Morgunblaðið - 20.01.1972, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.01.1972, Blaðsíða 2
2 MOR/GUINBLAÐLÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1972 Verzlanir opnar á laugardögum: Eðlileg krafa neytenda — segir Hjörtur Jónsson, form. Kaupmannasamtakanna MIKIL óánægrja hefur komið frani meðal verzlunarfólks vegrna framkvæmda á stytting-u vinnu- * vikunnar. Hafa sumar verr.lanir auglýst að þær opni ekki fyrr en kl. 1 á mánudögrum en aðrar að þær opni ekki fyrr en kl. 10 þrjá dagra vikunnar. Verzlunar- fólk virðist hins vegar ekki sætta sig við þessa tilhögun og efndi til almenns félagsfundar um mál ið í grær. Óska félagsmenn þess eindregið, að þeim verði gefinn kostur á að vinna dagrvinnutím- ana á öðmm dögum en laugar- dögum, en í samningum þeim, sem undirritaðir voru 4. desember sl. er skýrt tekið fram, að hámarks- dagvinnutíma skuli vinna á til- teknum tíma, þ.e. frá kl. 9.00 til kl. 18.00 alla virka daga nema laugardaga frá kl. 9.00 til kl. 12.00. Af þessu tilefni hafði Morgun- "> blaðið samband við Hjört Jóns- son, formann Kaupmannasam- takanna, og spurðist fyrir um viðhorf kaupmanna í þessu máli. — Okkur er kunnugt um ósk- ir verzlunarmanna um að vinna sé felld niður sem mest á laug- ardögum. Um þetta snerust við- ræður í kjarasamningunum mik- ið, en kaupmenn töldu að það væri ótiugsandi að fella niður afgreiðslu á þessum dögum og töldu sig hafa þær skyldur við neytendur að á það væri ekki hægt að fallsist. Enda voru sarnn- ingar þeir sem gerðir voru þann- ig, að heknilt er að hafa af- greiðslutíma á laugardögum ó- breytta.n frá því sem áður var. En vegna laga um styttingu vinnuvikunnar hjá verzlunar- fólki varð að komast að sam- komulagi um það hvernig sú stytting ætti að verða i fram- kvæmd. — Vinnuvika styttist um 4 tíma, og samkomulag varð um * að afgreiðsluttminn styttist þess vegna þannig, í fyrsta iagi að einn tími ynnist upp á fostudög- um, þar sem dagvinna endar kl. 6 í stað kl. 7 áður, en hinir þrír Vesturland KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis- flokksins á Vesturlandi heldur aðalfund á Akranesi sunnudag- inn 30. janúar kl. 3 e.h. í hótelinu á Akranesi. Venjuleg aðalfund- arstörf. Á síðasta vetri var aðalfund- urinn haldinn í Grundarfirði, og verður sá háttur upp tekinn að halda þennan árlega fund í fé- lagsstarfi Sjálfstæðismanna í þessu kjördæmi til skiptis á ýms- um stöðum á svæðinu, en fram til ársins 1970 hafa allir fundir kjördæmisráðs verið haldnir í Borgarnesi, sem liggur miðsvæð- Lagasmiði | Fiðlarans boð- ið til íslands STARFSMANNAFÉLAG Sin-I fóníuhljómisveitar Islands muni efna til dansleiks 19. marz og/ hefur þá boðið hingað hinui f ræga bandaríska tónííkáldi | Jerry Bock. Jerry Bock er sj álfsagt kunní astur hér af Fiðlaranum á þak-! inu, en hann samdi lögin í( þessu leikriti, sem hlutu mikl-( ar vinsældir um allan heim. Auk þess hefur hann samiði óperur, sem vinsælar hafa orð-1 ið, svo sem óperuna um La( Guardia og fleiri. Hjörtur Jónsson. tímarnir sem eftir verða næðust með því að gefa fólki frí í þrjá tima á mánudagsmorgnum. 