Morgunblaðið - 20.01.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.01.1972, Blaðsíða 17
MORGU.N1BLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 19T2 17 -* Danska dómsmálará,5uneytið: Vill svipta Mogens Camre þinghelgi Kaupmannahöfn, 19. jan. — NTB DANSKA dómsmálaráðuneytið hefur sent þingrinu orðsendingu þar sem farið er fram á að þing maðurinn Mogens Camres verði sviptur þinghelgi, svo hægt sé að draga hann fyrir rétt. Camres er þingmaður jafnaðarmanna, og er sakaðnr um að hafa haft ólög lega, skammbyssu í fórum sín- um. Hann var gripinn á Kaistrup flugvelK í október í fyrra, með hlaðna skammbyssu. Hann gaf þá skýringu að hamn hiefði fentg ið byssuna hjá útlægum Grikkja í Osló, og verið beðinn um að af henda hana öðrum Grikkja, sem inman skamms kæmi til Kaup- maninahafnar. Ekki er hægt að sækja Camre ti'l saka meðan hann nýtur þinghelgi, og því hef ur dómsmálaráðuneytið nú farið fram á að hann verði sviptur henni. Stjórnarmyndun í Finnlandi: Miðar í sam- komulagsátt Helsimgfors, 18. jan. — NTB LEÍÐTOGAR fimm finnskra stjórnmálaflokka héldu fund með Kekkonen forseta i dag til að ræða möguleika á samsteypu- stjórn. í Finnlandi eru tíu stjórn málaflokkar, og embættismanna- stjórn hefur farið með völd síð an stjórnarkreppa varð á sl. hausti vegna stefnunnar í land búnaðarmáium. Á fundinum í dag, lýstu leið- togar allra flokkanna yfir því að þeir væru fúsir til að halda á- fram viðræðum, og bendir það 01 að nú miði loks í samkomu- lagsátt. Flokkarnir fimm eru sós íaldemókit'atar, miðflokkurimn, kommúnistaæ, sænski þjóðar- flokkurinn og frjálsilyndi þjóðar flokkurinn og tvær nefndir hafa unnið að því sleitulaust sl. viku að gera málefnaisamning. Ömnur nefndin fjallar um almenn póli- tisk mál, en hin eingöngu um landbúnaðarmálin. Þar sem kommúnistar taka þátt í viðræðum um stjórnair- myndun, er líklegt að nýja stjóm in verði lengra til vinstri en sú gamla, ef þá samkomulag næst. — Austfiröir Framhald af bls. 28. bryggju, gömul bryggja brotn- aði og uppfyiling við rækjuverk- smiðjuma skemmdist mikið. Emg- ar 9kemmdir urðu á ibúðarhús- utm. Á Breiðdalsvík urðu miklar skemmdir af völdum flóðs. I síidarverksmiðju Braga hf. var 90 semtimetra djúpur sjór í gær- morgun og átta vélar og hluti af rafmagnstöflu verksmiðjunn- ar í kafi, auk ýmissa annarra hluta. Steypuefni til hafnargerð- ar, sem nota átti á komandi sumri, var geymt örskammt frá húsum verksmiðjunnar og hafði flóðið borið það að þeim, eyði- lagt hurð á geymsluskemmu og aiur og leðja komizt inn, einkum í verksmiðjuhúsið. Nokkrar skemmdir urðu einnig á þaki þess. Emmfremur stórskemmdist grjótgarður, byggður 1970 sem upphaf að hafnarbótum í staðn- uim, svo og kerslippur, byggður 1971. Ekki er búið að kan.na all- ar skemmdirnar, en tjón netnur vafalaust hundruðum þúsunda krörm. Á Stöðvarfirði gekk brimið á land og olli skemmdum á öllum húsunum á bakkanum. Braut það rúður og hurð frystihússins og færði grjót inn í vinnslusal og vélasal. Vélar frystihússins stöðvuðust, svo að frostlaust varð í klefum, og ekki var hægt að hefja vinmslu. Var unnið að þvi í gærmorgun að hreinsa og lagfæra húsið, Mikill sjór gekk yfir bryggju og komust menn ekki út í bátana við bryggjuna fyrr en í gærmorgun og fóru þá á jarðýtu út á bryggjuna. Færðu þeir bátana út & fjörðinn og biðu þar, unz veður gekk niður. Vegurinn við síldarverksimiðjuna Saxa eyðilagðist algjörlega af völdum brimsins. Þá braut brim- HJ m.a. hurð á fjárhúsi, sem er & bakkanum, og fór alit féð út, en sakaði ekki. Ymis önnur hús á bakkanum skemmdust og einn- ig urðu