Morgunblaðið - 20.01.1972, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.01.1972, Blaðsíða 15
MOR/GUT'HBLA.ÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 19T2 15 „Gætu orðið nauðsynleg í flugi yfir Norður-Atlantshaf,“ Dr. I>orgreir Pálsson. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) — segir dr. Þorgeir Pálsson um tregðuleiðsögutæki fyrir flugvélar nugmálafélag íslands lleflu• feng tð dr. Þorgeir Pálsson, flugverk fræðing, til að flytja fyrirlestur iixn tregðideiðsögnkerfi fyrir flugvélar og verður fyrirlestur- bm fluttur í Kristalsal Hótel Loftleiða í kvöld kl. 20.30. Þor- geír er ungur maður, þrítugur að aldri, sonur hjónanna Páls Þorgeirssonar og Elísabetar Sigurðardóttur. Hann lauk stúd- entsprófi frá MK 1961 og hefur síðati aðallega stundað nám í Bandaríkj imum í flugverkfræði. Hann lauk doktorsprófi frá Massaehusetts Institute of Tec- hnology (MTT) vorið 1971 og fjallaði doktorsritgerð hans um ákveðið svið stjómtækni, þ.e. viss hönmmarvandamál í gerð stjömkerfa, einkum með tilliti tU stjórnkerfa í loftförum. MIT er einhver þekktasta vísinda- stofnun í heimi og þar er stöð- ugt unnið að margs konar rann- sóknum og verkefnum t.d. fyrir handarísk stjórnvöld, banda ríska herinn og ýmsar stofnan- ir. Þannig vann dr. Þorgeir að doktorsritgerð sinni samkvæmt samningi við NASA — Geim- ferðastofnun Bandarikjanna. Að því verkefni loknu kom dr. Þor geir heim til íslands til starfa og starfar nú hjá Raunvisinda- stofnun Háskólans og þá eink- um við tölvuna og ýmis þau verk efni, sem hún er látin reikna út. Við Morgunblaðsmenn heim- sóttum dr. Þorgeir á sfcrifstofu bans í Raunvísindastofnuninni ífyrir nofckrum dögum og ileituð- um hjá honum upplýsiniga um störf hans og þennan fyrirlest- ur. — Að hvaða verkefnum ert þú að vinna þessa dagana? — Reifcnistofan hefur einkum með höndum ýmis hagnýt verk- efni, þar sem tölvan er notuð. Þannig höfum við til dæmis unn ið að ýmsum útreikningum í sam bandi við skattafrumvarp rifcis- sitjórnarinnar, við hötfium hatft ýmis verkefni til athugunar, m. a. stöðugleifcaútreiifeninga skipa, rannsóknir á tölvukerfum til nota í framtíðinni, rannsóknir á almennri tölvuþörf, sérstaklega hjá rannsóknarstofnun um, og ýmislegt fleira. Við erum einnig með ýmis verkefni á prjónunum í aðgerðarfræðum, þ.e. stærð- tfræðilegum aðtferðum tii að leysa reks trarvandamál ýmiss konar. Ég hef svo sjálfur 'lítil- lega aðstoðað prófessor Þor- bjöm Sigurgeirsson, en hann hefur smáðað nýtt staðsetning- artæki til nota við segulmæling- ar úr lofti hér á lamdi, og ég hef hjálpað honum að tengja þetta tæki við sjáMstýringar- tæki flugvélar. Auk þess hefur Reiknistofan ýmislegt annað með höndum, annast t.d. kennslu í meðtferð tölvu í Háskólanum. — En svo við snúum ofckur að lilyrirlestri þínum. Um hvað fjallar hann? — Ég ætla að tala um tregðu- leiðsögukerfi, en á siiðastliðnum 2—3 árum hafa þau mjög rutt sér til rúms sem leiðsögutœfci í farþegafI ugvélum á löngum flug Jeiðum. Upphatflega voru þau tframleidd til hernaðamota, en eru nú komin í notfcun hjá ýms- um flugíélögum. Það er talsvert milkill áhugi á þessum tækjum ríkjandi hér á landi og þau gætu innan tíðar verið tekin í notk- un í islenzkum millilandaflug- vélum. — Verður fyrirlesturinn al- menns eðlis eða þarf einhverja tfræðilega þekkingu til að geta skiliðhann? — Ég mun fyrst og fremst tfjalla um aðalatriðin, grundvall aratriðin og hugtök I samtoandi vlð gerð þessara tækja, en ekkl Eara út í tæknileg smiáatriði, og því ætti þessi fyrirlestur að verða aðgengileguir öllum þeirn, sem einhvem áhuiga hafa á flug máluim. — í hverju felst sérstaða þess- ara tækja? — Þau eru alveg sérstök að þvi leyti, að þau þurfa ekki að fá neinar utanaðkomandi upp- lýsingar á meðan á flugi stend- ur. Önnur tflugleiðsögu- og stað arákvörðunartæki fá að utan upplýsingar, t.d. frá radíóvitum. 