Morgunblaðið - 20.01.1972, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.01.1972, Blaðsíða 14
14 MORGUiNBLAÐCÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1972 Oígefandi W, Árvdkyr, R'&yicjavik FramikvæmdaS'tjórl Haraídur Sveins®on. Ritatjórar Matfhías Johannessen, Eýjóltfur Konráð Jórisson. Aðstoðarritstjórl Sityrmir Gunnarsson. RitstjómarfuIItrú! Þiorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóbannsson. AugJýsingastjÖrf Árni Garðar Kristlnssen. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstrseti 6, sfmi 1Ö-100. Augffýsingair Aðatetræti 6, símí 22-4-BO. Áslkiriftarg'ja'td 226,00 kr á móniuði innaniands f SausasöTu 15,00 Ikr eintakið. TEKJUSTOFNAR SVEITARFÉLAGA ERLEND TÍÐINDll Bangla Desh: Höfuðverkur frelsisins Nýtt ríki — Bangla Desh — hefur séð dag:sins ljós og er eftir öllum sólar merkjum að dæma komið í þennan heim til þess að vera. ÖUum eru nú í fersku minni þær hörmungar, sem tengd- ar voru tilurð þessa rikis, en því fer fjarri, að þrautum Bang:la Desh sé lok- ið. Á stundum er frelsið eitt það dýr- mætasta hér í heimi. Og: nú er Bangla Desh frjálst. En það er fátækt frelsi og: kannski á þetta fólk sína þyng:stu þraut eftir; að skapa sér mannsælt Iíf á rústum niðurlægingar og: hörmung:a. Mér er það enn ofarlega í minni frá ferð minni til Indlands í ágústmánuði I fyrra, hversu flóttafólkið frá A-Pak- istan, sem þá var, bar niðurlægingu sína og hörmungar af miklum kjarki. 1 minum augum fór ekkert á milli mála, að frá náttúrunnar hendi er mikill töggur í fólki Bangla Desh. En svo grimm get- ur mannskepnan reynzt meðbræðrum sínum, að jafnvel sterkustu lund megi ofbjóða, og þær aðstæður, sem þjóð Bangla Desh hefur nú uppbyggingu síns rikis við, eru vissulega til þess að reyna til hins ýtrasta á kjark og þor hvers einasta þegns. Ég minnist þess úr samtölum mínum við flóttafólk í Vestur-Bengal, að þrátt fyrir grimmilega fortið, var framtíðin því efst í huga. „Ég er á lífi,“ sagði það — forsjóninni og Indverjum feg- ið. „Og þegar ég kemst heim aftur, þá hefst ég handa á ný.“ Þessum orðum fylgdi von í auga og gjarnan bros. Og nú er flóttafólkið á heimleið. En heimkoman er allt annað en glæsileg. Fyrir það fyrsta er meginhluti flótta- fólksins Hindúa-trúar. Þegar það flúði stjórnarher Pakistans, yfirgaf það ým- ist heimili sín i rústum eða seldi eignir sinar fyrir smánarverð. Það verður ekki litið vandamál að finna þessu stað í ríkinu nýja; útvega þeim, sem „seldu“ hús sín aftur og hinum, sem ekkert eiga, verður einhvers staðar að hola niður. Það verður svo allt annað en auðvelt að kenna Múhameðstrúar- fólkinu i landinu að líta á flóttafólkið sem þjóðbræður eftir að „Indland Hindúatrúarinnar" hefur í 24 ár verið aðalandstæðingur Pakistans Múham- eðstrúarinnar og Hindúatrúarfólk I A- Bengal andstæðingsins leyniþjónar. En það er ekki bara að viðtökur flóttafólksins frá Indlandi skapi ýmsa erfiðleika. Nú er að vísu kominn tími til ,,að hefjast handa á ný“. En Bangla Desh, sem er frá náttúrunnar hendi auðugt land, liggur nú í sárum af mannavöldum og reyndar náttúruham- fara líka. Akrarnir eru í óhirðu og liggja undir skemmdum, heimili mjög margra eru rústir einar, samgöngukerf- ið er í molum, aðalútskipunarhafnimar ónothæfar — og ríkiskassinn er tómur. Indverjar hafa þegar hlaupið nokk- uð undir bagga með fjármuni, en það tekur tíma og kostar mikið fé að byggja upp af rústum. Stjórnvöld Bangla Desh hafa sagt það álit sitt, að það muni kosta jafnvirði hátt í 300 milljarða íslenzkra króna að koma land inu aftur á það stig, sem það stóð á síð- ast sem austurhluti Pakistanrikis. Þá