skemmdir á því, sem þar var innan dyra. Á Fáskrúðsfirði voru margir bátar í hættu við bryggjuna, en enginn þeirra skemmdist. Nóta- bát tðk út og rak hann yfir fjörð inn og endaði þar uppi í fjöru. Sjórinn bar grjót upp á Hafnar- braut, en engar skemmdir urðu á götunni. Ekki urðu neinar skemmdir á húsum á staðnum af völdum sjógangsins. Á Reyðarfirði varð ekkert flóð, enda er fjörðurinn dýpst- ur Austfjarða. Hins vegar lenti einn báturinin frá Reyð- arfirði Gunnar SU 139 í hrakn- ingum sunnan við Langanes í fyrrakvöld og hafði frétta- ritari Morgunblaðsins á Fá- skrúðsfirði tal af stýrimanni bátsins Alfreð Steinari Rafns- syni eftir komuna til hafnar. Sagðist honum svo frá: „Við vor- um staddir sunnan við Langanes um 1V2 sjómílu frá landi í 6—7 vindstigum. Klukkan var þá um hálf tíu í fyrrakvöld. Fengum við þá á okkur brotsjó, svo að báturinn hallaðist um 60—70 gráður. Við fengum annan sjó á okkur rétt á eftir, þannig að útlitið var ekki sem bezt. Sjór- inn reif i burtu lunninguna og komst niður i lest og einnig í olíutank stjórnborðsmegin. Yfir- leitt allt lauslegt á dekki fór í burtu, þar á meðal gúimmiíbátur, þó ekki björgunarbáturinn. Ekki urðu niein slys á mönnum við þetta óhapp.“ Báturinn kom svo til Reyðarfjarðar um þrjú leytið í gær og er tjónið greinilega mik ið og þarfnast hann mikillar við- gerðar. Gunnar SU er 250 tonna bátur, smíðaður í Austur-Þýzka- landi fyrir 15 árum. 1 Neskaupstað gekk sjór ytfir götu og bar á hana stóra steina. Þrír bátar, sem stóðu í vetrar- lægi, brotnuðu og eru taldir ó- nýtir. Stór nótabátur, sem not- aður hefur verið sem flutninga- bátur, tók sig upp og sigldi yfir fjörðinn. Margiir aðrir bátar færðust til, en skemmdir urðu engar á þekn. Sérfræðingar með gasgrímnr og i sérstökum hlifðarfötum rann- saka tunnur með eitiirefnum, sem rak á land á Cornwall-skaga á mánudag. Eiturefnum Dýrðar- veizla Pliiladeiphia, 19. jan. AP AUDKÝFINGURINN og lista- verkasalinn Reese Palley frá Atlantie City í New Jersey S Bandaríkjunum verður fimm- • tugur á morgun, fimmtudag, og hefur ákveðið að halda upp á afmælið í París. Hefur Pall- ey tekið á leigu tvær risaþot- ur Pan American fiugfélags- ins af gerðinni Boeing 747 tií að flytja 725 vini og ættingja til Parísar, þar sem hópurinn dvelst í þrjá daga á Interoont inental hótelinu. Palley, sem á listaverkasöl ur í Atlantic City, New York og San Franoisco, hefur pant að 370 herbergi á hótelinu i Paris fyrir sig og gesti sina. Er hópurinn væntanlegur til Parisar á fimimtudagsmorgun, en kemur heim til New York á sunnudag. Fulltrúi Pan Am flugfélagsins hefur staðfest að Palley hafi greitt 110 þús- und doliara (rúmlega 9V4 milljón króna) í fargjöld. Þá hefur hann pantað gríðarleg- ar afmælistertur til að bjóða gestunum ura borð, og hver gestur fær þar einnig skraut- legt. glas með áletraðri mynd af afmælis-,,barninu“. Tals- maðurinn sagði að gestirnir kæmu frá 20 ríkjum Banda- rikjanna, og að starfsmenn flugfélagsins hefðu unniö að skipulagninigu ferðarinnar frá því í júlí í fyrra. „Þetta var vandasamt verk, en skemmti- legt,“ sagði hann. skolar á land Palmouth, 18. jan. — NTB. SKIP og sjóliðar frá brezku strandgæzlunni eru á verði vifl snð-vesturströnd Bretlands eftir að rúmlega hnndrað tunnum af eiturefnum skolaði á land i nánd við Falmouth á mánudag. FuII- víst er talið að tunnurnar séu hluti af farmi spænsks flutninga skips, sem sökk i fyrra mánuði á Biskaíaflóa. Var skip þetta meðal annars að flytja um 2000 tunnur af eiturefnum, sem not- uð eru í málningu og plast- kvoðu, til brezka félagsins Uni- on