Morgunblaðið - 02.02.1972, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.02.1972, Blaðsíða 23
MORGUTSíetfAÐLÐ, MIÐVIKUDAGOR 2. FSBRÚAR 1972 23 í: Trausti Ingvarsson Minning 1. JANtJAR sl. barst mér sú harmafregn, sem kom sem reið- arslaig yfir mig, að bezta vin minn og félaga hefði tekið út af togaranum Þorkeli mána er var á leið á miðin 31. des. sl. Mér brá ónotalega og átti bágt með að trúa þvi að við hefðum kvaðzt í sáðasta sinn um jóliti og hann kátur og glaður að venju. Það koma fyrir þær stundir I iifiniu að ökkur mannlegum verum eru veitt svo þung högg, að vart er hægt að rísa undir þeim, Er ég hugsa um vin minn, Trausta Ingvarsson, þá verður mér ósjálfrátt hugsað til hans góðu móður, frú Margrétar Sig- urðardóttur og hins fallega og skemmtiiega heimilis er hún hafði búið sonum sínum að Skipholti 10 hér í borg. Þar hef- ur ætíð verið gott að koma, gestrisni og höfðingsskapur á ölu. Margrét hefur fórnað sér mjög fyrir syni sína og tekizt mjög vel að stunda bæði móð- ur- og föðurhlutverk, þrátt fyrir að hún hefur oft átt við mikil veikindi að stríða hin síðari ár. Hún hefur orðið fyrir þungum höggum. Mann sfcm missfci hún af siysförum frá ungum böm- um, er harui var á bezta aldri og fyrir fáum árum tók son hennar, Sigurð, út af togara er var á veiðum við Grænland. Engin orð fá megnað að hugga á svona sorgarstundum, aðeins tfcninn einn getur mildað sárasta söknuðinn og enginn getur fylit skörðin sem eftir verða. Mér koma í hug hin fögru orð Einars Benediktsson- ar: „í svanalíki lyftist moldin hæst. Hann ljómar fegurst og hann syngur skærast. Þá angurljóð' hans oss í hjartað skera, vér erum sjálfir vorum himni næst, Þá oss í draumi harmagrun þau bera, oss birtist Mfsins takmark fjarst og æðst.“ Nú renna minningamar um hugamn. Ég kynntist Trausta að- eins 17 ára gömlum, er við unn- um saman á Keflavíkurfiugvelli. Við urðum fljótlega mjög góðir vinir og bar aldrei skugga á þá vináttu ölil þessi ár. Trausti var alveg sérstaklega giaðsinna og góður' í sér. Hann var þannig gerður, að hann viildi allt fyrir aEa gera. Þótt uira torleysta hnúta væri að ræða, brást ekki að Trausti gæfci leyst þá. Trausti var.r, margvisleg störf um dag- ana og för honum allit jafnvel úr hendi, hvort sem var tU iands eða sjávar. En sjórinn seiddi hann ætíð til sin, hann var á ýmsutn bátum og togur- um, stundaði einnig útgerð sjálf- ur um tima. Þá var hann í sigl- inguim erlendis í tvö ár og sigldi víða um lönd, en kom heim fyr- ir tæpu ári. Trausti var hrókur aJls fagnaðar í góðra vina hópi. Hann átti til að vera stríðinn, en það var aEt í gáska og leið honum ekki vel ef hann taldi sig hafa sært einihvem og hætti ekki fyrr em bætt hafði verið úr þvi. Trausti var einn sá trygg- lyndasö og bezti vinur, er ég hef eignazt um dagana, Öllum þótti intxLIega vænt um hann er honum kynntust. Hann var alls staðar mjög vel látinn á öLlum vinnustöðum og hvar sem hann fór virtist verða bjartara yfir öllu, það mætti orða það svo, að honum fylgdi sólskin. AEs staðar var hann eftirsóttur tU vinnu. Trausti var glsesimenni, meðallagi hár, þrekinn, ljós- hærður og bjartur yfirlitum og kom vel fyrir, hvar sem hann fór. En nú hefur skjótt brugðið ský fyrir sólu. Hraustur og góð- ur drengur í blóma lifsins, með alia þá kosti er prýða mega karlmenni, er horfinn okkur. Þetta er mikið áfaE hans nán- Jónína Sigríður Jónsdóttir — Minning F.: 12. desember, 1882, D.: 24. janúar, 1972. MÉR er ljúft og skylt að minin- aist tenigdamóður minnar með rtokkruim fátseklegum orðum. Hún var fædd að Ytri-Fagradal á Skarðsströnd, dóttir hjónanna Sigríðaæ Marínar Jómsdóttur