Morgunblaðið - 07.11.1971, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 07.11.1971, Qupperneq 8
MORGUNBL.AJEMÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER. 1971 / 8 Aðalatriðið að fólk muni andrúmsloft ljóðsins — tilfinningu þess Rætt vid Jóhann Hjáimarsson um „íslenzka nútímalj óðlistu og það sem á eftir hefur komið „Ujóðsins veg-na verða alltaf að vera til menn, sem þora að viðurkenna, að þeir séu einmana — einir með faugsun sinni. Hitt er svo aftur annað mái, að Ijóð- íð þarf ekki alltaf að vera inn- hverft. Við faöfum dæmi hins gagnstæða í ljóðum, sem vilja taka þátt í straumi tímans og þvi, sem efst er á baugi hverju sinni. En það mikilvægasfca er einstaklingurinn sjálfur og þvi verða alltaf einhverjir sem gæta hagsmuna hans — að vera tU. I»að eitt er forskrift ljóðs- ins.“ I»að er Jóhann Hjálmars- son, skáld og gagnrýnandi, sem hér liefur orðið. 1 apríl sl. kom út hjá Almenna bókafélaginu „íslenzk nútíma- Ijóðlist" eftir Jóhann Hjálmars- son. 1 formála bókarinnar seg- ir höfundur m.a.: „Þegar tuttug- asta öldin, sem einkennist af til- raunum og leit að nýjum sann- leik, bæði í verklegum og and- legum skilningi, hverfur í rökk- ur og önnur öld, sem enginn get- ur sagt fyrir um, tebur við, verð ur að líkindum auðveldara að ræða samhengi bókmenntanna. >á sætir sú ljóðlist naumast tíð- indum, sem nú veldur mestum deilum. En hver kynslóð verð- ur að gera sér grein fyrir sam- tímabókmenntum, annars slitna þær úr tengsl'um við það líf, sem er hin eina sanna uppspretta þeirra og hvatning." Um aðdraganda þessarar bók- ar segir Jóhann: „Ég hafði i byggju að skrifa einhverntíma bók um íslenzka nútimaljóðlist. En í ársbyrjun 1968 kom Matthias Johannessen að máli við mig og bað mig að skrifa greinaflokk um þetta efni í Lesbók Morgun- blaðsins — og fyrsta greinin birtist i apríl sama ár. Ég sá fljótlega, að úr þessu gæti orðið sú bók, sem mig hafði dreymt um og hafði hana alltaf í huga við greinasmíðamar. Þegar greinaflokkurinn var svo feominn vel áleiðis, færðu for- ráðamenn Almenna bókafélags- ins það í tal við mig, að þeir hefðu áhuga á að gefa grein- arnar út. Og bókin kom út. En það er rangt, sem haldið hefur verið fram, að bókin sé bara endurprentun úr Lesbókinni. Síðari hluti bókarinnar; fjórir einna veigamestu kaflar henn- ar, hafði aldrei birzt áður á prenti og auk þess endurskoð- aði ég greinarnar að vissu marki og endurbætti þær á ýms- an hátt." — Hvaða fordómar eru það, sem þú minnist á í formálanum? („Þessi bók er tekin saman i því skyni að freista þess að eyða fordómum um hina nýju ljóðlist, Skapa henni umræðugrundvöll“) — Það hefur verið nokk- uð ríkjandi viðhonf meðal al- mennings, að nútímaljóð séu eitt hvað óskiljanlegt — eitthvað, sem er aðeins fyrir fáa útvalda, og um leið að þau séu hrein endileysa. Það er reyndar rangt, að kenna almenningi einum þetta sjónarmið, því það hefur og verið sett fram af ýmsum málsmetandi mönnum, jafnvel háskólamönnum. Hins vegar má segja sem svo, að bðk mín komi út á tímum, þeg ar algengustu fordómum gagn- vart nútimaljóðinu hefur verið eytt. Mikill hluti lesenda er hætt ur að kippa sér upp við það eitt, að ljóð er órímað. Og hlutirnir C" t víxlazt svo, að margt ungt