Morgunblaðið - 07.11.1971, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.11.1971, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1971 Aðalatriðið að f ólk muni andrúmsloft ljóðsins — tilf inningu þess Rætt vid Jóhann Hjálmarsson um „íslenzka nútímaljóðlist" og það sem á ef tir hef ur komið „Ljóðsins vegna verða alltaf að vera til menn, sem þora að viðurkenna, að þeir séu einmana — einir með hugsun sinnl. mtt er svo aftur annað mál, að Ijóð- ið þarf ekki alltaf að vera inn- hverft. Við höfum dæml hins gagnstæða i ljóðum, sem vilja taka þátt í straumi tímans og því, sem efst er á baugi hverju sinni. En það milálvægasta er einstakling-urinn sjálfur ogr því verða alltaf einhverjir sem gæta hagsmuna hans — að vera tit Það eitt er forskrift Ijóðs- ins." Það er Jóhann Hjálmars- son, skáld og gagnrýnandi, sem hér liefur orðið. 1 april sl. kom út hjá Almenna bðkafélaginu „íslenzk nútíma- Ijóðlist" eftir Jóhann Hjálmars- son. 1 formála bókarinnar seg- ir höfundur m.a.: „Þegar tuttug- asta öldin, sem einkennist af til- raunum og leit að nýjum sann- leik, bæði í verklegum og and- legum skilningi, hverfur í rökk- ur og önnur öld, sem enginn get- <ur sagt fyrir um, tekur við, verð ur að llkindum auðveldara að ræða samhengi bókmenntanna. Þá sætir sú ljóðlist naumast tið- indum, sem nú veldur mestum deilum. En hver kynslóð verð- ur að gera sér grein fyrir sam- tímabókmenntum, annars slitna þær úr tengslum við það líf, sem er hin eina sanna uppspretta þeirra og hvatning." Um aðdraganda þessarar bók- ar segir Jóhann: „Ég hafði í hyggju að skrifa einhverntíma bók um íslenzka nútímaljóðlist. En í ársbyrjun 1968 kom Matthías Johannessen að máli við mig og bað mig að skrifa greinaflokk utm þetta efni í Lesbók Morgun- blaðsins — og fyrsta greinin birtist í apríl sama ár. Ég sá fljótlega, að úr þessu gæti orðið sú bók, sem mig hafði dreymt um og hafði hana alltaf í huga við greinasmíðarnar. Þegar greinaflokkurinn var svo kominn vel áleiðis, færðu for- ráðamenn Almenna bókafélags- ins það í tal við mig, að þeir hefðu áhuga á að gefa grein- arnar út. Og bókin kom út. En það er rangt, sem haldið hefur verið fram, að bókin sé bara endurprentun úr Lesbókinni. Síðari hl'Uti bókarinnar; fjórir einna veigamestu kaflar henn- or, hafði aldrei birzt áður á prenti og auk þess endurskoð- aði ég greinarnar að vissu marki og endurbætti þær á ýms- an hátt." — Hvaða fordómar eru það, sem þú minnist á í formálanum? („Þessi bók er tekin saman i þvi skyni að freista þess að eyða fordóm'uim um hina nýju ljóðlist, skapa henni umræðugrundvöll") — Það hefur verið nokk- uð ríkjandi viðhorí meðal al- tnennings, að nútímaljóð séu eitt hvað óskiljanlegt — eitthvað, sem er aðeins fyrir fáa útvalda, og um leið að þau séu hrein endileysa. Það er reyndar rangt, að kenna almenningi einum þetta siónarmið, því það hefur ©g verið sett fram af ýmsum tnálsmetandi mönnum, jafnvel háskólamönnum. Hins vegar má segja sem svo, að bók mín komi út á timum, þeg ar algengustu fordómum gagn- vart nútímaljóðinu hefur verið eytt. Mikill hluti lesenda er hætt ur að kippa sér upp við það eitt, að ljóð er órímað. Og hlutirnir ihafa víxlazt svo, að margt ungt UftMk setur það