Morgunblaðið - 15.10.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.10.1971, Blaðsíða 15
MORGU'NKLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1971 15 — Persía Framliald af bls. 10 stærra í sniðum en hinna eldri stórvelda Austurlanda. Persakonungar voru ekki harðstjórar í svipuðum mæli og einvaldar Assýríu og Baibýlóníu. Þeir virtu hið mikla hlutverk sitt og voru þess vissir, að hinn mikli guð ljóssins hafði gefið þeim, „konungum konunganna", vaid yfir hinni viðlendu jörð, yfir möírgum þjóðum og tung- um og þess vegna bæri þeim að fara að vilja hans og virða lög og rétt. Daríus skipti ríkinu í tutt- ugu stórfylki, sem „satrap“ eða landvörður stýrði hverju um sig í umboði konungs. Landstjórar þessir voru mjög vaidamiiklir og nutu ærins sjáifræðis, en „augu og eyru konungs", sérstakir trúnaðar- menn hans, litu eftir gerðum þeirra með mestu nákvæmni. Persar fylgdu þeirri stefnu í flestu, sem Kýrus hafði markað og sýndu öðrum þjóðum umburðarlyndi og mildi, sem óvanalegt var með austrænum þjóðum og reyndu ekki að þröngva trú sinni eða tungu yfir á aðra — hver þjóð fékk að halda átrúnaði feðra sinna og þjóð- legum einkennum. Undir stjórn þeirra eignuðust Gyð- ingar glæsilégar bókmenntir, ein borgir Fönikumanna juk- ust að auðlegð og frægð. Þrátt fyrir uppreisnir ein- ’ stakra landshluta, verður ekki séð annað en að meiri liluti hinna sigruðu þjóða hafi unað vel hag sínum á öld hins persneska heims- veldis. Þegar Persar tóku völd, voru þeir allfrumstæð þjóð en þróttmikil og framgjörn, næm fyrir áhrifum æðri menningar. Framar öðru mót uðust þeir af babýlónískri menningu, enda stóð hún ■ þeim næst. Listaverk þeixra bera því að vonum svip babýlónískrar listar, þótt egypzk áhrif og grisk verði eigi heldur dulin. Myndlist Persa á lítið skylt við hið harðneskjulega, eirðarlausa ■ raunsæi assýrskra lágmynda. , ,Hún er umfram allt skraut- list, vegleg og hátíðleg, vel fallin til þess að prýða hinar , . iburðarmiklu súlnahallir í Persepólis, sem grafnar hafa - . verið úr rústum. HÁLEIT TRÚARBRÖGÐ Trúarbrögð Persa hinna íornu voru sérstæðastur og afdrifaríkastur þáttur menn- ingar þeirra. Því miður er ekki lengur tii nema brot hins fornpersneska trúarrits — Avesta — það er jafnvel með , , öliu óvíst, hvei: Zaraþústra var og hvenær hann lifði, en , svo hlutstæð og samræmd er hin forna trú, að hún hlýtur að vera verk eins djúpviturs hugsuðar. Trú hans er mót- uð aí náttúru og veðráttu Persíu, þar sem svo skammt er milli kæfandi hita og níst- andi kulda, landi akra og eyðimarka, landi strangrar lífsbaráttu, stórfeildra and- , stæðna. Tvihyggja, barátta góðs og iHs, er grundvailar- hugsun þessarar trúar. Það ' er trúarleg skylda hvers manns að vera striðandi liðs- , maður hins góða, en það verð- úr hver sá, er eykur hið ræktaða land, upprætir ill- gresi, útrýmir vililidýrum, el- ur upp börn — en hann verð- ur líka að vera réttlátur, orð- heidinn og sannorður. ' '1 Trú Zaraþústra stirðnaði siðan undir fargi margbrot- inna, oft fáránlegra helgisiða óg kenning hans blandaðist ""'hindurvitnum og dýrkun ann- 1 'i ariégra guða. Þó eru enn eft- " 'ir leifar af ljóstrú hans, það 1 er trú Parsa, eldsdýrkend- 1 anna, sem flestir búa i Ind- landi, en örfáir í PersSu 1 * • -sjélfri. En trú