Morgunblaðið - 15.10.1971, Blaðsíða 14
14
MQRGOiISrBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1971
V erðsveif lur
á fiskmjöli
Eftir Þórð
I>orbj ar nar son
Á ÞESSU ári munu landsmenn
fljrtja út sem næst 60 þús. tonn
at fiskmjöli fyrir um 900 millj-
ónir króna. Aðallega er hér um
þorakmjöl og loðnumjöl að ræða,
en einnig nokkurt magn af karfa
og steinbítamjöli. Síldarmjöl er
því nær horfið úr þessum útflutn
ingi. Það lætur því nærri, að fyr
ir fiskmjöl fáist 9% af þeim gjald
eyri, sem sjávarútvegurinn aflar
og er mjölið þvi enn þýðingar-
mikill þáttur i útflutningi þjóð-
arinnar, þrátt fyrir þann hnekkí,
sem framleiðslan beið við dvin-
andi síldarafla.
Útflutningsverðmæti fiskmjöls
ins er þó minna en vonir stóðu
til og veldur því mikið verðfall
á heimsmörkuðum undanfarin
misseri. Síðan í nóvember á fyrra
ári hefur verð á íslenzku fisk-
mjöli fallið úr £ 1,4 proteinein-
ingin niður í £ 1,15, en það sam-
svarar um 160 milljón króna rýrn
un á útflutningsverðmæti ef mið
að er við árframleiðsluna. Verk-
smiðjurnar höfðu hins vegar haft
þá fyrirhyggju að selja röskan
helming framleiðslunnar fyrir
fram meðan verðið var ennþá
hátt, og kom verðfailið því ekki
níður á nema hluta henmar.
Verðsveiflur á íiskimjöli eru
því miður ekkert einsdæmi og
oft hafa þær orðið afdrifarlkari
en að þessu sinni. Er þess
skemmst að minnast, að á árun
um 1966 og 1967 varð til muna
meira verðfall en nú hefur orðið.
Mega framleiðendur 1 rauninni
vel við una, ef svo reynist, að tek
izt hefur að stoppa verðfallið við
£ 1,15 að þessu sinni.
Hér á eftir verður fjallað um
nokkur atriði varðandi fram-
leiðslu og sölu fiskmjöls, sem
áhrif hafa á verðlag þess. Lesand
inn má þó ekki búast við tæm-
andi skýringu á verðsveiflunum,
enda er það ekki á færi höfundar
að gefa þær.
FISKMJÖLSFRAMLEIÐSLAN
í ÖRUM VEXTI
Síðan 1956 hefur fiskmjöls-
framleiðslan í heiminum rneira
en þrefaldazt að magni og á ævin
týrið í Perú mestan þátt í því. Á
fyrra ári náði hún 5 milljónum
tonna, og þar af voru 2,2 milljón
ir tonna framleiddar í Perú, eða
rösk 40%. Hlutur okkar fslend-
inga er hins vegar ekki nema
1,2% af heildinni.
Til eru fjölda margar tegundir
fiskmjöls og er það framleitt
Þórður Þorbjarnarson
víða um heim. Þótt framleiðsluað
ferðirnar séu ekki alls staðar þær
sömu og hráefnið og jafnvel veð
urfar í framleiðslulöndunum haíi
áhrif á efnainnihald þess og nær
ingargildi, heyrir það allt ti!t
sama vöruflokki og selt á sömu
mörkuðum. Verðlag á hinum.
ýmsu tegundum fylgist því að,
þótt á þeim sé innbyrðis nokk-
ur verðmunur. Fiskmjölsframleið
endur, hvar sem er í heiminum
hafa því sameiginlegra haga-
muna að gæta, jafnframt því sem
þeir eru keppinautar um mark-
aði og hefur verið það ljóst í
nokkuð á annan áratug.
Það er venja að flokka löndin,
sem framleiða fiskmjöl í tvo
flokka. í þeim fyrri eru lönd, sem
eingöngu nota mjölframleiðsiu.
sina innanlands. Þeirra meðal
eru Bandaríkin, Bretland, V-
Þýzkaland, Rússland og Japan,
svo að nokkur þau helztu séu
nefnd. Sameiginlega framleiða
þau um 1,5 milljónir tonna á ári.
f síðari flokknum eru lönd, sem
fyrst og fremst flytja fram-
leiðslu sina úr landi og eru þau
í daglegu tali nefnd útflutnings-
lönd. Þau eru Angóla, Chile, Dan
mörk, fsland, Kanada, Marokko,
Noregur, Perú og S-Afríka. Fram
leiðsla þeirra nam 3,5 milljónum
tonna á fyrra ári og jafnaðar-
lega flytja þau 90% af henni úc
landi.
Útflutningslöndin ráða því
langsamlega mestu um framboð
og verðiag á heimsmörkuðum og
að sjálfsögðu gætir áhrifa Perú
meira en nokkurs annara landi
og meira en allra hinna saman-
lagt, enda koma 60% af öllu því
mjöli, sem fram kemur í miiii-
ríkj aviðskiptum frá Perú.
