Morgunblaðið - 03.02.1972, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.02.1972, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIB, FIMMTUOAGUK 3.'FBBRÚÁR A972 21 Fræðsla Fiskifélags Islands Franiliuld af bls. 8. uð fyrir skipin og í þau, en nú er farið að smiða skipin utan um tælkin. Þetta verður að teljast grundvallarbreyting. Á það er þó rétt að leggja áherzlu, að það er maðurinn við tækin, sem hef- ur úrslitaþýðingu um það, að hvaða gagni þau koma. Vonandi tekst ofekur að flytja sem mest af þeirri þekkingu, sem okkar kynslóð býr yfir til þeirrar næstu. Það er ekiki nógu gott að hver kynslóð þurfi ávallt að fitja upp á nýju. Með þeim umræðum, sem hafn ar eru og samanburði á reynslu góðra manna, tekst vonandi að feoma miklu til skila af þekk- ingu til þeirra, sem landið eiga að erfa.“ Sæmundur Auðunsson, skip stjóri á Bjarna Sæmundssyni er landskunnur fiskiskipstjóri á ofekar gömlu síðutogurum, og hefur nú reynslu af skuttogi og þar af leiðandi manna dómbær- astur á, hvaða atriði beri að leggja heizt áherzlu á, i þeirri fræðslustarfsemi, sem Fiskifélag ið vill nú stuðla að. — Á hvað telur þú, Sæmund- ur, að beri helzt að leggja áherzlu á í þjátfun sfeipstjórnar mannsefna á hinni nýju skipa gerð? — Það er erfitt að svara því til hiítar, því að undirbúningur þeirra manna, sem taka hin nýju skip, er vitaskuld misjafn. Margir þeirra hafa til dæmis vanizt ýmsum millistigum milli síðutogs og skuttogs, sumir eru búnir að kynna sér skuttogið til hlítar, aðrir vita lítið um tog- veiðar almennt. Ég held, al- mennt talað, að það væri ekki óráð fyrir þau skipstjóraefni á skuttogurum, sem litla reynslu hafa, að fara út með skutskipi og sjá af eigin raun, hvernig að þeim veiðum er staðið. — Eruð þið á Bjarna Sæ- mundssyni fúsir til að taka rnenn um borð til að kynna sér sfeuttog ? — Já, ég er hlynntur því að þetta sé gert, eftir því sem að- stæður leyfa og hef þegar mælt með því. Enda þótt Bjarni Sæ- mundsson sé efeki að öllu leyti Sæmundur Auðunsson. byggður sem nýtízku skuttog- skip, held ég að það ætti að vera hægt fyrir menn, sem fara út með honum að gera sér fulla grein fyrir vinnubrögðum við skuttog. íslenzikir skipstjórnar menn, sem hugsa til veiða með skutskipum, ættu efeki að þurfa að leita í neinum verulegum mæli til annarra þjóða, heldur geta notað sitt eigið skutsfeip. Við höfum prófað flestar þær tegundir varpa, sem verður um að ræða og ættum því að hafa aðstöðu til að sýna mönnum, að minnsta kosti nægjanlega mikið til að þeim yrði ljóst, hvernig helzt bæri að standa að veiðun- um. — Á öðrum fundi Fiskifélags ins, var rætt um fiskileitartæfe- in og notkun þeirra. Telur þú not að slíkri fræðslu ? — Fræðslustarf af þessu tagi er tvimælalaust spor í rétta átt, en á það vil ég benda, að ár- angurinn af notkun tækjanna verður í framtíðinni sem hingað til háður glöggskyggni þess skip stjóra, sem vinnur með tækjun- um. Það er náttúrlega verulegt at- riði, að menn kynnist innri bygg ingu tækjanna og notagildi þeirra. Það rýrir ekfei gildi þess- arar fræðslustarfsemi, þótt ég fullyrði, eins og áður segir, að notkun tækjanna, hversu full- komin, sem þau verða, hlýtur alltaf að verða háð glögg- skyggni skipstjórans. — Nú er reynsla þín af notk- un t.d. dýptarleitarmæla orðin meiri en flestra annarra nú starfandi skipstjóra. Hvenær -fóruð þið, ísl'enzlkir fisfeiskip- stjórar að nota almennt dýptar- mælana til fiskileitar. — Sem stýrimaður á togara kynntist ég fyrst sjálfritandi dýptarmæli 1944. Ég byrjaði sem skipstjóri á togara 1947 og uppúr þvi var farið að nota sjáifritandi dýptarmæli sem fiskileitartæfei og þá í sívax- andi mæli á íslenzíkum togurum. Miðað við hegðan fis.ks