Morgunblaðið - 07.11.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.11.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIB, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1971 15 köm*ntgs og persónulegan fraima. Thomas Cranmer vbt einn þessara manna. Hann var kenn- ari við haskóla í Gaimbridge, stiUtur maður og varkár, skarp- gáfaður og búinn sérstökum eig iWeika til að haga seglum eft- ir vindi. Sagan segir, að nokkr- ir vinir Hinriks hafi kornið á sveitasetur, þar sem Cranmer var staddur, og farið að ræða wm hina brennandi spurningu — hvernig hægt væri að koma skidnaði Hinriks í kring. Oran- mer á að hafa lagt tii, að ieit- að yrði til ýrnissa kirkjulegra stofnana í Evrópu og leitað álits þeirra á því atriði hvort það væri yfirleitt í valdi páfa að veita manmi leyifi til að kvæn- ast ekkju bróður síns. Hinriki barst þetta tffl eyrna, og kallaði Cranmer fyrir sig. Að ráðurn Cranmers gerði konungur út sendimenn til kirkjustofnana viða í Evrópu, og útkoman var mjög jákvæð — þær drógu yfir- Beitt í efa valdsvið páfa til slíks. Þrátt fyrir þetta eygði Hinrik enn ekki hagkvæma lausn á þessu vandamáli. Aðstaða hans var erfið, eins og málum var háttað, og Anna Boleyn var stöðugt að klifa á því að hún viM giftast honum á löglegan hátt. Þá var það sem Thomas Cromwell Iieitaði áheyrnar kon- imgs, og hann hafði athyglisverð ar tillögur fram að færa. Crom- well kenndi skammsýni ráðgjafa konungs um, að hann haf ði ekki hlorið skilnað fyrir löngu. Úr því að páfinn vildi ekki verða við óskum Hinriks, stakk Crom- welll upp á því, að hann fyigdi fordæmi þýzku siðfoótarmann- anna og segði skilið við páfa- dóm. Hvað gat komið í veg fyr- ir, að Hinrik léti dubba sig upp í embætti æðsta manns ensku kirkjunnar. Gerði hann það, hyrfu allir erfiðleikar sem dögg fyrir sólu. Og þá — fyrst þá yrði hann raunverulegur ráð- andi í ríki sinu. Þetta var djarf asta tillaga, sem Hinrik hafði heyrt til þessa. Bftir skatwma um hugsun gleypti hann við henni. Cromwel'l varð ráðgjafi hans og fleysti hann siðar More af hólmi sem aðairáðgjafi konungs. Til- 'laga Cromwells var ráðstöfun, sem More gat ekki fallizt á, ef hann átti að vera trúr hugsjón snini. Hann leit á Evrópu sem eina kristilega heild. Siðbótar- maður var hann á sína vísu — og hann gat ¦ falliizt á ýmsa þá vankanta, sem tækifærissinn arnir Hinrik og Cromweld, svo ©g harðir mótmælendur, bentu á S skipulagi og stjórn páfaveld- jsins í Róm. Hann leit svo á að leita ætti hinna dýpstu sann- inda kristindómsins með könn- «n í sjálfri biblíunni en ekki sækja allar forskriftir til páf- ans. Hins vegar gat hann ómögu Jega faHizt á skilnaðarstefnu Cromwells og Hinriks 8., því að hiún stefndi að frekari sundrung kristninnar í Evrópu en ekki sameinimgu. I>ví varð hann að víkja og mátti síðan láta lífið fyrir einbeitta skoðun sína og óbugandi trú. Thomas CromweU var jafn "óMkur More og More var ólík- ¦w Wolsey. Fortiíð hans var æv- jntýraleg og vægast sagt vafa- söm. Faðir hans var ölkær tré- smiður, sem átti í útistöðum við yíirvöidin. Cromwell fór ungur að árum til