Morgunblaðið - 20.01.1972, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.01.1972, Blaðsíða 8
8 MORGU3NTBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1972 íi Kurt Waldheim lagði út á grýtta braut — er hann tók við embætti framkvæmdastjóra SÞ Eftir u.þ.b. þriggja vikma starf <Mn framkvæTndastjóri Sameinuðu þjijðanna, hefur Kurt Waldheim g-ert sér þess fiilla grein, að hann á erflð- leika i vændum í starfi sínu og þá ineiri en nekluir hiraia þrlggja fyrirrennara hans. Hann gerir sér líka vel Ijóst, að fjölmiðlar eru honuim sýnu amlsniínari en þeiiH i upphafi starfs. Vafalaust hefur Waldheim átt von á því, að starfið yrði erfitt —- hann hefur fyrir- fram haft dlágóðar hugrnyndir uim fjárhagsöng'þveiti samtak anna — skuldir þeirra Skipta nú tugum milljóna dollara — og hann hefur þegar tekizt á við þann vanda með því að fara þess á leit við deildarstjóra SÞ, að þeir skeri niður útgjöld, hvar sem þess er kostur. Jafniframt hef ur hann átt einkaviðræður við fulltrúa einstakra aðildar ríkja og farið fram á framlög í eins konar „bjórgunarsjóð“ samtakanna, Afstaða fjölmiðlanna verð- ur vafalaust erfið við að eiga. Waldlheim var skipaður í starf framkvæmdastjóra, eins og fyrirrennarar hans, vegna þeiss, að hann var eini fram- bjóðandinn í starfið, sem öil stórveldin gátu komið sér saman um, Hann var þeim hsafilleikum og eiginleikum búinn, sem starfið krefst og enginn gat sagt honum neitt til hnjóðs. t>að var ekki fyrr en eftir að hann hafði verið skipaður í starfið, að menn minntust þess, að hann hafði verið for- ingi í her Hitiers í heímsstyrj öldinni síðari. Fyrir Rússa varð það held- ur ankannaleg uppljóstran, þvii að þeir höfðu barizt gegn þeim frambjóðandan- um, sem Vesturveldin vildu helzt, Finnanum Max Jaoob- sen, á þeirri forsendu, að hann hafði einihvem Síma skrifað bók um átökrn milli Finna og Rússa, þar sem Rúss um þótti hann draga um of taum landa siima. Waidiheim gremst mjög, þeg ar talað er um þjónustu hans í liði Hitlers og segir „Víð bróðir minn voru kaliaðir í herinn. Við urðum að fara. Við áttuim ekki annarra kosta völ.“ VILL SKIPT RÍKI f S.Þ. Sem framkv'æmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur Waldheim áhuga á þvi, að bæði þýzku ríkin fái aðíLd að samtökunum og þanniig vll hann afgreiða í eitt skipti fyr ir öll stöðu allra skiptra rfkja á alþjóðavettvangi. Þess er einnig vænzt, að hann muni skipa Mnverskan kommún- ista í meiri háttar stöðu í framkvæmdastjórn S.Þ. Waldheim hefur unnið tíu til tólf stunda vinnudag frá því hann tók við fratn- kvsemdastjóraemibættinu af U Thant og settíst að I skrif- stofunum á 38. hæð í aðal- byggingunni i New York. Hann hefur sýnt atorku og einibeitta viðleitni til að end ursMpuieggja samtökdn og hressa upp á andrúmsloftið, þar á meðal að efla áhuga og vinnumóral starfsliðsins, sem sMpað er um 4000 manns frá öllum þjóðum heims. En bandarisk blöð og einn- ig blöð annarra rikja hafa haft ríka tllhneigingu til að tala um það hrve Waldheim sé leiðinlegur og hugmynda- snauður. Þau segja, að hann skorti þann kraft, sem til þai’f að koma gjaldlþrota fyr- irtæki á fæturna — ekM sízt þar sem það þurfti að gerast með viðræðum við stórveldin, sem ekM eru beiniínis eftir- gefanleg í afstöðu sinni. Kurt Waldheim var áður fyrr utanriMsráðherra Aust- urriikis og nú síðast sendi herra lands síns hjá Samein- uðu þjóðunum. Hann er lang- reyndur diplomat og hefur áVallt starfað innan ramma stjórnkerfisíns. Hann er reyndur samningamaður og siMpuIeggjari; kænn, kurteis og framkoma hans var alltaf lýtalaus, — hin fullkomnasta mynd diplomatsins allt niður í svarta