Morgunblaðið - 15.10.1971, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.10.1971, Blaðsíða 32
Hljómdeild JMmcgtttiIif&Mfr LJOMA VÍTAMÍN SMJÖRLÍKI FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1971 Siglufjördur: Vart við um 10 berklatilfelli VART hefur orðið við nokkur berkiatiifelii á Siglufirði, og heff ar einn niaður verið sendur á hæli til frekari rannsóknar. Gæti þar verið nm smitberann að ræða, en enn er það ekki full- kannað. Að sögn Sigurðar Sigurðsson- ar, iæknis á Sigiufirði er a.m.k. vitað um 10 manns, sem tekið hafa bakteríuna en höfðu hana ekki áður. Sigurður sagði, að mjög víðtæk leit hefði farið fram í samabamdi við þessi tii- felli. Þessa hefði orðið vart fyrir uim 1 og % mánuði, en ný til- íeili hefðu ekki komið fram núna lengi. Kvað hann því ekki neina hættu vera á íerðum. Séra Árni Pálsson og séra Þorbergur hlutu flest atkvæði UM hádegisbil í gær lauk taln- ingu atkvæða í prestkosningun- um, sem fram íóru i Kópavogi sl. sunnudag. Kosið var um 7 um- sækjendur í tveimur prestaköll- um — Kársnesprestakalll og Digranesprestakalli — og hlaut séra Ámi Pálsson flest atkvæði umsækjenda um hið fyrmefnda, eða 698 atkvæði; en séra Þorberg ur Kristjánsson í Digranespresta- balli, eða 895 atkvæði. Kosningin Smygl TOLLVERÐIR gerðu í fyrradag og gær leit að smygli í Reykja- íossi. Fundust fimim kassar við leátina, eða 65 flöskur af genever. Leitimni var ekki að fuilu lokið í gær. var ólögmæt í báðum tilvikum, þar eð tilskilinn meirihluti at- kvæða fékkst ekki. Á kjörskrá í Kársfnesprestakalli voru 2384, þar af kusu 1829, 5 seðlar voru auðir en einn ógildur. Úrsiit urðu sem hér segir: Auður Eir Vilhjálmsdóttir, caind. theol., hlaut 148 atkvæði, séra Árni Páisson hlaut 698 atkvæði, séra Bragi Benediktsson hlaut 479 at- kvæði og Ingiberg J. Hannesson 498 atkvæði. Á kjörskrá í Digranespresta- kalii voru 2935, þar af kusu 2052, 11 seðlar voru auðir en enginn ógiidur. Únslit urðu sem hér seg- ir: Séra Ámi Sigurðsson hlaut 253 atkvæði, séra Sigurjón Ein- arsson hlaut 893 atkvæði og séra Þorbergur Kristjánisson hlaut 895 atkvæði. (Sjá ennfremur viðtöl við séra Árna Pálsson og séra Þorberg Kristjánsson á bls. 2). Ganila búð á Eskifirði. Myndin sýnir vel, hvernig henni var hllft, þegar aðalgatan var steypt þar. Miklar skipasniíðar eru á Seyðisfirði. Myndin var tekin nýlega af einuni bátanna, seni þar bafa verið smíðaðir. XJm Gömlu búð og skipasmiðarnar er fjallað í „Ferðarispunni“ í dag. Japanir geta afgreitt 10 skuttogara á næsta ári Fulltrúar frá Taiyo Fisheries væntanlegir í næstu viku Áfengi stolið NOKKRU magnd áfengis vair stoiið úr ms. Selfosisi, er hann lestaði varning í Straumsvíkur- höfn. Ra nnsókn a rlögregl unini i Hafnarfirði var falið málið til rannsóknar, og beindist grunur- intn fljótlega að verkamönnum, sem unnu að losun skipsins. Við yfirheyrslur játuðu um 10 þeirra hlutdeild í þjófnaðinum. Munu þeir alls hafa haft um þrjá kassa á brott með sér, og skiluðu þeir stórum hluta þýfisins aftur. NÚ liggur fyrir, að Taiyo Fish- eries i Japan, sem er stærsta fiskveiðifélag heims, telur sig geta afgreitt a. m. k. 10 skuttOg- ara við okkar hæfi á árinu 1972. Tveir íslendingar, Jón B. Haf- steinsson skipaverkfræðingnr og Vilhelm Þorsteinsson, framkvstj. Útgerðarfélags Akureyringa, eru nú staddir í Japan, þar sem þeir hafa verið hinum japönsku tækn mönnum til aðstoðar við smíða lýsingu og teikningu skuttogara við okkar þarfir, að sögn um- boðsmanna Taiyo Fisheries. í næstu viku eru væntanlegir hingað til lands tæknimenn og fulltrúar frá Taiyo Fisheries og munu smíðalýsingar og verð skut togaranna þá liggja fyrir. Af þessu tilefani hafði Mbl. í gær samband við Kjartan