Morgunblaðið - 20.01.1972, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.01.1972, Blaðsíða 1
28 SIÐUR 15. tbl. 59. árg. FIMMTUDAGUR 20. JAXt’AR 1972 Frentsmiðja Morgunblaðsins Skrif um Ashkcnazy á Vesturlöndum: Andsovézkur tilbúnaður — segir Moskvuútvarpiö FYKIR sköninra var fhitt í enskri útsendmgu Moskvuút- varpsins frétt um opið bréf frá föður Ashkenazys, Davld, og var hún svohljóðandi: „David Ashkenazy, píanóleik- ari í Moskvu, faðir V3adimirs Ashkenazys, hefur ritað opið bréf, þar sem hanm fordœmir ögramr Ziomista gagnvait Sov- étrSikjunum. Hann segist hafa orðið þess var, að afturhaldsbiöð á Vesturiöndum hafi gert mikið umstang og lýst því yfir að Sov- étstjórnin hafi neitað honum um leyfi tiil þess að heimsækja son sinn, Vladimir, sovézkan borg- ara, sem býr á Islandi. David Aahkenazy segir, að hvorki hann né nokkur ar.nar úr fjölskyldu hans hafi átt nokkum þátt í þessum andsov- ézka tilbúnaði. Hann ag fjöl- skylda hans frábiðja sér algjör- lega allt samneyti við ovei- kornna áröðursmenn. Vangavelt- Framhald á bls. 2. Möltuviðrædur: Bjartsýnir á samninga Kista Friðriks konungs IX 'hefur nú verið flutt til hallarkirkju Kristjánsborgar. Hafa þúsundir manna gengið framh já kistunni til að votta hinum látn a konimgi sínum virðingu. Handtökur í Rhodesíu valda deilum í brezka þinginu London, 19. janúar — NTB-AP BREZKA stjórmin tilkynnti i dag að fulltrúi hennar væri á fönim tii Rhodesiu tii að kanna ástand- Sð þar eftir óeirðirnar umdan- ffarna daga, og ástæðuna fyrir handtöku Garfields Todds, fyrr- uni forsætisráðfaerra, sem er þekktur andstæðingur kynþátta- stefnu Ians Smiths, forsætisráð- herra. Var Todd handtekinn gærkvöldi ásamt dóttur sinni. í Noregur og EBE: Ráðherraneitar að undirrita samkomulagið Os3ó, 19. janúar — NTB TRYGVE Bratteli, forsætisráð- herra, skýrði fréttamönnum í Osló frá því i dag, að sér hefði borizt bréf frá Knut Hoem, fiski- imálaráðherra, þar sem Hoem lýsir þvi yfir, að hann treysti sér ekki til að undirrita samkomu- lagið um inngöngu Noregs í Efnahagshandalag Evrópu. Sagði Bratteli jafnframt að ekki hefði emn verið tekin ákvörðun innan ríkisstjórnarinnar um það, hvort þessi ákvörðun Hoems leiddi til þess að hann yrði að vikja úr stjórninni. 1 bréfi sinu til forsætisráðherr- ans segir Hœm að í samkomu- Iflginu um inngöngu Noregs sé enigin trygging fyrir þvi, að Norðmenn fái að halda 12 miina fiskveiðiiögsögu sinni eftir að tíu ára samningstímanum lýkur ár- ið 1982, og þvi geti hann ekki undirritað það. Bratteli sagði við fréttamennina að sér þætti leitt að vita að Hoem treystí sér ekki að undir- rita samkomulagið, sem hann hefði þó sjálifur átt þátt í að semja um. Benti Bratteli á, að Hoem hefði tekið þátt í samninga yiðræðunium við EBE og verið samþykkur drögum að samkomu laiginu, þótt hann nú viidi skor- ast úr Jeák. Ekki kvaðst forsæt- isráðherrann geta sagt um það að svo stöddu hvort Hoem sæti áfram í stjóminni, úr því yrði vart skorið fyrr en á morgun eða föstudag. Upplýsingar þessar konm fram við nmræðu um Rhodesíu- málið í Neðri málstofu brezka þingsins. Sérstök rannsóknarnefnd hef- ur dvalizt í Rhodiesíu að undan- förnu á vegum brezku