1 öðru lagi eru þessi tæki mjög nákvæm sem slík. — Eru þetta dýr tæki? — Þau eru alveg geysilega dýr. Hvert kerfi kostar um 100 þúsund dollara eða um 9 miiljón ir lísl. kxóna og það þarf a.m.k. tvö slík kerfi í hverja fflugvél. Sumar stærri gerðir fflugvéla, t. d. Boeing 747, hafa yffirleitt þrjú kerfi. — Hvers vegna þarf fleiri en eitt bertffl? — Það er fyrst og fremst vegna öryggisins. Bf eitt kerfi bilar, því að þau getað bilað, þá verður að hafa annað tæki til vara, og það er einniig hægt að nota þessi tvö kerfi saman og bera saman niðurstöður þeirra og fá þannig meiri nákvæmni. Þegar um þrjú kerfi er að ræða, er hægt að fá enn betri saman- burð, og þannig eykst nákvæmn- in og jafnframt öryggið. — Heldurðu, að islenzku flug félögin muni taka þessa tækni í sína þjónustu ? — Eins og ég sagði áðan, eru þessi tæki sérstaklega hentug til langflugs. Flugleiðir á Evrópu- leiðum eru yfirleitt það stuttar og þá mest yfir landi, að óþarfi er sem stendur að nota slík tæki á þeim. Þess vegna er eklki líklegt, að Flugfélaigið fái sér þessi tæki. ttins vegar kæmi sterklega til greina fyrir Loftleiðir að fá slk tæki, en þau eru óneitanlega mjög dýr. Htns vegar eiiga tækin tví- mælalaust eftir að lælkka í verði, ienda má búast við að þau fál nokkra samkeppni frá svonefnd um Omega-tækjum. — Á hverju býggjast þessi tæki? — Þau byggjast raunverulega á hagnýtingu Newtons-lögmál- anna. Mæld er hiöðun flugvél- arinnar og til þess notaðir sér- stakir hröðunarmælar. Út frá niðurstöðum þeirra er hægt að reikna bæði hraða vélarinnar og vegalengdina, sem hún fer, þ.e. fjarlægðina frá upphafsstað. og er það gert með töllvu. Þetta mál er þó mun ffióknara en það sýnist við fyrstu kynni. Það verður að taka með í reikn iniginn, að jörðin er kúlulaga og snýst að auki. Það verður því að mata tölvuna á upplýsingum um snúning jarðarinnar og þar sem hann er stöðugur, er sú stærð sett 5 reikninginn í eitt skipti fyrir öll. Þá ber að hafa það í huga, að hröðunin, sem mælarnir mæla, er miðuð við hnitakerfi fastastjarnaruna, en upþlýsingarnar, sem flugmaður- inn vill fá, eiga auðvitað að mið ast við kerfi, þar sem jörðin er fastapunktur. Þá verður að gæta þess að hröðunarmælarnir séu stöðugt láréttir miðað við jörðina, lil þess að þyngd- arkraftur hennar hafi ekki á- hrif á þá. Þeir geta nefnilega ekki greint á milli hröðunar og þyngdarkrafts. Þetta er gert á þann hátt, að mælunum er kom ið fyrir á sérstökum palli og sjá gýrótæki um að halda pallinum láréttum allan tímann, enda þótt flugvélin haltist í beygjum og við lendingar og flugtök. Hröð unarmælarnir og gýrótæki eru ákaflega fíngerð og til dæmi's eru þau ekki sett saman nema i sér- stökum herbergjum, þar sem loft ið er hreinsað, til að eklki slæð- ist rykkorn inn í þá. — Hefur þú unnið við gerð slíkra tregðuleiðsagnartækja? — Ég hef ekki unnið við gerð þeirra, en ég hef unnið við rann sóknir á eiginleikum þeirra. Þau voru fundin upp í MIT og það eru til ýmsar tegundir slíkra tækja. Tæki þau aif þessari gerð, sem notuð eru i farþegaflugvél- um, eru aðeins ein af mörgum tegundum. Það má geta þess til gamans, að gýróleiðsögutækin, sem notuð voru S Apollo-tungl- förunum, voru frá MIT. — Hvaða tæki leysa þessi tæki af hólmi ? —r Það er lílklega ekki rétt að segja að þau leytsi önnur tæki af hólmi, þvi að önnur tæki verða vafalaust notuð áfram um nofek urt skeið. En þessi tæki gætu komið í staðinn fyrir öll ðnnur staðsetningartæki á löngum vegalengdum. — Kvaða tæki hafa verið not uð hingað til? i— Loran-tæki hafa verið mik ið notuð hér á landi, og einnig má nefna Decca-tæki, sem haía náð nokkurri útbreiðslu. Þessi tæki hyggjast á tímasamanburði radiómerkja, sem send eru frá nobkruim stöðvum, venju- lega þremur. Omega-kerfi eru einnig að ryðja sér til rúms og þau byggjast á sömu grundvall- aratriðum og hin fyrmefndu. Þá má nefna VOR-tæki, eða fjöl- stefnuvitana, sem senda út á há tíðni og eru í almennri notkun á flugleiðum yfir landi. — Þú