Italiu, barðist í Frakklandi og stundaði siðan kaupmennsku í Niðurlöndum. Siðan sneri hann heim til Eng- lands og kvæntist til fjár- Reyndi hann fyrir sér sem lög- rfffœðinigur með prýðilegum ár- amg-ri, svo og stundaði hann lánastarfsemi, sem sikiiaði mikl- wm arði. Honum tókst að láta kjósa sig á þing, og varð þar brátt talsvert atkvæðamikill. Þótti Wolsey svo mikið til hans kioma, að hann gerði hann að s*erfsmanni sínuim og sérlegum riðgjaifa. Fól kardináJinn Croim- weffl það verkefni að ieggja nið- ur nokkur smærri klaustur og giera eigur þeirra upptæk- aar, Átri að verja þeim tíl eflimg- «r menntakerfisins. Oramweli gegRdi þessu starJK með prýði, Katrín af Aragoníu — samtíma- Anna Boleyn — mynd eftir Lvic- mynd eftir óþekktan höfund. as Cornelisz Jane Seymor. — Holbein málaði þessa mynd 1536 Anna af Cleve eftir Hans Holbein Catharine Howard — mynd eftir Holbein en notfærði sér það einnig til hins ítrasta í eigin fjáröflunar- skyni. Hann var orðinn nánasti ráðgjafi Wolseys, þegar hinn síð arnefndi missti völdin. Crom- well var þá ekki lengi að segja skilið við velgjörðamann sinn og von bráðar var hann kominn í náð konungs. Segðu skilið við páfann, en náðu fyrst haustaki á enskri prestastétt. Þetta ráð gaf Crom- well kooungi sínum ag að fengnu samþykki hans, hófst hann handa að framkvæma það. Hugmyndina sótti hann til siðbótarmanna á meginland- kwi, en einnig gat hann bent á söguleg fordæmi í Englandi og hefðir ásamt lagaákvæðum. Not- færði hann sér einnig til hins ítrasta, að kirikjan og prelátar hennar nutu lítiHla vinsælda með ai aðals- og borgarastéttarinn- ar, sem óx í augum forréttindi kirkjunnar. Þegar Hinrik hafði endanlega fallizt á fyrirætlanir Cromwells, lét konungur kaJIa sarn- an þingið, og með samþykki og stuðningi þess kom hann fyrir- ætluninni í framkvæimd. Fyrst var öllum æðstu mönnum kirkj- unnar stefnt fyrir brot á göml- UR3 lögum, þar sem kveðið er á um að íhlutun páfa geti ekki skert valdsvið konungs. Þetta var alvarleg ákæra og ósann- gjörn, og fól í sér fang- elsun og eignaupptöku. Prest- arnir skulfu á beinunum, en Hinrik reyndist mildur. Hann gerði þekn að greiða mikla sekt, en gegn því að þeir viður- kenndu hann sem æðsta mann kirkjunnar í Englandi urðu sekt irnar smámunir einir. Flestir détu bugast, og þar með var Hinrik orðinn sá einvaldur, sem hann hafði lengi dreymt um. 1 janúar 1533 tilkynnti Anna Boleyn konungi sínum, að hún væri barnshafandi. Hinrik varð himinlifandi, og nú héldu hon- um engin bönd að komast í heil- aga sæng með Önnu, þvi að barn ið varð að fæðast í hjónabandi tii að verða löglegur erfingi rikisins. Hinrik varð því að láta til skarar skríða og það skjótt. Hann kaldaði Thomas Cranimer heim úr utanri'kisþjónustunmi, en konungiurinn hafðá fljótlega falið honum störf í hennar þágu. Var Cranmer skipaður erkibisk up af Kantaraborg, og tveimur mánuðum siíðar ógilti hann hjónaband Katrínar og Hinriks og skömmu síðar lýsti h£inn Önnu og konunginn löglega vígð hjón. Anna var síðan krýnd drottn- ing með mikilli viðhöfn, en fagn aðarlætin voru þó meira á