nú fyrir sig, ef ljóð er ort I hefðfoundnum sttl. En flestir spyrja nú aðeins um skáldskapargildi Ijóðsins. Bók minni ætla ég að leiða í Ijós mikilvægan kafla í Sb- lenzkri bokmenntasögu og vekja athygli á skáidum, sem sum hver nærri hafa gleymzt í lifanda lifi, — „atómskáldunum" svokölluðu. Þessi skáld voru mörg hver að- eins þekkt innan þröngs hóps og það tel ég hafa verið til ógagns fyrir lesendur, sem af ókunnug- leika sínum misstu af lestinni í DAVIB VAR SÍOASTA ÞJÓÐSKÁLDIÐ — En hverjar telur þú ástæð- ur þess, að „gðmlu skáldin" drottnuðu svo hart í hjarta fólksins? -— Á 19du aldar skáldin var litið sem andiega og stjórnmáila- lega leiðtoga, eins og þau reynd- ar voru sum hver. En það verður mikil breyting þarna á, þegar skáld eins og Tómas Guðmundsson og Steinn Steinarr koma fyrst fram. Að vísu hafði skáld eins og Stefán frá Hvítadal hafið nýjan tíma og Davið Stefánsson er að vissu marki brautryðjandi lika. Davíð varð ákaflega fyrirferðarmikill gdmlu skáldin — hann sigraði og iandið. En þeir yrkja ððru vísi en áður tíðkaðist. Þeir skynja og skilja okkar land ekki síður en skáld fyrri tíma, en þeir skLlja þetta á annan og nýjan hátt. Þennan skilning köll um við nútímaskáldskap. Hann er samtímaskilningur. FORMIÐ EB EKKI ALLT — Er þá auðveldara að yrkja samtimaskilning ? — Ég tel, að allir menn séu skáld og að enginn vandi sé að yrkja En það er nokkur vandi að yrkja vel. Og það reynir einnLg á skáld- ið að yrkja vel, þegar svo ágæt- um hjálpartækjum sem sfuðlum og höfuðstöfum sleppir. — En er þá hið hefðbundna ljóðform dautt? — Þetta er nú bara skrýtla. Það er ekki hægt að tala um nein átök miJili hefðbundins forms og nútíimaforms. Það, sem um er að ræða er, að skáld nálg ast viðfangsefnið á óLíkan hátt að sögn þetta stóra og erf iða | Tómas Guðmundsson og Snorri Hjartarson til dæmis eru meist- arar formsins og þá ekki siður hins hefðbundna forms. En skáld hafa fundið fleiri leiðir til að tjá sig. Ég vil hér benda á síðustu ljóðabók Hannesar Péturssonar, sem mun vera hefðbundin að formi til. En ég á erfitt með að trúa þvi, að Hannes hafi ekki eitthvað nýtt að segja, þrátt fyr ir það. Formið er ekki allt. — Það eru þá tengsl þarna á milli? — Tengsl oíkkar við eldri tíma mótast ekki af yfirborði, heid- ur af sérstökum anda, sem hlýt- ur að vera samgróinn okkur. Ég minnist þess, að Jóhannes úr Kötlum sagði mér eitt sinn, að hann hefði uppgötvað það, að ungu sikáldin væru mun skyld- ari fornskáldunum en 19ndu ald ar skáldunum. Þau síðarnefndu yrkja mjög yfirdrifið og róman- tíiskt, sem er i eðli sínu óíslenzkt. Og þó við getum ekki án þessa arfs verið, held ég að við græðum meira á því að taka fornskáldin okkur til fyrirmynd ar. Og Jóhann stendur upp. Hann gengur út að glugganum; snýst þar snöggt á hæli og seg- ir: „Hver heldur þú að hafi ort betra „nútímaljóð"?" — Og hann kveður: Jóhann Hjálmarsson. þessum efnum. Mig langaði með bókinni, að reyna meðal annars að sýna fram á gildi skáldakyn slóðar, sem hefur orðið fyrir óskaplegu aðkasti og sem ljóst og leynt hefur verið reynt að kveða niður. Hér á ég við þau skáld, sem kennd eru jafnan við atómið og nú eru - að nálgast fimmtugsaldurinn. — Atómljóð og