voru ársmeðaltekjur á íbúa jafnvirði um 2500 króna íslenzkra. Það er því fyrirsjáanlegt, að upp- byggingarstarfið í Bangla Desh kallar ekki síður á aðstoð annarra þjóða en hörmungar borgarastyrjaldarinnar gerðu fyrr. Og Mujibur Rahman hefur þegar eggjað aðrar þjóðir til hjálpar. Indland mun væntanlega áfram leggja þessu nýja grannríki sínu allt það lið, sem það má. En betur má, ef duga skal. Margt bendir og til, að Rússar muni komast til ítaka í Bangla Desh. Þeir studdu Indverja í stuðningi þeirra við frelsisbaráttu Bangla Desh og upp- skáru strax laun sín i gegnum Þjóð- lega Awamiflokkinn, sem aðild fé!kk að stríðsráði útlagastjórnar Bangla Desh, sem mynduð var i september sl. Rússar hafa og nú gefið fyrirheit um öflugan stuðning við uppbyggingu Bangla Desh og önnur austantjaldslönd munu efa- laust fylgja á eftir. Japanir munu og sennilega bregðast vel við beiðni Muji- bur Rahmans um aðstoð. Japanir lögðu alltaf fast að sambandsstjórninni í Isl- amabad að veita drjúgum hluta jap- önsku fjárhagsaðstoðarinnar við Pak- istan til austurhlutans og nú hafa þeir sjálfir í hendi sér skiptingu hennar milli rikjanna. Aðrar þjóðir heims munu svo að líkindum koma í kjölfar- ið, þó að fjárhagsaðstoð við önnur ráiki skipi nú minnkandi rúm í áætlunum margra ríkja, t.d. Bandaríkjanna. En eftir afstöðu annarra rikja fer allt um það, hversu hraðfara og vel heppnuð uppbygging Bangla Desh verður. Það er að mestu undir umheim- inum komið, hvenær úr fátæku frelsi Bangla Desh verður mannsæl þjóð i jjöfulu landi. Og þó að flóttamannavanda málið I Indlandi væri oft nefnt stærsti prófsteinninn á samhjálparstarfsemi ríkja heimsins, má ætla að uppbygging Bangla Desh kalli enn sterkar til um- heimsins og reynist áður en lýkur slíkt hjálparkall, að heimurinn hafi aldrei áð ur svo sterka rödd heyrt. —O— En nauðsynlegar forsendur þess, að uppbygging Bangla Desh gangi eins snurðulaust fyrir sig og bezt má verða, eru einlægni og bróðurhugur með þjóð- inni sjálfri. 1 baráttunni fyrir frelsi landsins tókst að sameina meginhluta þjóðarinnar og láta hann stefna að einu marki. Nú, þegar frelsið er feng- ið, er Mujibur Rahman að vísu óum- deilanlegur leiðtogi þjóðarinnar, en sér hagsmunirnir hafa þegar gægzt upp úr samheldninni. Ég hefi hér áður drepið á vandamál- Framhald á bls. 19 TÁfikil óvissa ríkir nú í fjár- málum flestra eða allra sveitarfélaga á landinu. Svo sem kunnugt er gátu sveitar- félögin ekki afgreitt fjár- hagsáætlanir sínar fyrir ára- mót eins og vera ber lögum samkvæmt vegna þess, að ríkisstjórnin lagði frumvarp sitt um tekjustofna sveitar- félaga svo seint fram á Al- þingi, að ekki reyndist unnt að afgreiða það fyrir jól. Síð- an frumvarp þetta kom fram hafa forsvarsmenn sveitarfé- laganna unnið að athugun á efni þess og var það m. a. umræðuefni á fulltrúaráðs- fundi Sambands íslenzkra sveitarfélaga n^ í vikunni. f upphafi þessa fundar flutti Geir Hallgrímsson, borgarstjóri í Reykjavík, ávarp, þar sem hann fjallaði fyrst og fremst um tekju- stofinafrumvarpið og lagði áherzlu á nokkur atriði í því sambandi. í fyrsta lagi benti borgarstjórinn í Reykjavík á þá staðreynd, að jafnframt því, sem ríkið tæki á sínar herðar ýmis verkefni og út- gjöld, sem áður hafa að hluta til verið hjá sveitarfélögun- um væri ekki gert ráð fyrir í staðinn, auknum verkefn- um sveitarfélagana, hvorki í þeirri mynd að þau tækju að sér ný verkefni, né heldur að þau gætu betur sinnt þeim verkefnum, sem þau nú þeg- ar hafa með höndum. „Þess vegna vil ég leggja áherzlu á það í þessum orðum mín- um, að áfram verði unnið að því að fela sveitarfélögum