Morgunblaðið - 20.01.1972, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1972
5
Bakkahús.
Bakkahús og Sólberg
Karl Vennberg:
Erunghugsun
í bók minni ?
Fyrir sköm m u kom út hjá
Gyldendal 2. útgáfa 1. bindis rit
verksins „Bak'kehus og Sol-
bjerg“ eftir Troels-Lund.
Þetta þriggja binda verk kom
fyrst út á árunum 1920 22, en
höfundurinn lifði aðeins að líta
augum útkomu 1. bindis. Áður
hafði hann skrifað 12 binda
verk: „Dagligt Liv í Norden“ og
telur sjálfur „Bakkehus og Sol-
bjerg“ óbeint framhald þar af.
Sagnfræðingurinn Troels-
Lund var sérlegur gestur Frið-
riks konungs VIII., þegar hann
heimsótti ísland árið 1907.
1 formálsorðum sinum segir
Troels-Lund frá nokkrum
bernskuminningum úr Gamla
Bakkahúsi, þar sem hann dvald
ist á sumrin með fjölskyldu
sinni, og er honum staðurinn
skiljanlega enn kærari af þeim
sökum.
Þetta bindi íjaliar annars að
mestu leyti um Rahbekhjónin,
Kömmu og Knud Lyne, sem
bjuggu í Gamla Bakkahúsi um
1800 1830 og vini þeirra og
gesti þar á heimilinu, en það
voru einmitt þeir andans menn,
sem settu mestan svip á danskt
menningarlítf á þeim árum.
Bókin er sérlega létt og
skemmtileg aflestrar eða eins og
höfundur sjálfur segir í formál-
anum: „Hvorki skáldsaga, ævin
týri, heimspeki, sagnfræði,
hversdagsmas, ekki aðeins al-
vara eða gaman — heldur sitt
litið af hverju þessu. ..."
Fyrir þá, sem vilja kynnast
Kaupmannahöfn af öðru en
Nellunni og Nýhöfn, pornó og
iævsjó og hafa áhuga á þeim
gru nni, sem hún er byggð á, er
bók þessi kjörin til að kynnast
einum hluta þess grunns, Sól-
bergi hinu forna, sem nú ber
nafnið Friðriksberg.
Skáldið og íslandsvinurinn
Hans Hartvig Seedorff, sem nú
býr í heiðursbústaðnum i Gamla
Bakkahúsi, hefur séð um þessa
nýju útgáfu. Auk þess að skrifa
fögur og snjöll formálsorð hef-
ur hann fært alla bókina til nú-
tímastafsetningar, safnað í hana
nýjum myndum og skrifað við
þær texta.
Seedorff lýsir því í formáls-
orðum sínum, er hann ungur
maður lór n.k. pílagrímsför út í
Bakkahús og sá þar hrörnun-
ina og vanhirðuna. Meira að
segja stofan hennar Kömmu var
þá eldiviðar- og verkfæra-
geymsla. En Danir voru svo lán
samir að endurreisa þessi húsa-
kynni af mi'klum myndarskap
og þar er nú minjasafn.
Þegar ég virði fyrir mér mynd
irnar af endurreistri stofunni
hennár Kömmu, kemur ósjálf-
rátt fram í huga minn mynd af
hrörlegu bjálkahúsi vestur á
sléttum Kanada.
Gætum við ekki, islenxk
systkini austan hafs og vestan,
farið að dæmi Bakkahúsvin-
anna og safnað svo sem eins og
iandviirði einnar Geirfuglssöfn-
unar og endurreist þetta hús,
þar sem skáldið ástsæla velti af
sér reiðingi daglega stritsin®
forðum daga?
Anna María Þórisdóttir.
Sænska ljóðskáldið Karl Venn
berg, gladdist að vísu þegar
honum var tilkynnt að hann
hefði hlotið Bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs, fyrir ljóðabók
sína „Sjö orð í neðanjarðarlest-
inni“, en taldi samt að aðrir
hefðu frekar unnið til þeirra,
sjálfur hefði hann gefið Finn-
anum Pentti Saarikoski, sitt at-
kvæði.
„Sjö orð í neðanjarðar-
lestinni“ er fyrsta ljóðabók
Vennbergs í ellefu ár. 1 grein-
argerð sinni fyrir veitingunni,
segir dómnefnd Norðurlanda-
ráðs að Vennberg hafi skipað
mikilvægan .sess i norræn-
um skáldskap, allt frá því að
hann varð fyrst verulega þekkt
ur, á fimmta tug aldarinnar. 1
þessari nýju bók sinni hafi
hann tekið saman og kristallað
efasemdir og trú eftirstríðsár-
anna, gert þessa þætti mannlega
og gætt þá pólitisku lífi.
