Morgunblaðið - 02.02.1972, Page 16

Morgunblaðið - 02.02.1972, Page 16
16 MORGUNBLA.ÐŒ), MIÐVIKUDAGUR 2. FBBRÚAR 1972 Úígafandl htf, Áwalkw, Fteyfcjavfk Pramíwaaimdastjórl Harafdur Svelnsson. flitatjóirar Matilhfas Johantressen, Eyjótfur Konráð Jórjsson. Aðstoðarrftslfórt Styrmlr Gunnarsson, RftstJórrrarfuHtiröl trorbflöm Guðmundsson Fróttastjórl Björn Jóhannsson, AuglýslngástjOrt Arnl Garðar Krlstfnsson. Ritstjórn og afgreiðsfa Aðalstraeti 0, sfmf 1Ö-100. Augfýsingar Aðatetraatf 0, sftnf 22-4-60. ÁakrfftargjaW 225,00 kr ð mámjöi frvnanfands í faiusasöTu 16,00 fkr eintakið HVAR ER(U ÚRBÆTURNAR,) MAGNÚS TORFI ? lVl'ikið hefur verið rætt og •”* ritað um breytingar á kennsluháttum hér á landi. Öllum er ljós sú staðreynd að nútímaþjóðfélag krefst nú- tíma kennsluhátta. Ekki hef- ur farið fram hjá neinum, að þróun í menntamálum lands- ins hefur ekki verið með þeim hætti, sem eðlilegur má teljast. Við höfum því miður dregizt aftur úr. Um þetta hefur margt verið rætt og ritað á undanförnum árum og má óhikað fullyrða, að Morgunblaðið hefur haft for- ystu í þeim umræðum. Nú hefur verið lát á þeim um sinn. Þessi vetur hefur liðið án þess nokkuð hafi gerzt. Menntamálin og tillögur til umbóta á þeim, hafa setið á hakanum. Hin nýja ríkis- stjórn vinstri flokkanna hef- ur engan áhuga sýnt á þeim úrbótum, sem nauðsynlegar eru. Eins og kunnugt er fer hannibalisti með yfirstjórn menntamála í núverandi rík- isstjórn. í síðasta blaði hanni- balista, Nýju landi, er m. a. grein eftir einn þeirra manna, sem hvað mest létu til sín taka, þegar menntamálin vóru efst á baugi. Nú er rödd hans hljóðnuð. Hann skrifar aðdáunargrein um „mannúð- arstefnu" núverandi ríkis- stjórnar. Hann leikur á als oddi yfir því öngþveiti, sem fárra mánaða stjórnarseta vinstri flokkanna hefur leit.t af sér. Hann virðist hafa áhuga á öllum öðrum hlut- um — en mennta- og kennslu málum. Sem sagt: Botninn er suður í Borgarfirði! Spyrja má: Stafaði áhugi ýmissa þeirra, sem áður fyrr fjqlluðu um mennta- og kennslumál einungis af því, að þeir héldu að þeir gætu kómið höggi á fyrrverandi ríkisstjóm og menntamála- ráðherra hennar? Náði áhugi þeirra ekki lengra? Var þetta þá allur áhuginn fyrir vel- férð barna og unglinga hér á landi? Og það skyldi þó ekki vera, að sumir þessara gunnreifu riddara hefðu sval- að metnaðargirnd sinni og þólitískri framaþrá með yfir- skinsáhuga á skólamálum. , Allt þetta hlýtur nú að vekja menn til umhugsunar. Hvar er aðhaldið frá hinum v'ígreifu riddurum vinstra liðsins? Hvar eru umbótatil- lögur þeirra? Hvar er áhugi þeirra? Þróun menntamála hefur verið of hæg hér á landi. Þó verður að segja eins og er, að margt hefur áunnizt í þeim efnum á undanförnum árum, og þá ekki sízt vegna baráttu og aðhalds þeirra, sem hafa haft raunverulegan áhuga á menntun ungmenn- anna. Fyrrverandi mennta- málaráðherra átti stundum undir högg að sækja. En hann léði eyra þeim umbótatil- lögum, sem fram komu. Nú Ijær enginn eyra þeim um- bótatillögum, sem fyrir liggja. Nú er þagað þunnu hljóði. Hvar eru tillögur rík- isstjórnarinnar til úrbóta í skólamálum? Hvar er áhugi þeirra manna, sem eitt sinn gengu berserksgang og þótt- ust berjast fyrir velferð ungs fólks? Að vísu hafa þeir ekki allir hafnað á þingi, en þó hafa einhverjir þeirra a.m.k. komizt í framboð. Nú ætti þetta fólk að sýna áhrifamátt sinn. Hvernig væri að rit- nefnd Nýs lands skrifaði þó ekki væri nema eina grein í hvert blað með tillögum til úrbóta í skólamálum. í rit- nefndinni situr prófessor, sem virðist bera dulda lotn- ingu fyrir fálkaorðunni, og gagnfræðaskólakennari, sem eitt sinn lét mikið til sín taka í baráttunni fyrir bættu skólahaldi hér á landi, en hef- ur nú gefizt upp. Morgunblaðið mun ekki þegja þunnu hljóði. Það hef- ur verið málgagn þeirra afla í þjóðfélaginu, sem hafa kraf- izt þess, að skóla- og mennta- málum væri ætíð nægilegur gaumur