MÖRG LÖND FLYTJA
INN FISKMJÖL
Fiskmjöl er viðurkennt að vera
eitt albezta og næringarríkasta
proteinfóður, sem völ er á og
hefur eftirspurn eftir þvl farið
mjög vaxandi. Aðallega er það
notað 1 fóðurblöndur fyrir svín
og hænsni og er magnið tíðast
2*4—5% af blöndunni.
Löndin, sem flytja inn fiskmjöl
eru fjölmörg og meðal þeirra
nokkur, sem eru sjálf stórir fram
leiðendur, en eru ekki sjálfum
sér nóg. Þau helztu þeirra eru V-
Þýzkaland, Bretland, Niðurlönd
og Bandaríkin, en notkunin fer
líka hraðvaxandi i löndum Auat
ur-Evrópu, Miðjarðarhafslöndua
um og jafnvel S-Ameríku. — Á
þessu ári hefur Perúmönnum i
fyrsta skipti tekizt að selja um
talsvert magn til Kína og Kúbu
og loks lítið eitt til Rússlandi.
Skortur á mörkuðum ætti þvi
ekki að standa þessari fram-
leiðslu fyrir þrifum, ef ekki
verða aðrar hindranir á veginum.
SANNVIRÐI FISKMJÖLS OG
FÓÐUREFNA, SEM VIÐ ÞA®
KEPPA
Fiskmjöl er ekki nema eitt af
fjö’lmörgum proteinfóðurefnum,
sem notandinn á völ á og fer því
fjarri, að það hafi neina einokun
araðstöðu á mörkuðunum. Að
vísu var fyrir nokkrum árum lit
ið þannig á, að fiskmjölið hefði
sérstöðu vegna óþekktra vaxtac
Franahald á bls. 19.
Sýnikennsla
Ákveðið hefur verið að halda sýníkennslu í N.L.F. búðinni að
Sólheimum 35 laugardaginn 16. okóber kl. 1 e.h.
Húsmæður og aðrír er kynnast vilja meðferð og neyzlu græn-
metis notið yður sýnikennsluna.
N.L.F.-búðin, Sólheimum 35.
Hrútasýning
verður haldin fyrir KÓPAVOG og REYKJAVÍK laugardaginn
16. október n.k. i Fákshestshúsunum kl. 14.00 stundvíslega.
Árni Pétursson ráðunautur verður dómari.
FJÁREIGENDAFÉLAG REYKJAVlKUR,
SAUÐFJÁREIGENDAFÉLAG KÓPAVOGS.
H afnarfjörður
Ibúð laus nú þegar. Til sölu mjög rúmgóð 4ra herb. efri hæð
i tvíbýlishúsi. íbúðin er hol, samliggjandi stofur, stórt hjóna-
herbergi, barnaherbergi, eldhús, og bað. Gott geymsluris eir
yfir íbúðinni sem gera mætti úr 1 til 2 herb. Bílskúr fylgir.
íbúðin stendur á rólegum stað við lokaða götu.
Áhvílandi veðskuldir aðeins 24 þús. kr.
Ötborgun má dreifast yfir næstu 8 — 10 mánuði.
*Ti
FASTEIGNASALA - SKIP
OG VERDBREF
Strandgötu 11, Hafnarfirð — Símar 51883—52680
Sölustjóri heima Jón Rafnar Jónsson, simi 52844
Tilkynning
til söluskattgreiöenda í HafnarfirÖi
og Cullbringu- og Kjósarsýslu
Þann 11. október var, að kröfu innheimtu ríkissjóðs kveðinn
upp úrskurður um lögtök vegna söluskatts fyrir júlí- og ágúst-
mánuði, sem féll í gjalddaga 15. september s.l., svo og vegna
hækkana eldri tímabila og áföllnum og áfallandi dráttarvöxtum
og kostnaði.
Lögtök verða látin fara fram að liðnum 3 dögum frá birtingu
þessarar auglýsingar, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma
Jafnframt verður hafizt handa um stöðvun atvinnurekstrar
þeirra, er eigi gera skil á réttum tíma.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði,
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Einar lingimundarson,
VERÐ Á FISKMJÖLI OG SOYABAUNAMJÖLl.
ÁRSFJÓRÐUNGS MEÐALTÖL AF VIKULEGU
HEILDSÖLUVERÐI í HAMBORG.
US #/1000 KG
Kórskóli
safnaðanua í Reykjavík,
verður settur laugardaginn 16. október, kl. 4 síðdegis, að
Laufásvegi 25 (gengið inn frá Þingholtsstræti),
Kennslugreinar: sönglestur, söngfræði, tónlistarsaga,
og raddþjálfun.
Innritun nemenda í sima 84044 eftir kl. 19 00 eða við
skólasetningu.
SKÓLANEFNDIN.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í lagningu háspennulínu frá Lækjarbotnum að
skíðaskálanum í Hveradölum.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá og með þriðju-
deginúm 19. október n.k,
Tilboð verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 27. október
n.k. kl. 11.00
INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800