Morgunblaðið - 15.10.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.10.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐU), FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1971 Otgafandi hf. Árvakur, Raykiavik. Framkvaamdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthias Johannesssn. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Augiýsingar Aðalstræti 6, simi 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakiö. „KORKTAPPINN f „FLÖSKUNNP4 OG FLOTA- STYRKUR RÚSSA E’kkert ákvæði í málefna- samningi ríkisstjómar- innar heíur sætt jafn al- mennri andstöðu og það að tefLa öryggismálum þjóðar- innar í tvísýnu til þess að knýja fram samstöðu við kommúnista um stjómarsam- vinnu. Hinn margefldi floti Sovétríkjanna á Norður-At- lantshafi hefur valdið ugg með hinum lýðfrjálsu þjóðum og þá einkum í Noregi, en einnig hér á landi hefur það orðið mönnum umhugsunar- efni, hversu mikla áherzlu Sovétríkin leggja á uppbygg- ingu herskipaflota síns á hafinu umhverfis ísland, og virðist þar ekkert lát á. For- maður þingflokks Framsókn- arflokksins viðurkennir t.d. þessa staðreynd í forystu- grein í Tímanum fyrir skömmu, þegar hann segir, að „vegna nábýlisins við Sov- étríkin hafa Norðmenn fylgzt með þessu með nokkrum ugg“. En þó Þórarinn Þórarins- son geri sér þannig grein fyr- ir hinni auknu spennu á Norður-Atlantshafi og ástæð- unum fyrir henni, skortir hann einurð til þess að draga af henni réttar ályktanir. Þannig segir hann: „Aukinn vígbúnaður Rússa á norðan- verðu Atlantshafi, sem með- al annars sést af auknum skipaferðum við ísland, er gott dærni um, hvemig her- styrkur annars aðilans hvetur til aukins vígbúnaðar hjá hinum.“ Þetta segir sami maðurinn og fyrir skemmstu flutti um það hjartnæma ræðu á Varðbergsfundi, af hvaða orsökum Atlantshafs- bandalagið væri stofnað og talaði um samstöðu lýðræðis- flokkanna í öryggismálum þjóðarinnar. Þessi maður tal- ar um „ugg Norðmanna" vegna aukinna umsvifa sov- ézka flotans sem sjálfsagðan hlut hjá smáþjóð, sem óttast um frelsi sitt. En hvað þá um íslendinga og öryggi þeirra? Hlýtur ekki sama uggsins að gæta hjá þessum smáþjóðum báðum? Og uggurinn stafar af því, að með auknum umsvifum sovézka flotans og flughers- ins á íslandshöfum hefur valdajafnvægið raskazt á þremur árum og gerir eftir- litsflugið frá Keflavíkurflug- velli, sem ríkisstjómin var svo smekkleg að kalla „njósnastarf“ í fréttatilkynn- ingu fyrir skömmu, enn nauðsynlegra en áður fyrir okkur og bandalagsþjóðir okkar. Þetta veit Þórarinn Þórarinsson fullvel, þótt hann telji e.t.v. heppilegra að láta öðru vísi í bili. En at- hyglisvert er að í fréttatil- kynningum íslenzku ríkis- stjórnarinnar er haft enda- skipti á hlutunum og augljóst fyrir hverja skrifað er. Til að fylgjast með njósnaflugi Rússa hér við land hefur Atlantshafsbandalagið haft eftirlitsflug og er það nauð- synlegur þáttur í öryggis- málum NATO. Hvernig væri að Þórarinn Þórarinsson leiddi hugann að þessu. Time magazin fjallar ítarlega um þessi mál í nýútkomnu hefti og kallar ísland „korktapp- ann í flöskunni“ og segir, að Rússar séu í þann mund að ná áþreifanlegasta ávinningi sínum á íslandi. Formaður þingflokks Framsóknarflokks ins og ýmsir fleiri mættu hugleiða það. Sannleikurinn í málinu er sá, að Sjálfstæðisflokkurinn. einn allra stjórnmálaflokka á íslandi, hefur aldrei hvikað frá settu marki í öryggismál- um þjóðarinnar, því að ís- lendingar skipi sér í sveit með öðrum lýðræðisþjóðum, sem þeir eru skyldastir og eiga mest samskipti við. Hins vegar hefur það hent lýðræð- isflokkana