á þess- um tíma, var ekki ýkja mikl- um vandfevæðum bundið að gera sér grein fyrir um hvaða fisk var að ræða, sem lóðaði á, en með tilkomu nákvæmari tækja virðist vandinn vaxa. Það kemur nær alitaf lif í sjónum fram á mælinum. I þessu sam- bandi koma leiðbeiningar sér- fræðinga vonandi að notum og þar af leiðandi koma námskeið, eins og þau sem Fiskifélagið hugsar sér að hakia, að miklum notum að mínum dómi. Hans Sigurjónsson, skipstjóri á Víkingi, var á fundinum, sem fyrr segir. Hans tekur annan Ög urtogarann og um smíði þeirra skipa var mikið bollalagt og ráð slagað, þar sem með þeim var riðið á vaðið um smíði skutsfeipa fyrir íslendinga. Strax og ákveð ið var að smíða þessi skip fór Hans að fylgjast ýtarlega með þýzku skutskipunum, sem voru honum samskipa á miðun- um. Fræðslustarfsemi Fiskifé- lagsins er vitaskuld ekki sniðin fyrir menn eins og Hans, en þó er fróðlegt að heyra álit slíkra manna á þessari starfsemi og gildi hennar. Hans sagði að loknum fund- unum: Það er engum vafa undirorp ið, að þegar menn koma saman til að ræða sameiginleg áhuga- mál, þá kemur ævinlega eitt hvað jákvætt út úr þvi. Á slífe- um umræðufundum víxlast þekkingin milli manna. Lí'kast til skilar árangurinn sér af slík um umræðufundum þó bezt fyr- ir seinni timann, ef áframhald verður á þessu. Þó að mér sé fulllj'pst að með slíkum umræðufundum miðlast þekking milii manna, þá er mér þó jafnvel meira í mun, að með slífeum fundum skapast nánara samstarf milli þeirra, sem eru að vinna að sjávarútvegsmálum i landinu, og hinna, sem eru til sjós. Þessi tengsli, sem ég tel mjög nauðsynleg verður að efla og auka með öllum ráðum. Það dugir ekki lengur i nú tímaþjóðfélögum, að hver sé að bauka í sínu horni án þess að vita, hvað næsti maður er að aðhafast. — Þú ert að tafea skutskip sem er 59 metra langt með 2350 hestafla vél. Hvað finnst þér um minni skutskipin, sem verið er að flytja inn eða byggja? — Við miðuðum við, að skipið gæti unnið með flotvörpu og nýtt allar venjulegar togaraslóð ir. Jafnvel þessi stærstu skuttog skip okfear verða ekki jafnmik il skip í sjó að leggja og Maí, Sigurður eða Víkingur, en þau eru hagkvæmari, og við hag- kvæmnina verður að miða gerð skipanna á hverjum tíma. Þessi nýju skip að minnsta kosti eins og það, sem Ögurvik er að byggja, og reyndar flest skut- skip, sem ég þekki til, eru hlut fallslega afkastameiri en síðu- . skipin — hins vegar vil ég tafea fram og leggja á það áherzlu, að skutskip búa ekki til fisk. Ef aflamagn fer síminnkandi á fiskislóðum togara, geta skut- skipin ekki bjargað því atriði. Sé hins vegar fiskur undir, er það staðreynd, sem mér er vel Ijós eftir langa reynslu af veið- um samhliða skuttogurum, að þá aíkasta skutskipin meiru en síðuskipin — þau eru svo marg falt fljótari að innbyrða aflann og þau koma veiðarfærinu fyrr í sjó en síðuskipin. Þetta er sem sé grundvallarmunurinn á síðu- skipi og skutskipi að veiðarfær ið er miklu lengri tírna úti á skutskipinu og þar af leiðandi eru veiðiafköst skutskipsins meiri. Annars vil ég í þessu sam- bandi leyfa mér að benda á það, að ég heid ekfei að litlu skut- skipin, undir 500 tonnum, leysi togarana af hólmi. Þessi skip geta alls ekki veitt nema á landsgrunnsslóðinni, til dæmis Hans Sigurjónsson. út að 50 sjóm., og því alls ekki nýtt togaraslóðimar nema að tafemörkuðu leyti. Akureyrar- togarinn, sem þeir hyggjast kaupa af frönskum, er, að mig minnir einir 54—55 metrar á lengd og hann ætti að geta veitt á öllum venjulegum togaraslóð- um, en efeki þessi stuttu skip, sem mest á að flytja inn af. Þetta er máski allt í lagi. Skipin eru hugsuð til veiða fyrir frystihús in víðs vegar um landið, en allir sjá að það er