Morgunblaðið - 10.02.1972, Blaðsíða 20
20
MORGONBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1972
[■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■I
I KVIKMYNDA
HÚSUNUM
UUUJ
LIXKJ
OUJ
** góð,
* sæmileg,
Sig. Sverrir
Pálsson
★★★ mjög góð, ★★★★ Frábær,
léleg,
Björn Vignir Sæbjörn
Sigurpálsson Valdimarsson
Nýja bíó:
APAPLÁNETAN
Jarðarbúar hafa náð þelrrl
tsekni, að þeir geta sent geimfar
út i geiminn. sem ferðast með
hraða ljóssins. 1 geimfarinu eru
fjórir visindamenn — þrir karl-
ar og ein kona. Geimfarið spreng
ir öll lögmál timans, þar sem
það hefur iagt að baki
rúml. 1006 iarðarár, er það lend-
ir á hrjóstugri plánetu. Karl-
mennirnir komast klakkiaust írá
lendingu, en konan verður tím-
anum að bráö. Við könnun
reynast apar vera vitsmunaver-
urnar á þessari plánetu, en
mennirnir skynlausar skepnur.
Jarðarbúar lenda brátt 1 kasti
við apana, sem ekki viija við-
urkenna að menn geti tjáð sig 1
máli og hreyfingum. Ghugnanleg
lífsreynsla bíður jarðarbú-
anna.........
*★★ í>essi mynd byggir á
tnjög einfaldri hugmynd, og
þó að aparnir láti ekkesrt djúp
3tætt upp úr sér, leynist í fasi
þeirra og masi oft bitur ádeila
á takmarkanir mannskepn-
unnar. Apagervin eru frá-
bæriega unnin og kvikmynda
taka Shamroys oft mjög
sterk.
★ ★ Dágóð dellumynd. Aug-
Ijóst að smásagnaformið hef-
ur verið hatft til hliðsjónair
við gerð myndarinnar, og lop-
inm því teygður óþarflega um
miðbik myndarinnar. Loka-
atriðið ex sérlega frumlegt og
kemur sem köld gusa í andlit
áhorfenda.
A'kif Hugmyndin að bakl
tnyndarinnar er líklega ekki
jafn fráledt og ýmsa grunar.
Allavega er boðskapur henn-
ar ærið hittinn á köflum. En
fyrst og fremst skemmti-
mynd — og mjög góð sem
slík. Förðun, búningax, leik-
svið, taka og leikstjórn fram-
úrskaramdi.
Laugarásbíó:
" .......*
„KYNSLÓÐABILIÐ'
Larry Tyne og frú eru amerlsk
ir millistéttarborgarar og eiga
sér eina dóttur, 15 ára. Er hún
hverfur af heimilinu einn góðan
veðurdag, án þess að nokkur viti
um hana, verða foreldrarnir
áhyggjufuliir og Larry fer ásamt
kunningja sinum að leita að
henni. Þegar þeir koma heim aft-
ur, vel kenndir, hefur dóttirin
komið heim I millitiðinni. En þeg-
ar hún sér fööur sinn 1 þessu
ástandi, hverfur hún strax aftur.
Foreldrarnir halda áfram að
leita, þau komast i kynni við
„Félagsskap foreldra stroku-
barna", prófa marihjúana og tapa
spjörunum utan af sér heima i
stofu i fatapóker. Dóttirin kem-
ur hins vegar aftur heim af
sjálfsdáðum. Hún hafði dvalið
innan um hóp unglinga, sem eins
og hún höíðu hlaupið að Ueiman
i bili.
★ ★★★ Milos Forman er vax-
andi leikstjóri og Taking Off
er bezta mynd hans til þessa.
Hann hefur kvikmyndamálið
fullkomlega á valdi sínu og
ber frábært skyn á „rythma“
og klippingar. Tónlist er not-
uð á mjög skemmtilegan og
áhrifarikan hátt.
★★★★ Þetta er tvímælalaust
bezta skemmtimynd ársins.
Hún er meira en skemmti-
mynd einvörðungu, því hún
kafar undir yfirborðið og sting
ur broddum sinum í banda-
rískt þjóðlífskýli, sem er
Bandaríkjamönnum sjálfum
talsvert feimnismál. Sérlega
vönduð mynd að allri ytri
gerð.
★★★★ Alvarleg og bráð-
skemmtileg í senn, full áleit-
inna spurninga. Frábærlega
gerð að öllu leyti. Forman er
vafalaust einn snjallasti leik-
stjóri okkar tíma.
Hafnarbíó:
SOLDIER BLUE
Myndin byggir á sannsöguleg
um atburði, er 500—600 indián-
um var slátrað vægðarlaust,
þrátt fyrir friðarsamninga við
bandarisk yfirvöld. — Raunar
spannar það atriði aðeins yfir 10
siðustu minútur myndarinnar, en
forleikurinn og megin hluti
myndarinnar, greinir írá brösu-
legu ferðalagi hvitrar stúlku, sem
er nvsloppin úr haldi indíána, og
bandarisks hermanns til byggða
eftir að indiánar höfðu gjöreytt
herflokki, sem þau áttu sam-
fyigd með.