hirus merid- Jiega spámanns hafði mikil áhrif og víðtæk, ekki sízt á átrúnað Gyðinga. Veldi Persa hnignaði er stundir liðu og hrundi til grunna, þegar rúmlega tvær aldir voru liðnar frá valda- töku Kýrusar. Þeir náðu fyrstir því marki, sem öil hin fyrri stórveldi höfðu keppt að, urðu einráðir fyrir botni Miðjarðarhafsins. En ríki í nútímaskilningi varð Persía ekki, til þess var samheldni einstakra landshluta of veik, en raunveruleg einingarkennd ekki til. 1 innsta eðli sínu var Persaveldi aðeins samband borga eða konungsríkja, sem eitt sinn höfðu notið sjálf- stæðis, en voru nú skattskyld erlendu valdi. Hinn persneski kjami ríkishersins varð æ minni, þjóðir skattfylkjanna eða erient málalið kom í stað- inn. Þar við bættist, að kon- ungsættin og hin ráðandi stétt þoldi ekki til lengdar sætleika valdana, konungur- inn fjariægðist þjóð sína æ meir og lokaði sig inni í þröngum hring fjölskyldu sinnar og hirðmanna. En þrátt fyrir ailt hafði hin pensneska stjórnskipun mikla sögulega þýðingu. Lögmál hennar gengu að erfðum til Alexandens mikla, er taldi sig beinan arftaka hins síðasta Persakonungs og siðan frá honum til hellenskra kon- unga og þaðan tái rómverskra keisara. ★ Miklar breytingar hafa orð- ið í Persíu í tímans rás frá því í fornöid, sem ekki er unnt að rekja hér. Persar nú- tímans telja sig hins vegar beina afkomendur hinna fornu Per.sa og að Kýrus hafi upphaflega lagt hornsteininn að því ríki, sem Persía er nú. Það er því ekkl að ástæðu- lausu, að hátáðahöld fara nú fram um gjörvallt ‘ rikið í til- efni þess, að 2500 ár eru lið- in frá stofnun þess og til minningar um hinn merka og mikilhæfa stofnanda þess, Kýrus konung. (Heimildir: Ólafur Ólafs- son, Lönd og lýðir; Ásgeir Hjartarson, Mannkynssaga og fleiri heimildir). 1 x 2 — 1 x 2 Leiðrétting I auglýsingu í þriðjudagsbiaðinu misrituðust 2. vinningsnúmer úr 29. leikviku: 1. vinningur — 11 réttir — nr. 38103 (en ekki 38130). 2. vinningur — 10 réttir — nr. 26625 (en ekki 26675). GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin — Reykjavík. Lektorsstuða í íslenzku við háskólann í Gautaborg. Staða lektors í íslenzku við háskólann í Gautaborg er laus frá 1. janúar 1972. Kennsluskylda er 396 stundir á ári, og helming hennar ber lektomum að inna af hendi við háskólann i Lundi. Laun eru sæ. kr. 4.525.— á mánuði. Ráðningartími er 3 ár, en iektorinn á kost á að fá hann framlengdan um önnur 3 ár. Umsóknir á sænsku skulu stílaðar á Göteborgs universitet, en sendar Heimspekideild Háskóla íslands fyrir 15. nóv. n.k. SKRIFSTOFA HÁSKÓLA ISLANDS. GARÐYRKJUMENN Stór og góð eign, hentug undir garðyrkju- stöð, stórt einbýlishús, mjög fallegur trjá- garður. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN. AUSTURSTRÆTI 12 SÍMAR 20424—14120 — heima 85798—30008. TIL SÖLU - TIL SÖLU 3ja herb. jarðhæð við Rauðarárstíg til sölu, ársgömul eldhúsinnrétting. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN, AUSTURSTRÆTI 12 SÍMAR 20424—14120 — heima 85798—30008. ATVINNA FÖNN óskar að ráða strax konur í þrifalega vinnu. Heils- eða hálfsdags vinna. Upplýsingar á staðnum. FÖNN, Langholtsvegi 113. adLJOMA gerír allati mat góðan og góðait mat betrí LJÖMA VITAMÍN SMIÖRLÍKl SDsmjörliki hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.