Morgunblaðið - 02.02.1972, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.02.1972, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1972 19 ' Ók á ljósastaur f FYRRINÓTT ra'kst Iitiil fólks bitfreið á ljósastaur á Hring- brautinni, rétt vestan við Njarðargötu. Bifireiðinni var ’elkið allgreitt vestur Hring- braut, og af einhverjum ástæð um missti ökiumaður stjórn á foetrani mieð fjrrrgneimdum afleið inigum. Bifreiðin skemmdist mikið, eins og sjá má á mynd- inni, og ökumaður meiddist á höfði, en ekki þó alvartega að talið er. Eitthvað mun Bakkus gamli hafa verið viðriðinn slys þetta sem oftar. — Blaðamenn Framhald af bls. I en pakistanslá herinn gafst upp fyrir Indverjiun í Austur-Pakist- an. Blaðamennimir voru fluttir frá heimilum sinum með bundið fyrir augu og skotnir til bana, samkvæmt skýrslu sérstaks full- trúa IPI, Derek Round. Mujibur Rahman, forsætisráðherra, sagði Round, að fingur eða hendur hefðu verið höggnar af sumum blaðamönnunum skömmu fyrir aftökuna. Að aftökunum stóðu svokallaðar Razakar-sveitir, eink- um öfgamenn úr þeim armi hreyfingarinnar, sem kallast Al- Badr. — Framkvæmdir Framhald af bls. 14 það, að við erum að stórauika okk ar skipastól. Tugir togara og af- kastamikilla fiskiskipa eru vænt anlegir tii landsins nú alveg á næstu árum. Með tilkomu þeirra eykst verulega það fiskmagn, sem verður til ráðstöfunar til við skiptalandanna. Síðan sagði þing maðurinn, að vegna útfærslu fiskveiðilandhelginnar yrðum við að vera búnir undir, að sett yrði á okkur fiskveiðibann í Bret- landi og e.t.v. Vestur-Þýzlkalandi eða þá að á okkur yrðu settir svo háir innílutningstollar, að við sæjum okkur ekki fært að landa fiskinum. Af því leiðir, sagði hann, að við verðum að huga alvarlega að því að byggja upp aðstöðuna með fiskvinnslu- stöðvarnar, að þær geti verið í því ástandi, að framleiðslan i þeim verði boðleg í hvaða mark- aðslöndum, sem um er að ræða í heiminum. Lúðvík Jósefsson sjávarútvegs ráðherra kvaddi sér aftur hljóðs til þess að það kæmi skýrt fram, að þær tölur, sem nefndar hefðu verið í samhandi við frystihús- in, væru ekki of háar, þegar rætt er um allan þann kostnað, sem framundan er, þótt þær gæfu ekki réttar hugmyndir um þann kostnað, sem því fylgir að upp- fylla kröfur um hreinlæti og aðbúnað í frystihúsum. Lax í Efri-Laxá?: Sérfræðingarnir ráða TÖLUVERT fjaðrafok hefur orð- ið vegna birtingar ályktimar frá Náttúruverndarráði um Iax eða ekki lax í Efri-Laxá, en álykt unin birtist í blaðinu í gær. 1 viðtali við dr. Finn Guð- mundsson í gær sagðist hann hafa talið ástæðulaust að farið væni að senda þetta atriði til Æjölimiðla og silá því upp, þetta væri mál, sem verið væri að at- huga og tillögum að þessu lút- amdi ætti að Visa til sérfræðinga. „Hins vegar,“ sagði dr. Finn- ur, „var ég talsvert tengdur mál- um aí þessu tagi, þegar ég var hjá fisikideildinni í gamla daga og heif því álkveðna skoðun á málinu. Út af fyrir sig er það ekki meitt sérstakt áhuigamál hjá Nátt úruverndarráði að fá lax í efri hluta Laxár, en hins vegar tel ég og er sannfærður um að engin hœtta væri á þó að laxi yrði gert fært að komast upp í Efri-Laxár. Við það tel ég ekkert að athuga frá náttiúruverndarsjónarmiði. — Annars mun sérfræðinganefndin, sem vinnur í málimi sikera úr í þessiu máli, eins og reyndar öðr- uim sem þetta varða.