yfir- borðinu en i raun, því að Katrín átti samúð flestra. Páfinn var ekki lengi að taka við sér, for- dæmdi þessa ráðstöfun og lýsti Hinrik í bann. Hinrik svaraði með þvi að koma málinu í höfn með samþykki þingsins á næstu tveimur árum 1534—35. Þar með var mörkuð sú stefna, sem átti eftir að einkenna framtíðarþró- un Englands. Næstu árin vann Cromwell að mikilli elju að því að uppræta klaustrin — undir því yfirskyni að komast fyrir hvers kyns spilldngu, er sögð var þrífast innan veggja klaustr anna. Raunverulega var ástæð- an peningaskortur rikisins, auk þess sem konungur vildi gera skilnaðinn við páfa algjöran. Til réttlætingar gjörðum sínum benti Cromwell á, að í landinu réðu 7 þúsund munkar og 1700 nunnur yfir einum fimmta eigna í Englandi. Cromwell verður þvi varla álasað fyrir að hafa ver- ið þetta þyrnir í augum. Ekki liðu nema 3 ár, er kvisast fór út hjá hirðinni, að konungurinn hefði fengið leiða á konu sinni og hefði lagt hug á eina hirðstúlkuna, Jane Seymor. Og enda þótt Oromwell hefði áður stutt drottningu með ráðum og dáðum, var hann ekki lengi að fjarlægjast hana, er bera fór á sambúðarerfiðieikum milli hennar og konungs. Að lok um var það hann sem lagði fram sönnunargögnin, er urðu Önnu Boleyn að falli. Sagt er, að CromweH hafi hvorki átt til heiðarleika né sam vizku. Hann hefur verið hart leikinn af sögunni, emda maður- inn harðskeyttur og óvæginn, atferli hans og vinnubrögð á stjórnmálasviðinu ógeðfelld — vægast sagt. En hversu mikla andúð sem menn hafa á Crotm- wel verður þeirri staðreynd ekkd haggað, að hann var af- Catharine Parr — óþekktur málari. burða stjómmálamaður þegar innanlandsmáJ voru annars veg- ar. Og þó að hann og konung- inn greindi oft á um leiðir og markmið, var samvinna þeirra áhrifarík og öriagarík fyrir Eng land, sem búið hefur að henni allt fram á þennan dag. Crom- well barðist og mjög fyrir því, að áhrif þingsins og réttindá yrðu ekki skert. En raunsæi hans og óskeikuil- leikl í innanlandsmálum, komu honum að litlu gagni í utanrík- ismálum, og afskipti hans af þeim urðu honum að lokum að falli. Strax eftir lát Jane Seymor 1537 fór Hinrik að svip ast um eftir nýju kvonfangi. Hafði hann um tíma augastað á dönsku prinsessunni Kristínu, dóttur Kristjáns II., en hún vildi ekkert með hann hafa. í júli 1538 tókst Páli páfa 3. að koma á vopnahléi millli Frans 1. Frakkakoniungs og Kaxls 5. Spánarkeisara. Þetta var áfaill fyrir Hinrik 8. og England. Cromwell vissi sem var, að England hafði ekkert að óttast svo lengi sem Frakkland og Spánn áttu í erjum. Nú höfðu æðstu menn ríkjanna hins vegar bundizt samningum um að tefla saman næstu leiki á tetíi- toorði stjómmailanna, og þvi v«r ekki svo fjarliægt að ætla að þeir mundu í sameiin- ingu stefna herjum sínum gegn Englandi að áeggjan páfa. Vegna þessa taldi Cromwell nauðsyn að bindast traustum vin arböndum við leiðtoga mótmæl- enda I Þýzkalandi, og auðvitað var gifting hagstæðasta leið- in til þess. Hann fékk því Hin- rik til að ganga að eiga Önnu, dóttur hertogans af Cleve. Þetta voru mestu mistök Cromwells. Konungurinn