Carbide. Á Biskaíaflóa kvikn aði í skipinn og það sökk eftir að áhöfninni hafði verið bjarg- að. Eiturefrún í tunnunum eru bráðhættuleg, og hefur öll um- ferð verið bönnuð um strand- liengju við Falmouth. Þar hafði ein tunnan brotnað i fjöruborð- inu og eitrinu skolað á land. Ótt- azt er að fleiri tunnum skoli á laind, og er því strandgæzlan á stöðugum verði. Til greina befur komið að banrna altar veiðar á miðunum út af Cornwall-skaga af ótta við að fiskur þar hafi orðið fyrir eitrun. Á fundi með fréttamönnum i London í dag skýrði talsmaður brezku stjórnarittnar frá því að í fármi spænska skipsins hafi meðal annairs verið 400 tunnur af eiturefninu TDI, sem er mjög hættulegt. Eitur þetta er vökvi, og uppgufun frá honum innan dyra getur valdið dauða þeirra, sem anda henni að. Utan dytra getur uppgufunin valdið andþyngslum og brunasárum á húð. Þessi sjóreki er versta áfall, sem íbúar Cornwall hafa orðið fyrir frá því að olíuflutniniga- skipið Torrey Canyon straindaði og sökk við Scilly-eyjar í nuarz 1967 og hluti ol'íufarmsins flæddi inn yfir strendumar. Loftbardagi háður yfir N-Vietnam Saigon, 19. janúar, AP. HARDUR loftbardagi var háður yfir Norður-Víetnam í dag, og áttu þar bandariskar Phanton- þotur i höggi við MIG-21-þotur frá Norður-Víetnam, og flug- skeyti, sem skotið var á þær af jörðu niðri. Ein Phantonvélin grandaði cinni norðiir-víetnömsku þotunni, en þær bandarísku sneru allar heim heilar á húfi. Flugher Norður-Víetnamis hefur sig yfirleitt ekki miikið í frammi, enda missir hann tölfræðilega séð rúimlega tvær þotur fyrir hverja eina, sem honum tekst að granda fyrir Bandaríkjamönnum. Þó hef- ur hann nokkuð stundað það að gera árásir á bandarísku flugvél- arnar þegar þær koma hlaðnar sprengjum, og eru seinar í svif- um. Loftbardaginn í dag hófst með því að SAM-loftvarnaeldflaugum var skotið að Phantom-þotunum, og svo til um leið lögðu MIG- þoturnar til atlögu. BandaríSku þoturnar dreifðu sér til að forð- ast eldflaugarnar, og réðust þá MIG-þotuirnar á þær. Letknum lauk sem fyrr segir með því að MIG-þota var skotin niður, en Phantom-þoturnar komust allar heim, þótt ein þeirra væri löskuð Vísað til sáttasemjara SAMNINGAR hafa enn ekki tek- izt milli hárgreiðsl'usveiina og hárgreiðslumeistara, en verkfaR háirgreiðslusveiina hefur • sbaðið síðan á laugardag. —*• Hefur málinu verið visað til sáttasemj- ara rikisÍTis, en hann hefur ékfcl boðað tll fundar með deiluaðilum enn sem komið er. — Handtökur Framhald af bls. 1 skýrslu um ástandið í Rhodesíu. Skýrði sir Alec frá því, að hann hefði óskað skýringar frá Iaui Smith um ástæðurnar fyrir handtöku Todds, fyrrum forsæt- isráðherra, og viðurkenndi að at- burðirnir í Rhodesíu undanfarna daga hefðu valdið brezku stjóm- inni miklum áhyggjum. Þá sagði sir Alec að Ian Smith hefði í dag sent brezku stjóm- inni orðsendingu þess efnis, að handtaka Todds stæði ekki í neinu sambandi við gagnrýni hans á kynþáttastefnu stjómar- innar, heldur hafi hann og dótt- ir hans verið fangelsuð af örygg- isástæðum. Að undanförnu hafa óeirðirn- ar aðallega verið í Gwelo, þriðju stærstu borg Rhodesíu. Tókst í gærkvöldi að bæla þær óeirðir niður, og var allt með kyrrum. kjörum í borginnl í dag. Hins vegar hófust í dag óeirðir i einnl útborga Salisbury, og í borginni Fort Victoria, rúmum 300 kíló- metrum fyrir sunnan höfuðborg- ina. Fjölmennt lögreglulið var kvatt út í báðum borgunum, og beittu lögreglumenn táragasi til að tvístra blökkumönnunum, sem stóðu að mótmælaaðgerð- um þar. LESIfl DHCLECn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.