Morgunblaðið - 03.02.1972, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.02.1972, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1972 Pétur Guðjónsson: Ný viðhorf í landhelgismálum LítiO hefur frétzt um viðræð- ur Breta og fslendinga fram til þessa, og er furðulegt að ríkis- stjómin skuli ekki láta þjóðina fylgjast með málum í þessu lifs- hagsmunamáli hertnar. Það hef ur því miður alltaf verið of mik ið pukur hjá öllum ríkisstjóm- um, sem með landhelgismálin hafa farið. >ó er nokkuð vitað tog mun út frá því rætt. Eftir- tektarvert er að í þeim tveim landhelgisdeilum, sem við eig- um að baki við Breta, hafa þeir sífellt haidið þvi fram, að við værum að brjóta á þeim alþjóða lög, þvi að fiskveiðilandhelgi væri eitthvað fastákveðið. Nú vill svo einkennilega til, að ein- mitt þegcir þessi landhelgisdeila stendur sem hæst, er það undir- strikað að engin alþjóðalög eru til um víðáttu landhelgi, þvi kalla á saman alþjóðaráðstefnu á næsta ári til þess að reyna að búa til lög um viðáttu land- helgi, sem ekki hafa verið til fram til þessa. Þegar svona ár- ar fyrir Breta í landhelgisdeilu stoðar litið að tala um alþjóða- lög um víðáttu landhelgi. Síðan 1958 hafa mörg riki fært út landhelgi sína. Ekki er vitað að í einu einasta tilfeili hafi eitt ríki reynt að hindra annað ríki með valdi I útfærslu fiskveiðilandhelgi. Þvi eru bola- brögð Breta á Islandsmiðum frá 1958—1961 algjört einsdæmi í heimssögu fiskveiðOandhelginn- ar. Nú liggur það fyrir sem staðreynd, að þessar útfærsiur hafa komið við hagsmuni margra ekki hvað sizt Banda- ríkjamanna gagnvart Mið- og Suður-Ameríkuríkjum. 1 öllum tilvikum hefur réttur strandrik is verið virtur í verki nema einu, réttur Islands til útfærslu fiskveiðilandhelgi sinnar gagn- vart Bretum. Bretar hafa því í þessu tilfelli einir haft aðrar skoðanir en alheimur, og látið kné fylgja kviði. Ef „praxis" má sín einhvers í lögfræðilegri hugsun þá þarf ekki lengur að efast um rétt strandríkis. Hvernig á því stendur, að Bretar hófu þann leik er þeir hófu með herskipasendingu sinni á íslandsmið, er algjör- lega óskiljanlegt og hlýtur að hafa gerzt fyrir slys, einhvers staðar, ef ailar aðstæður eru upp metnar voru aldrei fyrir hendi þau verðmæti, að hugsan legt væri að réttlæta slíkt. Og ef Islendingar hefðu kunnað meira fyrir sér í rekstri á máli sem slíku hefðu þeir getað gert Breta að athlægi heimsins. Hvernig á því stendur að NATO gat iátið það gerast, að ein NATO-þjóð sendi her á hendur annarri á'eins vafasömum for- sendum lagalega, svo ekki sé sterkar að orði kveðið, er í dag algjöriega óskiljanlegt, og verð ur NATO til ævarandi skamm- ar. En hverjar eru aðstæðurnar i dag til slíkra aðgerða. Við- skiptalega séð eru íslendingar eins mikils virði fyrir Breta og Bretar eru fyrir Islendinga. ís- land er þróunariand, þvi mun um við kaupa iðnaðarvarning og fjárfestingarvömr fyrir ná- kvæmlega jafnháa upphæð af Bretum og Bretar kaupa fiskaf urðir af okkur. Sem flotaveldi er Bretland búið að vera og skiptir engu máli á heimsmæli- kvarða. Síðan 1958 er kominn til mun öflugri floti í Norður-At- lantshafinu en sá brezki. Þeir menn sem honum stjórna, mundu fegins hendi grípa vixl- spor af hendi Breta og rétta lítil magnanum hjálparhönd í bar- áttu við ofureflið með öllum þeim pólitísku og hernaðariegu afleiðingum, sem þvl kynnu að fylgja. Frá Islandl er fylgzt með öllum ferðum rússneskra herskipa suður í Atilantshaf frá þeim einu flotastöðvum, er Rúss ar eiga við Atlantshaf á Kola- skaga. Þeir geta sem sé ekki hreyft sig nema vitað sé um ferðir þeirra. Fullkomin vitn- eskja um ferðir rússneska flot- ans er einn aðal homsteinninn í vörnum Norður-Atlantshafsins. An aðstöðu á Islandi væri þetta ekki mögulegt. Því er augljóst hversu mikilvægt það er fyrir Rússa að minnka eða hreinlega loka fyrir þessa smásjá, sem þeir eru undir frá Islandi. Fram til