“ Hermóður Guðmundsson, Ár- nesi í S-Þingeyjarsýsflu, sagði í viðtali við Mbl. í gær að það væri Skammartegt fyrir Náttúruvernd arráð að láta svona, en hins veg- ar myndi hann senda athuga- semd um málið til birtingar. Bingir Kjaran, formaður Nátt- úruvemdarráðs, sagði i viðtali við Mbl. að þetta væri dáliítið flókið mál. „Náttúruvemdarráð,“ sagði hann, „var á einu máli um að áður en frekari leyfi eða að gerðir yrðu heimiilaðar i þessu efni, þá væri nauðsyntegt að byggja á þeim rannsóknum, sem nú hafa farið fram og eru í fram- kvæmd á lííssikilyrðum í Mý- vaitni og aðliiggjandi fljótum og ám. Náttúruvemdarráð hefur vdsað þessu máli fagtega tii'l um- sagnar þeirra kunnáttustofnana, sem hérlendis eru fyrir hendi." Rekstrargrundvöllur- inn er brostinn VEGNA reglna sem nú er búið að setja nm síldveiðar ng þýða nánast sildveiðibann við landið næstu ár liafði Mbl. samband við forstjóra Norðurstjörnunnar og K. Jónssonar og Co á Akureyri. Pétur Pétursson hjá Norður- stjörnunni sagði að það þyrfti hreinlefa eins og nú stæði að Ifinna nýjan rekstrargrundvöll fyrir Norðurstjörnuna og reynd ar væri þetta ekki alveg nýtt vandamál, því að síldin sem feng izt hefði síðustu ár hefði ekki nægt til þess sem þyrfti af hrá- efni. „Með þessum ráðstöfunum," sagði Pétur, „getum við alveg afskrifað sild af fslandsmiðum fram til september 1973. Við ger- um ráð fyrir að það verði útilok- að vegna kostnaðar að fá síld af Hjaltlandsmiðum, en það er í athugun hvað hægt verður að gera og ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að hún vilji að niður- suðuiðnaður þróist áfram, en allt er óráðið ennþá." Kristján Jónsson á Akureyri sagðist ekkert vilja um þetta mál segja á þessu stigi, því að hann hefði ekki kannað málið niður í kjölinn. Amerískir stúdentar jkynnast umferðar- menningu okkar BANDARÍSKU háskólastúd- entarnir, sem hér komn við í boði Loftleiða, fengu ofurlítinn nasaþef af íslenzkri umlerðarmenningu, er þeir vorn á leið til Reykjavíkur frá Keflavíknrflngvelli í gær- morgnn. Langferðabifreið sú, sem flutti þá til höfuðborgarinnair, var maumast kornim á Strand- arheiði, er lítil fólksbifreið geystist á móti hemná á vinstri vegarhelmingi og síðar á miðj- um veginum. Þegar bifreiðaTin- ar tvær mættust skiptá engum togum, að fóllfesbifreiðin lenti á stuðarahorni langferðabifreið arinnar, og straukst síðan aft- ur með allri virustri hlið henm- ar, en fór því næst út af veg- — Lax inum með framhlutanm. Lang- ferðabílstjórinin stöðvaði auð- vitað bifreið sína og brá sér út fyrir til að taka ökuþórinn tali. Sá hefur ekki verið sér- lega málgefinn, því að hann bakkaði bifreið sánni aftur inm á veginn og geystist siðan áfram í gagnstæða átt á engu minni ferð en áður. Langferðabílstjóranum tókst ekki að ná númeri fóliksbílsins, en gerði etrax viðvart um þenntan atburð er til byggða koon. Brá lögreglan skjótt við og tókst að hafa upp á manni og bifreið aíðdegis. Hafi banda rísku stúdentamir fengið ljóta mynd af umferðarmenning- unni, er það þó bót í máli, að þeir geta borið íelen-zkri lög- gæzlu vel aöguna. íþróttir Framh. af bls. 1 miðað við 448.5 lestir árið áður. 20 skip tóku þátt í veiðunum, eða aðeinis þriðjungur þeirra skipa, sem stunduðu veiðarnar árið áður. Gæði laxinis voru betri en árið á undam og hann vóg að meðaltali 3.2 kíló eða 350 grömmum meira en árið áður. Búizt er við að heildarafli Norðmanna sé meiri en afli Dana. Þótt ekki fari á milli mála að friðunarráðstafanir hafi haft áhrif við Noreg er ekki vitað um áhrif þeirra á laxveiði Dana við Grænlamd. — Nixon Framhald af bls. 1 Þá eru einmig komnir tii Kína imienn úr bandarísku leyniþjónust- unná, en þeir bera ábyrgð á ör- yggi forsetans. Munu þeir vinna með kínverakum starfsbræðrum sínum, að þvi að tryggja öryggi Nixorus. Búizt er við að Kínverjar leggi sig mjög fram við að tryggja að ekkert geti hent hann meðam á heimsókninni stendur. Allt það fólk, sem nú er komið til Kína, verður þar þar til heim- sókninni er lokið, en hún verður dagana 21.