Morgunblaðið - 15.10.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.10.1971, Blaðsíða 19
MORGÖNBLAÐFB, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1971 19 - — Fiskimjöl Framhald aí bk 14. efna, sem i því væru og talið var að ekki fynduat í öðru fóðrl. En þessi duldu efni hafa verið greind, Hvert af öðru, og meðal fóðurblafldara fjölgar þeim stöð- ugt, sem líta á fiskmjölið sem blöndu af næringarefnum, sem öll er að finna í öðrum fóðurefn- um. Þessir aðilar telja þá, að hægt sé að reikna út sannvirði eða raungildi fiskmjöls miðað við annað proteinfóður og er þetta þegar gert í þeim löndum sem fremst standa í fóðurvísind um. Meðal annarra þýðingarmikilla proteinfóðurefna má nefna kjöt- mjöl, kjötbeinamjöl, blóðmjöl, og þurrmjólk, sem öll eru úr dýra rikinu og soyamjöl, baðmullarfræ mjöl og sölblómamjöl úr jurta- ríkinu. Talið er að heildarfram- leiðslan af proteinfóðri í heim- inum jafngildi 65 milljónum tonma af soyamjöli hvað protein innihald snertir, eða 40 milljón um tonna af fiskmjöli. Soyamjölið er sú af þessum tegundum, sem telja verður skæð astan keppinaut fiskmjölsins — Þannig er það segin saga, að dragi einhverra hluta vegna úr fÍBkmjölsnotkun i Vestur-Evrópu eykst soyamjölsnotkunin að sama skapi. Soyamjölsframleiðslan nemur líka yfir 25 milljónum tonna á ári og er því fimmfalt meiri en fiskmjölsframleiðslan. Soyamjölið er þó hvergi nærri eina gott fóður og fiskmjölið og ekki eins verðmætt miðað við proteininnihald. T.d. er ekki nægi liega mikið í því af einni þýðing armestu aminosýrunni, en hana er nú hægt að kaupa á hagstæðu verði frá efnaverksmiðjum og hef ur þessi galli því minna að segja en áður var. Margir fóðurbland- arar telja því, að soyamjöl að við bættum nokkrum auðfengnum efnum geti komið í stað fiskmjöls X fóðurblöndur og hafa þeir ó- neitanlega mikið til sins máls. Þess má geta til fróðleiks, að Bandaríkj amenn eru heimsins mestu soyabaunaræktendur og fflytja út geylsimikið magn af baunum og mjöli. Hafa þeir með sér mjög sterk félagasamtök, sem reka markvissan áróður fyrir notkun soyamjöls og beina hon um oft gegn fiskmjölinu. Talið er, að þessi samtök verji eimni millijón dollara á ári í auglýsing ar og áróður. Fiskmjölsframleið- endur hafa að vísu einnig með sér tvenn samtök, sem nefnast Alþjóðafélag fiskmjölsframleið- enda og Samtök útfiutningsland- anna, en þau eru fjárvana og þótt þau gjaldi líku líkt í áróðri sín um, standa þau ekki vel að vxgi I áróðursstríði við soyaframleið- endur. Þótt einstakir fóðurblandarar telji sig geta reiknað út sann- virði fiskmjöls miðað við annað proteinfóður, sem þeir eiga völ á, gildir ekki það sama um fisk mjölsframleiðendur. Fyrir þeasu eni margar ástæður og verða hér aðeiins nefndar nokkrar þeirra. Sannvirði fiskmjöls getur verið talsvert misjafnt eftir löndum og fer það eftir verðlagi á öðru pro- teinfóðri. 1 Bandarikjunum, þar sem soyamjöl er ódýrt, er raun- gildi fiskmjöls t.d. lægra en á flestum öðrum mörkuðum. f öðr um löndum, sem flytja bæði inn fiskmjöl og soyamjöl er tolla- stefnan ekki ætíð hin sama gagn vart þessum fóðurefnum og hefur það áhrif á raungildi fiskmjöls ins. Sannvirði fiskmjölsins er líka breytilegt eftir því i hvers konar fóður það á að fara. Fyrir tæpu ári var t.d. reiknað út í Hollandi að sannvirði ansjóvetu mjöls miðað við gangverð í soya mjöli væri $ 205 fyrir tonnið ef mjölið áttl að fara í alihænsna- fóður, $ 175 i varphænufóður og $ 165 í svínafóður. Það leið ir af þessu, að fari verðlag á fískmjöli hækkandi er það fyrst tekið úr svinafóðurblöndunum og síð^at úr alihænsnablöndunum. Þetta hefur líka í för með sér, að verðgildi mjölsins er breytilegt, eftir því hve mikið magn þarf að selja. If skemmstu máli sagt standa fiskmjölsframleiðendur frammi fyrir þeim vanda að haga mjöl- verðinu þanni^ að framleiðslan seljist öll og eftirspurn markað- anna sé jafnframt fullnægt. Á því hefur hins vegar verið mis- brestur að þetta tækist. VERÐSVEIFLUR Á FISKMJÖLI OG SOYAMJÖLI Þrátt fyrir hinn öra vöxt fisk mjölsframleiðslunnar hefur framboð og eftirspurn eftir því haldizt í bendur frá 1956, ef litið er á tímabilið í þeild. Tímabund- in röskun hefur þó orðið á þessu jafnvægi og til hennar má rekja þær miklu sveiflur, sem orðið hafa á verðlaginu. Á línuritinu,- sem fylgir hér með eru sýndar þær breytingar, sem orðið hafa undanfarin sjö ár á heildarsölu- verði