur hinna kúguðu þjóða og sá, er leysti þær undan okinu. Skipti Kýrusar við Gyðinga er kunnasta dæmið um um- burðarlyndi hans við ófrjálsa þjóð, Árið eftir fall Babý- lóniu ieyfði hann hinum her- • leiddu Gyðingum að snúa aft- ur til heimalands sins og fékk þeim i hendur hin heilögu ker musteris þeirra, sem Nebúkadnesar hafði flutt tii Babýlóníu. Það var fátækari hluti þjóðarinnar, sem hlýddi kallinu. Mörgum Gyðingum hafði græðzt fé I útlegðinni í ríkum mæli og undu sér þar vel — i Babýlon fengu hæfileikar Gyðinga um fjármál fyrst að njóta sin. Heimkoman var fremur dap- urleg, landið niðurnitt en fjandsamlegar þjóðir í grennd. Fremsta áhugamál hins heimkomna lýðs var end- urreisn musterisins og rétt framning lögmáisins. Hið nýja riki Gyðinga undir persneskri yfirstjóm átti eng- in pólitísk markmið. Allt skipulag þess var líkara trú- arsöfnuði en venjulegu rikis- félagL Kambýses, sonur Kýrusar, hratt í framkvæmd fyrirætl- un föður sins og lagði Egyptaland undir veldi Persa. Hann gersigraði hersveitir Faraós við Pelusion á Súez- eiði árið 525 og var þá lokið allri mótspyrnu Egypta. Grísku smárikin á Líbýu- ströndum gengu siðan Pers- um á hönd af frjálsum vilja. Kambýses virðist hafa fylgt stefnu föður sins og þyrmt véum hins sigraða lands, að minnsta kosti fylgdi nokkur hluti hinnar egypzku klerka- stéttar honum að málum. Þeg ar hann féll frá, brauzt út heiftarleg uppreisn í Persa- veldi og stafaði, að því er helzt verður séð, af óánægju í röðum írana sjálfra, Daríusi rikiserfingja tókst þó að lok- um að berja niður uppreisn þessa og naut þar atorku sinnar og herkænsku. FRÁ LÍBÝU AUSTUR AÐ INDUSFL.IÓTI Hertaka Egyptalands var siðust hinna ævintýralegu landvinninga iranskra þjóða. Riki Persa var orðið viðlend- ara en nokkurt stórriki hafði áður verið. Það náði allt frá eyðimörkum Líbýu austur að Indusfljóti. Kýrus hafði stofn að þetta volduga heimsveldi, en Daríus skipulagði það og treysti máttarviðu þess. Með ríkisstjórn hans hófst öld meiri velmegunar og friðar í Austurlöndum en áður hafði verið um aldaraðir. Skipulag hins persneska heimsrikis var þroskaðra og Framhald á bls. 15 Grafhýsi Kýrusar við Pasargadae, um 50 km norðaustur af Persepolis. Á tímiim Alexand- ers mikla, um 200 árum eftir dauða Kýrusar, var gröfin opnuð og þar fannst steinkista lögð gulli ásamt vopnum konungsins og ýmsiuu dýrgripum. Hátíðahöldin nú hófust með því, að sjainn af Iran (Persiu) lagði blómsveig að gröf Kýrusar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.