Morgunblaðið - 20.01.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.01.1972, Blaðsíða 12
12 MORGUiNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1972 Frá hinur.i fjölmenna Varðarfundi sl. mánudag-skvöld. (Ljósm. Ól. K. M.). * Matthías A. Mathiesen á Varöarfundi: Skattlagningin á að örva til atvinnurekstrar SL. MÁNUDAGSKVÖLD efndi Landsmálafélagið Vörður til fundar um tekjustofnafrumvörp rikisstjórnarinnar og var hann tnjög fjölmennur. Frummælend- ur voru Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra, og alþingis- mennirnir Matthias Á. Mathiesen og ólafur G. Einarsson. Síðan svaraði Halldór E. Sigurðsson fyrirspurnum. Fundarstjóri var formaður félagsins, Valgarð Briem. Halldór E. Sigurðsson fjár- málaráðherra sagði í upphafi máls síns að höfuðtilgangurirm með skattalagabreytÍTigunum vaeri sá að skattbyrðuTiium væri réttlátar dreiift en áður, þær jrrðu einfaldari, en það þýddi tlins vegar ekki, að skattbyrðin lækkaði. Hann taldi að hið nýja kerfi yrði hentara fyrir stað- greiðslukerfi skatta. Ráðherrann bar saiman einstök dæmi um be'kjuþyngd í samibandi við breyt- Inguna og sagði, að samkvæmt útreiknimgum Efnaihagisstofnun- arinnar væri niðurstaðan á heild arsamanburðinum sú, að ekki yrði um umtalsverða breytingu á Skattbyrðinni, að ræða. Hann sagði ennfremur, að miðað við eldri lög væri „ekki þrenigdur kostur fyrirtækja nema siður sé“. Að lokum sagði fjár- málaráðherrann: Stefnan er rétt. Það skiptir mestu máli. Vinnu- lagið má alltaf laga síðar. Matthías Á. Mathiesen alþingis maður gerði greim fyrir þeirn sjómarmiðum, sem Sjálfstæðis- menn hafa fylgt í sambandi við skattiagmingu fyrirtæíkja. Eru þau eimkum fólgin í þvi, að skatt- lagnimgin sé með þeim hætti, að hún örvi einkaaðila til þess að stofna til atvimmurekstrar og verki þanmiig hvetjamdi á þær efmahagslegu framfarir, sem hverri þjóð eru nauðsymlegar. Hamn rakti skattalagaibreytimg- amar, sem viðreisnarstjómin beitti sér fyrir á árumum 1960 til 1962, svo og skatitabreytiingamar sL vor, og sagði hanm, að frá- farandi ríkisstjórn hefði við und- irbúmimg þeiirra látið kamna sér- staldega stöðu islenzkra fyrir- tækja með hiiðsjón af væntan- legri samkeppni. á Eftamarkaði. Þær breytingar hefðu þanniig verið gerðar til þess að skapa íslenzkum iðmfyrirtækjum þá að- stöðu skattalega séð, sem nauð- synlega hefði verið tekin. Alþingismaðurinn vék að þeim breytingum, sem nú eru fyrirhug aðar með frumvarpinu um tekju- og eignarskatt. Gagnrýndi hann mjög þau ákvæði, sem gamga í þá átt að gera stöðu íslemzkira fyrirtækja lakari erlenduim, m. a. rmeð því að laigt er til að breyta ýmsum fymimgarákvæðum og endurmatsreglum, svo og með þvi að skattprósenta er hækkuð um 23% auk þess sem eignarskatts- prósemta væri haekkuð verulega Þá átaldi hann, að nú skyldi lagt til að fella niður nýmæli sem lögfest var i vor, um myndun hlutafélaga, sem hefðu rétt til að leggja í arðjöfmunarsjóð gegn ákveðnu skattgjaidi, en útgreidd- ur arður til eiigenda yrði skatt- frjáls. Sagði alþimgismaðurinn, að þetta nýmæli hefði verið tek- ið upp að fyrirmynd ýmissa nágrannaþjóða okkar í því skyni að örva áhuga almennings til þátttöku í atvinnuirekstrinum, en það hefði háð hirnum íslenzka at- vinmurekstri, að hamn hefði Skort eigið fé. Að lokum sagði þin'gmiaðurinn, að ail'ar breytimgar frá þeim ný- •mælum skattalaga, sem tekin hefðu verið upp í vor, væru nú bornar fram - án nokkurs rök- stuðnings og aðeins um þær sagt, að ákvæðin hefðu ekki verið að skapi núverandi stjómarflokka. Væru það vissiílega kaldar kveðjur núverandi valdhafa til íslenzks atvinnurekstrar. Ólafur G. Einansson ræddi að- aliega tekjustofnafirumvarpið, Hann sagði, að engir