Morgunblaðið - 20.01.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.01.1972, Blaðsíða 16
16 MOPW3UNBLAE>lÐ, FIMMTUDAGUR -20, JANÚAR 1972 Pétur Ólafsson: Pétri Sigurðs- syni svarað Pétur Sigurðsson, í gervi rit- ara Sjómannafélags Reykjavik- ur, ritar heilsíðugrein í Morgun blaðið sl. þriðjudag. Ekki mundi ég hafa hirt um að svara henni, ef Pétur hefði haldið sig við efn ið, yfirstandandi st jórnarkosn- ingu í Reykjavik, en þar eð grein hans er óvenjulega rætin og uppfull af persónulegum dylgjum, ekki aðeins i minn gárð, heldur og fjölskyldu minn af, sé ég mig til þess knúinn að biðja Morgunblaðið um rúm fyrir svar við þeim atriðum, sem grein ennverandi ritara gefur tilefni til. VERKALÝÐSHREYFING OG PÓEITÍK f Vikjum þá fyrst að málefnum Sjómannafélagsins. Pétur eyðir löpgu máli í að útlista það að verkalýðshreyfingin sé ekki og geti ekki verið ópólitisk. Um það ætla ég ekki að deila við Pétur, enda aldrei staðið til. Það, sem ég, og félagar mínir, sem að B-listanum standa, höf- um haldið fram, er að verkalýðs hreyfingin þurfi ekki að vera óg eigi ekki að vera flokkspóii- tísk. Dæmin eru nærtæk. Við Pétur Sigurðsson erum báðir sjálfstæðismenn. Það þýðir þó ekki að ég hafi og verði að hafa sömu skoðanir á öllum hlut úm, og honum þóknast. Sem með limur í verkalýðsfélagi mótast skoðanir mínar af hag og kjör- um sjálfs mdn og vinnufélaga minna. Ég legg mat á störf Pét- urs Sigurðssonar, sem forsvars- manns í mínu verkalýðsfélagi með aðstöðu til að taka málstað sjómanna á Alþingi. Ef Pétur Sigurðsson og félagar hans falla á því mati, tek ég höndum saman við félaga mína, sem kom izt hafa að svipaðri niðurstöðu, og með framboði reynum við að gefa sjómönnum kost á því að láta vilja sinn í ljós. Við spyrj- um pólitísku flokkana einfald- lega ekki að þessu. Sumum kem ur það betur og sumum verr, en það, sem máli skiptir fyrir okkur sjómenn er að við berum úr býtum forystu, sem við treyst um og getum fylkt okkur um. Þegar slíkur listi er kominn fram, þarf eðlilega að koma hon um á framfæri. Til þess leitum við til blaðanna. Ef þau veita okkur rúm, kemur okkur ekk- ert við í hvaða tilgangi þau gera það, svo lengi sem okkar málstaður kemst óbrenglaður á framfæri. Sama gildir um hús- næði. Ef við fáum húsnæði, sem hentar okkur og okkar starf- semi, kemur okkur ekki hætis- hót við, hvort leigusali hefur ein hverra hluta vegna velþóknun á okkar starfsemi, svo lengi sem engir skiimálar fylgja. Pétur virðist líka líta svo á, að svo háttsettur sem hann sé í mannfélaginu eigi hann að hafa einkarétt á þvi að beita Morg- unbiaðinu fyrir vagn sinn og af dönkuðu kratakiikunnar í Sjó- mannafélaginu og það gangi guðlasti næst, að aðrir sjálfstæð ismenn fái þar rúm til að koma skoðunum sínum og sjónarmið- um á framfæri. Morgunblaðinu beri að verja ailar hans gerðir og aðgerðaleysi í málefnum sjó- manna í líf og blóð. Pétur vill því greinilega nota verkalýðs- hreyfinguna flokkspólitískt, eft ir þvi sem flokkunum hentar hverju sinni, með eða móti ríkis stjórn. Ég vil aftur á móti að verkalýðshreyfingin beiti sér pólitískt, eftir því sem kjör og hagur meðlima hennar krefst hverju sinni, og án tillits til þess hvaða flokkar eru innan eða utan stjórnarráðsins, og það höfum við B-listamenn rækilega sýnt og sannað í yfirstandandi kjaradeilu, að við erum ekki handbendi neinna pólitískra flokka, sem fórnum hagsmunum okkar og félaga okkar eftir því sem þeim eða rikisstjórninni kæmi bezt í pólitíkinni. Hvers vegna ætti ég þá, fyrir það eitt, að ég er samflokksmað ur Péturs Sigurðssonar, að þola það, að á undanförnum árum höfum við sjómenn fyrir beinar og óbeinar aðgerðir hans og fé laga hans, orðið fyrir kjara skerðingum, sem nema tugum þúsunda á ári? EQGIÐ 1 SMAIJ Neyðist ég nú til að vikja að dylgjum Péturs Sigurðssonar og iúalegum aðdróttunum um