atómskáld. Hvernig eru þessi orð til kom- to? — Um það eru tii ýmsar kenn- ingar. Margir nefna til atóm- skáldið í Atómstöð Laxness, þó aðrir hafi nú orðið fyrstir til að nota þessi orð. Það er annars skrýtið, að er- lendis þykir fínt að nota atóm- ið um þau skáld, sem þykja bezt höndla sína samtíð. Einhvern veginn hefur þetta hins vegar orðið hálfgert skammar- yrði í íslenzkunni. — Er þá bók þín hugsuð sem einhvers konar varnarrit? — Nei. Alls ekki. Hún er ekk ert varnarrit, heldur lít ég á hana sem sóknarrit. í bókinni hef ég leitt hjá mér þær deilur um keisarans skegg, í huga þjóðarinnar, eins og hvort ljóð eigi að vera rtmað eða órímað. Sem betur fer hafa þess ar deilur nú hjaðnað mikið og þar með er vörnin úr giidi fall- in og söknin tekin við. hjarta, sem slær í íslendingnum. Þar með varð hann táten um þjóð skáld. En eftir hans daga, má segja að ekki sé hægt að tala um þjóðskáld meir. — En.. ¦— Biddu hægur. Tómas Guð- mundsson er Reykjavikurskáld, þó menn hafi freistazt til að kalla hann þjóðskáld. Afstaða Tómasar til bokmenntanna er aHt önnur en áður var og í sumum beztu kvæða sinna er hann í bræðralagi við Jóhann Sigurjónsson og Jóhann Jónsson, sem ég vil telja upphafsmenn ís- lenzka nútimaljóðsins. Hefðbundið yfirbragð kvæða Tómasar hefur mangan blekkt og menn þá um leið ekki komið auga á efniviðinn og gHmuna við hann, sem eru ákaflega ný- tízkuleg. Tómas hefur gert meira fyrir Stein Steinarr og fleiri siðar en almenn viður- kenning lætur uppi. — Hver eru þá skilin? — Nú er ekki hægt að segja, að ljóð sé nútimaljóð fyrir það eitt að fjalla um borg eða bæ eða gangstéttir í rignimgu, eins og Jón Óskar kallar nýjustu endurminningabók sína. Tökum til dæmis Snorra Hjart arson og Þorgeir Sveinbjarnar- son, að ég ekki tali um Hannes Pétursson eða Matthías Johann- essen. Allir þessir yrkja af miik- ilii ástríðu um náttúruna „Nóttuim fóru seggir negldar voru brynjur skildir bliiku þeirra við inn skarða mána" — Nú heyrist það, að nútíma ljóðin séu ólærandi? — Það er ekkert Ijóð ólær- andi fyrir það eitt að vera órím- að. Ég veit ekki betur en flest leikrit Shakespeares séu órimuð Ijóð og þó geta þeir, sem áhuga hafa, lært til dæmis einræður Hamlets. Annars finnst mér það ekki aðalatriðið, að fólk læri Ijóð. Þegar fólk lærir ljóð, er Ijóðið búið. Lært er liðið. Aðalatriðið er, að fólk muni andrúmstloft ljóðsins — tillfinningu þess. — En hver er þá staða ljóðsins nú? — Ég held, að Ijóðið standi vel, þvi í bókmennbunum ríikir aigjört frelsi. Það er engin bók- menntaleg hindrun á vegi ljóðs- ins. Aftur á móti er það aug- Ijöst mál, að það er þörf á nýj- um skáldum. Það getur verið, að skáldsag- an hafi þokað ljóðinu eitthvað til hliðar, þvi þær breytingar, sem lijóðið er búið að ganga í gegn um, eru nú að gera skáld- söguna spennandi. Ljóðsins vegna verða alltaf að vera tU menn, sem þora að við urkenna, að þeir séu einmana —- einir með hugsun sinni. Hitt er svo aftur annað mál, að Ijóðið þarf ekki aUtaf að wera inn- hverft. Við höfium dœmi hins gagnstæða í Jjóðuim, sem vilja ¦fcaka þátt í straunu Cfanans og því, sem efst er á baugi hverju sínnL En það tnlkUivægasta er einstaíkLingurinn sjálfur og þvi verða alltaf