Morgunblaðið - 11.02.1972, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBROAR 1972
Guðrún Hermanns-
dóttir — Minning
Fædd 23. janúar 1891.
Dáin 4. febrúar 1972.
Guðrún Hermannsdóttir náði
háum aldri, komst á níunda tug
ínn. Vinir hennar, sem koma sam
an í dag í Fossvogskirkj u til
þess að kveðja duftið henr.ar,
minnast þess meðal annars, að
fyrir rúmu ári áttu þeir með
henni stóra hátíð í hópi barn-
anna hennar, þegar þau ásamt
skylduliði sínu vottuðu henni
ást sína i tilefni þess, að hún
var áttræð. Þá stóðu af henni
hlýir og glaðir geislar ekki síð-
ur en áður. Sú silfurkóróna, sem
hún hafði lengi borið tiginmann
lega, var gulli slegin í augum
okkar, sem höfðum vitneskju um
það ríki, sem hún átti hið innra
með sér, og þekktum og skildum
þá lotningu, sem börnin hennar,
tengdabörnin og barnabörnin
báru fyrir henni. Og hún var
okkur áþreifanleg sönnun þess,
að orð spaka skáldsins eru sönn:
„Fögur sál er ávallt ung undir
silfurhærum."
Nú er hún horfin úr hópnum,
en mynd hennar geymist í minn-
ingu okkar allra. Hún átti eng-
an þann náinn samferðamann á
löngum vegi sínum, að honum
hafi ekki þótt betra en ekki að
hafa kynnzt henni. 1 þökk er
hún kvödd af skyldum og vanda
lausum.
Guðrún gekk hljóðlátum skref
um sinn æviveg. Atriðin í sögu
hennar voru byggð upp kring
um gamalkiunn og næsta ófrum-
leg stef, sem þykja varla lengur
efni í frambærilegar sikáldsögur.
Ýmsar ágætar konur, sem nú
stíga fast til jarðar í mislitum
sokkum, mundu telja, að lít-
ið hafi lagzt fyrir slika konu,
gáfaða og fallega, sem leitaði
ekki lengra að gæfu sinni og
manngildi en að taka við frum-
lægum lífsskyldum og gangast
undir þær sem sjálfsagða köllun
og þjónustu. En þarna fann hún
samt fullnægju og ávann sér
þroska, sem margur með mikil
skóiapróf eða stór heiðursmerki
á hinum ýmsu sýningarsvæðum
nútímans, mætti öfunda. En öf-
undaraugum er ekki rennt í slík
ar áttir nú á dögum. Þó verður
því aldrei hnekkt, sem rímna-
Könan mín, móðir okkar og
systir,
Margrét Auðunsdóttir,
Fljótshlíðarskóla,
andaðist í Landspltalanum
fimmtudaginn 10. febrúar.
Jónatan Jakobsson,
börn og systkini.
Systir okkar,
Sigþrúður Bæringsdóttir,
andaðist á Hrafnistu að
morgni 10. þ.m.
Laufey Bæringsdóttir,
Sessel ja Bæringsdóttir,
Þuríður Bæringsdóttir.
Eiginmaður minn,
Jóhann Helgason,
Ósi,
Borgarfirði eystra,
lézt í sjúkrahúsinu á Egiis-
stöðum aðfaramótt 10. febrú-
ar.
Bergrún Árnadóttir.
Bróðir minn og mágur,
Kristján Eiríksson
frá Bíldudal,
lézt að heimiii sínu, Suður-
götu 32, Hafnarfirði, að
morgni þess 10. febrúar.
Jarðarförin ákveðin síðar.
Soffía Ólafsdóttir
og vandamenn.
Eiginmaður minn,
GUÐJÖN M. EINARSSON,
Vallargötu 10, Keflavík,
sem andaðist £ið Brafnistu 6. febrúar, verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju laugardaginn 12. febrúar klukkan 2.00.
Blóm afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hans, láti Slysa-
varnafélag islands njóta þess,
Fyrir hönd ættingja,
Guðrún Sveinsdóttir.
Jarðarför föður okkar, tengdasonar og bróður,
HALLGRÍMS TÓMASSONAR,
Vesturgötu 125, Akranesi,
fer fram frá Akraneskirkju laugardaginn 12. febrúar kl. 2 e. h.
Blóm vinsamtega afþökkuð.
Ólafur og Grétar Hallgrímssynir,
Oddrún Jónsdóttir,
Ólafur Kristjánsson,
Fanncy Tómasdóttir.
t Móðir okkar.
GUÐRÚN HERMANNSDÖTTIR
frá Fremstuhúsum i Dýrafirði,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 11.
febrúar klukkan 13.30.
Erla Þorsteinsdóttir, Agúst M. Þorsteinsson,
Aslaug Þorsteinsdóttir, Hermann V. Þorsteinsson,
Guðrún Þorsteinsdóttir, Torfi Þorsteinsson.
skáldið kvað: „Hamingjan býr í
hjarta manns“. Þú getur leitað
hennar um alla jörð og svið, þú
finnur hana samt aldrei, nema í
eigin hjarta, og leitin er vonlaus,
ef þú gleymir þessu.