báða, Alþýðu- flokkinn einu sinni og Fram- sóknarflokkinn nú tvisvar að verzla við kommúnista með þetta eitthvert mesta sjálf- stæðismál íslenzku þjóðar- innar. Hámarki nær þó lág- kúran, þegar stjórnarflokk- amir láta einungis kanna efnahagsleg áhrif varnarliðs- ins á íslandi. Varnarlið er ekki á íslandi af efnahags- legum ástæðum, heldur af ör- yggisástæðum. Vegna þess að íslendingar eru lýðfrjáls þjóð og langar tiil að vera það áfram. s%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%^ feróarispa En nú er að haía hratt á hæli og heimsækja þá í neðra, eins og þeir segja á Héraði. Forn frægð stendur Seyðisfirði áreiðanlega fyrir þrifum. En hann nýtur einnig góðs af sínum djúpu rótum. Yfir honum er kyrrlát og höfðingleg stemmning, það er eins og hann láti ekkert fara í taugarnar á sér, ekkert hagga sinni stóísku ró. „Það var skemmtilegt að sjá Bjólfinn eftir öll þessi ár,“ sagði fullorðin kona fædd og uppalin á Seyðisfirði þegar hún kom þangað í heimsókn, „hvað hann er orð- inn grænn upp eftir öllum hlíðum.“ Sveinn Guðmundsson, sem segist vera „einn þeirra fáu sérvitringa sem ekki eru fæddir á Seyðisfirði, en kunna þar prýðilega við sig“, sagði að nú væru aristókratarnir horfnir úr Seyðisfirði. En þeir hafa skilið eftir sig minjar og merki. Og ekki sýndist mér lítill höfð- ingsbragur yfir Guðlaugi Jónssyni og heimili þeirra hjóna. Á neðri hæðinni er gömul verzlun föður hans. Verzlun Jóns E. Jónassonar. Innan tíðar verð- ur hún dýrmætur minnisvarði um þá tíð, þegar kaupmenn voru ekki alltaf að þrasa um lokunartíma sölubúða en settu svip á umhverfi sitt. Mest hafði ég gaman af peningakassanum; á honum stendur: Kristianía. Ekki hefði ég orðið hissa, þótt við hefðum hitt Ibsen gamla á tröppunum, með litla innpakk- aða flösku í hendinni. Guðlaugur er sænskur konsúll, ef ég man rétt. Einn- ig er hann umboðsmaður Eimskipafé- lagsins. Hann sagði að áhöld væru um hvort búið væri að frysta fleiri kassa á Seyðisfirði eða Neskaupstað. Þegar við vorum á ferð höfðu verið fluttir út 14 þúsund kassar af frosnum fiski frá Seyðisfirði. Stakk talsvert i stúf við það sem ég heyrði uppi á Héraði: að það væri gott og blessað að staðirnir hefðu hlutverkaskipti þarna á Austur- landi, t.a.m. gæti útsala áfengisverzlun- arinnar verið áfram á Seyðisfirði! Já, hvi ekki? Yfirleitt verður áfengi betra eftir því sem það er eldra. Þannig má einnig líta á Seyðisfjörð. Og — þar vinna nú á annað hundrað manns við skipasmíðar. Á þessu ári verða sjósettir þar átta eða níu bátar, 12—100 tonn að stærð. Nú liggja fyrir pantanir i þrjá 100 tonna báta hjá Vél- smiðju Seyðisfjarðar. Geri margir menntaskólar betur. En samt er erfitt að risa undir fornri frægð, þegar Seyðisfjörður var eins konar höfuðstaður landsins. Þá var t.a.m. byggt svo veglega að það stendur bænum nú fyrir þrifum. Sjúkrahúsið sem byggt var skömmu upp úr heimastjórninni er smækk- uð mynd af Menntaskólanum á Akur- eyri. Fallegt hús og gott — og óþarfi að byggja nýtt, er sagt. Þar er pláss fyrir aldraða uppi á lofti. Sömu sögu er að segja um barnaskólann sem er einnig stórglæsi- legt minnismerki frá þessum tíma, byggður 1898. Eitt stærsta hús á land- inu þá. Hvorugu þessara húsa má breyta, en auðvitað á að byggja ný. Kirkjan? Kannski hefur henni verið breytt of mikið. Þó eru í henni góðir gripir, t.a.m. sálmatafla frá 1840 sem fannst við flutning. Gömlu húsin minna á Eskifjörð. Furðulegt er að sjá gamalt verzlunar- hús á Eskifirði úti í miðri aðalgötunni. Það er kallað Gamla búð og er eitt elzta hús fyrir austan. Nú er unnið að þvi að steypa götuna og