skóna. Þessir strangdiplómatísku eiginleikar og framkoma Waldheims kunna að valda því, að fjölmiðlar vanmeti hann verulega. Kurt Wald heim er maður, sem ekM er auðvelt að lýsa með orðum, Þó hann sé nú orðinn hielms- nafn, hefur engum samstarfs- Kurt Waldheim. tnanna hans tefcizt að graifa upp úr minni sínu neinar sög ur um hann (eins og starfs- menn U Thants gerðu þó, þeg ar hann tók fyrst við startfi framikvæmdastjóra) sem bregði yffir hann mannlegu Ijósi og geri hann elskuleg- an i annarra augum. KOM Á ÓV.VRT Á síðasta ári tók Waldiheim þátt í kosningabaráttu um forsetaembættið í Austurríki og tapaði með litlum mun. Einn af starfsféiögum hans úr austurrísku utanríkisþjón- ustunni sagði fyrir nokkru, að áður en kosningabaráttan hófist, hefðu margir verið þeirrar skoðunar, að hann væri ekki nógu harður í horn að taka til að eiga við þraut- reynda stjórnmálamenn en þeir hinir sömu hefðu síðar orðið furðu lostnir yfir ákveðni hans, hörku og fjað- urmagnaðri framfcamu. Þessi maður var beðinn að nefna einhverja sögu til staðfesting ar þessari staðhæfingu sinni — en efitiir dáiliitla umlhiu'gsun enga muna. Kurt Waldheim hefur setið 17 AllsherjaTþing Samein- uðu þjóðar.na af 26 og ætti þvi efcki að verða lengi að fcoma sér fyrir í starfi fram- kvæmdastjóra. Að því loknu ér lilklegt, að hann fari að gefa umheiminum betri mynd af sjálfum sér. Nýlega lét hann svo um mælt, að hann væri því feginn, að hann væri efcM eldheitur gáfumað- ur og kom mörgum á óvart svo hreinskilnisieg yfirlýsing af hans hálfu. Hann sagði við sama tæMfæri, að mjög at- orkusamur frarnlkvæmda- stjóri, sem væri ámóta ein- dreginn einstaklingshyggju maður og Daig Hammerskjöld á sínum tima, gætí efcki starf að til lengdar í þvi embætti hjiá SÞ — sliíkur maður mundi fljótlega verða aðildarrikjun um gagnslaus. Hann hefur rétt fytrir sér í þessu. Helzta framtiíðaráhugamál Waldheims — þegar hann hef ur lokið endursikipulagningu starfs aðalstöðvanna og fcom- ið fjlárhagnum á réttan kjöl — er að endurvekja traust manna og þjóða á Sameinuðu þjóðunum, svo að aðildarrik- in leggi vandaimál sin fyrir samtökin, áður en þau eru orðin að hörkudeilum. Fram- tíðin sker úr um það, hvernig honum tekst til, En vert er að minnast þess, að reyndir diplómatar og stjómmálamenn höfðu í upp- hafii efcki ýkja miMa trú á fyrirrennurum Waldheims, hvorfci Dag Hammerskjöld né U Thant — sem báðir höfðu verið fciltölulega lítt þefcktir menn, áður en þeir tóku við emlbætti fra mfcvæmdas t jóra Sameinuðu þjóðanna. (Joyce Egginton — OBSERV ER, öll réttin Ji áslkilin). Með kveðju frá Reykjavík Hollenzkur dálkahöfundur skrifar um ísland Milli jóla og nýárs dvaHd- Ist hér & landi hollenzk- ur maður A. Pais að nafni. Hr. Pais er borgarráðsmaður i Amsterdain, lektor við Amsterdamháskóla og skrifar að auld fasta dálka í eitt stærsta daghlað Hollands, De Telegraa?. Mbl. hefur borizt dálkur, sem Pais ritaði í blað sitt eftir heimkomuna og fer hann hér á eftir í lauslegri þýðingu. „Jafnvel á hinu fjariæga ís- landi virðist Amsterdam ekM vera langt í burtu. Þó að ekM sé hægt að fá holienzlk dag- blöð í Reýkjavilk gera íslenzfcu blöðin sitt bezta til að bæta úr því. Ég uppgötvaði t.d. er ég fletti Morgunblaðinu, sem er langstærsta blað landsins, (39000 áskrifendur) mynd af Johan Cruyff, þar sem sagt var að hann hefði verið kjör inn „knattspyrnumaður árs- ins“, sem ég veit að þið get- ið þýtt, þó að þið kunnið ekk ert í íslenzku. Einnig sá ég auglýsingu frá hol- lenzka vindlaframleiðandan- um Schimmelpenninck, sem hrósaði „hollenzku Panatella" og í sama blaði var smá- klausa um Ard Schenk, og hefur