einhverjir, sem gæta hagsmuna hans — að vera tiil. Það eitt er forskrif t Ijóðsins. YFIRBORÐIÐ ER KYRRARA — Nú má eiginlega segja sem svo, að þau skáld, sem þú f jali- ar um í „Islenzk nútímaljóðMst"i („1 þessari bdk er einkuim f jall- að um sfcáld, sem rutt hafa braut nýjum Ijóðfonmum, en yfirteifct nær sú formbreyting einnig tU efnisins." — Skáldin í bdkinnl eru: Jóhann Sigurjónsson, Jó- hann Jónsson, Halldór Laxness, Sigurður Nordal, Jón Thorodd- sen, Sigurjón Friðjónsson, Tómas Guðmundsson, Jóhannes úr Kötlum, Steinn Steinarr, Jón úr Vör, Snorri Hjartarson, Þor- geir Sveinbjarnarson, Hannes Sigfússon, Einar Bragi, Stefárt Hörður Grímsson, Sigfús Daða- son, Jónas E. Svafár, Jón Ósikar, Hannes Pétursson, Matthías Johannessen og Magnús Ásgeirs son) séu orðin „eldri kynslóð- in" í íslenzku Ijóði nú. Hvað með þá, sem fetað hafa í fótspor þessara brautryðjenda — þína eigin kynslóð? — Ég sagði vist áðan, að það væri augljós þörf á nýjum skáW um. Ungu skáldin nú eru að vísu sum hver nokkuð ráðin, en ég vænti þess, að helztu verk þeirra séu enn óort. 1 þessum hópi eru skáld, sem virðast af- kastameiri en þau eldri og frjáls ari í túlfcun á ýmsan hátt. Ég leyfi mér að nefna hér Þor- stein frá Hamri seim er að verða mótað skáld, og Nínu Björk, sem er að mínu viti vaxandi skáld- kona. Og notkkur skáld hafa gef- ið út sínar fyrstu bækur, sem gefa má þá einkunn að séu at- hyglisverðar. En þrátt fyrir allt er það stað reynd, að þau eru ekki möng skáldin, sem hafa ,^legið í gegn" á sdðustu árum. — Hverja telur þú skýrimgu þessa ? __Skýringarinnar má.ef tl vill leita í þeim mikla áhuga, sem er í kring um skáldsöguna og aðrat listgreinar. __ Áttu þá við, að það hafi komið bil í Ijóðið meðan aðrar listgreinar eru að ganga í gegn um breytingarnar, sem ljóðið á nú að baki? __ Ég segi ekki endilega bii, en yfirborðið er kyrrara. Hins vegar má ætla, að ný ljóðskálda kynslóð sé nú að sækja í sig veðrið. ADEINS ÞAD BEZTA, SEM BÝR í HVERJU SKALDI. . . — En hvað með útgáfu- hliðina? Nú eru bækur tiltölu- lega dýrar á íslandi. Heldur þú, að dýr útgáfa hafi á einhvern hátt staðið í vegi fyrir eðlileg- um þrosika Ijóðsins? —¦ Ljóðabæikur eru um of sniðnar fyrir sérstakan hóp, sem útgefendur kalla „ljóðaunnend- ur". En hver er ekki Ijóðaunn- andi, sem á annað borð ann bók menntium? Við skul.um þó ekki taka svo djúpt í árinni að segja, að ljóða- bæikur séu ekki gefnar út fyrir „almenning". En ég tel, að það myndi örugglega bæta um fyrir ljóðinu, ef reynt yrði að stefna að ljóðabókum í ódýrara formi, en nú tíðkast yfirleitt. Þessar bækur þyrftu alls ekki að vera ósimekklegar að frágangi —sam anber tilraunir Alimenna bókafé lagsins og Máls og menningar í þessa átt. En mig langar að sjá meira. Ef við gætum nú til dæmis eins og Norðmenn og Sviar komið á fót sérstökum Ijóðaklúbbuim, sem þá myndu einskorða sig við Ijóðaútgáfu. Stærri forlög hér gæfcu hugsanlega gert svo og þá stuðlað að þvi, að ljóðið sitji ekki hjá vegna þess að fóLk hafi ekki ef m á að lesa það. — Hvað með samvinnu útgef- enda? — ÖU bókaútgáfa á Isdandi er •mjög svo óskipuleg. Ég þori bara ekki að fara út í samvirtnu sálimana. Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.