frá Broddanesi í Strandasýslu og Jóns Jónissonar söðlasmiðs frá Skriðukoti í Haukadal í Dölum. Hún átti heima í Ytiri-Fagradal til 14 ára alduns, en fluttist þá með foreldrum sínum að Barmi á Skarðsströnid. Um skeið var hún á Brjánslæik hjá séra Bjarna Sfcnonarsyni og konu hans, Krist- ínu Jónsdóttur. Það hélzt ætíð góð og einlæg vinátta milli þeirra hjóna og Jónínu, sem entist meðan þau lifðu. Meðan Jóniína dvaldi á heimiii þeirra hjóna, séra Bjama og frú Kristínar, fann hún lífsförunaut airnn, Árna Jónason trésmið frá Sauðeyjum á Breiðafirði. Voru þau gefin saman í hjónaband árið 1915 og kusu helzt að láta þá vígslu faira fram í heimahög- uim hans og voru því gefin samian í Sauðeyjum. Þar fæddust eiinmig tvö elztu börm þeirra. Elzt var Hjortný, sem lézt aðeins 6 ára gömul árið 1924, en þá voru þau hjómin flutt til Flateyjar á Breiðafirði. Þá ríkti miikill og sár söiknuðuir, þegar hún varð að sjá á bak elskulegri dóttur. Þá reyndi mikið á þrek ungrar móð- Ur og sótti hún styrk í trú á bænina. f Sauðeyjum fæddisit einimig Jón Sigurður árið 1919, og er hann nú meistari í hús- gagniabólstrun og er giftur undir- rtitaðri. Þau Jónína og Ámi fluttu til Flateyjar á Breiðafirði árið 1922 og þar fæddist þriðja barm þeirra, sem eimmig var s'kírð Hjörtný og er hún húsrnóðir hér í Reykjavík, gift Steingrími Ara- synii bókbindara. Jóníma og Árni fluttu síðam frá Fiatey til Reykjavíkur árið 1941, og hafa verið búsett hér aíðan. Heimili þeirra í Reykjavík var að Seljavegi 13 og undi hún alltaf hag sínum vel þar. Hún var gáfuð 'kona og hafði yndi af lestri góðra bóka, svo sem ljóða- bóka. Hún kunmd mikið af kvæð- uin og var einis og ljómaði hver dráttur í andliti hennar þegar hún talaði um eða fór með jafn- vel heilu kvæðin. Hún niaut þess að lesa margt í óbumdmu máli og sagði hún mér að þá væri hún kamLn í sína heima, þegar hún gæti ferðazt í huganum með því fólki sem hún var að lesa um. Hún var mjög félagslynd og hafði gaman af að koma þar sem mann- fagnaður var og taka þátt í um- ræðum þeim sem voru þar á döfinni. Hún var víða heima og fróð um marga hluti, enda vel lesiin og fylgdiist alltaf vel með því sem hún heyrði í útvarpi og las um í blöðum. Hún var hjartanleg og góð kona sem ekki gat hugsað sór að vita aðra eiga bágt og ef hún hélt að einhvexjir væru hjálparþurfi, þá var hún strax komin með útbreiddan faðm og hlý orð til að létta þeim byrðina og þungann sem til hemnar leit- uðu. Það var gleðistund í lífi hennar þegar hún sá áramgur af því. Hún hafði fallega og tæra söngrödd sem hljómaði yndislega, en fór dult með þá hæfileika síma. Við fórum eitt sinn fjöl- skyldurnar í smá ferðalag og vor- um ekki að flýta okkur, höfðum allan daginn fyrir okkur. Eitt sinn settumst við miður og feng um okkur næringu og einihver í hópnum byirjaði að syngja, en allt í einu heyri ég rödd sem ég kammast ekki við, þá er þetta rödd elskulegrar tengdamóður mániniar. Ég varð stórhirifin og spurði hana, hví hún hefði efeki fyirr lofað okkur að njóta þesisa yndisleika, því rödd hemnar var svo skær og fögur. Hún hafði fá orð uim það, en brosti bliítt. Hún hafði yndi af ferðalögum og ferðast um í náttúrunni; það fannst henni sem aimnar heimur. Hún elskaði blóm og amnan gróð- ur jarðar og las margt út úr feg- urð máttúrunmar. Hún var manm- blendin og átti marga góða, trausta og einiæga vini, sem allt- af héldu tryggð við haina lífið út. Barnabörnin sín elskaði hún og dáði og gladdist af einlægum hug yfir allri þeirra velgengni. Meðan þau voru lítil og ef eitt- hvað kom fyrir þau, svo sem að þau meiddu sig, eða ef eitthvað ammað amaði að, þá