Morgunblaðið - 07.11.1971, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.11.1971, Blaðsíða 20
20 MORGUNÍBLA3MÐ, SUNNUDAGUR 7. NÖVEMBER 1971 Fundirnir á tindinum Misjafnar skoðanir á gildi f unda æðstu manna FYRIRHUGUÐ ferð Nixons forseta til Moskvu og Pek- ing leiðir hugann að fyrri fundum æðstu manna stór- veldanna frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Slíkir fund- Ir voru á tímabili taldir vænlegasta leiðin til þess að leysa ágreiningsefni stór- veldanna. Síðan hefur sú skoðun breytzt, og því hef- ur jafnvel verið haldið fram, að þeir geti engan vanda leyst. Sannleikurinn er ein- hvers staðar mitt á milli, eins og algengt er. Siðasti fundur æðstu manna Bandarikjanna og Sovétríkj- aama var fundur þeirra Lymd- ©n B. Johnsons forseta og Al- exei Kosygins forsætisráðherra í bæmum Glassboro í New Jersey í Bandairikjunum dag- ama 23. tH 25. júní 1967. Við- læður þeirra fóru fram í lok mhi daga heimsóknar Kosygins tiJ Bandaríkjanna, og þótti sú heimsókn hafa tekizt vel, þótt varla gæti heitið að bilið milli ©iikra viðhorfa Bandaríkjanna og Sovétríkjanna til heimsmál- emna minnkaði að ráði. Fundurinn gaf þó tilefni til personulegra kynna, og er það einm helzti kostur funda æðstu manna. Heitt yar í veðri í Glass boru þessa daga og mikill f jöldi manna samain kominn tíl þess að fagna Johnson og Kos- ygin. Þeir Oétu sér það vel líka, og Kosygim, sem amnars þykir ekki hlaturmUdur, brosti til Ijósmyndara, hló við og sagði: „Ég er orðimn heimavanur hérna, þetta er eins og að koma heim." Það markverðasta við fund- inm í Glassboro var, að hanm leiddi til samkomulags um loka drögin að sáttmálanum um banm við útbreiðslu kjarnorku vopna og aukinmar bjairtsýni á samkomulagshorfur í afvopnun aæmálum, ekki sízt um takmörk un á smíði kjarnorkuvopna. Segja má, að fumduirinm haíi meðal amnars orðið til þess, að viðræður hófust um takmörk- un á smíði og fjölda kjam- orkuvopna og annarra gereyð- jngarvopma. Þær viðræður standa mú sem hæst, og þau mál verða eitt mikilvægasta um ræðuefnið í viðræðum Nixons við sovézka ráðamenn í Moskvu-ferðinni. Horfurnar á bættri sambúð Bandaríkjanna og Sovétríkj- anma voru óflíkt betri eftir Glasshoro-fundinn en eftir fund þeirra John F. Kennedys forseta og Nikita Krúsjeffs for sætisráðherra í Vin í júní 1961. Þá var stutt síðan hin vanhugs aða innrás í Svínaflóa á Kúbu hafði farið út um þúfur, og Kennedy var nýr og litt reynd ur í starfi. Krúsjeff fékk ai- Frá einum af inörgum fundum Roosevelts forseta og Jósefs Stalíns á stríðsáru mim. Bis^nhower forseti og Krúsjeff í Camp David 1959. ramgar hugmyndir um Kenn edy á þessum fundi og leit á hamn sem umgæðielegan og veiklundaðam þjóðarleiðtoga. Aðeims nokkrum vkium eftir fundinn hófu Rússar mikið vopnaskak, þjanmað var ennþá einu sinmi að Berlím og deilan um borgina kornst á alvarlegra stig em mokkru sinmi áður frá þvi samgöngubannið var sett á bongima 1949. Það var ekki fyrr em í Kúbu-deilummi í móv- eber 1962, sem Krúsjeff fékk annað álit á Kennedy, og það kom greinillega firaim við útför Kennedys, að Krúsjeff mat hamm mikils og bar virðingu fyrir honum. Af þessu má sj'á, að þótt fundir æðstu manna séu til þess fallnir að auka persónuleg kynmi, þá geta þeir valdið hættulegum misskilningi og gert meira Uflt en gott. Á árunum 1945 til 1960 voru fundír þjóðarleiðtoga rnikið í tízku, og átti það rætur að rekja til hins svokallaða anda frá Genf, sem varð til þegar leiðtogar allra stórveldanma, Dwight D. Eisenhower forseti Bandaríkjanna, Anthony Eden, forsætisráðherra Bretlands, Edgar Faure íorsætisráðherra Frakklamds og Nikodai Bulgan- anna forsætisráðherra Sovét- rikjanna héldu með sér sögu- legan fund í hinni mikiu svissn esiku ráðstefnuborg Genf. Ráðstefnan stóð dagana 23.