ekki lítið atriði í rekstri, að láta sfeipin koma inn 52 sinnum á ári eða vikulega, eða 26 sinnum, svo dæmi sé nefnt og eyða sólarhringi í lönd un, hverju sinni. Það getur orð- íð dýrara en menn ætla, að ætla sér að reka togara, sem hálfgild ings landróðrabát. Hér kemur þó margt til greina og ég legg engan annan dóm á þetta, en það að smærri togarnir leysa engan veginn úthafstogara af hólmi. — Svo við víkjum aftur að þessum fræðslufundum Fiskifé- lagsins, finnst þér ekki rétt að halda starfseminni áfram? — Alveg tvímœlalaust, eins og ég sagði strax í upphafi, er þetta til bóta, og deilir þekk- ingu milli manna og kemur ekki hvað sízt að notum mönnum, sem koma af öðrum tegundum fiskiskipa en togsfeipum. Bandalag kvenna Framhald af bls. 18. lagslegum stuðningi almennings við að hjálpa fólki, sem hlotið hefur bata og starfsgetu eftir geðsjúkdóm, til að axla að nýju byrðar þjóðfélagsins með virkri þátttöku í störfum þess. Áhrifa mesta úrræðið til þess að koma þessu til leiðar telur Bandalag- ið, miðað við núverandi aðstæð ur, vera að koma upp geðdeild við Landsspitalann. Það eykur sjúkrarými fyrir geðsjúka og mun verða notað sérstaklega fvr ir þá, sem ekki þurfa á lang- tíma sjúkravist að halda og því nýtast fyrir tiltölulega marga. Betri tækifæri gefast til fræðslu um geðsjúkdóma bæði fyrir lækna, hjúkrunarkonur og nema og annað starfsfólk. Aðgreining geðsjúklinga frá öðr um sjúklingum í sérstakri stofn un á sér þar ekki stað, en alit mun þetta leiða til aukinnur þekkingar og skilnings almenn- ings á eðli geðsjúkdóma, sem mikii þörf er á að eigi sér stað, ef þessi mál eiga að komast i viðunandi horf. Bandalag kvenna í Reykja vík telur, að því takmarki sem í þessari tillögu felst, verði að ná sem allra fyrst, ef við eig- um ekki áfram að teljast van- þróuð þjóð á þessu sviði. Verðlags- og- verzliinarmál Fundurinn telur brýna nauð- syn bera til þess að koma fisk- sölumálunum í borginni í betra horf og skorar því á borgarráð og borgarstjórn að setja sem allra fyrst fastar reglur um öfl un og dreifingu á fiski til verzi- ana á borgarsvæðinu. Greinargerð: Þar sem dreifing á fiski til fisksala virðist að mestu leyti vera skipulagslaus og verð á fiski hefur 2—3 faldazt síðan 1968, telur fundurinn brýna nauðsyn á því, að borgarráð beiti sér fyrir því, að komið verði á hagkvæmu dreifingar- kerfi, sem tryggi fjöibreytt vöruval og hagstætt verð á fiski til neytenda. Það skipulagsleysi sem nú rikir í þessum málum, hlýtur að vera mjög óhagkvæmt og kostnaðarsamt fyrir alla að- ila, þar sem margir fisksalar eru neyddir til þess að sækja fisk fyrir verzlanir sinar lang ar leiðir út fyrir borgina. Fundurinn fagnar því, að hin nýja reglugerð um afgreiðslu- tíma verzlana, skuli hei-mila al- mennum verzlunum að hafa op- ið að kvöldlagi. Jafnframt lýsir fundurinn óánægju sinni yfir því, að þeim matvöruverzlunum, sem hafa haft opið að undan förnu á kvöldin og um helgar, skuli nú vera bönnuð slík þjón usta við neytendur. Fundurinn skorar því á borgarstjóm og Kaupmannasamtök íslands að hefjast þegar handa um endur- skoðun á reglugerðinni um af- greiðslutíma verzlana. Greinargerð: Það er almenn skoðun fundar ins, að nægilegt myndi vera að hafa alimennar verzlanii opnar eitt kvöld í viku og mætti þá stytta afgreiðsiutímann, sem því nemur einhvern annan dag vikunnar. Fundurinn styður hins vegar það sjónarmið Neyt- endasamtakanna, að það sé óeðli legt að banna matvörukaup- mönnum, sem hafa haft verzlan ir sínar opnar á kvöldin og um helgar, að halda uppi þeirri þjónustu við neytendur. Kvöld- sölu matvöruverzlana mætti einnig leysa á þann hátt að leyfa 1-2 verzlunum í hverju af aðalhverfum borgarinnar að hafa opið