gefinn. Við eigum langt í land með að geta tal- izt til fyrirmyndar, þegar upp eldi æskunnar og skólakerf- ið eru annars vegar. í þeim efnum höfum við ekki leyfi til að láta deigan síga. Póli- tískur metnaður, eða sjúkleg pólitísk valdaþrá einstakra framtóninga er engin lausn á menntunarástandinu hér á landi. Reynslan hefur því ef til vill sýnt, að það er æskan sjálf undir leiðsögn beztu og framsýnustu kennaranna, sem getur vísað veginn, mark- að brautina að því takmarki, sem þetta fámenna land hlýtur að stefna að. Hvergi er einstaklingurinn eins mik- ils virði og hér. Hvergi er eins nauðsynlegt að eng- inn maður fari í súginn vegna þröngsýni í opinberu og alls- ráðandi skólakerfi. Vonandi fer núverandi menntamálaráðherra að huga að þessum málum. Þessi vet- Hugleiðingar um jafnrétti HVER aðhyllist ekki jafnréfcti? 1 stefnu- yfirlýsingum flestra stjórnmálaflokíka má finna ályktunarorð eitthvað á þá leið, að flokkurinn vilji stefna að því, að allir þjóðfélagsþegnar hafi sem jafn- astan rétt til Mfsgæðanna. Því er hald- ið fram og það með réttu, að jafnrétti ríki á Islandi, a.m.k. samkvæmt hefð- bundirmi, fræðilegri skilgreiningu á hug- takinu. Samkvæmt henni hefur verið talið, að í jafnréttinu felist, að ekki megi setja takmarkanir á tiltekinn hóp manna, hvað varðar möguleika þeirra til að verða þess aðnjótandi, sem þjóð- félagið telur eftirsóknarvert. Hins veg- ar megi setja persónuleg skilyrði, svo sem um menntun o.þ.h. Uppfylli menn þessi skilyrði eiga þeir að hafa sama rétt og aðrir, sem eimnig uppfylla þau. Þá hefur það einnig verið talið felast í jafnréttinu, að allir þjóðfélagsþegn- arnir hafi sama réfct til að ávinna sér framangreind skilyrði, eftir því, sem vilji þeirra og hæfileikar segja til um. Fullyrða má, að iöggjöf á íslandi sé með þeim hætti, að framangreindum skilyrðum sé i meginatriðum fuUnægt. Rétturinn er jafn. Nú er það hins vegar svo, að í daglegu tali er hugtakið jafnrétti notað í nokkuð annarri merk- ingu en að framan greinir. Kemur þá inn í myndina, hvort menn hafi tækifæri til að ávinna sér skilyrðin, sem sett eru. Slíka merkingu hygg ég, að stjóm- málayfirlýsingamar leggi í orðið. Nán- ari skýringu á þvi, hvað felist i þess- ari almennari notkun hugtaksins ætla ég að orða þannig, að í jafnréttinu felist, að óheimilt sé að binda tækifærin á að öðlast tiltekin lifsgæði við forsendur, sem séu óskyldar þeim sömu lífsgæðum. T. d. séu tækifæri manns til að fá eftir- sóknarverða stöðu bundnir við þætti, eins og hæfileika og menntun sem tvi- mælalaust hafa áhrif á, hvemig hann kemur til með að sinna stöðunni, en ekki við aðra þætti, sem óskyldir verða að teljast, svo sem ætterni, kunnings- skap, útlit o.þ.h. Jafnrétti i þessum síðari skHningi rikir ekki að öilu leyti í okkar þjóðfélagi. Mun ég nefna um það tvö dærni hér á eftir og jafnframt leitast við að útskýra þá skoðun mína, að Sjálfstæðisflokknum standi næst allra íslenzkra stjómmálaflokka að taka upp baráttuna fyrir útrýmingunni á misréttinu. Ég hef litið á það sem eitt megin- einkenni sjálfstæðisstefnunnar, að þjóð- félagið sé til orðið vegna „þolenda" þess, einstaklinganna. Hún telur, að samfélagionu sé fyrir beztu, að einstakl- ingamir innan þess fái notið sín sem bezt, eftir því sem hæfiieikar þeirra segja til um. Miða beri þjóðfélagsupp- bygginguna við, að hver og einn fái að meta, hvað honum sé fyrir beztu og hon- um sé séð fyrir tækifærum til að virkja og hvetja hæfileika sina, að sjálfsögðu innan þeirra takmarka, að ekki skaði aðra með óréttmætum hætti. 