var hún fljót að koma til hjálpar og rétta fram græðandi hönd. Margt tárið þurrkaði hún af litlum barnls- vanga og þau létu huggast og hjúfruðu sig í famg elsku örnmu og allt batnaði; þá var það vana- legast að hún lét þau setjast hjá hér og sagði þeim sögur. Bama- börnin hennar hugsa til hennar með sárum söknuði og þakka henni fyrir allar þær hugljúfu stundir sem hún veitti þeim. Elskulega tengdamóðir mín, ég þakka þér af öllu hjarba fyrir aMt það sem þú gerðir fyrir mig og bið þér blessunar guðs. Öll hittumst við að leiðarlokum og hlaklka ég til þeirra samfunda. Hafðu hjartans þakkir fyrir samleiðina á lífsbrautiinini. Far þú í friði friður guðs þig blessi, hafðu þöfek fyrir allt og aEt. Guðrún Hansdóttir. Frá Starfsmannafélagi Képavogs Starfsmannafélag Kópavogs vekur athyglí á auglýsingu frá B.S.R.B um borgarafund sem haldinn verSur í Háskóiabíói í kvöld. Félagsmenn munu fjölmenna á fundtnn og vaenta þess að aðrir launþegar geri það einnig. ustu. Einnig er hoggið skarð I sjómanmastéttina, því hugur hans var löngum bundinn öðru fremur við sjávarútveginn. Þar hafði hann unnið mörg handtök- in um dagana. Kæri vinur. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt hina tryggu og óeigingjörnu vináttu þína frá fyrstu kynnum okkar, sem aldrei bar nokkurn skugga á. Ég mun sakna þin af heilum hug, en himar góðu endurminn- ingar sem ég á um þig, munu í framtíðimni milda eitthvað þann trega, sem að sezt, en óhjá- kvæmilega mun ætið verða eft- ir tómarúm, sem ekki verður bætt. Blessuð veri ætið minnlng þíxu Far þú í friði, :J friður Guðs þlg blessi, hafðu þökk fyrir aEt og alit. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalL Trausti Ingvarsson var fædd- ur í Reykjavík 29. júní 1932, einn af fimm sonum Margrétar Sigurðairdóttur og Imgvars Guð- mundssonar. Hann ólst upp við mikið ástríki foreldra í glöðum bræðrahóp, en var þó ekki gam- aE er faðir þeirra féU frá á bezta aldri. Eftirlifandi nánustu ættingjar Trausta Ingvarssonar eru móðir hans, frú Margrét Sigurðaixiótt- ir, Skipholti 10, Baldur, vélstjóri, Bólsstaðarhlíð 46, kvæntur Að- alíheiði ísleifs, Guðmundur, sjó* maður, búsettur hjá móður sinni, Bragi, þjónn, einnig til heimilis hjá móður sinni. Ég vii að lokum, ásamt fjöl- skyldu minni, votta móður Trausta, Baldri og fjölskyldu, Guðmundi, Braga og bræðraböm um okkar inniiegustu samúð og biðja Guð að gefa þeim styrk í þeirra miklu og sáru sorg, sem þau enn hafa orðið fyrir. Minningarathöfn um Ti’austa Ingvarsson verður í Háteigs- kirkju kl. 2 í dag. Karl Einarssoja. Kjötbúðin Lnugnvegi 32 Danskur kjötiðnaðarmaður óskar eftir tveggja til þriggja her- bergja íbúð. Skilvís mánaðargreiðsla. Upplýsingar í KJÖTBÚÐINNI. Laugavegi 32, sími 12222. Laghentur maður óskast í prentsmiðju til pappírsskurðar o. fl. Einnig stúlka, helzt vön bókbandsvinnu. Skýrið frá hvar unnið áður. Umsókn merkt: „Prentsmiðja — 2553" sendist afgr. Mbl. fyrir 5. þ.m. 2—1x2 VINNINGAR í GETRAUNUM (4. leikvika — leikir 29. janúar 1972). Úrslitaröðin: 11X — 111 — 121 — 111. 1. vimingur 12 réttir — kr. 187.500.90. nr. 2349+ nr. 45077 + 2. vinningur: 11 réttir — kr. 8:900,00. nr. 13925+ nr. 42517 nr. 59002 — 16137 — 45852+ — 59603 — 19200 — 51770 — 64905 — 285S1 — 54666 — 74484 — 32706 + nr. 81772 nr. 89040 — 83366 — 86783 + — 88302 Kærufrestur er trl 21 febrúar. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 4. leikviku verða póstlagðir eftir 22. febrúar. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimiiisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga, GETRAUNtR — íþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.