stjórnar- innar til að kanna hugi íbúanna varðandi samkomuiag það, sem stjórnir Bretiands og Rhodesíu gerðu með sér á fyrra ári um framtíð Rhodesiu. Margir þingmenn Verkamanna flokksins kröfðust þess við um ræðurnar í dag, að nefndin yrði tafarlaust kölluð hedm. Þá gripu þingmenn Verkamannaflokksins hvað eftir annað fram í fyrir sir Alec Douglas-Home, utanrikis- ráðherra, og gerðu hróp að hon um, er hann flutti þtnginu Framhald á bls. 17. Róm, 19. janúar, AP, NTB. FULLTRÚAR stjóma Bretlands og Möltu og framkvæmdastjóiri Atlantsihafsbandalagsins ræddust við d Róm í dag um framtíð brezku henstöðvanna á Möltu. Að fundinum loknuim virtist nokkur bjartsýni ríkjandi um að ber- stöðvamar yrðu áfram í höndum Breta. Funidurinin í dag stóð í fjórar Mukkustundir. Joseph Luns fram kvæmdastjóri kom til Rómar rétt áðux en fumdurinn hófst, og hafði áður átt fund með stjórn NATO i Brússei. Við komuma til Rómar vair hann að því spurður hvort hann hefði nýtt tiiboð að leggja fram á vegum NATO varðandi leigugjald fyrir afnot af her- stöðvunum á Möltu. Svaraði Luns þá aðeins: „Ætli ég geti ekki hrisist eitthvað fram úr erminmi! EkM hefur verið írá því skýrt hvaða tilboð Luns faldi í erminmi, en talið að hann hafi boðið trygg- ingu fyrir 13 milljón sterlings- punda leigu fyrir herstöðvarnar á ári. Bretar hafa áðúr boðið 9,5 miiljón punda á ári, en Dom Mintoff, forsætisráðherra Möltu, hefur krafizt 18 milljón punda leigu. Dotm Mintoff sagði eftir fund- inn í dag að bjartsýni hans á' samkomulag færi vaxandi. „Við erum um það bil hálfnaðir," ssgði Mintoff. „Við tökum aðeins eitt skref í einu, en vonumst til þess að samningar náist." Carrington varnarmálaráðhenra, fulltrúi brezku stjórnarinmar, vildi fátt láta eftir sér hafa í dag að fundinum loknum, en játaði þó að nokkuð hefði miðað í sam- komulagsátt. Viðræðunum verður haldið áfram. Vladimir Ashkenazy Ashkenazy um opið bréf fööur síns: Engin afskipti Zionista Gyðinga af málinu Hefur rætt málið við Kissinger og Fulbright í Washington eða Á FORSÍÐU Morgunblaðs- ins í dag er birt opið bréf, sem lesið var upp í enskri útsendingu Moskvuút- varpsins nú fyrir skömmu. I útsendingunni var sagt, að bréfið væri frá íöð- ur Vladimirs Ashkenazys, David Ashkenazy. Eins og lesendur Morgunblaðsins rekur minni til, hefur Vladimir gert ítrekaðar til- raunir í tvö ár til að fá föður sinn í heimsókn til Islands, en án árangurs, því að David Ashkenazy hefur ekki fengið farar- leyfi hjá sovézkum yfir- völdum. Hann hefur mik- inn hug á að koma til Is- lands, eins og áður hefur komið fram í fréttum. 1 samtali við Morgunblaðið nú fyrir skömmu skýrði Vladimir Ashkenazy frá þvi, að hann mundi biða til 1. marz eftir svari frá sovézk- um yfirvöldum, en ef svar hefði ekki borizt fyrir þann tíma yrði ekM unnt fyrir þá feðga að hittast á þessu ári og teldi hann þá að viðbrögð sovézkra yfirvalda væru nei- kvæð. Þess má geta að bréí- ið var lesið upp í Moskvuút- varpinu hálfum öðrum sólar- hring eftir að samtalið við Viadimir Ashkenazy birtist í Morgunblaðinu. SAMTAL tTÐ YLADIMIR ASHKENAZY Vladimir Ashkenazy var í Framhald á bls. 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.