sagðir, að Omega-tæki væru að ryðja sér til rúms. Eru þau samkeppnisfær við tregðu- leiðsögutækin? — Já, að vissu leyti. Móttöku tæki af Omega-gerð eru mun ó- dýrari en þessi tregðuleiðsögu- tæki og þar sem þau geta geffið ýmsar meiri upplýsingar, vegna tölvunotkunar, en Loran- og Decca-kerfi, eru þau að vissu leyti samkeppnisfær. Ég held t. d., að Landhelgisgæzlan sé að atihuga Omega-tæki, því að þatt yrðu ef til vill heppileg Ivið staðsetningar á veiðisikip- um innan landihelginnar. Þar myndu tregðuleiðsögutækin ein sér eklki henta vel, þar sem skekkja þeirra evk’st með timan- um. Skekkjan er um ein sjómíla á klukfcustund, þannig að ef flug- vél Landihelgisgæzlunnar hefði t.d. verið sex tíma á lofti, væii skekkjan e.t.v. orðin sex sjómíl ur og það er of mikil ónákvæmni í ákvörðunum um landhelgis- brot. Slík ónákvæmni kemur hins vegar alls ekki að sök I langflugi farþegaflugvéla. Ég vil í þessu sambandi geta þess, að Leifur Magnússon, fram kvæmdastjóri flugöryggisþjón- ustu Flugmálastjórnar, mun halda fyrirlestur um Omega- kerfi á vegum Flu.gmálafélags- ins í næsta mánuði. —- Ef þú værir beðinn um að spá því, hvenær Loftleiðir myndu koma sér upp slikum tækjum, hverju mynidirðu þá svara ? — Það kasmi mér alls ekkert á óvart, þótt félagið væri að at- huga með kaup á þessum tækj- um einmitt núna. Helztu kostir þeirra eru þeir, að ekki yrðl þörf fyrir flugleiðsögumann í flugvélinni, tækin eru nálkvæm- ari en önnur tæki og gefa stöð- ugar upplýsinigar til flugstjóm- armanna og þau gefa mi'klu meiri upplýsingar en Loran-tæk in. Út frá rekstrarsjónarmiðinu er það töluvert atriði að ektó. er þörf fyrir flugleiðsögumann, en það vegur hins vegar upp á móti að einhverju leyti, að tækin eru mjög dýr og þurfa talsvert við- hald. Það er svo annað mál, hvort þessi tæki verða ekki gerð að skyldutækjum I flugi yfir N- Atlantshaf, þvi að flugumferðín á þessu svæði er orðin svo mik- 11, að horfir til vandræða, nerna hægt verði að láta vélarn- ar fljúga nær hver annarri og til þess þarf nákvæmari tæki en nú eru almennt í notkun. — Myndu þessi tæki gera störf flugumferðarstjóra ónauð- synleg? — Nei, þau geta ekki komið í stað flugumferðastjóranna, því að þeir stjórna umfterð hinna fjölmörgu véla, en tækin eru að eins leiðsögutæki fyrir eina vél hvert. Það er hins vegar hægt að tengja þessi leiðsögutæki beint við stjórntæki vélarinnar og láta þau fljúga henni beint til ákvörðunarstaðar, þannig að flugstjórinn þurfi aðeins að sjá um flugtak og lendingu. — Við höfum nú rætt um þessi tæki vítt og breitt, en mig lang- ar að lokum til að spyrja þig um nám þitt í flugvélaverkfræði, hvort þú teljir, að þú getir unn- ið mörg verkefni á því sviði hér á landi? — Mín sérgrein var stjórn- tækni, sem er ein grein af kerf- isfræðum. Það hefur ákaflega lítið verið gert á þvi sviði hér á landi og verða vafalaust mörg verkefni að vinna að fyrir mig, og sum þeirra kannski í tengsl- um við flugið. Og þar með sláum við enda- punktinn i viðtalið, þökkum dr. Þorgeiri Pálssyni fyrir og kveðj um hann að sinni. Eins og að ofan var nefnt, er það Flugmála félag íslands, sem stendur fyrir fyrirlestrinum í kvöld, en eitt af verkefnum þess félags er ein mitt að stuðla að umræðum um fflug og málefni þess. Hér á landi er geysimiikill ahugi meðal fólks á flugi, ekki sizt vegna þess hve snar þáttur flugið er í lífi allra landsmanna og eins vegna þess hve flugrekst ur er orðinn umfanigsmikill hér á landi. Fýsir því vafalaust marga að hlýða á fyrirlestur dr. Þorgeirs i kvöld, en hann verð. HÞannig: iítur stjórnborð tregðuleiðsögutækjanna út og má ur, eins og áður sagði, í Kristál- segja, að ekki séu á því fleiri takkar en á nýtizkulegri elda- sal Loftleiðahótelsinis og heftst vél, sem 3nrer húsnióðir getur læ rt á. Tregðuleiðsögtitækin sjálf tó. 20.20. taka áiíka mikið pláss og ein sk úffa í skjalaskáp. — sfe. (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.