frægð hans greini- lega ekM farið fram hjá ls- lendingum. Maður hefur það því á tilfinningunni að ef eitt hivað merkilegt gerist í Hoíl- landi, skýri íslenzku blöðín frá því. Þessi áhugi er ekM gagnkvæmur, þvi að hvað vit um við Hollendingar í raun og veru um Island. Liklega er dálitið kalt þar, en lesi mað- ur auglýsingapésana frá ferðaskrifstofunum kemst maður á þá skoðun að landið beri ekM nafn með rentu. SLYDDA Mér voru sagðar ýmsar sög ur um golfstrauma, sem um- lyM landið og gefi því milda veðráttu. Þetta kann allt að vera rétt, en þegar ég steig út úr flugvéHnni á Islandi á 2. jóladag barði slyddan mig í andlitið. Og jafnvel á sumr- in mun ekM auðvelt að verða sólbrúnn á Islandi, sem ferða menn sækjast svo mjög eftir. En það segir sig líka sjálft, að ætU maður að fara í sum- arfrí til að verða sólbrúnn, þá er þessi stóra eyja i N- Atlantshafi ekM rétti staður- inn til að ná sér í lit. Til- efni til íslandsferðar eru aft- ur á móti mörg, því að Island er eitt síðasta landið í Evr- ópu með óspillta náttúru. Á íslandi getur maður óhrædd- ur drukMð vatn úr fjalla- lækjum og loftið er eins tært um aUt landið og það var á tímum langafa okkar og ömmu. KÖLD PARADÍS? Er þetta land þá einhvers konar paradís, en dálítið köld? EkM alveg. 1 desem- ber tókst að fcomast hjá alls- herjarverfcfalli, en sjómenn tóku pofea slna'og fióru í land og hafa nú verið rúiman mán- uð í verfcfalli. Verðbólgan étur stórt skarð í verðgildi krón- unnar á hverju ári og lausn á þvi vandamáU er ekki inn- an sjóndeildarhringsins. Is- land á í erfiðleikum með EBE (viU ekM fulla aðild) og þegar ég heyri að í Reykjavík hafi þeir um ára tugaskeið verið að tala um að byggja nýtt ráðhús og hvar það ætti að rísa, finnst mér ég vera kominn heim tU Amst erdam. En þegar maður lítur á stjórnmálakortið, er auð- séð að svo er ekki. Nú er við völd á íslandi vinstristjórn kommúnista, bændaflokks ins (þeir kalla sig framsókn armenn) og samtaka vinstri sósíalista. Stjórnin hefur 32 af 60 þingsætum. Hún hefur nú lýst yfir þeim ásetningi sínum að loka NATO-stöð- inni á Islandi, seni er horn- steinm okkar varnarkerfis á Norðurslóðum um leið og þessum ásetningi var lýst yf- ir hneigði stjórnin sig djúpt fyrir föðurlandsást Islend- inga, sem enginn skyldi van- meta, B-JÖRN PÁLSSON Þetta kann að vera ásetn- ingur stjórnarinnar, en hún hlýtur að hafa gleymt Bimi Pálssyni, sem er þingmaður Fraimsóknarflokksiins frá NL- kjördæmi vestra, Hann ásamt tveimur flokksbræðrum sín- um hefur lýst því yfir að hann muni ekM styðja stjórn ina i þessu máli eins og að- stæður eru í dag. Það er þvi ekki meirihluti fyrir hendi í þinginu fyrir aðgerðum, sem annars hefðu eflaust orðið til þess að kampavinstappar hefðu flogið i sendiráðum Rússa og annarra A-Evrópu þjóða á íslandi. Á Vesturlöndum geta menn því á ný varpað önd- inni léttar, því að Björn Pálsson, bóndi frá Sauðár króki, margra barna faðir, hestadómari af hæstu gráðu og mikill ræðumaður stend- ur fastur fyrlr.“ Skrifstofur vorar verða lokaðar frá k!. 1—3 í dag vegna jarðarfarar. VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR. Grindavík Tíl sölu fokhett raðhús 136 ferrm., einníg fokhelt einbýlishús 136 ferm, víð Heiðarhraun. Falleg hús, teiknuð af Kjartani Sveinssyni, Húsin verða tilbúin til afhendingar í júlí. FASTEIGNASALA VILHJALMS OG GUÐFINNS Vatnsmesvegi 20, Keflavílk — Síiml 1263. Pltymotrt '69 Citroen 21, station '68 Bronoo '68, sport Jeepster '67 Land-Rover tfeiljeppar '66, '68, '70, '71 Volkswagen '68, ^O. '71. GUÐMUNDAR B«r|þ4m|6ta 3. Sím*r tsmz, zmo,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.