Morgunblaðið - 07.11.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.11.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÖH), SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1971 Páll Kolbeins: Hestamenn í Hamborg UPPHAF þessa máls er það að á miðnætti 30. ágúst sl. steig undiiTitaður, ásaimt tveimur tamning&mönnum, þeim Reyni Aðalsteinssyni og Pétri Behrens frá Hvítárbakka, upp í flugvél á ReykiavikurflugveMi, og var ferðinni hei'tið til Hamborgar. 1 vélinni var auk þess 41 isilemzk- ur hestur, sem flytja átti til mýrra eigenda í Þýzkalandi, þar af 13 hestar, sem taimninga- mennirnir höfðu með sér og tóku þeir þátt í fyrsta mótinu fyrir islenzka hesta, sem haldið er í Hoisbuttel í nágrenni Ham- borgar. Fyrst var flogið til Keflavikur, þar sem tekið var eldsneyti til ferðarinnar, en ferðin frá Keflavík ti'l Haimborg ar tók um 5% klukkustund. Á flugvellinum í Hamborg var mættur fjöldi fólks, suim- part Hl að taka á móti hestum sínum og sumpart af forvitni, þar á meðai ýmsir blaðamenn og ljósmyndarar. Áður en hestarnir stigu út úr vélinini voru þeir skoðaðir mjög nákvæmlega af dýra- lækni, þrátt fyrir að þeir höfðu fengið slíka skoðum við brottför. í>egar þessu var lokið voru hestar tamnimgamannanna fluttir á bóndabæ í nágrenni Hamborgar (Siek), en þar á heima Volker Ledermann, sem margir ísJendingar kannast við, en Volker er mikiil íslandsvin- ur og á fjölda íslenzkra hesta. Volker og fjölskylda hans sýndu okkur slíka gestrisni, að hún líktis þvi sem er á góðu ís- lenzku heimiili, þar sem maður gengur bæði út og inn eins og heima hjá sér, enda var þar mjög gestkvæmt meðan á mót- imu stóð og dagana fyrir og eft- ir mótið. Á hans herðum hvildi eininig að sjá um og stjóma sjálifu mótinu. Af dómurum mótsins voru tveir íslendingar, Guninar Jóns- son, Beneditotsisonar tannilækn- is frá Húsavík, en Gunnar er þekktur hestamaður í Dan- mörku, meðal annars í sam- bandi við priorsessuhryssurnar frægu, sem sendar voru Dana- prinsessu á sánum tíma, og FriðþjófuT Þorkelsson £rá Reykjavík, þekktur meðal ís- lenzkra hestamanna. Þarna voru samankomin um 100 hross og var unun að sjá hve umgengni öll og meðferð var frábær og gæti verið til fyrirmyndar mörgum islenzk- um hestamanninum. Munnsæiri, gjarðsæri eða önnur meiðsli voru óþekkt fyrirbæiri. íslienzku taimningamennimir vöktu óskipta athygli við- staddra hvar sem þeir komu fram, hvort heldur á skeiðveHi eða utan hans, íklæddir hvítum reiðbuxum og peysum, en ljós- bláum jokkum. Þeir hlutu og verðskuldaða virðingu fyrir prúða framkomu og riddara- lega reiðmennsku og má segja að þeir hafi verið landi voru og þjóð tiJ mi'kils sóma. Þjóðverjum virðisit vera það ljósara en okkur ísl'endingum að drykkjuskapur og hesta- menmska eiga enga samileið. — Áfenigisneyzla í óhófi var öþekkt fyriirbæri á þessu móti. Þó sikal sikýrt tekið fram að hér var að sjáilfsögðu ekki um •neitt „bindiindismót" að ræða, en frá þeirra sjónarmiði virðist leyniþráðurinin miUi manns og hesits ekki þurfa að ganga í gegnum ílöskuna. Umuin var að sjá hve mörg ungmenni tóku þátt í þessu hestamóti og voru knaparnir allit niður í ellefu ára, bæði pilt- ar og stúlkuir, þó voru stúlk- umar í mikilum meiri'hluta. Það vakti sérstaka hrifningu að sjá hve þessi ungmenni sátu hrossin sikerwmitilega, og hve vel þeim tókst að láita þau hlýða ábendingum knapans. Laugardaginn 4. september kl. 8 að morgni hófst mótið með hrossasýningu. Sýndir voru 6 graðhestar og 5 merar, ásamt nokterum folöldum og tryppum. Um þessa sýningu verður ekki farið mörgum orð- um, þó skal tekið fram, að margur íslendiniguriinn mundi vilja eiga suma hestana, t. d. graðhesta Volker Ledermanns, en hann gerir sér far um að eiga einvörðungu góð hross. Jafnhliða fóru fram hlýðni- æfingar og kom þar gilöggt fram hvernig er hægt að kenna íslenzka hestinum ýmsar hreyf- ingar, sem okkur er höfum al- izt upp með honum frá blautu barnsbeini er að sjálfsögðu ljóst. Greinarhöfundur á Komniu frá Einaj-sstiiðiini, etmun af sýn- ingarlirossiinum. Susanne Ströh á Ljósa. Síðdegis var viðavan'gsihlaup með hindrunum. 