1 þessu hefur mér fundizt vem fólginn nokkur munur á stefnu Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka. Það er t.d. tvímælalaust, að þessi grundvallarstefna S j álfstæðisf lokksins getur ekki iátið óátalið það misrétti, sem rikir varðandi tækifæri yngri þegna þessarar þjóðar tii að afla sér menntunar. Það er, eins og áður segir, eitt af megineinkennum sjálfstæðis- stefnunnar, að séð verði til þess, að einstafelingamir geti byggt sjálfa sig upp, eftir því sem vilji þeirra sjálfra og hæfileikar segja til um. Þess vegna geta sjáifstæðismenn ekfei unað við, að það sé háð búsetu, hverjir möguleikar séu til að afla sér menntunar. Mögu- leifear manna til að afla sér menntunar eiga að fara eftir skyldum þáttum, svo sem námshæfileikum, en ekki eftir óskyldum, svo sem því, hvar viðkom- andi býr á landinu. Þvi ber ekki að neita, að á þessu máli hafa einstakir þingmenn Sjálfstæðisf 1 okksins tæpt á Aiþingi, en lítið héfur verið um þunga þess málflutnings og allt of lítið um aðgerðir. Hér er um baráttumál sjálf- stæðisstefnunnar að ræða, sem fulltrúar þeirrar stefnu á Alþingi og annars stað- ar verða að taka upp í alvöru, vilji þeir vera henni trúir. Á undanfömum ámm hefur risið upp alþjóðleg hreyfing fyrir þvi, að berjasf fyrir jafnrétti konunnar. Hreyfing þessi berst ekki (a.m.k. hér á landl) fyrir því að fá lagastöfum breytt, nema í litlum mæli, því að þess þarf hún ekki. Jafn- rétti konunnar er viðurkennt í orði. Hreyfingin berst gegn ríkjandi hugsun- arhætti, hvað varðar stöðu konunnar í samfélaginu. Ekki er því neitað, að líf- fræðilegur munur sé á konum og körl- um, sem að einhverju leyti verði að taka tiliit til. Hinu er aftur á móti hald- ið fram, og það með réttu, að munur þessi sé ýktur og magnaður upp langt fram yfir það, sem líffræðilega sé nauð- symlegt. Hér sé um að ræða kerfi, sem einstaklingarnir fæðist inn í. Kerfi, sem flokkar einstaklinga, þegar við fæðingu Framhald á bls. 15 ur er að vísu að fara í súg- inn. Ekkert hefur gerzt. Þyrnirósa sefur og konungs- soninn er a.m.k. ekki leng- ur að finna í röðum þeirra A thygli heimsins hefur und- ^ anfarið beinzt að írlandi. Ástæða pr til þess að veita athygli atburðum þar í landi. Þar eigast við menn af bræðraþjóðum og fólk með rætur í orðum Krists, þegar hann segir, að menn skuli elska náunga sinn. Lítið virðist fara fyrir þessari ást á írlandi. Kaþólskt fólk sit- ur ekki við sama borð óg aðr- ir á yfirráðasvæði Breta. Lútherstrúarmenn ,• virðast hafa einhver forréttindi, slíkt er erfitt að skilja á okkar tímum. Auðvitað er hér fyrst og síðast um þjóðfelagsleg átök að ræða, en ekki trúar- leg, þó að þau hafi blandazt inn í átökin. íslendingar eiga stuðningsmanna vinstri stjórnarinnar, sem hæst létu í tíð fyrrverandi stjórnar. Hvar er(u úrbæturnar) Magnús Torfi? vafalaust erfitt með að skilja, hvers vegna írlandi er skipt í tvennt á þennan hátt. Því miður hefur raunin orðið sú, að þjóðum hefur verið skipt í tvennt, þar sem stór- veldi hafa skilið eftir sig hin svörtu fingraför nýlendu- stefnunnar. Þannig hafa kommúnistar komið því til leiðar að Kórea og Víetnam eru tvö ríki, einnig Þýzka- land, svo að dæmi séu nefnd. Slík skipting landa og þjóða kallar fyrr en seinna á alvar- leg átök eins og dæmin sýna. Hitt er svo annað mál, að enginn leysir nein vandamál með ofbeldi. Engin Berna- detta Devlin leysir erfiðleik- ana á Norður-írlandi með því að ráðast á brezka ráðherra í mestu lýðræðissamkomu heimsins, brezka þinginu, klóra þá og hárreyta. Slík framkoma vekur ekki traust. Hún vekur kannski tíma- búndna aðdáun þeirra, sem vilja „að eitthvað gerist“. Vonandi kemst á friður hið fyrsta í heimalandi Berna- dettu Devlin. Vonandi fær fólkið í landi hennar, hvort sem það er kaþólskt eða mót- mælendatrúar, írskt eða brezkt, að njóta öryggis í landi sínu. En líkamsárásir á einstaka ráðherra í brezka þinginu munu ekki vekja samúð eða duga til lengdar málstað þeirra, sem erfiðast eiga. Önnur Bemadetta er «1- kunn úr kaþólsku umhverfi. Hún var þekkt af kærleiks- verkum sínum. í þær lindir, sem tengdar eru nafni hean,- ar, leita sjúkir svölunar. En neglurnar á Bemadettu Devlin eru ekki Lourdes. Bernadetta Devlin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.