annars vegar á ansjóvetu- mjöli og hins vegar soyamjöli í Hamborg. Markaðsverðið i Hamborg sýn ir að vísu nokkuð ýkta mynd af því verði, sem neytendur al- mennt hafa greitt fyrir fiskmjöl á þessu tímabili, en það er það nærtækasta, sem völ er á, ef ræða á verðlagssveiflurnar. Það er áberandi við línuritið, hve miklu meiri sveiflur eru á verði fiskmjöls en soyamjölsins. Ðendir það ótvirætt til mun meiri festu í sölumálum soya- framleiðenda og má vera að hið mikla framleiðslumagn eigi sinn þátt í því. Tvívegis á timabilinu hefur verðið á ansjóvetumjöli rokið upp en i kjölfar beggjaverð hækkananna hefur síðan fylgt verðfall. Orsakinnar að baki þess um sveiflum eru bæði margar og flóknar, en hér verða aðeins rakt ar þær sem upphaf sitt áttu í Perú enda eru þær veigamestar. Því hefur löngum verið haldið fram af fiskmjölsframleiðendum annarra landa, að mikils skipu- lagsleysis hafi gætt í sölumálum Perúmanna og væri það ein aðal ástæðan fyrir því losi, sem verið hefur verð á ansjóvetumjöli rok- beimsmörkuðunum. Mjölútflutn- ingurinn var frá byrjun í hönd- um margra aðila og spákaup- menn létu mikið að sér kveða við sölu mjölsins. Mátti oft lítið út af bera í Perú til þess að áhrifa þess gætti á mjölmörkuðunum í heild. Þótt útflytjendunum hafi fækkað mjög á seinni árum var það ekki fyrr en á miðju ári 1970 að endanleg lausn fékkst á þessu vandamáli, er Perúmenn settu á stofn einkasölu á mjöli og lýsi, en hún gengur undir skamm- stöfunarheitinu EPCHAP. Verðhækkanirnar 1965 og 1969. áttu báðar rætur sinar að rekja tii aflabrests í Perú, en í kjölfar hans fylgdi tímabundinn skortur á fiskmjöli. Fullyrða má, að í bæði skiptin hafi verð á ansjóvetumjöli og öllum öðrum fiskmjöLstegundum farið langt yfir sannvirði miðað við það magn, sem selja þurfti. Afleiðing in varð sú, að fóðurblandarar á þróuðustu markaðs'svæðunum minnkuðu fiskmjölsskammtinn, sem fór í blöndumar eða tóku hann með öllu úr sumum þeirra og notuðu soyamjöl eða annað handbært proteinfóður í staðinn. Af þessu leiddi eðlilega dvín- andi eftirspurn. Þegar afiinn glæddist aftur í Perú fóru birgð- ir að hlaðast upp í framleiðslu- löndunum og markaðsmyndin snerist við. Það tekur því miður alltaf all- langan tíma að endurvinna mark að, sem glatazt hefur. Á tíma- bilinu milli aflaleysisáranna 1966, 1967 og 1968 var framleiðsl- an í Perú í örum vexti og stuðl- aði það að þvi, að verðlækkunin varð meiri og langvinnari en ella hefði orðið. Var svo komið 1967, að verð á fiskmjöli var komið nið ur fyrir verð á soyamjöli miðað við proteininnihald eða með öðr- um orðum langt niður fyrir sann virði. Það má því segja að skammt hafi verið öfganna á milli. Svo fór þó að lokum, að hið lága verð fór að segja til sín og 1968 var svo komið, að jafn- vægi var milli framboðs og -íMa****^ * ney2Ílu og verðið fór að þokjut upp. En þá kom annað aflaleya- isár, og sagan endurtók sig. Segja má, að 1969 og fram á mítt ár 1970 hafi verðlagsþróunin ver ið spegilmynd af því sem gerðist 1965 og 1966. Með tilkomu sölu- samtakanna í Perú komst hins vegar meiri festa í sölumálin og þótt mjölverð hafi lækkað siðan verulega, varð lækkunin með skipulegri hætti en orðið hefði ám sölusamtakanna. Margt bendir til, að fiskmjöls- verðið sé nú orðið sanngjarnt, miðað við verð á öðru proteín- fóðri, og þá sérstaklega soya- mjöli. Það er því von til þess að verðið þurfi ekki að fara neðar til þess að jafnvægi komist á markaðinn. Til þess bendir t.d. það, að útflutningur framleiðslu- landanna eykst nú hröðum skref um, og verður 400—500 þús. tomn um meiri á seinni misseri þessa árs en því fyira. Sú spurning hlýtur að vakoa, hvort þróunin síðustu mánuði og tilkoma EPCHAP þýði, að nú hafi verið sigrazt á þeim vanda, sem verðsveiflurnar hafa verið. Fæstir þeirra, sem um þessi mál fjalla munu trúa að svo sé. Þó er líklegt að verðsveiflurnar verði minni en áður, og mjöl- verðið þurfi ekki að fara eins langt niður fyrir sannvirði til þess að jafnvægi náist. Meiri óvissa ríkir um það, hvort hægt verður að spoma við óæskileg- um verðhækkunum, þegar skort- ur verður á mjöli. DDCIECn hvort heldur um er að ræða popp eða sígilda tónlist. DUAL STEREO SAMSTÆÐUR á viðráðanlegu verði fyrir fólk á öllum aldri. Verð frá kr. 21.000,00 KIAPPARSTÍG 26, SÍMI 19800, RVK. OG BREKKUGQTU 9, AKUREYRJ, SÍMI 21630

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.