Morgunblaðið - 15.10.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.10.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1971 17 \ Forystulið brezkra Verkmannaflokksins tekur saman hönduni i einingrn og- bróðerni eftir storniasamar uniræour á ílokks pinginu l Jírigmon. íano ira vinstri: Walter Padley, Barbara Castle, Harold Wilson, Antliony Wedgewood Benn, Sir Harry Nicliolson, framkvæmdastjóri flokksins, eiginkona >lik- ardos, forseta þingsins, Ian Mikardo, J. G. Morgan og Ron Haywood ritarar flokksins og þar naest James Callaghan og Roy Jenkins. Ágreiningurinn innan brezka Verkamannaflokksins; Víkur Roy Jenkins úr skuggar áðuney t inu eða jafnvel úr flokknum ásamt 40-70 þingmönnum? Harold Wilson, leiðtogi brezka Verkamannaflokksins. í síðustu vikti lauk i Bright on í Englandi þingi brezka Verkamannaflokksins, þar sem afstaðan til væntanlegrar aðild ar Bretlands að Efnahagsbanda lagi Evrópu var eitt helzta tmi ræðuefnið. Mikill ágreiningur er í flokknum um þetta mál og ekki óhugsandi, að hann eigi eftir að hafa í för með sér ein- hverjar breytingar á forystuliði flokksins, „Skuggaráðuneyt- inu“ svokallaða. ic Helzti talsmaður aðildar innan flokksins er Roy Jenk- ins sem sætti liiniim áköfustu árásum af hálfu vinstri afla hans. Búizt er við, að tugir þingmanna Verkamannaflokks- ins greiði atkvæði með aðild að Efnahagsbandalaginu, þegar at kvæðagreiðsla fer fram um mál ið í neðri málstofu brezka þingsins 28. október næstkom- andi. Sumir segja, að minnst fjörutíu þingmenn flokksins muni greiða atkvæði með aðild inni, aðrir að tala þeirra geti farið allt upp í sjötíu. it Hugsanlegt er, að Jenkins verði að víkja úr „Skuggaráðu neytinu" vegna afstöðu sinnar — og hefur jafnvel sú tilgáta komið fram, að hann og skoð- anabræður hans í þessu máli, verði reknir úr flokknum. Á flokksþinginu i Brigliton tókst Harold Wilsons að sigla svo milli skers og báru, að ekki kom til afgerandi samþykkta gegn Jenkins persónulega. Hins vegar saniþykkti flokksþingið með atkvæðahliitfallinu fimm gegn einum að vísa á bug þeim skilmálum, sem stjórn ílialds flokksins hafði samið um í Briissel og vildi ganga að. Þetta þing Verkamanna flokksins er talið töluverður persónulegur sigur fyrir Har- old Wilson. Hann hefur sýnt, að því er brezkir fréttamenn segja, að enginn forystumanna flokksins sé honum færari til að halda hinum ýmsu skoðana- og hagsmunahópum hans sam- an. Varðandi Efnahagsbanda- lagið hafi hann fyrst og fremst tekið þá afstöðu, að það væru skilmálarnir og efnahagsstefna íhaldsflokksins, sem væru óvið unandi fyrir Breta, en ekki Efnahagsbandalagið sjálft — og þótt hann hafi sjálfur reynt að fá Jenkins og aðra stuðn- ingsmenn aðildar til að beygja sig undir samþykkt fiokks- þingsins, hafi hann, þegar þeir héldu fast við sinn keip, kom ið I veg fyrir, að ofsafengnar árásir hins róttækasta arms flokksins á þá yrðu meira en orðin tóm. KRÖFUR UM ÞJÓÐAR- ATKVÆÐAGREIÐSLU Meðal áköfustu stuðnings manna aðildar að Efnahags- bandalaginu eru að minnsta kosti fjórir fyrrverandi ráð- herrar, þeir Roy Jenkins, Ge- orge Brown, Dick Taverne og William Rogers, og hinn síðast nefndi samdi yfirlýsingu til þingstjórnarinnar í Brighton, sem fjöldi þingmanna flokksins skrifaði undir, þess efnis, að þeir teldu sig ekki bundna af samþykktum þingsins varðandi Efnahagsbandalagið. Þegar í upphafi umræðnanna komu fram háværar kröfur um þjóðaratkvæðagreiðslu um Efnahagsbandalagsmálin. Þar á meðal frá Denis Healey, sem m.a. sagði, að Heath væri nógu harður í horn að taka, þegar hann ætti í útistöðum við skipa smiði í Skotlandi en glúpnaði algerlega frammi fyrir fulltrú- um EBE-ríkjanna í Brússel. Annar baráttumaður gegn að ild var James Callaghan, sem fyrir hönd framkvæmdastjórn- ar flokksins stóð að gerð til- lögu um að vísa á bug þeim skilmálum, sem Ihaldsflokkur- inn hefði samið um í Brússel. Þessi tillaga var samþykkt með atkvæðum fulltrúa rúmlega fimm milljóna flokksmanna gegn atkvæðum fulltrúa rúm- lega einnar milljónar flokks- manna. Callaghan lagði a það áherzlu í ræðu sinni, er hann fylgdi tillögunni úr hlaði, að Verkamannáflokkurinn mundi, ef hann kæmist í stjórn, ekki telja sig bundinn af atkvæða- greiðslunni 28. október. Flokk urinn áskildi sér rétt til að end urskoða tengsl Bretlands og EBE, ef þau yrðu komin á áð ur en Verkamannaflokkurinn tæki við stjórnartaumum á ný. Fréttamenn benda á, að hvað svo sem Calilaghan segi um þetta nú, muni hann manna bezt gera sér grein fyrir því — og sennilega óska eftir því — að Bretar eigi eftir