Morgunblaðið - 20.01.1972, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.01.1972, Blaðsíða 26
26 MORGUMBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1972 1 Wirkola sigraði í Bischofshofen — en keppnin gat varla jafnari veriö Flestir beztn skíðastökkvarar í lieiini mættust í keppni í Bischofsbofen fyrir skömmu, ©g má segja a<5 þar hafi verið um að ræða nokkurs konar „gen eralprufn“ fyrir stökkkeppni Ol ympínleikanna í Sapporo. Keyndar voru tveir af beztu skíðastökkvurum .Tapans ekki með í keppninni, en álitið er að þeir muni verða í fremstu röð á Olympíuleikunum, enda æfa þeir á paliinum sem keppt verð- ur á á leikunum. Keppnin á Bisehofshofen var eins jöfn og skemmtileg og fram ast gat orðið, og þar mátti sjá hvert skíðastökkið öðru glæsi- legra. Eftir fyrri umferðina hafði Rússinn Juri Kalinin for- ystuna, með einu stigi meira en Norðmaðurinn Ingolf Mörk. Báð ir höfðu þeir stokkið 102 metra. Síðan hófst önnur umferðin. Jngolf Mörk var framarlega í röð stökkvaranna, og þegar að hon- um kom lagði hann greinilega höfuðáherzluna á öryggið og stökk 98,5 metra með geysigóð- um stil, þannig að samanlögð stigatala hans var 229,5 og var almennt búizt við að það nægði til sigurs. Tvö norsk sundmet Norski sundomaðurinn Sverre Kile setti tvö norsk sundmet á móti sem fram fór i Bergen á mánudagskvöldið. Hann symti 200 metra fiugsund á 2:16,6 min., eldra metið átti Arne Pedersen ©g var það 2:17,7 min. t>á synti Kile 400 metra fjórsund á 4:54,7 mín., en gamla metið sem Ariid Hansen átti var 4:57,8 min. Á sundmóti þessu sigraði Fritz Warneke í 100 metra skriðsundi é 55,1 sek., og hann varð annar í 400 metra fjórsundinu á 5:08,2 miin. En keppinautar hans voru á öðru máli. Búizt hafði verið við að stökkin í síðari umferð yrðu yfirleitt um 2 metrum styttri en í fyrri umferðinni, en nú settu flestir stöikikvararnir á fulia ferð og bættu stökklengd sína. í fyrri umferðinni hafði gamli Olympíumeistarinn og knatt- spyrnukappinn Björn Wir- kola stokkið 101,5 metra og var í fremstu röð. 1 síðari umferð- inni náði hann stórglæsilegu stökki, sem mældist 103,0 metrar, og hann var þar með kominn með 233,6 stig og hafði tekið for- ystu í keppninni. Eini maðurinn sem þá gat ógnað sigri Wirkoia var Rússinn ungi, Juri KaHnin. Hann gerði hetjulega tilraun í síðara stökki sínu, og tók geysi- lega áhættu. Hann koma lika nið ur 106,5 metrum frá pallinum, eða tveimur metrum lengra en nokkur hafði áður stokkið í þess ard braut. En um leið og hann kom niður missti hann jafnvæg- Enska knattspyrnan AUKALEIKIR í 3. uoroferð ensiku bikarkeppninnar voru ieíknir í gær og fyrrakvöld. Athyghsverð- ustu úrsiiitán u rðu í Middles- brouigh, þar sieim Man City var slegið út úr keppnánni. í*á burst- aði Reading áhugamennina i Blyth Spairtans og fá ArsenaJ að launum í næstu umferð. Sam- kvæmt ensku veðbönkunum eru Leeds, Arsenal og Chelsea nú siigurstrangiegust í bákarkeppn- inni. Úrslitin í aukaleikjunum urðu þessi: Tranmere — Charlton 4:2 Carlisle — Tottenham 1:3 