Morgunblaðið - 03.05.1972, Side 17

Morgunblaðið - 03.05.1972, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAl 1972 17 jjj ; umhverfí manns nllnll Dr. Sturla Friðriksson: Orkuferill 1 afmörkuðu vistkerfi, svo sem kriuhólma, flyzt orkan frá einni teg- und lífveru til annarrar. í tjörn um- hverfis hólmann eru smásæir þörung ar, sem geta bundið sólarorku og framleitt lífræn efni úr steinefnum 'og öðrum ólífrænum efnum. Þessir þörungar eru æti fyrir frumdýr, sem aftur á móti eru etnir af öðrum stærri dýrum. Krabbaflær eru til dæmis hlekkur í þeirri keðju. Þær eru áta fyrir hornsili og seiði, sem aftur eru etin af stærri fiskum eða fuglum. 1 þeim hópi fuglategunda er krían, sem á sér hreiður í hólmanum. Kríuhólminn er lítið dæmi um af- markað vistkerfi, en unnt er að yfir færa myndina á stærri samfélags- kerfi (Biome), til dæmis graslendið, sem einkennist af ríkjandi tegund kerfisins, í þessu tilfelli grasinu. Og sé enn stækkað sviðið mætti beita sömu líkingu við athugun á heildar samspili þeirra lífvera, sem lifa og lifað hafa hér á okkar landi fram að þessum degi, og búið hafa á svipað- an hátt og lífverur kríuhólmans, á afmörkuðu landsvæði umluktu vatni, og barizt hafa fyrir tilveru sinni með sigrum og töpum, og stöðugt ver ið háð öllum hinum fjölbreytilegu á- hrifum umhverfisins. Einn þáttur þeirrar sögu hefst í lok siðustu ísaldar, þegar landið er að losna úr viðjum jökulsins og hluti þess ris úr sæ. Hið ósnortna land var ekki lengi lífvana. Fljótt bárust að því gró lægri plantna, fræ og lægri dýr. Enn í dag eru svipuð öfl að verki og fylgjast má með land- námi lífvera við jökulrendur, þar sem jökullinn er að hörfa og ein- staka melajurtir eru jafnóðum að nema hina nýafhjúpuðu aura. Sama endurtekur sig á nýmynd- uðum strandlengjum, svo sem strönd Surtseyjar. Þar hafa nokkrir þörung ar og fáeinar strandplöntur svo sem fjörukál gerzt brautryðjendur fyrir seinni aðflytjendur. Þannig hefur ls- land smátt og smátt verið numið af plöntum og dýrum. Tegundum hefur fjölgað og æðri samfélög tekið við af frumbyggjendum, þar til að lokum, að samfélagið náði því háþróunar- stigi, sem hæfði umhverfinu og kjör íslenzkrar náttúru leyfðu. Land- ið varð skógi vaxið milli fjalls og fjöru, en graslendi var þó sennilega nokkurt í mýrum og á þurrum bökk um. Grasætur voru fáar. Sumar plöntuleifar urðu aðeins maðki og flugu að bráð, sem voru aftur etin af fuglum himinsins, en valur og ref ur tóku sinn skerf af þeim dýrum. En leifum plantna og dýra var að lokum sundrað af gerlum. Slíkur var feril-1 fæðunnar á Islamdi ósnortnu af manni og húsdýrum hans. Þegar maðurinn kom til sögunnar í vistkerfi landsins var hefðbundnu jafnvægi raskað og þá urðu veiga- miklar breytingar á þeim ferlum, sem orkan barst eftir frá einni lífveru til annarrar. Maðurinn nýtti ýmis hlunn indi landsins. Hann aflaði sér viður- væris með þvi að veiða fisk, svo sem urriða úr vötnum. Hann neytti jurta fæðu og gróf til dæmis upp hvanna- rætur. Hann hafði nytjar af fugl- um, sem sýnt er á meðfylgjandi mynd með æðarfugli og kríueggjum. Mestar nytjar hafði hann þó af því að flytja með sér til landsins húsdýr, sem gátu breytt uppskeru gróður- lendisins i kjötmeti. Graslendi landsins hefur verið það forðabúr, sem íslendingar hafa lengst af sótt orku í, með því að nota búfé sem millilið. 1 þeim búskap hef- ur asuðfé reynzt nytjadrýgst. Við langa búsetu í landinu hefur maður inn ekki ætíð gætt þess að nýta gæði þess hæfilega. En nauðsynlegt er að umgangast umhverfið og lífverur þess með nokkurri varúð svo ekki rofni veigamikill hlekkur í lífskeðj- unni. Hægriþróun í Chile Eftir Adam Watson (Höfundur þessarar greinar er fyrrverandi sendiherra Breta á Kúbu og hefur að undanförnu dvalizt I Santiago). SANTIAGO — Erfiðleikar marx- istastjórnar Salvador Allendes for- seta í Chile gefa hægrimönnum í landinu einstakt tækifæri. En þeir fá ekki aðeins tækifæri til þess að færa sér erfiðleikana í nyt. Um leið er það mikill prófsteinn á hæfni og getu hægrimanna hvernig þeir bregðast við ástandinu. Chile er einstakt land að því leyti að það er eitt örfárra landa Róm- önsku Ameríku þar sem jafnan hef- ur í einu og öllu verið farið eftir ákvæðum stjórnarskrárinnar og anda laganna. Forsetar landsins und anfarin áttatíu ár hafa verið löglega kosnir og stjórnað í anda laganna með fáeinum undantekningum. Þing- kosningar á sama timabili hafa allt- af verið löglegar og þingið alltaf far- ið eftir skráðum lögum með örfá- um undantekningum. í siðustu for- setakosningum, sem fóru fram 1970 hafði flokkur kristilegra