aukin verkefni og dreifa þannig valdinu til fólksins þar sem það býr, því þáð þekkir vandamál sín og sinn- ar sveitar betur en aðrir er fjær búa,“ sagði Geir Hall- grímsson í ræðu sinni. í öðru lagi vakti borgarstjóri athygli á því, að eins og nú horfir vantar sveitarfélögin 1000 milljónir króna til þess að ná sömu tekjum og þau hefðu haft að óbreyttri löggjöf, en lækkun útgjalda sveitar- félaga er hins vegar áætluð rúmar 800 milljónir króna. Fjárhagsleg staða þeirra versnar því að þessu leyti um nær 200 milljónir króna. í þriðja lagi sagði Geir Hallgrímsson, að fram til þessa hefðu tekjur ríkisins að langmestu leyti byggzt á óbeinum sköttum, en tekjur sveitarfélaganna á beinum sköttum. Með þeim skatta- frumvörpum, sem ríkisstjóm- ln hefði lagt fyrir Alþingi væri sýnt, að ríkissjóður ætl- aði að afla aukinna tekna með beinum sköttum. í þessu sambandi sagði Geir Hall- grímsson: „Við sveitarstjórn- armenn sem og aðrir hljótum að gera upp við okkur, hver séu eðlileg mörk beinna skatta. Ég vil leyfa mér að láta í Ijós þá skoðun, að óeðli- legt sé og skaðvænlegt, að beinir skattar séu á nokkru tekjubili hærri en 50% af tekjum manna. Hærri tekju- skattar en 50% draga úr framtaki manna og dugnaði að afla sér tekna og koma þannig í veg fyrir verðmæta- myndun fyrir þjóðarbúið í heild.“ Ekki fer á milli mála, að hinn almenni borgari er nú mjög uggandi yfir því, að skattbyrði hans muni aukast til muna vegna tillagna rík- isstjómarinnar í skattamál- um. í ræðu sinni á full- trúaráðsfundi Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga lýsti Geir Hallgrímsson þeirri skoðun sinni, að beinir skatt- ar yrðu of háir skv. frum- vörpum ríkisstjórnarinnar og sagði hann í því sambandi: „Ég er þeirrar skoðunar, að beinir skattar skv. báðum umræddum frumvörpum séu of háir og það þurfi að veita persónufrádrátt til útsvars annað hvort með þeim hætti, sem nú tíðkast eða með ákveðnum afslætti í krónu- tölu eftir að útsvar og tekju- skattur hefur verið álagður og miða þá við fjölskylduað- stæður. Komi slíkur persónu- frádráttur í staðinn fyrir hina 26 skattstiga, sem tekju- stofnafrumvarpið gerir ráð fyrir og fjölskyldubætur, sem féllu þannig inn í skattakerf- ið. En að því er tekjuskatta til ríkisins varðar em þeir tveir skattstigar, sem frum- varpið gerir ráð fyrir, ófull- nægjandi og verða að breyt- ast. Allt þetta sýnir að draga verður úr tekjuöflun skv. beinum sköttum, sem frum- varpið gerir ráð fyrir, þegar á heildina er litið. Því er það, að ekki er um annað að ræða en að benda á óbeina skatta að svo miklu leyti, sem menn vilja viðurkenna tekjuþörf hins opinbera skv. ráðgerðri eyðslu. Menn segja að vísu, að óbeinir skattar komi þyngst niður á hinum tekju- lágu, en svo þarf alls ekki að vera. Með persónufrádrætti og hæfilegum skattstigum eiga beinir skattar annað hvort ekki eða mjög óveru- lega að koma við hina tekju- lægstu, auk þess sem beita má einnig tryggingakerfinu í þeim tilgangi.“ Alþingi kemur saman í dag og stærsta viðfangsefni þess næstu vikur verður að fjalla um skattafrumvörp ríkisstj ór narinnar. Augljóst er, að verulegar þreytingar verður að gera á þessum stjómarfrumvörpum, ef skatt byrðin á ekki að þyngjast óhóflega mikið á einstakling- um og hagur ýmissa sveitar- félaga að versna mjög frá því sem nú er. Þess er að vænta, að þingmeirihluti stjórnar- flokkanna taki í þessu máli eðlilegt tillit til þeirrar mál- efnalegu gagnrýni, sem fram hefur komið af hálfu stjóm- arandstæðinga og nú síðast frá Geir Hallgrímssyni, vara- formanni Sjálfstæðisflokks- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.