Everton — Crystail Pal. 3:2 Fuiham — Man. Cilty 1:0 Reading — Blyth Spartans 6:1 Leieester — Wolves 2:0 Manch. Utd. — Sou-thampton 4:1 eftir framlengdan leik. ið og kútveltist í snjónum. Þar með voru sigurmöguleikar hans að engu orðnir: — Ég hefði hka getað stokkið svona, sagði Ingóif Mörk, er hann horfði á Rúss- ann, — en ég hef bara ekki nógu sterkar fætur til þess. Sex fyrstu menn í þess- ari miklu stökkkeppni voru: Björn Wirkola, Noregi (101,5 — 103,0) 233,6 stig Jiri Raska, Tékkóslóvakiu, (101,0 — 102,0) 233,0 stig Zbynek Hubac, Tékkóslóvakiu, (101,0 — 102,0) 229,5 stig Ingolf Mörk, Noregi, (102,0 98,5) 229,0 stig Reinhold Bachler, Austurriki, (101,5 — 101,0) 228,8 stig Hans Aschenbach, A-Þýzkal. (100,5 — 99,0) 226,1 stig Ingolf Mörk (t.v.) og Björn Wirkola, fagna stöðu í Bischofshofen. glæsilegri franiMÍ- Sungið og dansað á Keflavíkurflugvelli — er varnarliðið vann Reykja- víkurúrvalið 84:69 I FYBRAKVÖLB var annar leikurinn í Sendiherrakeppninni leikinn. Hann fór frani eins og sá fyrsti, í íþróttahúsinu á Keflavikurflugvelli, og lauk eins og þeim fyrsta, með sigri Varn- arliðsins. íþróttahúsið, sem tek- nr um 800 áhorfendur var sneisa fuilt, og forráðamenn hússins gizkuðu á að um 1000 manns hefðu horft á leikinn. Stemning- in var gífurleg og 7 ungar stúlk- ur dönsuðu og siingu fyrir áhorf endur ávallt þegar hlé varð á leiknum, og mikil stemning var á meðal fólksins. Mikil forföll voru í liði Reykja vikur, og gat landsliðsnefnd, sem velur liðið í þessa keppni ekki stillt upp nema hálfgerðu B-liði. — Jón Sigurðsson, Einar Bollason, Birgir Jakobsson, Agnar Friðriksson og Birgir Birgis, voru ailir forfallaðir, ýmist vegna veikinda eða af öðrum orsökum, og voru alls teknir inn í liðið fjórir nýliðar (merktir ★ í upptalningu). Heimsmeistarinn í hnefaleik, þungavigtar, Joe Frazier, hefur hægt um sig, eítir að hann sigraði Cassius Clay í fyrra. Fyrir skömmu mætti hann þó landa sínum Terry Daniels í keppni í New Orleans, að viðstöddum miklum fjölda áhorfenda. Átti heimsmeistarinn ekki í erfiðleikum með andstæðing sinn, og sigraði á rothöggi í fjórðu lotu, en þessi mynd var einmitt tekin, er Frazier gekk endanlega frá andstæðingi símim. íKr Lið Reykjavikur skipað: var þannig Hilmar Viktorsson, KR ár Kári Marisson, Val ★ Kolbeinn Kristinsson lR Kolbeinn Pálsson, KR Kristinn Jörundsson IR Kristinn Stefánsson KR Þórir Magnússon, Val ★ Þorsteinn Guðnason, lR. Aðeins fjórir af þessum leik- mönnum hafa verið leikmenn í Reykjavíkurúrvali undanfarið, svo sjá má að nú var tækifærið fyrir hina nýju leikmenm að sanna ágæti sitt. . . . Leikurinn hófst með Varn- arliðssókn og þegar 5 mín. voru liðnar af leiknum var staðan Varnarliðinu í hag 12:6, og hafði Reykjavikurliðið þá skorað 4 sti-g úr vitum. Okkar menn voru mjög ó- heppnir í byrjun leiksims og t.d. misheppnuðust hraðaupphlaup, sem gáfu (lay up) tilvalin tæki- færi til að skora, hvað eftir ann- að. — Bæðd liðin léku undir þeirri getu sem sýnd var í fyrsta leik liðanna, en hinir fjölmörgu