demókrata sem er flokkur hófsamra umbóta- manna, verið við völd í sex ár, en Allende, sem var frambjóðandi Ein ingarflokks alþýðunnar, hlaut flest atkvæði þriggja helztu frambjóðend anna. Allende hlaut aðeins rúman þriðjung atkvæða, en hann tók við forsetaembættinu og hefur síðan ver ið við völd í Chile og setið í forsæti ríkisstjórnar, sem er aðallega skipuð kommúnistum og mönnum sem standa lengra til vinstri, en kommún istaflokkurinn, sem er varkár flokk- ur og útsmoginn. Mikill meirihluti Chilemanna við- urkennir, að skipta verði þjóðartekj unum réttlátlegar og að þjóðin sjálf hafi með höndum yfirstjórn hagnýt- ingar undirstöðuauðlinda landsins eins og kopars og járns og helztu atvinnugreina eins og þungaiðnaðar. Ef Allende hefði einskorðað sig við þetta og jarðaskiptingu sem hefur gert jarðeignalausum smábændum kleift að stofna eigin bú, þá hefði hann ekki mætt alvarlegri mót- spyrnu. En ekki fer á milli mála, að tilganur hans og marxistaflokksins, sem mestu ræður, er að kippa burtu efnahagslegum grundvelli kapítalism ans og efri stéttanna. 1 þess stað vilja þeir koma á laggirnar kommúnist- ísku markaðshagkerfi, ef til vill i lík ingu við markaðshagkerfið í Júgó- slavíu eða Ungverjalandi, þannig að bændum verði safnað saman í sam- yrkjubú og landbúnaðarframleiðsl- an skipulögð og ríkið taki við mest- öllum iðnrekstri. Flokki kommúnista hefur verið falið að fara með flest þau mál í ríikisstjórmnni, sem lúta að efnahagsmálum. Allende og kommúnistar gera sér þess ljósa grein, að þeir verða að halda sig innan ramma laganna. Þeir hafa ekki meirihluta á þingi og að- staða þeirra hvilir í grundvallarat- riðum á herafla landsins. En herafl- inn vill ekki skipta sér af stjórn- máium. Hann er verndari lavanna, og Allende er löglega kjörinn for- seti og yfirmaður hans. Herinn held- ur tryggð við stjórnarskrána hvern- ig sem hann beitir framkvæmdava’di Adam Watson sínu og hvernig sem hann kann að rangsnúa upphaflegri merkingu stjórnskipunarlaganna. Og herinin mun halda tryggð við forsetann ef hann fer ekki út fyrir ramma stjórn arskrárinnar. Og Allende gætir þess vandlega að hafa samráð við æðstu yfirmenn herafians og leyfa þeim að fylgjast með gangi mála. En nú er tvennt að gerast sem fær ir stefnuskrá hans úr skorðum. 1 fyrsta lagi eru öfgamennirnir í stjórninni og alveg sérstaklega MIR- hreyfingin (hreyfing byltingarsinn- aðra vinstrimanna), sem standa til vinstri við stjórnina, orðnir óþreyju- fullir og þreyttir á þvi að alltaf verði að fara eftir lögum. Þeir vilja hefjast handa um byltingu, að heyja stéttastríð þar sem þeir eru eindreg ið á þeirri skoðun að beinar aðgerð- ir séu eina leiðin. Ofbeldi er hægt og hægt að aukast, sérstaklega í af- skekktum sveitahéruðum, þar sem nokkrar stórjarðir og meira að segja nokkrar smájarðir i eigu pólitískra 3" o»V « V. % • __________________/ \ n í I foram world features fjandmanna hafa verið teknar eign- arnámi með valdi. MIR er líka farið að vopna stuðningsmenn sína í borg- unum. 1 öðru lagi stefnir Chile í átt til kreppu i efnahagsmálum. Birgðir inn flutts varnings og varahluta eru að ganga til þurrðar og í þjóðnýttu at- vinnugreinunum ríkir öngþveiti vegna þess millibilsástands, sem þar ríkir þar sem þau hverfa nú úr einka eign og upp verða teknar marxistísk- ar aðferðir við stjórnsýslu og í rekstri fyrirtækjanna. Þau fyrirtæki sem ennþá eru i einkaeign þora varla að starfa, og eftir öllum sólar- merkjum að dæma ríkir stjórnlaus óðaverðbólga. Útgjöld vegna inn- flutnings á matvælum greiddum með erlendum gjaldeyri munu sennilega tvöfaldast af þvi að margt láglauna- fólk hefur nú meiri peninga til að kaupa matvæli. ANDI ST-IÓRNARSKRARINNAR Ekkert af þessu getur gefið her- aflanum tilefni til þess að láta til skarar skríða, og ekkert af þessu get ur valdið stjórnlagadeilu. En ástand- ið hefur leitt til þess að andstaða meirihluta þjóðarinnar gegn stjórn- inni hefur harðnað verulega. Fólk sem vildi bíða átekta gerir sér nú grein fyrir því, að þróunin hefur orðið önnur en það vildi. Kristilegi demókrataflokkurinn er ekki lengur örlítið til vinstri við miðju eins og hann hefur jafnan verið. Hann hefur þokazt í hægri átt, og hæfustu for- íngjar hans eru reiðubúnir að íhuga þann möguleika að komast að sam- komulagi við Þjóðernisflokk hægri- manna um samstarf. Óformlegt sam- komulag, sem gert var fyrir auka- kosningar sem nýlega fóru fram, leiddi til þess að andstæðingar stjórnarinnar fóru með sigur af hólmi. Ef stjórnin heldur áfram að Framh. á bls. 30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.