R. Jó- hanmsson, framkvæmda.stj. Asíu- félagsins hf., sem er umbjóðandi Taiyo Fislheries hér á landi, og fórust honuirn svo orð: — Asíufélagið hefur haft við- skipti við Taiyo Fisherdes um all- langt árabil eða frá 1958, en Tai- yo Fisheries er stærsta fiskveiði- félag heims og hefur innan sinma vébainda fjölmörg fyrirtæki og raminisóknastofur á öllum þeim sviðum, sem að sjávarútvegi lúta. Einn aðrlforstjóri þess fyrirtækiB, Kunitoshi Okazaki, sem j afn- framt er aðalææðismiaður íslands í Japan, var hér á ferð í sumiar. Þá tjáðum við honum, að íslend- ingar hefðu í hyggju að endur- nýja og auka skipastól siinn með kaupum á skuttogurum af nýj- ustu gerð. Enda þótt Taiyo eigi maTgar skipasmíðastöðvar, lágu næg vedkefni fyrir, en aí áhuga á íslandi sem ræðismiaður þeSB féllst Okazaki á að senda hingað taóknimenn til að kyn.na sér óslkir íslendinga í þessu efni. Hingað komu síðan tæknimenm á vegum Framhald á bls. 21 Tillaga til þingsályktunar: Fjár sé aflað til samgönguáætl unar Norðurlands Konur slasast í bílveltu við Kópasker Á ALÞINGI í gær var lögð fram evohljóðandi tillaga til þings- ályktunar: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að gera í tæka tíð ráðstafanir til að afla nægilegs fjármagns, svo að hægt verði þegar á næsta sumri að hefjast handa um framkvæmd samgönguáætlunar fyrir Norð— urland. Flutningsmenn tilögunn- ar eru Magnús Jónsson, Páimi Jónsson, Lárus Jónsson og Eyj- óifur K. Jónsson. FJÁRSKORTUR TEFJI EKKI FRAMKVÆMDIR í greinargerð með tillögunni segir svo m.a.: „Samkvæmt ósk atvinnujöfn- unarsjóðs vininur Efnahagsstofn- unin nú að gerð samgönguáætl- unar fyrir Norðurland. Er að því stefnt að þessari áætlunargerð verði lokið í vetur, enda mjög mikilvægt, að auðið verði að hefjast handa um ýmsar mikil- vægar umbætur á samgöngum í Norðlendingafjórðungi þegar á næsta sumri. Undirbúningur er þegar hafinn að gerð vegar yfir Vaðlaheiði með kerfisbundinni at hugun á vegarstæði, og hefur sérstök nefnd haft það mál með höndum um nokkurt, skeið. Þá var í surnar hafizt handa um mik ilvægar umbætar á Norðurlands- vegi í Langadal og á Ólafsfjarð- arvegi frá Akureyri. Er í senn nauðsynlegt, að það verk geti haldið áfram af fuilum krafti, svo og að hægt verði að hefjast handa um ýmsar aðrar mikilvæg ar samgöngubætur á Norður- landi. Lögð hefur verið á það áherzla við þær byggðaáætlanir, sem þegar hafa verið gerðar, að fram kvæmd þeirra tefjist ekki af fjár skorti. Bæði í sambandi við at- vinnumálaáætlun Norðurlands og nú síðast samgönguáætlun Austurlands voru gerðar af hálfu ríkisstjórnarinanr ráðstaf- anir til fjáröflunar, áður en þess Framhald á bls. 21 Raufarhöfn, 14. október. UMFERÐARSLYS varð við Kópasker á miðvikudagsmorgiin. Land Rover jeppi fór þar út al veginum, með þeim afleiðingum að tvær konur slösuðust svo al- varlega að flytja varð þær í sjúkrahús á Húsavik, en bílstjór- inn og þriðja konan sltippti minna meidd. Tvær kvennanna höfðu ætlað til Akureyrar með áætlunarbíln- um, en misst af honum hér á Raufarhöfn. Fengu þær bilstjóra jeppans til að aka sér tii Kópa- skers, þar sem áætlunarMllinm ætlaði að bíða þeirra. Þegar jepp inn átti ófarinn um 1 og V2 km til Kópaskers varð siysið og steyptist jeppinn fram af vegdn- um. Bllstjórinn komst gangandi til Kópaskers, dálítið meiddur, og gat gert viðvart urn slysið. Var hringt til læknamiðstöðvar- innar á Húsavík og fenginn sjúkrabíll, en meðan hann var á leiðinni, voru konurnar þrjár sóttar og fluttar til Kópaskers, Þar tók sjúkrabíllinn allt fólk- ið og fflutti til Húsavíkur. Bkki er vitað um orsakir slyss ins, en biliinn er mikið skemmd- ur eítir veltuna. — Ói. Ág.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.