—28. þessa mánaðar. Auk þess kemur mikið fylgdarlið mieð forsetanum. - Óþelló Framhald af bls. 7 1. verðlaun frá Menntamálaráðu- neyti Austurrikis fyrir frábæran námsárangur. Að námi loknu komst hann í þekktan leikfloikk, sem fór leikferð um allt V-Þýzka land. Jón var fastráðinn við að- alleikhúsið í Rostock í nokkur ár. Lék þar mörg aðalhlutverk. Hefur síðan verið ráðinn og leik- ið við ýms þekkt leikhús í ÞýzKa landi. Sl. fjögur ár hefur hann verið fastráðinn við hið þekkta leikhús Schauspielhaus í Zurich. Meðfram leikhússtairfinu hefur hann leikið í mörgum sjónvarps- myndum og kvikmyndum m.a. lék hann eitt aðalhilutverkið í kvikmyndinni Biograíie eftir Max Frisöh. Næsta sumar mun hann leika í kvikmynd, sem gerð verður hér á landi eftir skáldsögu Halldórs Laxness, Brekkukots annál, og mun hann leika Garð- ar Hólm. Önnur helztu hlutverfkin í Óþ- elló eru leikin af Gunnari Eyj- ólfssyni, sem leikur Jagó, Krist- ín M. Guðbjartsdóttir er Desdem- óna, Herdís Þorvaldsdóttir leik- ur Emilíu, en auk þeirra fara leikararnir Jón Gunnarsson, Baldvin Halldórsson, Ævar Kvar an, Rúrik Haraldsson, Brynja Biinediktsdóttir, Erlingur Gísla- son, Valur Gíslason og fleiri með stór hlutverk í leitknum. Aðstoð- arleikstjóri er Klemenz Jónsson. (Frá ÞjóSleikhúsinu). Framhald af bls. 31 Lið Aftureldingar í þessum flokki er eina liðið, sem félagið sendir í íslandsmótið. Stutt eir síðan liðið hóf æfingar en með meiri æfingu og reynislu á liðið að geta náð betri árangri. Bezti maður liðsins var Sigurjón Eiríks- son. Lið Stjönnunniar er mjög gott og hefur á að skipa mjög góðum einistaklingum. — Það leikur skemmtilegan sóknarleik og mjög góðan varnairlelk. Þá er mark- varzla með betra móti. Beztu menin liðsinis voru Karl Daniels- son, sem er aðaldriffjöðrin í spili liðsins og aíógnandi, sem og Snonri Jóelsson, sem átti mjög góðan leilk á línunini. Flest lið ættu að taka sér til fyrinmyndar búninga þeinra Stjörnumanina, en þeir mættu til leiiks í samlitum æfinigabúningum og keppnisbúningum. Allt annað er að sjá lið svona, heldur en einis og mislita sauðahjörð. Markhæstu menn: Stjarnan: Karl Danáelsson (8) og Snonri Jóelsson (4). Afturelding: Lárus Halldórsson, Stefán Tryggvason og Sigurjón Eiríksson (2 hver). n. FLOKKUR KARLA Stjarnan — Umf. K 10:11 (6:7) Þessi síðasti leikur, sem leikinn var í Hafnarfirði á sunnudaginn, var jafn frá upphafi til enda, þó að hann væri ekki góður að sama slkapi. Undir lokin sigu Keflvík- ingannir frarn úr og breyttu stöð- unni úr 7:7 í 10:7 sér í vil. Leik- menn Stjömunnar voru þó ekki af baki dottnir og jöfnuðu leik- inn á ný. Umf, K akoraði svo sið- asta mark leiksins og tryggði sér þar með sigurinm. Stjarnan átti góða möguleilka á að jafna og jafnvel sigra, en fyrir fádæma klaufaskap mistókst þeirn bæði í vítakasti og opnu færi af línunni. Lið Umf. K er mjög jafnit, kannski sést það bezt á því að sex leikmenin liðsirns ^koruðu. — Friðbert Sanders var þó mark- hæstur með þrjú mörk. Kristján Rafnseon,, aðaimarkm. Stjömiunnar, brást alveg og kom þá Jón Sigurbjömason í markið. Ekki er að orðlengja það, hann