Sænsku blöðin hafa að von-
um skrifað töluvert um verð-
launaveitinguna, og eru öll sam
mála um að Vennberg hafi átt
verðlaunin fullkomLega skilið.
Göteborgs Handels og Sjö-
fartstidende segir t.d. að grein-
argerð dómnefndarinnar sé hér-
umbil samhljóða dómum flestra
gagnrýnenda, þegar ljóðabókin
var gefin út. Hún hafi verið sig
ur, bæði fyrir Vennberg og
sænska ljóðlist.
Expressen, tekur i sama
streng og kallar „Sjö orð í neð-
anjarðarlestinni", handbók í
lífslist.
Aftonbladet, þar sem Venn-
berg starfar sem yfirmaður lista
deildar, er ánægt með, og sam-
mála niðurstöðum dómnefndar-
innar. Þáð birtir stutt viðtal við
Vennberg, þar sem hann talar
um verkefni sín og drauma.
Fyrst er talað um verðlaunin:
— Hlutfallslega hafa of marg-
ir Svíar fengið þessi verðlaun.
Kannski er það vegna þess að á
hinum Norðurlöndunum les fólk
okkar bókmenntir með allt öðru
hugarfari en við lesum bókmennt
ir þaðan. Fólk er mjög rausnar-
legt.
Upp á siðkastið hefur Venn-
berg mest unnið að því að þýða
Biblíuna yfir á nútímamál. Það
er ekki hægt að nota orð sem
eru orðin úrelt, segir hann. Þýð
endahópurinn vinnur að mjög
breyttum texta. Það er mikil
þörf fyrir hann. Vennberg býst
þó ekki við neinni trúarlegri
endurfæðingu.
Vennberg er ánægður með síð
asta áratuginn: — Það markverð
asta var stjórnmálalegt og þjóð
félagslegt samsæri ungdómsins.
Atburðirnir í París 1968 fyrst
og fremst.
Hann er ekki eins ánægður
með sundrung vinstri aflanna,
en er þó ekki svartsýnn á
stjórnimálaþróunina næstu árin.
Hins vegar er hann ekki jafn
bjartsýnn á hlutskipti einstakl-
ingsins.
Karl Vennberg.
- Ég trúi ekki á neina pai’a-
dís fyrir manneskjuna sem ein-
stakling.
Hann er spurður: — En af '
öllum þínum hlutverkum, þykir
þér ekki vænst um hlutverkið
sem „afvegaleiðari ungdómsins“,
eins og þú kallar það i nokkr-
um ljóðum þínum?
Það er draumur allra rit-
höfunda. Þau áhrif sem ég varð
fyrir í aisku hafa mótað mig.
Nú verður mér ekki eins mikið
um að lesa bækur. Ég vildi
gjarnan komast í samband við
unga fólkið sem upplifir bók
sem „lífshættulega og nauðsyn-
lega“.
— En það er ekki hægt að
skrifa fyrir þennan dulda
draum.
— Á fimmta áratugnum skrif-
aði ég fyrst og fremst fyrir bók-
menntahneigt fólk, í öðru lagi
fyrir almenning. Ég skrifaði
sjálfur heimilisfangið á umslag-
ið. Nú veit ég ekki fyrir hverja
ég skrifa. Ég vildi gjarnan vita
hvort til er ung manneskja sem
getur fundið unga hugsun í bók
minni.
úrvals sdtkjöf.
m
SÖLTUM
SKROKKINN
FYRIR kr.
Veizlumotur
mp***"
Smurt bruuð
og
Snittur
SÍLDSFISKUR
Laugalœk B
■imi 3 BO 20
IBUÐIR VIÐ VESTURBORGINA
□ □
- - Ooj—- -'ol □ □ pi
Vorum að fá til sölu 5 og 6 herb. íbúðir að Tjarnarbóli 6,
íbúðirnar eru 3 og 4 svefnherb., 2 stofur, eldhús. búr og bað. —
Stórar svalir. Fallegt útsýni. íbúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk.
Teikningar á skifstofunni.
ÁÆTLAÐ KAUPVERÐ: SKIP og FASTEIGNIR
5 herb. 1.875.000.00 Skúlagötu 63.
6 herb. 1.950.000.00 Síini 21735, eftir lokun 36329.
SKIP &
BÁTAR
HÖFUM TIL SÖLU 3 — 6 — 10 — 44 — 45 — 54
67 — 70 — 72 tonna eikarbáta. Auk þess 30—300
tonna stálfiskiskip. Okkur vantar báta í umboös
sölu. Sérstaklega af stærðunum 10—40 tonn, svo og
vantar okkur 200—400 tonna togskip
MIÐSTÖÐIN
KIRKJUHVOLI
SIMAR 26260 262 61