setur það nú fyrir sig. ef ljóð er ort I hefðbundnum sttl. En flestir spyrja nú aðeins um .skáldskapargildi Ijóðsins. Bók mimni ætla ég að leiða í Ijós mtkilvægan kaifla í ís- lenzkri bókmennitasögu og vekja athygli á skáldum, sem sum hver nærri hafa gleymzt i lifanda lifi, — „atómsfeáldunum“ svokölluðu. Þessi skáld voru mörg hver að- eins þefekt innan þröngs hóps og það tel ég hafa verið til ógagns fyrir lesendur, sem af ókunnug- leika sínum misstu af lestinni í þessum efnum. Mig iangaði með bókinni, að reyna meðal annars að sýna fram á gildi skáldakyn slóðar, sem hefur orðið fyrir óskaplegu aðkasti og sem ljóst og leynt hefur verið reynt að kveða niður. Hér á ég við þau skáld, sem kennd eru jafnan við atómið og nú eru - að nálgast fimmtugsaldurinn. — Atómljóð og atómskáld. Hvernig eru þessi orð til kom- ln? — Um það eru tii ýmsar kenn- ingar. Margir nefna til atóm- skáldið í Atómstöð Laxness, þó aðrir hafi nú orðið fyrstir til að nota þessi orð. Það er annars skrýtið, að er- lendis þykir fínt að nota atóm- ið um þau skáld, sem þykja bezt höndla sína samtíð. Einhvem veginn hefur þetta hins vegar orðið hálfgert skammar- yrði í íslenzkunni. — Er þá bók þín hugsuð sem einhvers konar vamarrit? — Nei. Alls efeki. Hún er ekk ert vamarrit, heldur lít ég á hana sem sóknarrit. í bókinni hef ég leitt hjá mér þær deilur um keisarans skegg, í huga þjóðarinnar, eins og hvort ljóð eigi að vera rknað eða órímað. Sem betur fer hafa þess ar deilur nú hjaðnað mikið og þar með er vörnin úr giidi fall- in og sóknin ttíkin við. DAVÍÐ VAR SÍHASTA ÞJ ÓÐSKÁL.DIÐ — En hverjar telur þú ástæð- ur þess, að „gömlu skáldin“ drottnuðu svo hart í hjarta fólksins? — Á 19du aldar skáldin var litið sem andiega og stjórnmála- lega leiðtoga, eins og þau reynd- ar voru sum hver. En það verður mikil breyting þama á, þegair skáld eins og Tómas Guðmundsson og Steinn Steinarr koma fyrst fram. Að visu hafði skáld eins og Stefán frá Hvítadal hafið nýjan tíma og Davíð Stefánsson er að vissu marki brautryðjandi lika. Davið varð ákaflega fyrirferðarmikill gómlu skáldin — hann sigraði að sögn þetta stóra og erfiða hjarta, sem slær i íslendingnum. Þar með varð hann tálkn um þjóð sfeáld. En eftir hans daga, má segja að ekki sé hægt að tala um þjóðiskáld meir. — En . . — Bíddu hægur. Tómas Guð- mundsson er Reykjavíkurskáld, þó menn hafi freistazt til að kalla hann þjóðskáld. Afstaða Tómasar til bókmenntanna er ailt önnur en áður var og í sumum beztu kvæða sinna er hann í bræðralagi við Jóhann Sigurjónsson og Jóhann Jónsson, sem ég vil telja upphafsmenn ís- lenzka nútímaljóðsins. Hefðbundið yfirbragð kvæða Tómasar hefur margan blekkt og menn þá um leið ekki komið auga á efniviðinn og glimuna við hann, sem eru ákaflega ný- tízkuleg. Tómas hefur gert meira fyrir Stein Steinarr og fleiri siðar en almenn viður- kenning lætur uppi. .