1 þvi tóku þátt milli 40 og 50 hross frá Þýzka- landi, Danmörku, og Hoilandi. Þetta hlaup vakti enga sérstaka athygli mína, þó er það að sjálf sögðu engin goðgá að kenna íslenzka hesitinu'm, eims og öðr- um hestum að stökkva yfir hindranir. Á sunnudagsimorgni kl. 8 hófst svo töltreið, en í henni tóku þátt um 50 hross. Þessi reið vakti hvað miesta athyg'li, þvi að tölt er sá gangu'r, sem íslenzki hestui'inn hefur fram yfir alia aðra hesta í Evrópu. Fyrsta og fjórða hestinn í keppninni eiga systur frá Kiel, enda leggja þær mikla áherzlu á að eiga einvörðungu úrvals hross. Önnur í þessari keppni var grá hryssa frá Hollandi. Fimmta hrossið var Iiíka hryssa frá Hoi'landi, en þriðji í keppn- inmi var einn af hestunum, sem tamingamenmimir komu með i flugvélinni, Hörður, brúmn að lit, setinn af Reyni Aðalsteins- syni, og var unuim að horfa á bæði hest og knapa, enda hiutu þeir vei-ðskuldaða athygli við- staddra, en sigurvegairinn var hágenguT, leir'Ijóis hesitur. son- ut Voðmúlastaða-Lýsinigs. Þá fór fram sýning á aiihiiða reiðhestum með ailan gang. 1 þeirri sýningu tóku þátt yfir 30 hross og getur maður sann- arlega verið stolitur af slíkum limaburði, sem þar kom fram, enda besitannir hver öðrum betri. Unglingum á öllum aldri (11 til 16 ára) voru ætlaðir sér- stakir liðir á dagskránni, þar sem þeir sátu hesta síma bæði á tölti og einmig breytiiegum gangi — tölti, skeiði, brokki, stökki og fetgangi. Ljóst varð af því, að það hefur mjög góð uppeldisáhriif á ungliniga að umgangast hiroas og læra að meðhöndla þau réttiliega. Mótinu lauk svo með því að haldið var upp'boð á 20—30 hrossiuim. Seldist ekki nema nokkuT hiuti þein'a og sýnir það g'lögglega, að Þjóðverjar eru vandlátir, þegar þeir velja sér reiðhesta. Þeir virðast leggja geysimikið upp úr tölt- inu, emda er það móðins gang- ur í Þýzkalandi. Hesitarnir, sem seldust, fóru fyrir viðunamdi verð, em það er mikill kostnað'UT, sam því fylg- ir að kaupa hesta heima á ís- landi, þjálfa þá og koma þeim á erlendan markað, svo að verð- ið þarf að vera nokkuð hátt ti'l þess að ÖM sú fyrirhöifn geti borgað sig. Islenzkum bændum og öðr- um þeiim, sem áhu.ga hafa á því að a'la upp reiðíhes'ta fyrir erlendan markað vil ég segja þet'ta: Vandið ykkur við upp- eldið frá því fyrsta til þess síðastá, og reynið ekki að koma á erletídan markað hesitum, sem þið viljið ekki eiga sjálfir. Það er mikil og vaxandi eftirspum i Þýzkalandi eftÍT íslenzkuim reiðhestum. Að s.iá'1'fsöigðu er hvað miest eiftirspumin eftir hros'sum undam kymbóta'hest- um, sem komið hafa fram á sýninigum og greini'legt er að kaupendur leita á þau svæði, sem þekkt eru fyrir góð kyn- bótahross, og sér í lagi eftir hestum, sem hafa ailam ganig, — brokk, skeið, tölt og stökk. Margir vilja geta skipt gangi hestsims, eims og skipt er um gír í bifreið og spyrja: Hvem- ig á ég að taka hestimn niður á skeið, eða upp á tölt af skeiði eða brokki o. s. frv. Sá, sem því getur komið upp lunidgóð- um, viljuigum, alihMða reiðhesti, getur áreiðanlega femigið fyrir hann góða borgum. En reymið Framhald á bls. 21. SKODIÐ í GLUGGANN NÝJUNG GULLFALLEGIR JÓLATRÉSFÆTUR < SPILA JÓLALÖG r SNÚA JÓLATRÉNU r INNBYGGD TENGING FYRIR JÓLATRÉSSERIU PANTIÐ TÍMANLEGA Pantanir verða að haia borizl okkur fyrir 20. nóv. cJLuduia ^torr nf. Laugavegi 15. — Sími: 1-33-33 og 1-16-20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.