1 öðru lagi með því að gefa fólki frí 1 dag hálfsmánaðarlega og í þriðja lagi með samkomulagi milli starfsfólks og vinnuveit- enda um aðra vinnutilhögun. — Þeir möguleikar, sem enn hafa komið til greina undir þess um síðasta lið um samkomulag milli aðila samningsins eru t.d. að gefa frí fyrir hádegi einhvern einn dag vikunnar, að opna kl. 10 þrjá fyrstu daga vikunnar, eða hálf tíu sex daga vikunnar, og að gefa fólki lengra sumar- frí. Allir þessir möguleikar rúm- ast innan þeirra samndnga, sem undirritaðir voru 4. desember sl. —- Þessi heimild, sem hér er rætt um, þótti nauðsynleg, og var höfð í samningunum vegna þess að hinar ýrrtsu sérgreinar verzlunarinnar þjóna mismun- andi þörfum neytenda, og þar af leiðandi hentar ekki sama regl an öllum. Enn er ekki komin reynsla á það, hver af þessum möguleik- um muni bezt henta sérgrein- um verzlunarinnar, og við því mátti alltaf búast að nokkur tími liði áður en það væri kiomið í fastmótað form. — Þurfa verzlanir að vera opn ar á laugardögum? — Verzlunin er fyrst og fremst þjónustugrein, og hennar hlutverk er að afgreiða vörur til fólksins á þeim tíma sem fólki hentar bezt. Þróunin hefur beinzt í þá átt, Framhald á bls. 19 Aukafundur S.H. um afkomu frystihúsa SOLUMIÐSTOÐ hraðfrystihús- anna efnir til aukafundar að 34 árekstrar TUTTUGU og einn árekstur vavð 1 umferðinnd í Reykjavík í fyrra- dag og klukkan 19 í gærkvöldi höfðu lögreglunni borizt til- kynningar um 15 árekstra. — Hvergi urðu alvarleg meiðsl á fólki. „Þetta kemur við ökumenn ina í sjálfsábyrgðinni," sagði lög- regluþjónninn, aem Morgunblaðið ræddi við. „Það er ekkert hæg- ara en að koma tjóninu í 7.500 krónur." liliili Bjarni Eyjólfsson ritstjóri látinn f FYRRAKVÖLD lézt að Vifils- staðahæli, Bjarni Eyjólfsson rit- stjóri, formaðuT Kristniboðssam baindsins, 58 ára að aldri. Bjarni hefur veirið forrnaður Kristniboðssambandsins í 35 ár og jafnfnamt ritstjóri blaðs þes», Bjarma, um langt árabil. Er séra Bjairni Jónsson vígslubiskup lézt, varð Bjami Eyjólfsson formaður KFUM og gegndi harm. því starfi tii dauðadags. Bjarni hafði átt við langvairandi veikindi '• að stríða. Hótel Loftleiðum á morgun, föstudag, og hefst hann klukikan 14.00. Á fundinum verður rætt um afkomu frystihúsanina, en ekus og fram hefur kornið í frétt- um telja forráðamenn hraðfrysti- iðnaðarinis að með þeirn aðgerð- um, sem gerðar voru á sl. ári og niúna um áramótin, sé rekstrar- grundvöllur hraðfrystihúsanna brostinn. Geir Giuuiar Fræðslufundir Giiðiniindur Magnús Verkalýðsráðs og Qðins: Skattabreytingar ræddar n.k. mánudag UNDANFARNA vetur hafa Verkalýðsráð Sjálfstæðis- flokksins og Málfundafélag- ið Óðinn, staðið fyrir fræðslu fundum, sem tekizt hafa mjög vel, fundirnir vel sótt- ir og mörg málefni rædd. Mánud. 24. jan. n.k. hefj- ast þessir fræðslufundir að nýju og verður fyrsti fund- urinn um SKATTAMÁL. Þessi mál eru nú í brenni- depli og eru, eins og allir vita, væntanlegar stórhreyt- ingar á skattakerfinu. Það er því mikil nauðsyn að kynna og ræða til hlítar þessi frumvörp ríkisstjórn- arinnar, sem nú liggja fyrir Alþingi. Framsögumaður á þessum fyrsta fundi verður Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri. Þegar hefur verið ákveðið, til viðbótar, að halda tvo fundi í febrúar og tvo í marz. Mérnud. 14. febrúar verða atvinnu- og kjaramálin á dagskrá, fram- söguimaður Guðmundur H. Garðarsson, formaður Verzlun- ai-mannafélags Reykjavikur. — Mánud. 28. febrúar verða hús- næðismálin á dagskrá, fram- sögumaður Gunnar Helgason, formaður Verkalýðsráðs Sjálf- stæðisflokkisins. Fræðslu- og f jár mál verkalýðssamíakanna verða svo tekin tH umræðu á fundi, sem haldinn verður mánud. 