Þetta leyndarmál þekkti Guð-
rún. Hún komst ekki að því né
leysti úr þvi út frá neinni fræði
legri uppskrift, heldur sam-
kvæmt heilbrigðri, mannlegri eðl
istilvísun, sem hlaut veig og
vaxtarmegin við lindir kristinn-
ar trúar, Guðs orð og bæn.
Oft gekk hún erfið spor. Hún
var að vísu svo verki farin og
öðrum þeim kostum búin, að hún
þótti snemma og einlægt hið
bezta hlutgeng til allra þeirra
starfa, sem í boði voru. Hún
eignaðist góðan mann, gegnan
lífsþegn, og með honum sex
mannvænleg börn. En hún varð
að vinna hörðum höndum til
þess áð bjargast. Og manninn
missti hún frá börrmnum ungum.
Þá reyndi á þrek hennar, kjark
og trúarstaðfestu. En ekkert af
þessu brást. Og þegar hún leít
yfir farinn veg, var þakklætið
efst og dýpst í huga. Hún gladd
ist yfir öllum Guðs gjöfum, sem
höfðu fallið henni í skaut, og
hið erfiða var umvafið birtu
þess máttar, sem hún hafði þreif
að á í öllum veikleika og vanda-
sporum. Og handan kvöldskugg
anna var morgunskin hins eilífa
dags í ríki hins upprisna frels-
ara.
Nýja testamentið, sem Guðrún
Hermannsdóttir mat mest allra
bóka, taiar um það kvenskart,
sem kristnar konur beri sér til
heiðurs og Drottni sínum til
gleði. Það er ekki ytra skart,
heldur hinn huldi maður hjart-
ans í óforgengilegum búningi
hógværs og kyrrláts anda.
Þannig er myndin af Guðrúnu
í hugum okkar, sem þekktum
hana. Fari hún sæl til fundar
við Drottin, sigursæl sakir náð-
ar hans.
Vinur.
GUÐRÚN Hermannsdóttir and-
aðist að morgni 4. febrúar að
EUiheimilinu Grund. — Hún var
fædd við þann fagra fjörð Dýra-
fjörð, 23. jan. 1891.
Foreldrar hennar voru Guð-
Innilegustu þakkir til aUra,
sem sýndu okkur hluttekn-
ingu við andlát og jarðarför
móður okkar,
Jónínu Jónsdóttur.
Sérstaklega þökkum við
starfsfólki á Sólvangi fyrir
góða umönnun.
Börn hinnar látnu.
björg Torfadóttir og Hermann
Jónsson. Bjuggu þau aUan sinn
búskap að Fremstuhúsum. Eign-
uðust þau fimrn börn, þrjá syni
og tvlör daetur. Lifa þau öU syst-
ur sina, sem jarðsett verður í
dag. ÖU þó orðin TttHarðin. En
Guðrún var næstyngst Sfa«ia
systkina. Tvö systkini Guðrúnar
hafa aUan sinn aldúr átt heima
í Dýrafirði, þ. e. Guðmundur,
elzti bróðirinn og systir hennar
Borgný. Hinir bræðumir tveir,
Hermann og Torfi, fluttust ung-
ir tU Reykjavikur og námu þar
trésmíði, sem varð þeirra ævi-
starf. Guðrún fluttist og einnig
ung til Reykjavíkur. Bernskuár-
in og fram yfir fermingu ólst
hún upp í foreldrahúsum, en
sem unglingur vistréðst hún yfir
til Þingeyrar. Hjónin sem hún
réðst til á Þingeyri fluttust síðar
tU Akureyrar og fór Guðrún
með þeim þangað norður. Dvald-
ist hún þar á annað ár. Síðan
lá leiðin aftur heirn í Dýrafjörð.
Var hún þá einn vetur við skól-
ann að Núpi. Vann hún við skól-
ann, en stundaði jafnframt starf-
inu þar nám.
Um tvítugt kvaddi hún svo
æskustöðvar sínar og fluttist tU
Reykjavikur. Þar vistréðst hún
tU þeirra sæmdarhjóna Sesselju
og Bjama frá Galtafelii. Bjarni
var þá trésmiður og einn eig-
enda að „Gamia kompaníinu",
sem stofnað var af Jóni HaU-
dórssyni og fyrirtækið lengi
kennt við nafn hans. Bjuggu
þau Sesselja og Bjarni þá í
húsakynnum trésmiðjunnar við
Skólavörðustig. 1 þessu fyrir-
tæki voru þá bræður Guðrúnar,
Torfi og Hermann, starfandi sem
trésmiðir. Þar var og starfandi
trésmiður, Þorsteinn Ágústsson,
ættaður norðan úr Eyjafirði.
Nokkrum árum seinna, eða 3.
okt. 1914 voru þau Guðrún Her-
mannsdóttir og Þorsteinn Ágústs
son gefin saman í hjónaband.