pers- ónulega hagi mína. Fyrst er það smáatriði, sem Pétur hafði í sím tali við konu mína lofað að leið rétta sjálfur, en láðst að koma í verk. Til marks um áhugaleysi mitt og félagslega deyfð, taldi Pétur Sigurðsson sem sagt helzt sér til framdráttar að draga son minn inn í þessi mál með því að ég hefði svikizt um að upplýsa hann um, að þótt hann hefði borgað tvö ár félagsgjald, hefði hann þar engin réttindi, vegna þess að hann hefði ekki geng- ið frá formlegri inntökubeiðni. Hefði hann komið á skrifstofu félagsins og ætlað að kjósa, því hann hefði talið sig í félaginu. Hið sgnna er að drengurinn Steig aldrei fæti inn á skrif- stofu félagsins, af því að ég hafði einmitt upplýst hann um, hvernig allt var í pottinn búið. Þessi ósannindi, þótt í litlu sé, eru góður forsmekkur að þvi hvernig Pétur umgengst sann- leikann undir lok greinar sinn- ar. „PÓEITÍSK FYRIRGREIÐSLA“ Pétur segir orðrétt: „Grein mín mundi lengjast um of, ef ég teldi hér upp þá pólitísku fyrirgreiðslu, sem hann hefur hlotið um dagana frá fleirum en einum aðila." Ég skora á Pétur Sigtirðsson að sanna það, að grein hans hefði iengzt um eina einustu línu, já einn einasta bókstaf, þótt hann birti tæmandi lista yf ir allar þær fyrirgreiðslur, sem ég eða nokkur úr minni fjöl- skyldu hefur fengið úr hendi Sjálfstæðisflokksins. Ég er fús til að greiða Morgunblaðinu fullt auglýsingaverð fyrir slika upptalningu Péturs, svo að ekki verði borið við rúmleysi fyrir þann lista! En að vísu yrði ég að áskilja mér rétt til að krefj- ast þess, að hann yrði í sam- ræmi við staðreyndir og sann- leikann, og má vera, að Pétur léti málið stranda á því skilyrði. UMBOÐIN SEM HURFU Og úr því að Pétur Sigurðs- son hefur kjark til þess að draga inn í málin, að „Pétur Ólafsson hefur um ævina ætlað sér að verða bæði heildsali og iðnrekandi auk þess sem hann stundaði bílabjörgunarstörf um langt sikeið og með góðum ár- angri,“ og I samhengi, sem gef- ur í skyn að ég hljóti að hafa meira en lítið óhreint mjöl í pokahorninu, verð ég í svo stuttu máli sem mér er unnt, að rif ja upp ýmsa hluti í þessu sam bandi. Árið 1962 varð ég fyrir slysi á handlegg og varð að hverfa í land. Leit um tíma út fyrir að ég ætti ekki afturkvæmt á sjó- inn og fór ég þá að huga að þvi, að skapa mér eigin atvinnu í landi. Ég hafði umboð fyrir am erískt stórfyrirtæki, sem verzl- aði með hvers konar dæluút- búnað og tæki í því sambandi, s-vipuð og síldarflotinn hóf að afla sér skömmu síðar. Það varð að ráði, að ég gekk í félag með Pétri Sigurðssyni og öðrum Pétri, sem hann lagði til með sér, kenndan við Brúarenda, kunnan borgara hér I bæ. Þeim skiptum lyktaði svo, að umboð- in hurfu úr niinni eigu, og hef- ur ekki fengizt upplýst, hver með þau fer nú. Ég var kosinn í stjórn félagsins, að mér fjar- verandi (úti á sjó) og félagið síðan gefið upp til gjaldþrota- skipta, að mér forspurðum. Áð- ur hafði ég reyndar neyðzt tfl að höfða mál á hendur fyrirtæk inu, enda bókhald þess allt í óreiðu, og konu minni, sem var endurskoðandi synjað um að- gang að þeim gögnum, sem hún hafði krafizt. Mál þetta hefur legið hjá Sakadómara nú í fimm ár. Kannski það sé ein af þéim pólitísku fyrirgreiðslum, sem ég hef fengið? Eða eru það aðrir Pétrar, sem þar hafa notið flokksskírteina sinna? HAFA ALLIR REYKVlKINGAR NOTIÐ „PÓLITÍSKRA FYRIRGREIÐSLNA“ ? Um þessar mundir fékk ég líka lóð vestur á Granda fyrir lítið iðnfyrirtæki. Hafi sú lóðar- veiting verið pólitísk fyrir- greiðsla fullyrði ég, að hver ein asti iðnrekandi og húsbyggjandi í bænum hafi fengið slíkar fyrir greiðslur. Ég lagði allt mitt und ir til að koma þessu á fót, seldi ofan af mér húsnæðið til að geta byggt, en fótunum var kippt undan þessu áður en ég gat hafið starfsemi, þar eð annað fyrirtæki við hliðina hafði feng ið sams konar vélar og ég ætl- aði að nota með