þessa hefur ekki verið hægt að fylgjast með ferðum rússn- eskra kjarnorkukafbáta eftir að þeir eru sloppnir suður fyr- ir ísland. Þetta er ötDum ljóst, sem vita vilja. Því var það á þingmannafundi NATO í Kan- ada í haust, að framsögumaður hermálanefndarinnar beindi mjög eindregið máli sinu til ís- lendinga og bað þá minnast sam eiginlegrar ábyrgðar. Sá fram- sögumaður var Þjóðverji. En það er eins gott að NATO-ríkin geri sér ljóst, að það þarf að minnast sameiginlegrax ábyrgð- ar ekki eingöngu á hernaðar- sviðinu heldur einnig á efna- hagssviðinu, þegar minnsta þjóð samtakanna hefur misst helm- inginn af því aflamagni, sem er undirstaða lífsafkomu hennar. Vinstri höndin verður að vita hvað sú hægri gerir árið 1972. Rétt er að gera sér ljóst, hve hér er um stórt vandamál að ræða fyrir Breta. Gera má ráð fyrir að Bretar taki af íslands- miðum u.þ.b. 200.000 tonn. Miðað við verð Islendinga árið 1971 á útfluttum fiskafurðum er þetta lauslega áætlað verðmæti upp á 40 milljónir doilara eða 16 millj ónir punda. Það er kaldhæðni í því, að á sama tíma og Bretar, Þjóðverjar og aðrar NATO þjóðir eru að heimta að fá að stofna lífsafkomu íslendinga í voða stendur til að þeir fari að borga Möltu árlega fyrir afnot af hernaðaraðstöðu 25 til 30 milljónir punda eða í doliurum 60 til 75 milljónir. Þó var þvi lýst yfir af hendi fyrrverandi NATO síðastliðinn lau.gardag að Malta hefði misst að mestu leyti hemaðargildi sitt og að ís- iand væri miMu miikilvægara hernaðarlega. Eftir slíkan sam- anburð, sem gerður hefur verið í þessari málsgrein, liggur það alveg ljóst fyrir, að þeir aðilar, sem með mál þessi hafa haft að gera af hendi Breta og annarra NATO ríkja, hafa ekki gert sér ljósa hina tölulega smæð verð- mætanna, sem um er að tefla á mælikvarða iðnaðarvelda eins og Bretlands, Frakklands og Þýzkalands, sem eru með þjóð- artekjur upp á 150 til 200 þús- und milljónir diollara, svo ekki sé minnzt á sjálfan risann, Bandaríkin, með yfir eina mlllj- ón milljónir dollara. Dettur nokkrum heilvita manni það i hug á árinu 1972, að einu ríki eins og Bretlandi komi til með að haldast það uppi að gera eitt hvað upp á sitt einsdæmi, er teflt geti í voða hernaðarstöð- unni í Norður-Atíantshafinu út á ekki meiri verðmæti árieg en að ekki mundi nægja til kaupa á einni af þeim sprengjuflugvél um, er nú er verið að hanna í Bandarikjunum, eða, vitnað í verð herskipa, sem nemur 1/5 til Va af verði kjarnorkuknú- ins kafbáts, sem kostar í dag milli 200 og 250 milljónir doll- ara. Þjóðverjar, sem hafa ver- ið alit of leiðitamir við Breta í íslenzkum landhelgismálum, verða að hætta að láta teyma siig út í þann ófarnað, er stefnt er að, og gæta þess í stað hinn- ar góðu sambúðar, sem ávallt hef-ur rikt milli þessara tveggja germönsku þjóða. Þeir ættu líka að muna á þessu ári, að um 25% af fiskafurðum Vestur- Evrópu kemur af Islandsmiðum, því eru það evrópsk verðmæti að fiskistofnum þessa evróp- iska matvælabúrs verði við haldið. Það er harmsaga siðustu áratuga að alþjóða samþykktir og alþjóðastjórn hefur ekki megnað að koma í veg fyrir svo til útrýmingu stórra fiskistofna. Eina vonin í þessu efni er að fela íslendingum einum yfirráð fiskistofnanna á Islandsmiðum. Öll framkoma Breta hefur einkennzt af ábyrgðarleysi sem sá einn getur leyft sér, er enga ábyrgð ber, enda hafa Banda- rikjamenn gefið fram til þessa .Bretum og öðrum Vestur-Ev- ,'rópuþjóðum öryggið á Atlants- hafinu. íslendingar eru hér ekki undan skildir. Það er eitt að þiggja fyrir Breta, en nokkuð annað og óháttvisara ef þeir ætla að koma gefendunum í stór vandræði með óraunhæfum smá smugulegum privataðgerðum. Á þessari stundu er bezt fyr- ir Breta og Þjóðverja að gleyma samningunum frá 1961, því eftir því er beðið af ákveðn um öflum að hann verði settur á oddinn sem tilraun til tjóns fyrir hagsmuni Islendinga svo hægt verði að stimpla hann sem