senn verður kominn stórborgarbragur á plássið, enda ekk- ert skrítið eins og meirihluti hrepps- nefndar er saman settur. Ráðgert er að flytja Gömlu búð um breidd sína við tækifæri. Einhverjir hafa boðizt til að flytja hana fyrir upphæð sem góður Eskfirðingur sagði mér að mundi ríða hreppsfélaginu að fullu. En — hverju skal ekki fórna fyrir menninguna? Annars er Gamla búð ágæt þar sem hún nú er: veglegur minnisvarði um nærgætni Eskfirðinga og virðingu þeirra fyrir þvi sem gott er og gamalt, og eitt sinn setti svip á bæinn, þótt nú sé komið til ára sinna. Þeir, sem fara svo nærfærnislega með gömul menn- ingarverðmæti, búa áreiðanlega vel um sitt gamla fólk. Ekki stóð alltaf út af fyrir því, samt hefur það skilað okk- ur landi sem er bezt allra landa. Ekki i draumum okkar, heldur hagskýrslum. I nýútkominni bók sinni um Eski- fjörð segir Einar Bragi, að Gamla búð sé „tæplega yngri en frá 1836 og alls ekki eldri en frá 1816“. Svo förum við yfir skarðið, upp úr þokunni og ökum inn í blámann. Það er tignarleg sjón. Þó að Fjarðarheiði sé fögur og Hellisheiði brött og ógleym anlegt að sjá Héraðsflóa blasa við og opna sinn bláa, suðræna faðm, þykir mér Oddsskarð alltaf tilkomumest. En það finnst kannski ekki öllum. Bráð- um fá þeir jarðgöng í stað skarðsins, það verður góð og nauðsynleg sam- göngubót. Og Neskaupstaðarbúar eiga svo sannarlega fyrir henni, svo lengi sem þeir mega þreyja þorrann á eig- in spýtur undir egghvössum hlíðum þessara kröppu fjalla. Og áreiðanlega hafa þeir sín hrútahjallaveður eins og Seyðfirðingar. Neskaupstaður er myndarlegur bær í örum vexti. Þar búa menn m.a. sem lifa á þvi að vera pólitikusar. Og þar er öll yfirstéttin í Alþýðubandalaginu. Hún á mörg hlutafélög. Nei, gott fólk, þetta eru ekki venjulegir íslenzkir stofukommúnistar, heldur stórkapítal- istar inn við beinið. Og svo eru þarna margar konur sem prjóna sokka og peysur í frístundum sínum og skamm- ast sin ekkert fyrir það. Meira að segja gengur sá norðfirzki Peppone í rauð- um heimaprjónuðum sokkum og peysu úr íslenzkri ull. Hér mundi Þórbergur segja kort og gott: Ó, Jesús minn! Vel á minnzt. Því miður komumst við ekki í Viðfjörð þessu sinni. Þórbergur hefur gert hann að fyrirheitnu landi. En ekki hafa allir orðið varir við fyrir- bærin þar. ★ Eitt. orð misritaðist i næst síðustu „rispu“ (og er það vel sloppið). Það var Djúpilækur (varð að Djúpidalur), Kristjáni skáldi frá Djúpalæk þótti þetta auðvitað miður og bið ég hann forláts. Skal ég nú gera nokkra bragarbót: Stefán Árnason faðir Arnar Arnarsonar drukknaði í ánni þarna. Ég minntist á þessa á um daginn í sömu „rispunni" og sagðist ekki muna hvað hún héti. Hún heitir Miðfjarðará. Hún varð Stefáni að aldurtila. Þá var hann vinnumaður i Miðfirði, næsta bæ við Kverkártungu. Áin rennur fyrir neð- an túngarðinn á Kverkártungu. Hún var í vexti þegar Stefán drukknaði í henni. Stefán Árnason var bláfátækur og varð að selja undan sér eina hestinn sinn skömmu áður en hann dó, til þess að hann gæti framfleytt bjargarlausu heimilinu um stund. Örn Arnarson, eða Magnús Stefánsson, var fæddur í Kverkártungu. Það var örreytiskot langt frammi í heiði, nú löngu komið I eyði. En það var þarna sem Örn, hrepps- ómaga-hnokki, „hírðist inni á palli / ljós á húð og hár“. „Líf hans var til fárra fiska metið“, en það hefur hækk- að talsvert í verði á sama tíma og krón- an hefir ekki við að falla. Og ekkert stöðvar það fall (sbr. hækkunina á fjárlögum um 3,000,000,000 króna. Það hefði Stefáni Ámasyni þótt allhá upp- hæð.) M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.