— 30. júlí og kynntust ráðamenn irnir mjög náið, bæði á ráð- stefmunni sjálfri og í ýmsum veizlum sem voru haldnar, þar sem þeir ræddust við óform- lega og eimslega. Þarna gafst Eisenhower færi á að hitta góð vin sinn úr striðinu, Zhukov marskálk. Viðræður leiðtog- amna voru allar svo vinsaimleg ar, að nafngiftin „andinn frá Genf" varð ekki til að ásitæðu- lausu. Sá andi varð þó ekki lamglífur: Umigverjalandsupp- reisnin og Súez-stríðið rúmu ári siðar gerðu hann að engu. Trú manna á gagnsemi funda æðstu manma dvínaði þó ekki við það, og á næstu árumi var kappsamlega unnið að því að efna til nýs fundar í likingu við þanm sem var haldinn I Gemf. Ferðalög valdamanna austurs og vesturs urðu sífellt algengari. Vestrænir stjórn- málamenn komust Æjótt að raun um, að þau voru vel ti) þess failin að vinna atkvæði í kosningum. Fáir voru eins dug legir i slíkum ferðalögum og brezki forsætisráoherrann, Harold Macmillan, sem átti drjúgan þátt i að bæta sam- búðina við Rússa. Sovézkir stjómmádamemm reymdust engir eftirbátar starfsbræðra sinna á Vestur- löndum í ferðalögum og í sept- ember 1959 fór Níkita Krúsjeff forsætisráðherra í hina sögu- legu heimsókn sina til Banda- rikjanna og átti ítarlegar og hreinskilnislegar viðræður við Eisenhower forseta að sveita- setri hans í Caanp David í Mary land. Gamansemi Krúsjeffs afl aði honum vinsælda í Bamda- rikjunum, og í fljótu bragði virtust straumhvörf haía orðið í samskiptum stórveldamna. Hættan á kjarnorkustyrjöld var þá öMum efst í huga, því að samkvæmt gildandi her- fræðikenningum koswu vart amnað en gereyðingarárásir tii greina ef styrjöld brytist út. ÞýzkaiandsmáJið gat Jettt til sliks ástamds og allt kapp var Fundurinn í Glassboro: Kosygi n og Johnson. Krúsjeff og Kennedy í Vín 19 61. lagt á að auka og efla sam- bandið milli stórveldanna. Veturinn 1959 til 1960 var unnið kappsamlega að því að gera fyrirætlanirnar um annan fund æðstu manna fjórveld- anna að veruleika. „Andanum frá Camp David" var óspart hampað. Almenn bjartsýni rikti um horfur á batnandi sam búð austurs og vesturs og al- mennt samkomuiag var um að nauðsyn bæri til þess að sam- komulag yrði gert. Eldflauga- kapphlaup Rússa og Banda- ríkjamanna sýndi annars veg- ar að hætta var á gereyðingu og hins vegar, að þrátefli mundi skapast í kapphlaupinu. 1 desember 1959 var ákveðið, að fundur æðstu manna stór- veldanna fjögurra yrði hald inn í París í mai 1960. Vonir þær sem voru bundn- ar við þann fund voru ýkt- ar, en fundurinn var aldrei haldinn. Krúsjeff tilkynnti um tíu dögum áður en ráðstefnan átti að fara fram, að U-2 kömn unarflugvél Bandaríkjamanna með fdugmanninum Francis Gary Powers hefði verið skot- in niður. Klögumálin gengu á vixl, og þegar leiðtogar stör- veldanna komu til Parísar voru lítil Mkindi til þess, að af ráðstefnunni gæti orðið. Eisen hower neitaði að biðjast afsök unar, og sovézka sendinefndin fór heim í fússi. Síðan þessi ráðstefna fór út um þúfur hafa ekki verið eins miklar vonir tengdar við fundi æðstu ráðamanna stór- veldanna. Reynslam af Vinar- fundinum 1961 hafði neikvæð áhrif. Þó er Ijóst, að hvorki á hinni fyrirhuguðu ráðstefnu í París né á öðrum fundum æðs u ráðaman.na voru líkindi til þess, að áþre:fnvlegt sam- komulag tækist. SKkir fundir geta i mesta lagi rutt brautina til samkomulags í ýmsum mál- um og stuðlað að persónuleg- um kynnum, sem eru mikilvæg. Leiðtogar stórveldanna verða betur færir um að dæma hvernig mótherjarnir bregðist við í aðsteðjandi deilumálum. Öðru máli gegnir með ráðstefn ur þær sem leiðtogar stórveld anna héldu í stríðinu. Þar sett ust bandamenn á rökstóla og ákváðu aðgerðir gegn fjand- mönnum og nauðsynlegar ráð- stafanir sem þoldu enga bið. Samskipti andstæðra stór- velda á friðartimum eru flkón- ari en svo að samkomulag tak- ist í einu vetfangi á aðeins ein um persónulegum fundi. Þróun ín gengur miklu hægar fyrir sig. Sú hætta er lika fyrir hendi, eins og reynslan sýnir, að persónulegir fundir æðstu valdamanna stórveldanna geti aðeins leitt til gagnkvæmra ásakana og vanmats á mótherj unum. Krúsjeff vanmat Kenn- edy, og Nixon hefur sjálfur reynslu af fundi með Krúsjeff, þar sem hnútur flugu um borð. Það var i hinni frægu heim- sókn hans til Moskvu 1959 og hinar svokölluðu „eldhúsum- ræður" hans og Krúsjeffs eru enn í minnum hafðar. Siðan hefur margt breytzt. Nixon hefur tileinkað sér nýj- an stil í utanríkismál'iim og kemur íram sem boðberi bættra samskipta. Sem slíkur fer hann til Peking og Moskvu þótt bandarískir hagsmunir séu honum efst i huga og vænt anleg kosningafoarátta á næsta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.