Morgunblaðið - 07.11.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.11.1971, Blaðsíða 16
/ 16 MORGUNBLAÐrÐ, SLTNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1971 Útgafandi hf. Árvakur, Raykjavík. Framkveamdaatjóri Haraldur Svainsson. Rilatjórar Matthías Johannessen. Eyjóifur KonráS Jónsson. ASstoðarritstjóri styrmir Gunnarsson. Ritatjómarfulltrúi Þorbjðrn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýaingastjóri Ami Garðar Kristinsaon. Ritaíjórn og afgreiðala Aðalstræti 6, sími 10-100 Auglýaingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áakriftargjald 196,00 kr. i mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. HIK STJÓRNARINNAR TEFUR SAMNINGAGERÐ llpiAl 11 • r a ii |1 n iiriiii VH j U lAN UR HEIMI Hvað verður um SÞ? EFTIR JAMES RESTON CJamningar verkalýðsfélag- ^ anna runnu út í október- byrjun og hafa viðræður um samningagerð nú staðið yfir um nokkra hríð án þess að um sjáanlegan árangur sé að ræða. Almennt er það skoðun manna, að þessum samninga- viðræðum miði mjög hægt áfram og að samningar séu ekki á næsta leiti. Þetta stafar ekki af því, að slælega hafi verið unnið af samninga- mönnunum sjálfum. Þvert á móti hefur mikið starf verið unnið í undirnefndum varð- andi lengingu orlofs, stytt- ingu vinnutíma o.fl. Um sum þessara atriða eru vafalaust skiptar skoðanir, en hitt er ljóst, að mikið undirbúnings- starf hefur verið innt af höndum. Hins vegar er allt á huldu um meginefni væntanlegra samninga, þ.e. hina beinu kauphækkun eða aukningu kaupmáttar launa, sem ríkis- stjórnin hefur lýst yfir, að hun telji unnt að tryggja lág- launafólki. í stefnuyfirlýs- ingu sinni í sumar kvaðst stjórnin mundu beita sér fyr- ir 20% kaupmáttaraukningu á næstu tveimur árum, auk ýmissa annarra kjarabóta. 1 sumar taldi stjórnin sér hins vegar ekki fært að gera grein fyrir því, með hverjum hætti hægt væri að ná fram þess- ari kaupmáttaraukningu. Út af fyrir sig var það gagnrýn- isefni þá, að hún skyldi slá þessu fram að óathuguðu máli. En þess var þá vænzt, að innan tíðar mundi stjórn- in gera nánari grein fyrir þessu atriði. Þegar fulltrúar Alþýðu- sambands íslands áttu fyrsta fund sinn með fulltrúum rík- isstjórnarinnar um kaup- gjaldsmálin um miðjan sept- ember var að sjálfsögðu ósk- að eftir frekari upplýsingum frá ríkisstjórninni um þetta ákVæði málefnasamningsins, en þá voru heldur ekki til svör við því. Á hinn bóginn kom fram augljós ágreining- ur meðal ráðherranna um það, hvort átt væri við beina kauphækkun eða aukningu kaupmáttar með öðrum hætti. Senn eru liðnir tveir mánuðir frá þessum fyrsta fundi verkalýðsfulltrúanna með ríkisstjórninni og enda þótt stjómin hafi nú bráðum haft fjóra mánuði til þess að kanna þessi mál, hefur hún engin svör gefið um það, hvernig hún telji unnt að auka kaupmátt launa, sem þessu nemur. í málefnasamningi stjórn- arflokkanna eru fyrirheit um, að ýmiss konar útgjöldum verði létt af atvinnuvegun- um. Af augljósum ástæðum hafa vinnuveitendur talið nauðsynlegt að fá nákvæmar upplýsingar um þetta stefnu- atriði stjórnarinnar, þar sem það getur haft úrslitaáhrif á það, hversu miklar kjarabæt- ur atvinnuvegirnir telja sér fært að veita launþegum. En þrátt fyrir ítrekaða eftir- grennslan hafa engin svör fengizt frá ríkisstjórninni um þessi málefni. Það er því augljóst, að það er aðgerðarleysi ríkisstjórn- arinnar, sem veldur því, að hvorki gengur