Morgunblaðið - 02.02.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.02.1972, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1972 11 Eftirfarandi erindi flutti Vil- hjálmur Þór í Rotaryklúbbi Reykjavíkur 19. janúar s.l. Ein helzta ástæða Paul Harr- is til stofnunar Rotary var að skapa kynni milli manna, sem höfðu mismunandi skoðanir og unnu í mismunandi starfsgrein- um. Með þessum kynnum vildi hann fyrirbyggja ýfingar og fyr irbyggja, að lagður væri trún- aður á rógburð milli manna og stétta. Von hans var að takast mætti að skapa vináttu milli manna i stað tortryggni og mis- skilnings. í kjölfar þessa kom svo vonin um að hið sama mætti takast að skapa milli þjóða. Hvernig hefur þetta heppn ast? Vafalaust hefur einhver ár angur náðst. En mér virðist samt að oft, alltof oft, komi það fyrir í viðskiptum manna á milli, að vinarhót, greiði og góð hjálp er ekki goldin í sömu mynt. Já gleymist furðu fljótt og láti sig henta það, að hlusta á rógburð um þann sem vinur er, og hlusta á fagurgala annarra sem aldrei hafa viljað viðkomandi neitt gott. — Þetta sem nú var sagt virðist mér einnig eiga við um viðskipti milli þjóða. Hafi átt sér stað og eigi sér stað hér hjá okkur Islendingum um mat á við skiptum þjóða við okkur. Ætlun mín er hér á eftir að draga fram og minna á nokkuð af því sem Bandaríkin hafa ver ið okkar heimsálfu og landi okkar Islandi í viðskiptum við okkur síðustu áratugi. Þegar dró að lokum síðustu heimsstyrj'aldar, var það ljóst leiðtogum margra þjóða, að ekki var nóg að sigra á vígvöllunum. Það var nauðsynlegt að gera ráð stafanir til að þjóðir Evrópu gætu grætt þau ógnar sár sem af styrjöldinni leiddu. Allt meg- inland Evrópu var flakandi Vilhjálmur Þór, fyrrum utanríkisráðherra: Marshallh j álpin og margvísleg aðstoð í sárum. Mannvirki voru í rúst- um. Framleiðslutæki og fram- leiðslan öll var í molum. Sam- göngur og viðskipti milli staða og landa var slitin sundur. Það var ljóst öllum hugsandi mönnum, að fram undan var stór kostleg hætta. Hætta á efnahags legu öngþveiti og algjöru von- leysi og þar af leiðandi framund an fjárhagsleg og sálræn eymd og hörmungar. Enda þótt allir leiðtogar hinna sigrandi þjóða sæju þetta og viðurkenndu, þá varð það Roosevelt forseti Bandarikj- anna, sem tók sér fyrir hendur að boða til ráðstefnu á árinu 1944 til þess að leita eftir úrbót um þessa mikla vanda. Ráðstefn an var haldin i Brettonwoods, smábæ í nyrzta fylki Bandarikj- anna, og er ráðstefnan jafnan síðan kennd við þann bæ. Allir bandamenn og vinveitt- ar þjóðir sendu fulltrúa til ráð- stefnunnar. Samkomulag varð um nauðsyn þess að hafast að gegn þessu böli. Ráðstefnan var einhuga um að leggja til að kom ið yrði upp tveimur stofnunum. Alþjóðagjaldeyrissjóði og Al- þjóðabanka, og ráðstefnan var einhuga í að hvetja allar þjóðir til að verða þátttakendur þess- ara stofnana. Fulltrúar Austur- Evrópuþjóðanna voru þarna með og gerðu þessar ályktanir og áskoranir með öðrum. Þegar kom til formlegrar stofn unar þessara tveggja fyrirtækja, þá urðu Bandaríkin langstærstu þátttakendur, lögðu stærstu f jár hæðimar fram I stofnfé þeirra. — En af einhverjum ástæðum Vilhjálmiu- Þór. drógu Austur-Evrópuþjóðirnar sig nú í hlé. Þær höfnuðu því algjörlega að vera með í þessari björgunarstarfsemi. Báðar þessar Alþjóðastofn- anir hafa reynzt vel. Báðar hafa þær, hvor á sínu sviði gert stór kostlega hluti til að afstýra vandræðum, til að styrkja efna- hagskerfi þjóðanna og til upp- byggingar á margskonar fram- leiðsluaukningu og til bættra