útreikning- ar hefðu fylgt frumvarpinu og sér væri ókunnugt, hvaða út- reiknimga nefndin, sem vann að samningu þess, eða ríkisstjórn- in hefði látið gera. Hins vegar hefði stjórn Samb. ísl. sveitar- félaga á fundi sínum milli jóla og nýárs samþykkt að láta reikna út tekjur hvers sveítar- félags i landinu fyrir sig, sam- kv. frumvarpdnu. Þetta verk hefði verið unnið af Efnahags- stofnuninni og Slkýrsluvélum rík isins og Reylkjavikurborgar. Sið- an sagði þingmaðurinn: Áætlun- in tekur til tekjuútsvara fast- eignaskatta og aðstöðugjalds 1972. Þegar á heildina er litið má segja, að tekjur sveitarfélaganna af þessum stofnum séu þær sömu og voru 1971, þó 2,39% lægri, sem þýðir reyndar um 80 millj- ónir kr. Hækkun þessara gjalda milli ára vegna hærri tekna og meiri veltu tapast hins vegar, en er að nokfkru bætt upp með því að ríkissjóður tekur að sér greiðslur, sem áður hvíldu á sveitarfélögunum. Hins vegar sýna þessar áætl- anir svo stórkostlegar sveiflur í tekjuöflun hinna einstöku sveit- arfélaga, miðað við síðasta ár, að furðu vekur að rílkisstjórnin skuli leggja frumvárpið fram án nókkurra fyrirtieita um það að úr verði bætt. Alþingismaðurinn varaði við því, að með því að fella niður tekjuútsvar af fyrirtækjum væri höggvið á tengslin miilli sveiitarfé- laganna og fyrirtækjanna. Þvi ylli, að áhugi sveitarstjórna á því, að öflug og vel rekin fyrir- tæki væru innan þeirra marka, minnkaði. Það hefði aftur í för með sér aukin afskipti ríkisvalds ins af atvinnurekstrinum, en að því stefndu auðvitað allar vinistri stjómir. Þetta hefði svo í för með sér kröfur sveitarfélaganna um að ríkið kæmi á fót atvinnu- rekstri úti um landið til þess að ekki væri hægt að ætlast til þess að fyrirtækin yrðu nokk- urs konar þurfalingur. á sveitar- félögunum, auk þess sem með afskiptum rikisvaldsins yrði bú- ið að drepa í dróma alla sjálfs- bjargarviðleitni þeirra sem í at- vinnurekstrinum hefðu staðið. Halldór E. Sigurðsson, fjár- málaráðlherra sagði, að nýju tekjustofnalögin snertu verst þau fyrirtæki, sem hefðu haft mestar tekjur af rekstri fyrtr- tælkja. Um visitöluna sagði hann, að hann ætti erfitt með að átta sig á því, hvers vegna menti sættu siig ekki við það að af- nám persónuskatta lækkaði vísi- töluna. Vísitalan væri útreilknuð samkvæmt ákveðnum lögum, Eif útgjöldin hælkkuðu, hækkaðt vísitalan. Ef útgjaldaliðir laíkk- uðu, laslkkaði^Tsitalan. Þá sagði hann, að með afnáml aðstöðugjaldsins væri koffnið tll móts við atvinnurífesturinn. Eftirfarandi menn lögðu frarn fyrirspurnir til ráðherransi Gunnar Thoroddsen, Páll S. Páls- son, Árni Jónsson, Herbert Guð- mundsson, Hauikur Hjaltason og Steinar Steinsson. - SÍS krafid Framhald af bls. 28. um. Skaðalbótatorafan er þar httt sama, en hætokuð um eina millj. dollara, í 2,8 milljónir. Fyrir al- ríkisdónmstólnum er krafan aiðan þrefölduð, þannig að samanlögð upphæð skaðabótatorafnanna fyr- ir báðum dómstólunum er 10,3 milljónir dollara eða 919 milljóni- ir íslenzkra króna. Lögfræðingar Samibands ís- lenzkra samvinnuifélaga í Randa- ríkjunum véfenigja lögsókn dórnis ins yfir Sambandinu, þar eð það er erlent fyrirtæki í Bandaritoj- unum og seldi Mrs Paul’s Ki't- chen fisk á cif-verði frá íslandi. Er þvi beðið úrskurðar dömstól - anna um það, hvort Iögsaga þeirra nær • til Sambandsins. Iœlaind Product var ekki samnimgsaðiti við Mrs. Faui’s Kitchen ag því verður það ekki dæmt fyrir brot á lögunum gegn hringamynduin- um. Krefst Iceland Product sýknu á grundvelli aðildarskorts. Þegar aðalifúndur Iceland Prod uots var haldinn í Bandaríkj'un- um í desembermánuði síðastliðn- um voru staddir þar ErlenduT Einarsson, forstjóri SÍS og stjóm arformaður Ioeland Produots, Guðjón