kjörum, sem ég gat ekki keppt við. BIÐ.IÍ AFSÖKUNAR Bilabjörgunarstörf hef ég áldrei stundáð sjálfstætt, eh vann hins vegar um háifs árs skeið hjá FÍB, og fékk 100 kr. á timann hvort sem var á nóttu eða degi. Hvernig í ósköpunúm óg hvérs vegna í ósköpunúm Pétur fér að gera þetta tör- tryggilegt er mér hulin ráðgáta. En hvað heildsöluna og iðnfyr- irtækið snertir vil ég benda á, að Pétur gerir þau að fyrra bragði að umtalsefni með að- dróttunum og dylgjum. Vilji hann að þau mál verði opih- berlega rakin ofan í kjölihn, skal ekki standa á mér óg kunna þá fleiri að dragast þar inn í en ég og hann. Kjósi hann það ekki er honum sæmst að biðja Morgunblaðið að bírta afsökunarbeiðni sína. Þessi mái eru fyrir dómstólunum og get ég fyllilega sætt mig við að bíöa eftir niðurstöðum þeirra, frem- ur en sækja þau og verja á dag blöðum. Að lokum þetta. Úrslit kosn- inganna í Sjómannafélaginu sýna glögglega að framboð B- listans átti fullan rétt á sér, var byggt á félagslegum forsendum, sem eiga sér mikinn hljóm- grunn og á ekkert skylt við persónulegt eða pólitískt upp- þot. Hefðu kringumstæður ver- ið þær, sem til er ætlazt í frjáls- um kosningum er ég ekki í vafa um, að hann hefði sigrað. Hefðu þeir sjómenn sem í starfi eru á skipunum yfirleitt verið í félag inu með fullum réttindum, hefði hann áreiðanlega sigrað með yf irburðum. Það er kaldhæðnis- legt, að Pétur Sigurðsson og skó sveinar hans úr Alþýðuflokkn- um reru að því öllum árum að telja sjómönnum trú um, að við B-listamenn værum upp tfl hópa kommúnistar, ef hann skyldi á næstunni verða að iauna óvenjulega liðveizlu for- manns í öðru verkalýðsfélagi, Iðju, frænda síns og fóstra Run ólfs Péturssonar, með smala- mennsku fyriir lista Runólfs þar, en hann er að meirihluta skipaður yfirlýstum kommúnist- um! Þegar málið er þó athugað ofan í kjölinn er það þó ekki svo merkilegt, því að allar að- farir við Sjómannafélagskosn- inguna hefðu betur sómað sér fyrir austan tjald, en í landi sem telur sig hafa lýðræði í há- vegum! : ATVINNA Þvottahús í borginni vantar starfsfólk við eftirfarandi störf: 1. Vandvirkan og traustan mann til ýmissa starf. 2. Konu til verkstjórnar. Reyrtsla við lík störf æskileg. Góð vinnuaðstaða. Góð laun. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist Morgunblaðinu merkt: „2577". Hafnarfjörður - Hafnarf jorður Dömur athugið höfum fengið „conditionneur" baby form fyrir litað og ólitað hár. Ennfremur mini vague, struktura, og cikardi peimanent, toniku og fleiri olíur. Höfum lokað alla mánudaga, en opið laugardaga frá kl. 8—4. Ath. Ennfremur að verkfall hárgreiðslusveina nær ekki til Hafnarfjarðar. Hárgreiðslustofan LOKKUR Strandgötu 28, 2. hæð. sími 51388. Leiguíbúð! Auglýsingastofan TÍGRIS óskar að taka á leigu tveggja eða þriggja herbergja íbúð. Æskilegt væri að húsnæðið væri mið- svæðis í Reykjavík eða nálægt Sjónvarpinu. Góðri umgengni og skilvísri greiðslu heitið. Ef að þér, sem lesið þessa auglýsingu, getið aðstoðar okkur þá vinsamlegast hringið í síma 13000. TÍGRI5 Auglýsingastofa Baldursgötu 6. FleyKjavik Símar 13000-20655 RG. Box 722. Hesfafóðrun Bóndi í Ámessýslu getur tekið nokkur hrcss í fóðrun 1 vetur. Upplýsingar 1 síma 24595 kl. 6—8 næstu kvöld. Stúlkur óskast Brauð hf. Kópavogi Skrifstofuhúsnæði óshnst Óska að taka á leigu 20—40 ferm. skrifstofuhúsnæði. Tilboð merkt: „939" leggist inn á afgr. Mbl. fyrir hádegi n.k. laugardag. Vélritunarstúlka Stórt innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða vélritunarstúlku, hálfan daginn. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi gott vald á íslenzku, ensku og dönsku auk leikni i vélritun. Umsóknir er tilgreini m. a. menntun, aldur og fyrri störl sendist afgreiðslu blaðsins eigi síðar en 27. janúar n.k. merkt: „IS — 940".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.