Eignuðust þau sex böm, sem
ÖU em á lífi, en mann sinn
misstí Guðrún 1938. Voru þá
Hugheilar þakkir vottum við öfium þeim, nær og fjær, sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, móður, fósturmóður og tengdamóður,
HÓLMFRlÐAR GUÐLEIFAR JÓNSDÓTTUR,
Löngubrekku 15 A, Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarliði i hand-
lækningadeild 4-A, Landspítalanum, sem önnuðust hana í veik-
indum hennar. — Guð blessi ykkur öll.
Jónas Antonsson,
Anna Jónasdóttir, Páll Guðbjömsson,
Margrét Helgadóttir, Hjörtur Ingólfsson.
t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
GUÐRÚNAR ELÍSDÓTTUR
frá Eiði, Grundarfirði.
Guðmundur Kristjánsson, Jón Kristjánsson,
Elinborg Kristjánsdóttir, Trausti Jónsson,
Rúrik Kristjánsson, Ragnheiður Reynis,
Am’or Kristjánsson, Auður Jónasdóttir.
Jónína Kristjánsdóttir, Jón Elbergsson,
Krístín Kristjánsdóttir Oddur Magnússon.
og bamaböm.
þrjú elztu böm Guðrúnar upp-
komin, en þrjú yngri bömin
innan við fermin.gu.
Sagt er og saitt víst líka, að
fyrstu áratugina eftir aldiamótin
síðustu, hafi vorið loks verið að
sækja þjóð okkar heim að nýju,
eftir margra alda ánauð og erf-
iðleika, sem margan örmagnaði.
Þó segir mér hugur um, að í
dag þætti róðurinn mörgum
erfiður, þessir fyrstu fjórir tug-
ir tuttugustu aldarinnar. En
eins og áður getur, var vorhug-
ur í þjóðinni, og hún trúði bæði
á bjartari lifshætti og etkki síð-
ur landið sjálft. Hún bæði fann
og vissi, að hún var að losna úr
örbirgð yfir í að verða sjálfstæð
bjargálna þjóð. — Og svo kunni
fólk einnig þá list, að gleðjast af
liitlu. En þótt það gætí verið
barnslega glatt af litlu tilefni,
þá var þessi aldamótakynsióð
harðgert dugnaðar- og alvöru-
fólk, enda verða margir stórvið-
burðir til á þessum ámm, sem
bæði gleðja og upphefja þjóð
vora. Einnig slíkar hamfarir,
bæði af mannanna völdum og
öðrum, að annað eins hefur ekki
sótt oss heim, sem betur fer sl.
þrjá áratugi. Má þar til dæmis
nefno. heimsstyrjöldina fyrri,
náttúruhaJnfarij-, þ. e. mesti
frostavetur þessarar aldar. I
kjölfar hans, drepsótt SQ naesta
og mannslát er Spánska veikin
olli, Kötlugosið 1918 og svo
heimskreppan mikla 1930. 1
kjölfar alls þessa skapast svo
miklir erfiðleikar og hörmung-
ar. Þó ívefst þetta allt öðrum
stórviðburðum, sem bæði styrkja
þjóð vora og gleðja.
En hvað er ég að minnast alls
þessa?
Kæra móðir min, nú þegar ég
kveð þig hinztu kveðju, þá finn
ég um leið og veit, að þetta eru
þeir ttmar, sem þú máttir bæði
sjá og reyna, og þurftir að sjálf-
sögðu oft að berjast við. En
þér var nú aldrei fisjað saman,
og þaðan af siður datt þér í hug
að gefast upp, þótt á móti blési,
enda ólstu önn fyrir okkur börn-
um þínurn og heimili, svo að
með eindæmum má telja. Og
svona varstu reyndar við alla.
Þú máttir ekkert svo aumt sjá,
að þú værir ekki alltaf reiðu-
búin til að rétta þar fram hjálp-
arhönd, hvernig sem á stóð hjá
þér sjálfri. Núna, er ég kveð þig
hinztu kveðju, fara minningarn-
ar hratt gegnum huga minn, allt
frá bemsku og fram á þennan
síðasta dag. Ég veit ekki, hvern-
ig ég mest og bezt má þig
kveðja, elsku mamma min.
Innst inni get ég ekki annað
en sakfellt mig, því að ég olli
þér svo oft miklum vonbrigð-
um og sársauka. Allt gerðir þú
sem hægt var, og stundum
kannski meira, til að ég mætti
verða að þeim manni, er þú ósk-
aðir. — En lífið er hverfult og
lánið víst líka. Og lofa skal dag
ei fyrr en að kveldi.
Þó áttum við margan góðan
daginn og glaðan saman. Ekki
sízt þennan áratug, er við bjugg-
um saman fyrir „austan fjall“
Framhald á bls. 28.
Allar
útfararskreytingar
bíómouall
IGróðurhúsinu, Sígtúni.
simi 36770.
Grensásvegi 50, simi 85560 I