til sfeiptis á kvöldin og um helgar. Þyrfti þá að skrá nöfn verzlananna í dagbækur dagblaðanna til hagræðis fyrir neytendur. Vegna hinnar miklu dýrtíðar, sem stöðugt fer vaxandi, skor- ar aðalfundurinn á Alþingi og ríkisstjórn, að aflétta að veru- legu leyti söluskatti af brýn ustu nauðsynjum s.s. matvöru, vinnufatnaði, ytri fatnaði barna o.fl. Jafnframt beinir fundur. inn því til sömu aðila að sam- ræma tollálagningu á fatnaði karla og kvenna. Fundurinn skorar á verðlags stjóra að herða á eftirliti með verðlagi á vörum og þjónu.stu — og að hlutast til um, að verzl unareigendur framfylgi reglu- gerðinni um verðmerkingu á vörum, sem þeir hafa til sýnis og sölu i gluggum og herða verulega á viðurlögum við brotum. Fundurinn skorar á Kaup- mannasamtök Islands að hlutast til um það, að neytendur fái í hendur þær gæðalýsingar, sem fylgja vörunni frá framleiðanda (seljanda). Jafnframt beinir fundurinn þvi til húsmæðra, að þær gangi eftir því að fá þessar upplýsingar við vörukaup. Fundurinn skorar á Kaup- mamiasamtök íslands og Verzl- unarmannafélag Reykjavikur að vinna að því, að hafin verði sem allra fyrst skipulögð fræðsla i vöruþekkingu fyrir af greiðslufólfe verzlana. Fundurinn skorar á viðskipt? málaráðherra að hlutast til urp það, að sett verði sem allra fyrst reglugerð um vörumerk- ingar (vörufakta). Jafnframt verði verzlanir skyldaðar til þess að tilgreina á umbúðunum þyngd sundurveginnar vöru ásamt verðinu. Fundurinn beinir þeim til-mæl- um til Kvenfélagasambands 1=- lands, að birtur verði a.m.k. einu sinni á ári í „Húsfreyj- unni“ útreiknaður vikumatseð- ill til hagræðis fyrir húsmæð- ur. Fundurinn þakkar þær íbúða- byggingar fyrir aldraða, sem nú er verið að ljúka á vegum borg- arinnar og telur slikar fram- kvæmdir beztu lausnina á ríkj- andi húsnæðisvandræðum aldr- aðs fólks. Jafnframt vonast fundurinn til þess, að haldið verði áfram með þessar fram- kvæmdir, þar sem eftirspurnin sýnir, að þörfin er mikil. Fundurinn beinir þeirri áskor un til hæstvirts Alþingis og rík isstjórnar að lækka að veru- legu leyti tolla af brýnum nauð synjum heimilanna s.s. bús- áhöldum, borðbúnaði, rafmagns- tækjum, hreinlætistækjum o.fl., en samkvæmt gildandi tollskrá eru þessar vörur allar i 80— 100% tollflokki. Greinargerð: 1 tollskránni er auðvelt að finna þessar nauðsynjavörur heimiianna, þvi að þær eru venjulega einu vörurnar undir tegundaheitinu, sem eru í 80— 100% tolli ef frá eru taldar munaðarvörur og glingur. Eng- um getur þó dulizt, að þessar vörur eru nauðsynlegar á hverju heimili. Það hlýtur að teljast í hæsta máta undarlegt að þessar nauðsynjavörur skuli vera settar í sama tollflokk og munaðarvörur og glingur s.s. sælgæti, gerviblóm, myndastytt ur o.f. P'urðu vekur, að það skuli aðeins vera 60% tollur á borðbúnaði úr góðmálmi og góð málmspletti, þar sem 100% tollur er á öllum öðrum borðbúnaði. Ef við t.d. athugum tolla á vör- um úr vöruflokkunum úr járni, stáli, áli, leir, gleri, plasti o.fl. þá eru rafmagns- og hreinlætis- tækin alls staðar í 80% tolli og búsáhöld og borðbúnaður í 100% tolli. Allar aðrar vörur eru í lægri tolli. Barnagæzla Fundurinn vill láta í Ijós ánægju sína yfir þeirri ráðstöf- un borgaryfirvalda að taka upp eftirlit með dagvistun barna á einkaheimilum. Sömuleiðis vill fundurinn lýsa ánægju sinni yf- ir fóstrunarkerfinu, sem meðal annars auðveldar foreldrum eða forráðamönnum barna að vista þau til skamms tíma undir eftir- liti á einkaheimilum. Fundurinn skorar á borgaryf irvöld að hlutast til um að setja sem allra fyrst á stofn í úthverf um borgarinnar (Fossvogi og Breiðholti) heilsugæzlustöðvar fyrir smábörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.