Morgunblaðið - 15.10.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.10.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1971 MIKIÐ HEFUR ÁUNNIZT MORGUNBLAÐIÐ hitti Pál Sveinsson, landgræðslustjóra ný- lega að rháli og ræddi við hann um landgræðslumál. Fórust hon- um orð á þessa leið: Að gefnu tilefni um upp- græðslu, leyfi ég mér að geta þessa: Gróður landsins hefur stórauk izt bæði í byggð og óbyggð fyrir tilverknað Landgræðslu ríkisins. Þegar rætt er um gróðureyð- ingu iandsins í heild þá er nauð synlegt að gera sér grein fyrir ástandinu í byggðum landsins annars vegar og afréttum hins vegar. Eins og alþjóð veit er Land- græðsla ríkisins stórvirkasta afl ið, sem hefur skipulega unnið að heftingu uppblásturs hér á landi og auk þess uppgræðslu lands, einkum síðustu 15 árin. Það var rétt stefna hjá Gunn laugi Kristmundssyni, sand- græðsiustjóra, að einbeita sér að heftingu uppblásturs í byggðum landsins, þar var þörfin mest. Með komu Runólfs Sveinssonar, sem tók við af Gunnlaugi 1947, hófst uppgræðsla örfoka lands, sem hefur stóraukizt hin seinni ár og alveg sér í lagi fyrir 13 árum með tilkomu áburðarflug vélarinnar. Með þessum aðgerðum á vegum Landgræðslu ríkisins hefur gróð ur stóraukizt í byggðum lands- ins. Þá hefur og Landgræðslan aðstoðað einstaka bændur, ýmist einn eða fleiri saman svo og sveitarfélög, sbr. Skógasand, Sól- heimasand og í öllum sveitum A- Skaftafellssýslu, svo dæmi séu nefnd. Landgræðslan hefur á tveimur undanförnum árum stað ið undir aðalkostnaðarliðum Landverndar með framlagi á áburði og sáðvöru. Vegna þess að fjárveiting til Landgræðslunnar hefur alla tíð verið alltof lítil, var ekki unnt að hefja viðnárn uppblásturs á afréttum landsins fyrstu 50 árin, en á þvi tímabili voru unnin stór virki í byggðum landsins, eins og áður getur. Páll Sveinsson, landgræðslust jóri Fyrsta hálendissvæðSð, Hóls- sandur, var girt 1955, og er hann nú gersigraður, en síðan hafa 12 önnur uppblásturssvæði á hálend inu verið girt, samtals allt að 100 ferkilómetrar að flatarmáli og hefur uppblástur verið stöðv- ur í elztu girðingunum eftir að- eins 16 ára starf. Þetta hefur full vissað okkur um, að hægt er að stöðva allan uppblástur á hálend inu á tiltölulega skömmum tíma, ef nægilegt fjármagn er fyrir hendi. Þeir aðilar, sem halda því fram, að ennþá vanti mikið á, að jafnvægi hafi náðst í gróðurfari landsins, þ.e. að meira eyðist af gróðri en það sem uppgræðsl- unni nemur ættu að kynna sér betur árangur þann, sem náðst hefur innan Landgræðslugiiðing anna. Dr. Sturla Friðriksson hélr því fram fyrir nokkrum árum, að ár lega töpuðust um 2000 hektarar af grónu landi, en dr. Sturla hef- ur ferðazt mikið um landið og gert ýmsar athyglisverðar til- raunir með uppgræðslu á hálend inu. Ekki ætla ég að vefengja þessar tölur, en mikið vantar á, að nægilegar rannsóknir hafi verið gerðar, svo unnt sé að full yrða um stærð þess lands eða gróðurs, sem tapast árlega. Ef álit dr. Sturlu er hins vegar raunverulegt, þá vil ég benda á, að á vegum Landgræðslunnar hefur verið grætt upp með áburð arflugvélinni á árinu 1970 um 1200 ha. af ógrónu landi og ann- að eins hefur áunnizt með sjálf- græðslunni einni saman innan Landgræðslusrvæðanna. Á þessu sama ári aðstoðaði Landgræðsl- an einstaklinga og sveitarfélög með uppgræðslu á 300—400 ha. lands. Þessu til viðbótar komu svo 500 ha. á vegum Landvernd ar að talið er. Samtals. eru þetta á 4. þúsund ha. Á þessu ári (1971) var aukningin á vegum Landgræðslunnar í uppgræðslu um 20% frá fyrra ári. Hér er því um að ræða helmingi stærra svæði, sem uppgrætt hefur verið, heldur en það, sem tapast, að dómi dr Sturlu. - Þegar baft er í huga hversu skammur sá +ími er, sem farið hefur í upþgræðslu landsins, hljóta allir sannsýnir menn að sjá að Grettistaki hefúr verið lyft í þessum. málum. Það, sem næst liggur fyrir að gera, er uppgræðsia afrétta Bisk upstungnamanna og fjrímsnes- inga og síðast en cíki sízt næsta nágrenni Þingvalla, en á JÁú er brýn nauðsyn og þolir enga bið, og verður því gert á næstu árum. Clausen hefur selt 7 myndir HENRIK Clausen opnaði á þriðjudag mályerkasýningu í NoiTæna húsinu, en hann er danskur Ustmálari. 1 gær höfðu 7 myndir selzt, en sýningin er opin frá kl. 14 til kl. 22 dag hvern til 31. októb<T. Gætið ykkar á ávísununum ÞBGMUB ávísanaheftum var stolið í fyrradag. f einu voru 25 eyðublöð, öðru 22 og í hlaupa- reikningshefti Krabbameins- félagsins voru 40 eyðublöð, und- irrituð og stinipiuð með stimpli félagsins. Númerin á eyðublöðunum í hlaupareikningshefti Krabba- meinsfélagsins, sem er frá Lands bankanum, eru: 899—110 til 899 150. Annað ávísanaheftið er frá Búnaðarbankanum og eru eyðublöð þess númer H-24326 til 24350 og hitt er frá Austurbæj- arútibúi Landsbankans með eyðu blöðum númer C-347—379 til 400. í töskunni, sem stolið var frá starfsstúlku Krabbameinsfélags- ins, var einnig ávísun frá Krabbameirisfélaginu í Finnlandi að upphæð 150 finnsk mörk. Þessi mynd var tekin á Seyðisfirði og sýnir fjögur snotur hús, sem hafa verið í byggingn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.