lífskjara. Bankanum var ætlað að lána til endurbyggingar á hernaðar- svæðunum fyrst og fremst. Hann byrjaði á því, meðal annarra fengu Frakkar, Hollendingar og Italir slík lán. En það varð strax ljóst að fé bankans hrökk skammt til þeirra ógnar verk- efna, sem biðu á meginlandi Evrópu, miklu meira og stærra átak varð að gera. Þá voru það aftur Bandarík- in, sem gengu fram fyrir skjöldu. Þau tókust á hendur ein sömul, að styrkja viðreisnarstarf Evrópu. Peningamagnið sem streymdi frá Bandaríkjunum til Evrópu i formi gjafa og ódýrra lána í sambandi við Marshallað- stoðina var stórkostleg. Aldrei áðui nafði nokkur þjóð látið í té slíka aðstoð til annarra landa. Peningamagnið var mikið og það var nauðsynlegt sem afl til þeirra hluta sem gera þurfti, þó mætti verá að leiðbeiningar þær og skilyrði, sem fylgdu þessari hjálparstarfsemi, skilyrðið um sameiginlega áætlunargerð, skil yrðið um að komið yrði upp Efnahagsstofnun Evrópu í sam- bandi við Marshall-hjálpina hafi skapað varanlegasta batann. Peningar Bandaríkjanna, sam starfið og samhjálpin, allt þetta í sameiningu skapaði undrið mikla, hina hröðu uppbyggingu og velmegun þjóða Evrópu. Lagði grundvöllinn að og skap- aði að mjög verulegu leyti þá Vestur-Evrópu, sem við þekkj- um í dag. Bandaríkin buðu öllum þjóð- um Evrópu að njóta af þessum styrkveitingum og vera með I þessu mikla endurreisnarstarfi. 1 fyrstu virtist svo, að þjóðir Austur-Evrópu hugsuðu sér að vera með sem þátttakendur. En fór sem fyrr, að þær urðu ekki með í þessu samstarfi. Af ein- hverjum ástæðum höfnuðu þær því, að taka höndum saman við þjóðir vesturlanda um samstarf og samhjálp endurreisnarinnar. Hvað stórkostlega við íslend- ingar nutum af þessari Marshall aðstoð hefur áður verið birt. En samt þykir mér rétt hér, vegna þess hve fljótir menn eru að gleyma, að minna á þær tölur. 36 milljónir og sexhundruð og fimmtíu þúsund dollarar, var það sem til okkar kom á árun- um 1948—1953. Af þessu var beint gjafafé 30 milljónir doll- ara, sem eftir núverandi gengi er rúmlega tvö þúsund og sex hundruð milljónir króna. Þessi hjálp veitti okkur möguleika til að koma upp tveimur rafvirkj- unum, við Sog og Laxá og Áburð arverksmiðjunni. Án þessarar hjálpar hefði varla nokkurt þess ara fyrirtækja orðið tH á þeim tíma, enda fengust í gegnum Marshall-aðstoðina um þrír fjórðu hlutar af samtals stofnfé þessara fyrirtækja. Hversu miklu fátækari værum við ekki, ef við hefðum ekki notið þessa. En það voru ekki aðeins nefnd fyrirtæki, sem nutu góðs af þess ari starfsemi. Mótvirðissjóð- ur sá, sem skapaðist hér heima vegna þessara gjafa, var notað- ur til þess að hraða uppbygg- ingu allra atvinnuvega landsins, árin á eftir. AUir landshlutar nutu góðs af þessu, og það setti svip sinn á atvinnulífið um land allt. Þegar Marshall-aðstoðinnl lauk mælti þáverandi viðskipta- málaráðherra, Björn Ólafsson, meðal annars þetta: „MarshaU- aðstoðarinnar mun ætíð minnst sem eins hins merkasta og stór- kostlegasta átaks, sem veraldar sagan getur um til að rétta við og bæta efnahag hálfrar heirhs- álfu með framlögum eins stór- veldis." Þessi orð ráðherrans tel ég mjög svo sláandi rétt. Ráðherr ann bætti síðan við: „Islending- Framhald á bls. 21 UTSALA - EINSTAKT TÆKIFÆRI - - GEYSILEGA FJÖLBREYTT - - URVAL - Á ÚTSÖLUNNI HÖFUM VIÐ TEPPI í ÖLLUM STÆRÐUM ATH.: EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL KAUPA Á SÉRLEGA GÓÐU VERÐI Á STÓRISEFNUM FYRIR STÓRAR BYGG- INGAR S.S. SKÓLA SAMKOMUHÚS O.FL. ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.