né rekur með nýja samningagerð. Fyrr en skýr svör liggja fyrir frá ríkisstjórninni um það, hvernig hún telur unnt að ná fram 20% aukningu kaupmáttar og hvaða ráð- stafanir hún hefur í hyggju til þess að tryggja það og hvaða útgjöldum hún ætlar að létta af. atvinnuvegunum, geta raunverulegar samn- ingaviðræður ekki hafizt. Þetta hik stjórnarinnar veld- ur beinu tapi fyrir launþega, því ólíklegt má telja, að samningar þeir, sem gerðir verða, verði látnir virka aftur fyrir sig. Þetta ráð- leysi stjórnarvaldanna veldur óvissu í rekstri atvinnuveg- anna, sem enn hafa ekki hug- mynd um, hvað í vændum er. Jafnframt hlýtur þetta að- gerðarleysi að hafa mjög lamandi áhrif á störf Alþing- is að gerð fjárlaga, þar sem enginnveit enn á hvaða grund velli í kjaramálum og efna- hagsmálum á að byggja fjár- lög næsta árs, en fjárlaga- frumvarp það, sem stjórnin lagði fyrir þingið, er hvorki fugl né fiskur eins og kunn- ugt er. Það er málamynda- frumvarp, sem hlýtur að taka miklum breytingum í með- förum Alþingis. Auk alls þessa er ljóst, að öngþveiti blasir við í efna- hagsmálum almennt, ef ekki verður að gert. Verðstöðvun- in rennur út um áramót. Enn hefur ríkisstjórnin ekkert gefið í skyn um það, hvað við taki þá. Gerð nýrra kjara- samninga, afgreiðsla fjárlaga og mótun efnahagsstefnu í kjölfar verðstöðvunar eru állt greinar á sama meiði. AKVÖRÐUNIN um að veita Peking-stjórninni að- ild að Sameinuðu þjóðun- um og vísa stjórninni í Taiwan úr samtökunum breytir formi og ytra borði heimsmálanna, en ekki veruleika þeirra. Veruleikinn er hinn sami og áður. Máttur Kína grund vailast á fjötonenni landsins og stærð þesé, en ekki á sæti þess hjá SÞ. Úrslit atkvæða- greiðslunnar rýra ekki mátt Bandaríkjanna, Sovétríkj- anna og annarra stórvelda, en Peking-stjórnin fær í sinn hlut nýjan ræðupall, ný áhrif og nýjan vettvanig með nýjum aðferðum og nýjum leiikreglum, til þess að taka þátit i stjórnmáluim heimsins. Þess vegna er mikið undir því koomið, hvernig Chou En- lai forsætisráðherra og sam- starfsmenn hans í Peking bregðast nú við nýju á- byrgðarhliutverki Kína þeg- ar fulitrúi landsins tefcur við einu af fimm fastasætum Ör- yggisráðsins, hvort þeir við- urkenna, að úrslit atkvæða- greiðsliunnar eiigi að skoða sem tiiboð um að stiuðla að friðsamleigri lausn deilumála heimsins, — en það er aðal- hlutverk SÞ — eða hvort þeir reyna að nota SÞ fyrir verkfæri til þess að fá fram- gengt þjóðarmetnaðarmálum og heimsbyltingu. Nokkur tiimi mun líða áður en svar fæst við þessari spurninigu, en nú þegar er ijóst að úrslit atkvæðagreiðsil unnar eru aðeins fyrsta breytingin af mörgum, sem eru í vændium. Þjóðir heims- ins munu flýta sér meira en áður að koma á stjómmáia- sambandi við Peking. Belg- ía gerði það aðeins örfáum klukkustundum eftir at- kvæðagreiðsluna — enda þótt sú ákvörðun hafi aug- ljóslega verið í bígerð um nokkurt skeið — og forystu- menn margra annarra þjóða munu fylgjast með fyrirhug- aðri heimsókn Nixons forseta tii Peking og keppast um að fara að dæmi hans. AHRIFIN í JAPAN Áhrif atkvæðagreiðslunnar munu hafa meiri og skjótari áhríf í Japan, þar sem senn líður að lokum stjórnartíma Satos og í vændum eru kosn- ingar, sem geta orðið tvísýn- ar. Mennirnir í Tokyo munu ekki fara sér að neinu óðs- lega fyrr en öldungadeild Bandaríkjaþings hefur sam- þykkt „afsalssáttmálann“, sem færir Okinawa aftur und ir yfirráð