varði eins og meistari og geta Stjömumenn þakkað homum að svona lítill munur varð á liðun- Uim. Jón Jörundsson skoraði 5 miörk og Eyjólfur Brandsson 3. ni. FLOKKUR KVENNA Haukar — Umf. K 2:1 (0:0) Þessi leikur var fremur tíðinda- lítiU og hafði hvorugt liðið skor- að mark í hálfleik. f seinni hálf- leik sfcoraði Sjöfn Hauksdóttir 2 mörk fyrir Hauka, en Umí. K tókst að komast á blað rétt fyrir leifeslok og rétta þar hlut ainn nokfcuð. Mikill darraðardans vair í lokin en hvorki gekk né rak; lauk leiknum því með 2:1 sigri Hauka. Bæði liðin hafa litla keppnisreynalu en eiga vafalaust eftir að spjara sig. I GÆR birtist hér í blaðinu minningargrein um Sigurð Skúlason, kaupmann frá Stykk- ishólmi. Myndin af hinum látna varð eftir og er hún því birt hér. Eru aðilar beðnir afsökunar á mistökunum. — Húsnæðismál Framhald af bls. 32 því samtals kr. 87.900.000.00. Þar af komu til greiðslu á árinu kr. 75.552.000.00. — Lofcs veitti stofnunin að venju C-lán til út- rýmingár heilsuspillandi hús- næði og nam sú lánveiting kr. 2.800.000.00. Voru þau lán veitt 4 sveitarfélögum tíl smiði 12 nýrra ibúða. Útborguð C-lán námu samtals kr. 575.000.00. Auk þessa voru 13 framkvæmdaaðil- um í byggingiariðnaðinum veitt framkvæmdalán, samtais að fjárhæð kr. 91.430.000.00 tii smíði 316 ibúða, sem fæstar eru enn fullsmiðaðar. Lán þessi eru veitt með þeim skilyrðum, að íbúðim- ar séu seldar fullgerðar og á verði, sem húsnæðismálastjóm samþykkir. Úr Byggingarsjóði verka- manna voru á árinu greidd lán samtals að f járhæð kr. 24.150.000.00 til smíði 42 ibúða í verkamannabústöðum á 15 stöð- um á landinu. Er hér um að ræða íbúðir, sem verið hafa í byggingu undanfarin ár og eru byggðar á vegum hins eldra verkamannabústaðakerfis. Fram kvæmdir eru þegar hafnar á grundvelli hinna nýju laga um verkamannabústaði, bæði hafa stjórnir verkamannabústaða ver- ið skipaðar í mjög mörgum byggðarlögum í landinu og eins er bygging 27 íbúða þegar haf- in í 4 byggðarlögum. Hefur Hús- næðismálastofnunin þegar tekið ákvörðun um ráðstöfun mikils fjármagns til smíði íbúða þess- ara. Á árinu 1971 var ráðstafað 84 nýjum 4ra herbergja ibúðum við Völvufell og Unufell i Reykja- vík, sem smíðaðar eru af Fram- kvæmdanefnd byggingaráætlun- ar samkvæmt samkomulagi rík- isstjórnarinnar og verkalýðs- hreyfingarinnar á sínum tima. Auk þess var ráðstafað nokkr- um eldri FB-íbúðum, er komu til endursölu. Á árinu voru flestar þeirra 100 FB-ibúða teknar til notkunar, er smíðaðar voru við Þórufell í Reykjavík og ráðstaf- að var á árinu 1970. Margar hinna ofannefndu 84 ibúða hafa nú einnig verið teknar í notkun. Með þeim eru fullgerðar FB- íbúðir orðnar 599 talsins. Hafa þar af 146 íbúðir komið í hlut Borgarsjóðs Reykjavíkur en hin- ar hefur Húsnæðismálastofnunin sel't félagsmönnum í verkalýðs- hreyfingunni. Reiknað er með, að fyrir lok þessa árs hafi verið lokið við samtals 707 FB-íbúðir, sem þá verða allar komnar í notkun. Eftir er þá að byggja 543 íbúðir i FB-íbúðakerfinu. Eru framkvæmdir við þær að hefj- ast. Teiknistofa stofnunarinnar seldi á árinu 1971 teikningar aí samtals 413 íbúðum og er það nær jafnmikill fjöldi og hefur verið mest áður. Þá var á árinu aukin starfsemi stofnunarinnar að hraðari framförum í bygg- ingariðnaðinum, skv. 3. gr. lag- anna, einkum að þvi er varðar íbúðabyggingar og húsnæðismál aimennt. Einnig var hafin um- fangsmikil könnun á fjölda heilsuspillandi íbúða i landinu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.