13. marz og verður Magnús L. Sveinsson, skrifstofustjóri V.R., framsögumaður. Síðasti fundur- inn, sem ákveðinn hefur verið, verður 27. marz. Fundurinn verð- ur í fyrirspumaformi, en slikt fundarform hefur gefizt mjög vel. Fengnir verða til að sitja fyrir svörum, nokkrir þingmerm og borgarfuHtrúar Sjálfstæðis- flokksins. Að lokum er rétt að geta þess, að á eftir framsöguerindum verða leyfðar fyrirspurnir og frjálsar umræður. Rétit er einn- ig að kynna, að nú er á loka- stigi undirbúningur að málfunda námskeiðum, sem haldinn verða inn á milli þessara funda, sem að ofan greinir. Verður þar leið- beint í ræðumennsku, framsögn og fundarstjórn og einnig teknir fyrir ákveðnir málaflokkar, sem nánar verður getið um síðar, þegar þetta verður orðið full- mótað. Allir fundirnir verða haldnir í Valhöll við Suðurgötu og hefjast kl. 20.30. (Fréttatilkynning frá Verka- lýðsráði og Óðni). Ríkisskattstjóri á fundi sveitarstjórnamanna: 100 kr. tekjuaukning getur þýtt 4.800 króna útsvarshækkun — vegna stighækkandi útsvars- stiga á heildartekjur Á FULLTRÚAFUNDI Sambands íslenzkra sveitarfélaga I gær gaf Sigurbjörn Þorbjörnsson, rikis- skattstjóri, þær athyglisverðu upplýsingar, að það gæti kostað hjón með fjögur böm 2700 kr. í útsvar að hafa 100 kr. meira i tekjur, ef beitt væri heimildar- ákvæðum 27. gr. tekjusitofna- frumvarpsins. Er þá miðað við, að hjónin nái þvi að hafa 380.000 kr. í árstekjur í stað þess að hafa 379.900 kr. Hjón með fimm böm töpuðu 4.800 kr. ef þau næðu 390.000 kr. í árstekjur í stað þess að halda sig við 389.900 kr. Þessi undarlega niðurstaða kemur út úr dæminu vegna þess, að í frumvarpinu er gert ráð fyrir stighækkandi útsvari á heildarbrúttótekjur. Má nefna önnur dæmi hliðstæð þessu eins og það, að 100 kr. tiil eða frá í tekjur geta munað 1000 kr., eft- ir því hvort framteljandi lætur sér nægja 449.900 kr. eða er svo óheppinn að ná nákvæmlega 450.000 kr. Ríkisskattstjóri benti á, að Samningar verzlunar- manna í Skagafirði SAMNINGAR þeir, sem náðust á fundi með sáttasemjara rikisins milli Verzlunarmannafélags Skagafjarðar og kaupmanna þar í héraði voru siamþykktir með yfirgmæfandi meirihliuta atikvæða á félagsifundi í Verzlunarmanna- félaginu á Sauðárkróki í gær. — Kaupmenn og Kaupfélag Sfeag- firðinga samþykfetu einndig sam- komulagið fyrir sitt leyti. I því felist, að verzlanir í Skagafirði verða lokaðar á laugardögum fyrstu sex mánuði ársins, en opnar til hádegis á laugardögniim slðari sex miámiðina. f staðinn fyrir hverja tvo unna lauigardaga fá verziunarmenn einn heilain fri- dag og má gjarnan safna þess- um fríidögum saman og jafnvel tengja þá við sumarfrí. Geta þessir fnídagar orðið allt að þrettán talsins. komast mætti fram hjá dæmum eins og þessum með því að hafa persónufrádrátt, sem smáeydd- ist, eftir þvi sem tekjurnar hækk uðu. Samikvæmt núgildandi skatta- lögum getur enginn tapað á þvi að afla sér aukinna tekna. — Andsovézkur Framhald af bls. 1 ur þeirra eiga ekkert sameigin- legt við raunveruleikann. Faðirinn segir, að Vladimir hafi komið til Sovétríkjanna ár- ið 1963, og aftur 1967 fór faðir- inn í heimsókn til sonar sins. „Mér er auðið að heimsækja son minn hvenær sem er,“ segír hann, „en ég hef ekki getað það vegna heilsu eiginkonu minnar. f raun get ég ásamt fjölskyldu minni farið til sonar míns og búið hjá honum.“ David Ashkenazy segir, að hvorki hann né fjölskylda hans hafi nokkru sinni hugsað sér að yfirgefa heimalandið, Sovétríkin. „Hér hef ég starfað og hér hef ég búið allt mitt líf,“ segir hann, „og allt hér er mér mjög náið og kært. Ekkert annað land er til á þessari jörð, sem fjölskylda mín getur búið i. Þeir herra- menn, sem velta sér upp úr sora, mega hafa þetta í hu-ga,“ “ Píanó- leikarinn bætir þvi við, að kona hans og dóttir hafi gefið fullt samþykki sitt við hinu opna bréfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.