★★ Raunsæ slátrunaratriði
fara nú að verða hversdags-
leg og lýsing á vondu hvítu
mönnunum og góðu indiánun-
um er ekki ný bóla. En stærsti
kafli myndarininar sem ekki
er um dráp, er settur saman
af stolnum og stældum stíl-
brigðum, án þess að það örli
á samhangandi listrænni
sköpun, sem þó virðist vera
markmiðið.
★★ Ágætlega gerð mynd
og prýðileg skemmtimynd
lengst af eða þar til að fjölda
morðunum kemur. Hins vegar
er hún gjörsneydd frumleika
og stælingar augljósax, þar
sem atriði úr Elviru Madigam
og Wild Bunch gamga aftur
hvað eftir annað.
Stjörnubíó:
„OLIVER“
„Oliver'* er byggð á samnefnd-
um söngleik sem sýndur var við
mikla aðsókn fyrir nokkrum ár-
um. Var hann létt útfærsla á
hinni frægu bók Dickens. 1 stuttu
máli fjallar hún um munaðar-
lausan dreng, sem strýkur af
hæli og heldur til London. Lend-
ir hann þar I þjófaflokki, sem
stjórnað er af forhertum Gyð-
ingi, Fagin. — Fljótlega er hann
gripinn af lögreglunni og þá er
farið að grennslast fyrir um að-
standendur hans. Þá fyrst fer
að rofa til I lifi hins hrjáða
drengs.
★★★ Oliver er einkar faglega
og smekklega unnin mynd,
að mestu laus við þá væmni,
sem annars einkennir þessa
tegund mynda. Sviðsetning
oft lífleg og stórbrotin. Ann-
ars er það dálítið broslegt, að
það sem Dickens skrifar upp-
haflega sem raunsæja ádeilu,
skuli nú vera snúið upp í sak-
lausan söngleik
★★★ Dickens mundi senni
lega seint gamgast við þessari
útgáfu á Oliver Twist. Sið-
ferðisleg tilfinningavæmni 19.
aldarinnar hefur verið máð
burtu að mestu, og jafnvel ó-
hræsið hann Fagin verður við
kunnanlegur karl í frábærri
túlkun Ron Moody. Vönduð
skemmtimynd, sem óhætt er
að mæla með.
*★★★ „Fagin“, væri réttlát-
ari nafngift á þessari mynd,
oar sem að frábær leikux Ron
Moody yfirgnæfir allt annað,
enda hlutverkið bitastæðast.
Samt sem áður er „01iver“
stórkostlegasta söngvamynd,
sem mig rekur minmi til að
nafa séð. Frábær mynd fyrir
alla fjölskyldumeðlimina.
Gamla bíó:
MARLOWE
Einkaspæjarinn Philip Mar-
lowe er ráðinn af Orfamay Q.
til að finna týndan bróður henn-
ar. Tvö morð eru framin á sama
hátt og kemst P. M. að þvi, að
annar hinna myrtu er viðriðinn
ijósmyndir af Mavis nokkurri
Wald, sem er fræg sjónvarps-
stjarna, en myndirnar sýna hana
í faðmlögum við einn mesta
glæpamann borgarinnar, Steel-
grave. P. M. ætlar að reyna að
koma Mavis til hjálpar, en allir
leggjast á móti honum. Steel-
grave lætur lemja hann og múta
honum, og sjálf er Mavis hin
óþýðasta. Læknir að nafni Lag-
ardie kemur inn 1 spiliö og heima
hjá honum finnur P. M. bróður-
inn, en hann hefur verið skotinn
til bana. Hjá honum finnur P.M.
sannanir, sem sýna að bróðirinn
hefur tekið myndimar. Sam-
hengið milii persónanna fer nú
smám saman að koma I ljós.
★ Flókinn söguþráður og hröð
atburðarás einkenna þessa
sögu Chandlers, en einhvern
veginn passar James Garner
ekki inn í þessa heild. Hann
vantar alla slægð í andlitið.
Hins vegar er myndinni ekki
alls varnað, t.d. er atriðið
með Marlow og Orfamay við
smack-barinn á járnbrautar-
stöðinni mjög gott.
kif Chandler er óumdeilan-
legur meistari harðsoðinna
glæpasagna, og í kvikmynd-
unum tók Humphrey heitinn
Bogard við þeim og gerði per-
sóniur hans að sögulegum
verðmætum. í þessaxi útgáfu
heldur Chandler nokkurn
veginn sínu, en Ganer skort-
ir persónuleika til að lyfta
myndinni upp úr meðal-
mennskunni.
Háskólabíó:
POKERSPILARARNIR
Utanbæjarmaður gerir sig sek-
an um að hafa rangt við I spil-
um i smábænum Rincon i Kolo-
rado. Flestir spilamennimir
vilja taka hann af lífi, aðeins
einn, Van Morgan, reynir að
hindra morðið. Daginn eftir held-
ur hann á brott til að leita fjár
og írama.