Japana, en að svo búnu verður vafalaust tals- vert fast lagt að Sato forsæt- Þess vegna er nú brýn þörf á því, að ríkisstjórnin hætti að hika og vafstra og taki til við það verkefni, sem henní ber að sinna, að móta stefnu og taka ákvarðanir. Vissulega er það fagnaðar- efni, að verkalýðsfélögin hafa verið mun rólegri nú í kjara- isráðherra eða eftirmanni hans að koma á stjórnmála- sambandi við Peking, jafnvel þótt það yrði til þess að veiikja tengsl Tokyo-stjórnar innar við Chiang Kai-shek. Bandaríkin standa lika andspænis aðkallandi vanda máll: Chiang hershöfðingja. Þrátt fyrir alliar þær tilraun ir, sem stjórn Nixons gerði til þess að fá SÞ að greiða ekki atkvæði með brottvísun Tai- wans, er vitað að Chiang Kai- shek finnst sú akvörðun Nix ons forseta að heimsækja Pek ing hafa verið úrslitaákvörð unin í öllu stappinu út af þvi, hver ætti að skipa sæti Kína. Talið er, að hann hafi rætt þetta mál við Kishi, fyrrver- andi forsætisráðherra Jap- ans, fyrir atkvæðagreiðsluna og látið í ljós beiskjublandna andúð á Nixon forseta. Nix- on-stjórnin þarf því að leysa það vandamál, hvernig sam- skiptin við Taiwan og vænt- anlegar viðræður við Peking geta komi heim og saman. Aðrar þjóðir eiga við svip aðan vanda að etja vegna at kvæðagreiðslunnar. Ekki bara Japan, heldur l'íka Fil- ippseyjar, Ástralía og Nýja Sjáland, sem voru fylgjandi því að Taiwan héldi aðild sinni að SÞ, eru nú í þeirri erfiðu aðstöðu að leggja grundvöll að nýjum samskipt um við kinverska kommún- istastjóm, sem verður sífelHt áhrifameiri. baráttunni en tíðkazt hefur, þótt menn kunni að hafa sín- ar skoðanir á því hvað veld- ur. En eitt verkalýðsfélag í Reykjavík hefur þegar aflað sér verkfallsheimildar, og hætt er við, að óróa fari að gæta í verkalýðsfélögunum yfirleitt, komist ekki skriður BETRI SÁTTAHORFUR Stjórn Satos I Tokyo er með hugann við mikilvægi þess að sábtmálinn um afsal , f Okinawa verði samþykktur í öldungadeiildinni og féllsit því á að standa að tillögu bandarísiku ríkisstjórnarinn- ar um aðild Taivvan, þrátt fyrir harðvítuga pólitíska andstöðu sem sú ákvörðun mætti heima fyrir, en aðrar ríkisstjórnir eiga nú í svipuð um vanda við að komast að sáttium við Pe-king-stjórnina. Á hinn bóginn auðveldar atkvæðaigreiðslan mönnum i Washinigton að leysa ýmis vandamál í ríkari mæli en ráðamönnum í Tokyo og öðr- 1 um höfuðboiigum. Henry Kissinger er nýkominn frá Peking, sennilega með dag- skrá fyrirhugaðra viðræðna Nixons forseta og Chou En- lais. Líklegt má telja, að kín verskum kommúnistum veit- ist auðveldara að tala við Nix on eftir sigur sinn en uppi hefði verið á teningnum hefðá stef-na forsetans og aðferð- ir hans orðið ofan á í umræð- unum og Taiwan haldið að- ild sinni sem kínversk ríkis- stjórn. Svo er lífca líklegt, að Nixon geti farið í heimsóknina fyrr en ráðgert hafði verið, sennUiega á þessu ári. Þótt kaldhæðnislegt sé, er Nixon nú í betri aðstöðu vegna ósigursins hjá SÞ áð- ur en hann leggur af stað tii Peking og Moskvu til þess að ræða af hlutlægni um megin- Framhald á bls. 31 á samningagerðina. Þess vegna verður að krefjast þess nú, að stjórnin hætti að hika og gefi skýr svör við þeirn spurningum, sem fyrir liggja, svör, sem eru forsenda þess, að hægt sé að ganga frá gerð nýrra kjarasamninga og af- greiða fjárlög fyrir næsta ár. Antt sæti Formósu hjá Sameinuðu þjóðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.