— Hver eru þá skilin? — Nú er ekki hægt að segja, að Ijóð sé nútímaljóð fyrir það eitt að fjalla um borg eða bæ eða gangstéttir í ri'gningu, eins og Jón Óskar kallar nýjustu endurminningabók sina. Tökum til dæmis Snorra Hjart arson og Þorgeir Sveinbjarnar- son, að ég ekki tali um Hannes Pétursson eða Matthías Johann- essen. Allir þessir yrkja af tnilk- illi ástriðu um náttúruna og landið. En þeir yrkja öðru vtsi en áður tíðlkaðist. Þeir skynja og slkilja okkar lamd éfeld síður em sfeáld fyrri tíma, en þeir skilja þetta á amnan og nýjan hátt. Þennan skilning köll um við nútimaskáldskap. Hann er samtímaskilningur. FOEMIÐ ER EKKI AIXT — Er þá auðveldara að yrkja samtímaskilning? — Ég tel, að allir menn séu skáid og að enginm vandi sé að yrkja En það er nokkur vandi að yrkja vel. Og það reynir einnig á skáld- ið að yrkja vel, þegar svo ágæt- um hjáipartækjum sem stuðlum og höfuðstöfum sleppir. — En er þá hið hefðbundna ljóðform dautt? — Þetta er nú bara skrýtla. Það er ekki hægt að tala um nein átök miLli hefðbundins forms og nútíimaforms. Það, sem um er að ræða er, að skáld nálg ast viðfangsefnið á ólíkan hátt. Tómas Guðmundsson og Snorri Hjartarson til dæimis eru meist- arar formsins og þá ekki síður hins hefðbundna forms. En skáld hafa fundið fleiri leiðir til að tjá sig. Ég vil hér benda á síðustu Ijóðabók Hannesar Péturssonar, sem mun vera hefðbundin að formi til. En ég á erfitt með að trúa því, að Hannes hafi ekki eitthvað nýtt að segja, þrátt fyr ir það. Formið er efcki allt. — Það eru þá tengsl þarna á milli? — Tengsl okkar við eldri tíma mótast ekki af yfirborði, heid- ur af sérstökum anda, sem hlýt- ur að vera samgróinn okkur. Ég minnist þess, að Jóhannes úr Kötluim sagði mér eitt sinn, að hann hefði uppgötvað það, að ungu skáldin væru mun skyld- ari fornskáldunum en 19ndu aid ar skáldunum. Þau síðarnefndu yrkja mjög yfirdrifið og róman- tískt, sem er í eðli sínu óíslenzkt. Og þó við gefcum ekki án þessa arfs verið, held ég að við græðum meira á því að tafca fornskáldin okkur til fyrirmynd ar. Og Jóhann stendur upp. Hann gengur út að glugganum; snýst þar snöggt á hæli og seg- ir: „Hver heldur þú að hafi ort betra „nútímaljóð“ ?“ — Og haun kveður: „Nóttum fðru seggir negldar voru brynjur skildir bliku þeirra við inn skarða mána“ — Nú heyrist það, að nútínaa Ijóðin séu óiærandi? — Það er ekkert ijóð óiær- andi fyrir það eitt að vera órim- að. Ég veit ekki betur en flest Leikrit Shakespeares séu órímuð ljóð og þó geta þeir, sem áhuga hafa, lært til dæmis einræður Hamlets. Annars finnst mér það ekki aðalatriðið, að fólk læri Ijóð. Þegar fólik lærir ljóð, er ljóðið búið. Lært er iiðið. Aðalatriðið er, að fóllk muni andrúimsdoft ljóðsins — tiilfinningu þess. — En hver er þá staða ljóðsins nú? — Ég held, að Ijóðið standi vel, þvi í bókmennfcunum ríikir algjört freisi. Það er emgin bók- menntaleg hindrun á ve.gi ljóðs- ins. Affcur á móti er það aug- Ijöst mál, að það er þörf á nýj- um skáldum. Það getur verið, að skáldsag- an hafi þokað ljóðinu eitthvað til hliðar, þvi þær breytingar, sem lijóðið er búið að ganga í gegn um, eru nú að gera skáld- söguna spennandi. Ljóðsins vegna verða aliltaf að vera til menn, sem þora að við urkenna, að þeir séu einmana — einir með hugsun sinni. Hitt er svo aftur annað mái, að Ijóðið þarf ekki alltaf að vera inn- hverft. Við höfium dæmi hins ■ga/gnstæða í ijóðuim, sem vitja taíka þáfct i straumi tímans og þ’/í, sem efst er á baugii hverj-u sinnL En það mikiiivægasta er emistafcling urinn sjálíur og því verða aliltaf einhverjir, sem gæta haigsmuna