áhorfendur voru ánægðir með foru.stu sinna mamna og hvöttu þá óspart með alls konar sömgv- um, dönsum og ópum. Um miðjan fyrri hálfleik var staðan 25:14 fyrir Varnarliðið, en með mikilli baráttu tókst okkar mönnum að koma þeim mun niður I 5 stig fyrir hlé, en þá var staðan 37:32. Bæði liðin sýndu í upphafi hálfieiks mjög góðan leik og var þá hittnin mjög góð. Þeg- ar nokkrar min. voru liðnar af hálfleiknum var munurinn kom- inn niður í 3 stig og eins og alltaf í leiknum ieiddi Vamar- liðið, en þá varð Kollbeinn Páls- son að vikja af veli með 5 vill- ur og skömmu siðar Þórir Magn- ússon, sem fékk dæmda á sig 5. villuna eingöngu fyrir klaufa- skap dómaranna. Þá voru Krist- inn Stefánsson og Kristinn Jörundsson einir eftir með hin- um ungu nýliðum. Þeir misstu þá niður mögu- leikann á sigri á fáum mínút- um, en tókst siðan að halda í horfinu það sem eftir var leiks- ins og sigur Vamarliðsins varð Fram AÐALFUNDUR knattspymu- deildar PYam verður haidirm 27. janúar að Hótel Esju og hefst k). 20,30. 84:69, eða aðeins fimm stigum meiri sigur þeirra en í fyrxi leiknum þegar við nutum okkar allra beztu manna. Vamarliðið hefur nú unnið tvo fyrstu leikina í Sendiherra- keppninni i ár og skortir því að- eins sigur í einum leik í viðbót til að sigra í hinni áriegu keppni í fyrsta skipti. — Tveir næstu leikir verða hins vegar háðir í Reykjavík og er ekki að efa að okkar menn munu hyggja þar á hefndir. Með góðri hjálp áhorfenda ætti að takast að vlnna þessa leiki, svo framarlega sem við getum teiflt fram flest- um okkar sterkustu leikmönn- um og þá ætti að vera góður möguleiki að halda áfram og sdgra í þessari árlegu keppni. EJ þetta tekst, þá verður siðasti leikur keppninnar, sem fram mun fara á KeflavíkurflugveHi, hreinn úrslitaieikur og þá verð- ur áreiðaniega fjör i marai- skapnum. Stighæstir í Reykjavikuriið- inu I þessum leik vora þeir Þórir Magnússon, sem skoraði 17 stig, en hann var með 33,3% nýtingu af tækifærum sínum. Kristinn Stefánsson, sem skor- aði 16 stig og hatfði 50% nýtingu (14:7), og Þorsteinn Guðnascn, sem skoraði 15 stig og skilaði 6 skotum af 12 í körfuna eða 50%. Hjá þessum stighæstu leikmönn- um eru vítaskot undanskiitn í prósentutölu. Kristinn Stefánsson skiJaffi langflestum fráköstum í leiltan- um eða 16, 12 vamarfráköstumn og 4 sóknarfráköstum, en Þor- steinn Guðnason var með 12 frá- köst, 6 hvorum megin. gh. Keller jafn aði metið VESTUR-Þjóðvieirjinn Erhalrid Keileir jafnaði heimsmetið í 500 metra skautahlaiupi á móti sem friam fór í Davos um heOg- ina. Hljóp hann á 38.0 sek., en helgina áður hafði Finninn Leo Linkovesi hlaupið á þeim tíma í Davos og þar með sdeigið met Kedliers, sem var 38.4 sek. Leo Linkovesi tók einndg þátt í mótinu í Davos og iewti hann i 6. sæti, hljóp á 39.1 sek., en ann- ar í hlaupinu varð Seppo Hænn- inen frá Finnlandi, þriðji Da® Fornæs, Noregi, fjórði Horst Freese, V-Þýzkalandi og fimmti Ard Schenck Hollandi, en uttlir hlupu þedr á 39.1 sek.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.