landráðasamtning íhaldsins, og með því vinna mikið tjón þeim öflum í íslenzkum stjómmálum, sem þeir eiga samstöðu með í miklu stórvægilegri málum, og þar sem íslenzk landhelgismál eru í samburði hrein aukaatriði, sem vart beri að gera veður út af. 1 stuttu máli er staðan þessi. Bretar eru orðnir smáveldi á sjó og hafa engan styrk á við hugsanlega verndara íslenzkrar landhelgi, ef I harðbakka slær. Bretar hafa ekki efni á enn einu vixlspori í íslenzkum land- helgismálum. Ekki kemur til mála að NATO-rikin láti Bret- um það eftir að standa fyrir ein hverjum prívataðgerðum, sem geta stórlega sfeaðað stöðu NATO í öryggismálum o,g allra sízt Bandaríkjamenn, sem gefa Bretum svo til öryggið á At- lantshafinu. Efnahagslega geta Bretar ekk ert gert, er skaðað geti Islend- inga svo að taka þurfi tillit til þess, ef á móti eru metin yfir- ráð Islendinga yfir fiskimiðum íslands. Á þessum meginþáttum landhelgismálsins athuguðum er sigur Islands í landhelgismál inu öruggur. Konan min og móðir okkar, Guðmundína Stefánsdóttir, Oddeyrargötu 28, Akureyri, lézt I Sjúkrahúsi Akureyrar 1. febrúar. Jarðarförin ákveðin síðar. Valgarður Stefánsson og dætur. Útför Einars Ásmundssonar, Hömrum, Þverárhlíð, fer fram laugardaginn 5. febrúar kl. 2 frá Norðtungu. Börn, tengdabörn og bamabörn. Móðir mín JÓHANNA GUÐBRANDSDÓTTIR, Langagerði 90, sem andaðist 28. janúar í Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. febrúar kl. 13,30, F.h. tengdadætra, barnabarna og barnabarnabarna Jón Kristjánsson. AÐALHEIÐUR SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Grenívöllum 12, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju kl. 1,30 fðstudaginn 4. febrúar. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu láti Hjartavernd njóta þess. Börn, tengdaböm og barnaböm. Móðir okkar, tengdamóðir og amma ÞORGERÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, frá Kjalvararstöðum, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju laugardaginn 5. febrúar kl. 10,30. Hulda og Tómas Þorvaldsson, Hafdís og Kjartan Kristófersson, Þóra og Arsæll Björgvinsson, Gerður og Magnús Pálsson, Rósmaría Benediktsdóttir og barnaböm. Hjartanlegar þakkir sendum við öllum, nær og fjær, fyrir auð- sýnda samúð við fráfall eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, SIGURÐAR SKÚLASONAR frá Stykkishólmi, Austurbrún 37, Reykjavík. Soffia Sigfinnsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Agúst Sigurðsson og Erla Þorsteinsdóttir, Soffía Sigurðardóttir, Skúli Sigurðsson, Þuríður Sigurðardóttir, Kári Tyrfingsson og böm, Ingibjörg Sigurðardóttir, Rune Söderholm og böm, Magnús Sigurðsson, Björg Helgadóttir og böm, Lovísa Sigurðardóttir, Amljótur Björnsson og böm, Sigfinnur Sigurðsson, Helga Sveinsdóttir og börn. xormanns hemaðarnefndar Konan mín KRISTlN BJÖRNSDÓTTIR, Höfn, Hornafirði, andaðist í Landsspítalanum aðfaranótt 2. febrúar. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna Óskar Guðnason. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðrún Elísdóttir, frá Eiði, Grundarfirði, sem andaðist í sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 31. jan. verður jarðsungin laugardaginn 5. febrúar, frá Grundarfjarðar- kirkju og hefst athöfnin með bæn frá heimili hennar kl. 2.00 eftir hádegi. Börn, tengdabörn og barnabörn. Hildur Pálsdóttir, frá Gjögri, Vallargötu 3A, Keflavík, sem andaðist miðvikud. 26. jan. sl., verður jarðsungin frá Keflavikurkirkju laugar- daginn 5. febr. kl. 2 siðdegis. Fyrir hönd fjarstaddra bama og armarra vandamanna, Jóhanna Thorarenscn, Adolf Thorarensen, Ágúst Guðmundsson, Aðalsteinn Hansson. Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar GUÐNÝJAR GlSLADÓTTUR, Akri, Sandgerði, ennfremur þökkum við hjúkrunar- og starfsfólki á sjúkrahúsi Kcílavíkur fyrir ómetanlega hjúkrun. Böm og aðrir vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.