hians — að vera til. Það eitt er forskrift ljóðsins. YFIRBORÐIÐ ER KYRRAEA — Nú má eiginlega segja sem svo, að þau skáid, sem þú fjall- ar um í „Islenzk nútímaljóðlist“; („1 þessari bók er einfcum fjall- að um skáld, sem rutt hafa braut nýjum Ijóðformum, en yfirledfct nær sú formbreyting einnig til efnisins." — Skáldin í bókinni eru: Jóhann Sigurjónsson, Jó- hann Jónsson, Halldiór Laxness, Sigurður Nordal, Jón Thorodd- sen, Sigurjón Friðjónsson, Tómas Guðmundsson, Jóhcmnes úr Kötium, Steinn Steinarr, Jón úr Vör, Snorri Hjartarson, Þor- geir Sveinbjarnarson, Hannes Sigfússon, Einar Bragi, Stefán Hörður Grimsson, Sigfús Daða- son, Jónas E. Svafár, Jón Ösfcar, Hannes Pétursson, Matthíais Johannessen og Magnús Ásgeirs son) séu orðin „eldri kynsióð- in“ í íslenzku Ijóði nú. Hvað með þá, sem fetað hafa í fótspoí þessara brautryðjendá — þína eigin kynslóð? — Ég sagði víst áðan, að það væri augljós þörf á nýjum skáid um. Ungu skáldin nú eru að vísu sum hver nokkuð ráðin, en ég vænti þess, að helztu verk þeirra séu enn óort. 1 þessum hópi eru skáld, sem virðast af- kastameiri en þau eldri og frjáLs ari í túlíkun á ýrnsan hátt. Ég leyfi mér að nefna hér I»r- stein frá Hamri sem er að verða mótað s-káld, og Nínu Björk, sem er að mínu viti vaxandi skáid- kona. Og nofckur skáld hafa gef- ið út sínar fyrstu bækur, sem gefa má þá einikunn að séu at- hyglisverðar. En þrátt fyrir aillt er það stað reynd, að þau eru ekki möng skáldin, sem hafa ,„slegið í gegn“ á snðustu árum. — Hverja telur þú skýrimgu þessa ? __Skýringarinnar má ef til viE leita í þeim mifela áhu.ga, sem er í kring um skáldsöguna og aðrar listgreinar. ___ Áttu þá við, að það hafi komið bil í Ijóðið meðan aðrar listgreinar eru að ganga i gegn um breytingamar, sem Ijóðið á nú að baki? __ Ég segi ekki endilega hi'I, en yfirborðið er kyrrara. Htns vegar má ætla, að ný ljóðskálda kynslóð sé nú að sækja I sig veðrið. A0EINS ÞAÐ BK/.TA, SEM BÝR í HVER-IU SKÁEDI. . . — En hvað með úfcgáfu- hliðina? Nú eru bækur tiltölu- lega dýrar á íslandi. Heldur þú, að dýr útgáfa hafi á einhvem hátt staðið í vegi fyrir eðliieg- um þroska Ijóðsins? — Ljóðabækur eru um of sniðnar fyrir sérstakan hóp, sem útgefendur kalla „Ijóðaunnend- ur“. En hver er ekki Ljóðaunn- andi, sem á annað borð ann bók menntium? Við skul.um þó etkki taka svo djúpt i árinni að segja, að ljóða- bækur séu ekki gefnar út fyrir „aimenning". En ég tel, að það myrtdi örugglega bæta um fyrir ljóðinu, ef reynt yrði að stefna að ljóðabókum í ódýrara formi, en nú tíðkast yfirieitt. Þessar bækur þyrftu alls ekki að vera ósmekklegar að frágangi —sam ariber tilraunir Ahnenna bókafé lagsirts og Máls og menningar i þessa átt. En mig langar að sjá meira. Ef við gætum nú til dajmis eins og Norðmenn og Sviar komið á fót sérstökum ijóðafelúbbuim, sem þá myndu einskorða sig við ljóðaútgáfu. Stærri forlög hér gætiu huigsanle'ga gert svo og þá stuðlað að því, að ljóðið sitji ekki hjá vegna þess að fðLk hafi ekki efrti á að lesa það. — Hvað með samvinnu útgef- enda? — öll bókaútgáfa á Isdandi er •mjög svo óskipuleg. Ég þori bara efeki að fara út í samvirtnu sáfenana. Framhald á Ws. 1S Jóhann Hjálmarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.