Morgunblaðið - 02.02.1972, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.02.1972, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1972 5 „Mjög góð leikstjóm frábær leikur“ - segir Ted Willis, höfundur Hitabylgju, um sýningu L. R „ÉG fjalla um umburðar- lyndið og held fram hlut konunnar. Það er skýringin á vinsældum verka minna, konurnar kunna að meta þau,“ segir Ted Willis, lávarður, höfundur Hita- bylgju. Hann kom í stutta heimsókn hingað til lands mn helgina í boði Leikfé- lags Reykjavíkur og var hér viðstaddur sýningu á Hita- bylgju. í þessu viðtali ræð- ir hann um sjálfan sig, rit- störf sín og skoðanir, og einnig segir hann álit sitt á sýningu Leikfélagsins á Hitabylgju. Ted Willis heitir fullu nafni Edward Henry Willis, fæddur í úthverfi Lundúnaborgar 13. janúar 1918, sonur strætis- vagnsstjóra. Hann hætti í skóla 14 ára gamall og næstu átta ár in vann hann í allt 26 mismun andi störf, auk þess að vera um langt skeið atvinnulaus. „Þetta var minn háskóli," seg- ir hann nú. I stríðinu var hann hermaður, en að stríðinu loknu ákvað hann að helga sig ein- göngu ritstörfum og siðan hef- ur hann verið eitt mikilvirk- asta leikritaskáld Breta. Fyrsta verk hans hét „Bust- er“ og var frumsýnt á miðju ári 1943, en siðan hefur hann samið nær tuttugu leikrit fyrir leiksvið, nokkur kvikmynda- handrit og fjölda verka fyrir sjónvarp. Hitabylgju (Hot Summer Night) samdi hann árið 1958 og síðan hefur þetta verk verið í miklum metum hjá áhorfendum viða um heim. Sjálfur hefur Ted Willis séð sýningar á því víða; ísland er þrettánda landið, sem hann heimsækir til að sjá verkið. Þetta er þó ekki hans vinsæl- asta verk, því að leikritið „Woman in a Dressing Gown“ hefur verið sýnt i enn fieiri löndum en Hitabylgja og nú er t.d. verið að sýna það á Spáni. Verk þetta var upphaflega sam ið fyrir sjónvarp og sem slikt hlaut það fern verðlaun. Næst var gerð eftir því kvikmynd og hún hlaut alls ellefu alþjóðieg verðlaun. Leiksviðsútgáfan var svo kjörin leikrit ársins i Bret landi á sínum tíma. Tvö heimsmet Hann hefur skrifað geysi- lega mikið fyrir sjónvarp og á t.d. tvö heimsmet i því sam- bandi. Hann skóp framhalds- myndaflokkinn „Dixon of Dock Green“ um miðaldra, brezkan lögregluþjón, og þessi myndaflokkur hefur gengið 17 vetur i sjónvarpi og er nú hálfnaður með þann átjánda. Hugmyndin að þessum þætti kom frá leikritinu og kvik- myndinni „The Blue Lamp" sem fjallaði um brezkan lög- reglumann, sem féll fyrir kúlu ungs gíæpamanns. Glæpamann inn lék ungur og óþekktur leik ari, sem þarna höf glæstan leikferil; Dirk Bogarde, en það var lögreglumaðurinn sem hlaut alla samúð áhorfenda og þess vegna var hann lífgaður við og hefur síðan notið gifur gegra vinsælda i sjónvarpi. Ted samdi handritin að fram- haldsþáttunum fyrstu átta ár- in, en hætti þá og lét aðra taka við, „enda var ég orðinn langþreyttur. Mér taldist til, að ég hefði þá skrifað um tvær og hálfa milljón orða í þennan myndaflokk," segir hann. Vinsældir þessa mynda- flokks eru með ólíkindum, enda hefur enginn þáttur gengið svo lengi i nokkurri sjónvarpsstöð í heiminum, svo að vitað sé. Tcd Willis eða Willis lávarður af Chisleliurst, höfundur Hita bylgju. (Ljósm. Mbl. Ól.K.M.). Ted Willis hefur síðan skapað fjórtán framhaidsmynda- flokka til viðbófar um ýmsar persónur og er það annað heimsmet. Suma þeirra skapaði hann og skrifaði aðeins nokkra upphafsþætti, en síðan tóku aðrir við og fylgdu þeirri línu, sem hann hafði lagt. Einn slík- ur myndaflokkur hefur verið sýndur i íslenzka sjónvarpinu, „Jóa Jóns“ eða „Mrs Thurs- day“. „Ég hef, alltaf skrifað geysi- lega mikið fyrir sjónvarþ, en samt hef ég mestar mætur á að skrifa fyrir leiksvið, þvi að þar kemst ég í beina snertingu við áhorfendur. Enda verða beztu hugmyndir mínar alltaf til fyrir leiksviðið." Ein af þessum hugmyndum varð að leikritinu Hitabylgju, sem Leikfélag Reykjavíkur hef ur sýnt við miklar vinsældir, fyrst á síðasta leikári, og sið- an var verkið aítur tekið upp í byrjun þessa leikárs og nú sjð- ast til örfárra aukasýninga, m.a. vegna heimsóknar Ted Willis hingað til lands. Við leit- uðum álits hans á þessari sýn ingu; „Mér þótti mjög ánægjulegt að sjá þessa sýningu leikfé- lagsins, þvi að henni var mjög vel ieikstýrt og leikurinn frá- bær. Og það var sérlega ánægjulegt að sjá hversu vel leikararnir skildu verkið, því að þetta er í eðli sínu mjög enskt verk.“ U mburðarlyndi Hefur þér fundizt áimennt í iöndum, þar sem ekkert kyn- þáttavandamál finnst, að leik- arar ættu erfitt með að túlka þann hluta leikritsins? „Nei, því að kynþáttavanda- málið er aðeins afsökun. Hið raunverulega viðfangsefni leikritsins er umburðarlyndi. Ég sýni samskipti hins frjáls- lynda verkalýðsforingja og eig Framlmld á bls. 15 m KARNABÆR HELDUR ÁFRAM VETRARÚTSALAN NÆSTU TVO DAGA í iÁÐUM VERZL. Laugav. 66 og Týsgötu 1 ENNÞÁ ERU TIL MJÖG GÓÐAR VÖRUR □ FRAKKAR B.TLÐI ÞYKKIR OG ÞUNNIR □ KÁPUR í ÚRVALI □ KVENJAKKAR □ KULDAJAKKAR □ VESTI □ BLÚSSUR í ÚRVALI □ BOLIR MIKIÐ ÚRVAL □ ENSKAR SÍDBUXUR — MJÖG GOTT VERÐ □ KJÓLAR 40% - 50% - 60% - 70% AFSLÁTTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.