að fara inn í EBE með umsötmdum skil- málum. Sú skoðun kemur einn ig fram, að þá skilmála, sem Ihaldsstjórnin náði i Brússel eigi hvort sem er eftir að end- urskoða smátt og smátt á næstu árum, hvort sem í Bret- landi verði stjórn Ihaldsflokks ins eða Verkamannaflokksins. Umsamdir skilmálar séu fyrst og fremst til þess ætlaðir að leggja grundvöll að aðild Bret lands að bandalaginu og þessi grundvöllur geti átt eftir að breytast í einstökum atriðum, þegar til framkvæmdanna komi. Þvi megi ljóst vera, að þetta þing Verkamannaflokks- ins hafi ekki bundið hendur væntanlegrar stjórnar flokks- ins að neinu leyti. Er og á það bent, að á þinginu kom fram tillaga um að hafna algerlega aðild að EBE, en hún var felld með atkvæðahlutfallinu þrem ur gegn tveimur. „GEORGE ER GEORGE —“ Þau atriði í skilimálum Efna- hagsbandalagsins, sem andstæð ingar þess helzt bentu á, voru að bandalagið væri fyrst og fremst heppilegt fyrir kapital- ista og stóriðnfyrirtæki —en srnærri fyrirtæki mundu logn- ast út af; að greiðslujöfnuður Breta mundi versna um 250— 300 milljónir sterlingspunda á ári vegna þess, að þeir gætu ekki, eftir að þeir hafa gengið í EBE, keypt ódýrar vörur frá brezku samveldislöndunum; þeir yrðu að kaupa dýrari mat vöru frá Bandalagsríkjunum en þeir mundu fá frá öðrum löndum; að „aðgangseyrir" Breta að bandalaginu væri allt of hár, enda þrefalt hærri en sjálf rikisstjórn Heaths hefði sagt viðunandi fyrir hálfu ári. Denis Healey réðst sérstaklega á Frakka og afstöðu þeirra inn- an EBE og sagði, að Bretar mundu, með því að gerast aðil- ar að EBE á fengnum skilmál- um, gefa George Pompidou, for seta Frakklands, 300 milljónir sterlingspunda til þess, að hann gæti með þeim keypt sér hylli franskra bænda. Meðal stuðningsmanna EBE- aðildar var George Brown, sem kvað margt I umræðunum um málið valda sér vonbrigðum. Hann sagði, að altir gætu sleg ið fram ýktum tölum og sann- að þannig, hvað sem væri. Bret ar gætu hins vegar ekki enda- laust stagazt á einstökum, stað bundnum vandamálum heima fyrir og látið sem þeir sæju ekki hvað væri að gerast á sömu sviðum i aðiidarrikjum Efnahagsbandalagsins. Hann kvaðst ekki sjá að nein heims- mál yrðu betur leyst, ef Bret- land stæði utan EBE. Hins veg ar mundi öllum verða það ljóst eftir svo sem áratug, að Bretar væru betur komnir innan EBE en utan. Og stéeðu þeir utan bandalagsins, yrðu þeir gersam lega áhrifalausir um þróun og framkvæmd sósialismans í Evrópu. Margir gerðu hróp að Brown, þégar hann sagði að sífelldar breytingar á stefnu flokksins í EBE-málinu rýrðu traust manna á honum. Gallaghan reyndi beinlínis að skopast að Brown í sinni ræðu — um leið og hann leiðrétti ummæli, er Brown hafði haft eftir honum, — og sagði, að George værí nú einu sinni George. . og svo framvegis. Undir þetta tók for- seti þingsins, Ian Mikardo, og fannst þá víst mörgum nóg kom iS, — jafnvel þeim, sem lítt eru hrifnir af Brown, þvi þegar ein hver kallaði til Mikardos „ver ið ekki svona andskoti iilgjarn ir“ tók þingheimur undir með miklu lófataki. MÁLAMIÐLUN? Ræða Harolds Wilsons um Efnahagsbandalagið bar merki tilraunar til að koma í veg fyr- ir klofning í flokknum. Hann skoraði á flokkinn að standa sameinaður í þessu mikilvæga máli og kvaðst andvígur hefnd arráðstöfunum og mismunun flokksmanna. Hann kvaðst trúa á sameinaðan flokk, sem kynni að meta og hvetja hæfi- leika sérhvers félaga hans á grundvelli þeirra hlutverka, sem hver og einn gæti leikið í sósial'istisku framtíðarstarÐi flokksins. Síðan gerðist hann harðari i horn að taka, boðaði hörkubaráttu gegn stjórninmi í EBE málinu og kvaðst ekki geta hugsað sér neinn þing- manna Verkamannaflokksins, er ekki tæki þátt í baráttu þingflokksins gegn þeim laga- setningum, sem aðild að EBE hefði í för með sér. Þessi orð hans voru fljótlega þannig túlkuð, að Wilson væri að bjóða Jenkins málamiðlun, — með öðrum orðum, að hann gæti fallizt á, að Jenkins, og aðrir stuðningsmenn aðildar, greiddu atkvæði með aðild 28. október, ef þeir siðan greiddu atkvæði gegn öllum þeim laga- setningum og breytingum, sem þyrfti að gera til að aðild væri framkvæmanleg. Wilson vísaði þessari túlkun orða sinna afdráttarlaust á bug — og kvaðst enga málamiðlun hafa boðið. En öll hans fram- koma á þinginu og afstaða í öðrum málum, segja brezkir fréttamenn, að hafi miðazt við að komá í veg fyrir sundrungu innan flokksins og beina at- hygli flokksmanna að mótun framtíðarstefnu flokksins, sem hægt væri að leggja fyrir kjós- Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.