fékk strax megna óbeit á konunni, og brátt kom í ljós, að vinátta Frakkakonungs og Spánarkeisara risti ekki dýpra en svo, að giftingin reynd ist öldungis ónauðsynleg. Hinrik var ekki lengi að skilja við Önnu, og allt traust hans á Cromweli var fokið út i veður og vind. Cromweli var settur af, og hlaut hann brátt sömu örlög og ýmsir andstæðingar hans, sem hann hafði rutt samvizkulaust úr vegi sínum. Hann var Hflát- inn Mýjan júlídag árið 1540 — hálfu ári eftir að Anna af Cleve sté fyrst fæti sínum á enska grund. Hinrik lifði sjö áruim lengur og lézt þjakaður atf sárasótt og hóglífi síðustu tveggja áratug- anna. Við banabeð hans var Cranmer, hinn eini af nán- usbu ráðgjöfum hans, sem lifði konung sinn. Um Hinirik 8. giid- ir að mestu hið sama og um Cromwell. Grimmdarlegar at hafnir hans og gerðir hafa gert sagnfræðingum erfitt að meta hann í réttu ijósi. Hinrik 8. var eigingjarn maður og einkahags- munir lágu að baki flestum gerð um hans. Meðan stjórnmálalegar og kirkjulegar aðstæður gerðu skilnaðinn við páfaveldið mögu- legan og í auguim flestra Eng- iendinga hagkveaman, hrdnti Hin- rik honum i framikvæmd einvörð ungu af persónulegum ástæðum. En hann starfaði jaifnan í þágu. ríkisins, því að hann áieit þartf- ir Sínar hljóta að vera hinar sömu og þjóðarinnar. Að- gerðir hans gegn kirkjunnar- mönnum og aðferðir þœr sem beitt var, voru harðneskju- legar og vægðarlausar, en það hafði úrslitaþýðingu fyrir Eng- land að komast hjá trúarbragða stríði og aðeins sterk stjórn gat komið í veg fyrir það. Á dögum Hinriks var Wales innlimað 1 konunigsríkið og írland frið- að og gert að konungsriki. Hann átti i meiri erfiðleikum með Skotana, sem gerðu tviveg- is uppreisn á dögum hans, en honum tókst að brjóta mótstöð- una á bak aftur. Hinrik gertS sér ljósa grein fyrir þýðingu þess að þjóðir Bretlands samein uðust undir einni yfirstjórn. Ekki höfðu ráðstafanir hans til uppbyggingar þingsins minni þýðingu. Fyrir hans tilstilli hlutu fulltrúar frá Wales, Ches- hire, Berwick og Calais sæti á þinginu, og valdsvið þess aukið — til að fá greiðari höggstað á kirkjunni. Sérréttindi málstotf- anna tveggja voru aukin og þingið fékk meira athafna- frelsi en áður. Auðvitað lágu engar hugsjónir um þingræði að baki þessum gerðum Hinriks, heldur var þetta fyrst og freimst tækifærisstefna, þar eð hann vissi að þingið breytti í einu og öliu eftir hans vilja, þegar um það var að ræða að knesetja andófsöfiin — kirkjuna og að- alinn. Engu að síður átti þessi hvatning Hinriks við þingið verulegan þátt í framtíðarþró- un þess. Ekki má gleyma starfi Hinriks á sviði varnar- og utan- ríkismáia. Honum urðu fljótlega Ijósir möguleikar Englendinga á hafinu, og á hans dögum hófst uppbygging herskipaflotans. Án flotans hefði sigur Elisabet- ar dóttur hans yfir spænsku Armöddunni, frelsun Niður- landa og þróunin í nýlendunum verið óhugsandi. Ásamt Woúsey varð hann líka fyrstur til að átto sig á gildi Englands til að viö- halda valdajafnvæginu í Evr- ópu, þeirrar stetfnu sem mótað, Framhald á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.