B. Ólafsson, fram- tovæmdastjóri sjávarafurðadeild- ar SÍS og Benedikt Jónsson fram kvæmdastjóri Hraðfrysbihúss Keflavrtour. Voru þá tetonar frum skýrsl'ur af Erlendi, Guðjómi <>g Óttari Hanssyni, forstjóra Ioe- land Products á skrifstofu lög- manna. Þar var etoki um rébbar- skýrslu að ræða og var sætojanda og verjanda báðum gefinn kosbur á að spyrja þá þremenniniga. Vöku á Siglufirði gefið bóka- safn Gunnars Jóhannssonar STEINÞÓRA Einarsdóltir, ekkja Gunnars heitins Jó- hannssonar, fyrrverandi al- þingismanns, hefur ákveðið að gefa Vöku, verkalýðsfé- laginu á Siglufirði, bókasafn manns síns, sem er allmikið að vöxtum. Hún tjáði fréttamanni Mbl. í gær, að hún hefði tilkynnt það norður. Hefðu fulltrúar frá verkalýðsfélaginu komið og sagzt hafa í hyggju að fá leigða stofu undir bókaisafnið í Landsbankahúsinu á Siglu- firði og hafa þar opið einu sinni í viku, en lána ekki út bækumar. — Mér líkar þessi hugmynd vel, sagðí Steinþóra. Mikið af bókunum er í góðu bandi. Gunnar var vandlátur á band og lét binda mikið inn sjálf- ur. Hann las mikið og þótti vænt um bækumar. Við höfð um verið að hugsa um að gefa þær kannski til sjútora- hússins, en ég held að þetta séu bækur, sem frekar eiga heima hjá verkalýðsfélaginu. — Eru þarna bækur um verkalýðsmál? — Já, alls konar bæku,r og þar á meðal um verkalýðs- mál. Gunnar hafði áhuga á þeim. Hann vair foruatumaður í Þrótti í 30 ár og 27 ár í bæj- arstjóm Siglufjarðar, þar af eitt kjörtímabil forseti og annað varaforseti. Við dvöld- umst á Siglufirði í 37 ár. Það voru mín beztu ár. Og þaðan hefðum við aldrei farið, ef börnin hefðu ekki verið farin í burtu. — Hvað voru þau mörg? — Ég átti 9 böm og við tók um að auki tvö fósturbörn. Ég missti fynri manninn minn 1921 og Gunniar ól upp börn- in. En Pétur mirnn, sonur okk ar Gunnars, var alveg sam- mála því að gefa bókasafn föð ur síns norður, sagði að ég skyldi hafa það alveg eins og ég vildi. — Veiztu hve bækurnar eru margan? — Nei, elskan mín, ég hiefi ekki talið þær, en anddyri í íbúðinni hjá okkur var þak- ið bókahillum og heil- mikið í stofunni. Ég hafði aldrei tíma til að lesa mikið sjálf. Ég hafði svo margt fólk í heimili, einu sinni vorum við 36, og svo vann ég oftast úti, einis og allir sem gátu flengið vinnu. Á sumrin tók- um við í fæði skólapilta, sem komu norður til að reisa verk smiðjuna eða vera í síld. Og í þeim hópi á ég enn góða vini.. — Þú hefur ekki legið á liði þínu um ævina. Varstu ekki líka í félagsmálum? — Jú, svolítið. Ég var í barnaverndarnefnd í 24 ár, en það var nú ekki mikið, sem maður gat afrekað þar. — Og þú ert að verða 82ja ára gömul. Ertu ættuð að norðan? — Nei, nei, ég er fædd í Selvoginum. Pabbi var for- maður á báti. Svo fluttumst við til Grindavíkur og síðan út á Strönd. Og úr því fór ég að vinna fyrir mér. — Og nú ertu komin hingað á Hrafnistu. — Já, ég kom hingað 17. maí í vor. Kom hingað mest af því maðurinn minn vair hér sjúklingur. Og ég held ég verði hér áfram. Mér líkar vel. Ég held að bezt sé fyrir gamalt fólk að vera innan um sína líka. í þeim hópi getur maður alltaf hitt fól’k, sem hefur sömu áhugamál. Ég Steinþóra Einarsdóttir situr og prjónar í herbergi sínu á Hrafnistu. hefi hér góðan fón, sem ég hefi átt lengi og mikið af plöt um með kórlögum. Og ég get lesið gleraugmalaust, ef letrið etr skýrt. En ég er að spana augun mín, gæti þess að teggja ekki of mikið á þau. Og þá etr gott að sitja og prjóna. Mér liður hór vel. Og þar með smellti Ólafur K. Magnússon mynd af Stein- þóru með prjónana sína og við kvöddium, enda sennilega búim að hafia aí henni kvöld- matinn með þvi að tefja haina frá að fam niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.