Hann fer til Danver og þar
fréttir hann, að gull hafi íundizt
við Rincon og að spilamenn geti
grætt vel. Hann heldur þangað
aftur og er þá orðin nokkur
breyting á staðnum. Þangað er
m.a. kominn prestur, séra Rudd,
sem ekki kann slður að handleika
byssu en Bibliuna.
I Rincon hafa manndráp einn-
ig oröið tiðari. Þeir, sem tóku
forðum þátt I að myrða spilasvik
arann, eru myrtir hver af öðrum,
án þess að vitað sé, hver hinn
seki er. Van á þvi hættutegt verk
efni fyrir höndum — að íinna
morðingjann.
★ Óvenju slakur og illa unn-
inn vestri, og veldur manni
sárum vonbrigðum, þar sem
Hathaway á í hlut. Lokaein-
vígið sígilda (show-down-ið)
er með eindæmum máttlaust.
* Hathaway er auðsjáanlega
engin Hitchcock, að auki hef-
ur hanm úr andlitliu efni að
moða. Dean Martin ætti að
leiða hjá sér öll Romeo hlut-
verk í framtíðinni fyrir ald-
urssakir. Mitdhum er ágætur
eins og fyrri daginn.
Tónabíó:
TÓLF STÓLAR
Sögusviðið er Rússland skömmu
fyrir byltinguna. Tengdamóðir
hefðarmanns eins trúir presti sin
um og tengdasyni fyrir leyndar-
máli sínu á banabeðinu: Hún
hafði falið alia skartgripi sina 1
einum af 12 stólum, er prýddu
óðal hennar, 1 þann mund sem
byltingin brauzt út. Með aðstoð
ungs iðjuleysingja hefur tengda-
sonurinn leit að stólunum 12, og
kemst þá brátt að raun um áð
hann hefur eignazt hættulegan
keppinaut. Leitin verður þvi hin
sögulegasta, eins og vænta má.
1 aðalhlutverkum Ron Moody og
Frank Langella. Leikstjórí Mel
Brooks.
k Skv. efnisskrá um mynd-
na, er það yfirlýst stefna
höfundar, að gera gaman-
mynd, sem eingöngu væri
gamanmynd. Síðan rembist
höf. eins og rjúpan við staur-
inn við að fá áhorfendur til að
hlæja, en árangurinn aí þessu
streði virtist hafa sorglega
lítil áhrif á íslenzka kvik-
myndahúsgesti.
A Brooks gerir örvæntingar-
fulla tilraun til að veita lífi í
breigðdauft handrit, en verð-
ur litið ágengt. Tæknibrellur
hans ná sjaldnast tilætluðum
árangri, og oft og tíðum er
myndiin óþægilega ofleikin.
k-k Þó að myndin sé all-bros-
leg á köflum, þá hefði maður
ætlað að Ron Moody veldi
átt fyrsta hlutverk eftir OLI-
VER atf meiri kostgæfni.
Domde-Louis og Mel Brooks
standa sig með ágætum, en
súkkulaðidreegurinn Framk
Lamgella, gerir áhorfendum
meira til bölvunar, en hitt.
Fjölda-
morð
Dacca, Bangladesh, 8. febr.
— NTB.
FULLTRÚI samtaka Búddatrúar
manma í Suður-Asíu er nýkominn
tö Dacca úr þriggja vikna ferð
um Bangladesh. Skýrði hann svo
frá við komuna þangað að pak
ietamskir hermann hefðu drepið
fimm þúsund Búddatrúarmenn
eftir að hernaðarástandi var lýst
yfir í þáverandi A-Pakistan í
marz 1971, og sært 4.000 til við-
bótar. Þá segir fulltrúinn að her
memniniir hafí lagt 10 Búdda-
klaustur í rúst og unnið
skemmdarverk á öðrum tíu, og
þeir hafi eyðilagt um 100 Búdda
líkneski, stolið fjórum líkneskj-
um úr gulli og einum 100 silfur
líkneskjum.
Vín ald-
arinnar
Bonn, 8. febrúar. — NTB
SUMARIÐ í fyrra var mjög
hagstætt fyrir vínyrkjubænd-
ur í Rínar- og Moselhéruð-
urn Vestur-Þýzkalands, og
segja sérfræðingar nú, eftir
að hafa bragðað vínin frá i
haust að þau séu með þeim
foeztu á þessari öld.
Uppskeran varð nokkru
minni en árin áður, en gæð-
in þeim mun meiri. Segja
sérfræðingamir að árgangur-
inn 1971 sé í flokki með ár-
göngunum 1911, 1929, 1945,
1953 og 1959 sem beztu vtn
aJdarinnar.
TOGARASALA
Sléttbakur seldi í gær í
Bretlamdi 97 lestir af fiski íyr
ir 15.600 sterlingspund.
BSRB-DEILAN
Sáttaisemjari hafði ekki boð
að fund i deilu BSRB og rfkis
ins í gær. En talið var líklegt
að fundur yrði boðaður í dag.