Morgunblaðið - 15.06.1972, Síða 32
IE5IÐ
'~~~~^^sssm^ssr
"w eru --mKmiA
ODCIECn
jU<)r$imiMaí»ífc
nuciýsmcsR
€^-»22480
FIMMTUDAGUR 15. JUNÍ 1972
*
I gærkvöldi:
Banaslys á
Miklubraut
Ung kona fórst — Þrennt slasaðist
BANASLYS varð á gatnaniótum
Mikliibrantar og Kóttarholsveg-
ar í gaerkvöldi rétt fyrir klukkan
22. Þar skiillu saman Daf og
Fíat og lézt ung kona, sem sat
í aftursæti Dafsins, skömmu
eftir komuna í gjörgæzludeild
Borgarspítalans. Tvær aðrar kon
ur voru í Dafnum og slösuðust
þær mikið. Kona sem sat við hlið
hinnar látnu í aftursætinu, var
meðvitundarlaus, en konan, sem
ók var með meðvitund en þó
stórslösuð. Ökumaður Fíatsins,
sem var einn í bílnum, var einn-
ig fluttur í slysadeild með höf-
uðáverka og töluvért slasaður.
hafa þar orðið 4 eða 5 harðir
árekstrar, árekstur varð þar í
gærdag, þótt slys yrðu ekki á
mönnum, og í fyrrinótt varð þar
einnig slys. Þá slasast fólk þó
ekki alvarlega.
SÍÐUSTU FBÉTTIR
Rétt um það leyti, sem Mbl.
fór í prentun bárust þær fregnir
að konan, sem sat í aftursæti
Dafsins og var meðvitunarlaus,
er í sjúkrahúsið kom, hefði komið
til meðvitundar. Hún er þó eins
og áður er sagt mikið slösuð,
svo og konan sem ók.
Ok á 100 km hraða
GEYSIHARÐUR árekstur varð
á Háaleitisbraut á móts við
bensínafgreiðslu BP í fyrra-
kvöld. I>ar missti 17 ára piltur
stjórn á nýkeyptum bíl sínum,
sem við það hentist á annan bíl.
Pilturinn, Einar Magnússon,
Hvassaleiti 10, skarst i andliti og
á höndum og í einum farþega
hans brotnuðu sex tennur. Öku-
maður hins bílsins, Eggert Þór
Steinþórsson, 27 ára, Háaleitis-
braut 45, lærbrotnaði og hlaut
höfuðmeiðsl. Einar viðurkenndi
í gær, að hann hefði ekið á allt
að 100 km hraða, þegar hann
missti stjórn á hilnum.
Einar hafði keypt bílinn, sem
er af Chevrolet-gerð, í fyrradag
og iaust fyrir kiukkan hálf tólí
í fyrraikvöld var hann að sýna
féiögum sinum fjórum farkost-
inn. Ók hann niður Háaleitis-
braut á rnikium hraða, sem
fyrr segir, og á mótum Háa-
leitisbrautar og Ármúla misstí.
hann stjórn á bílnum, sem fór
yfir graiseyju og framan á Saab-
bíl, sem kom eftir hinni akbraut-
inni. Við ákeyrsluna hentist
Saab-bíllimn inn á þvottastæði við
bensínafgreiðsluna og þar á
vegg, en ökumaðurinn kastaðist
út úr bílnum.
Stórslasaði ökumann:
Tildrög slyssins voru þau, aó'
Fíatinn kom vestur Miklubraut,
en Dafinn var á leið yfir Miklu-
brautina frá Réttarholtsvegi og
yfir á Skeiðarvog. Fíatinin lenti
á Dafnum miðjurn og valt hann.
Kastaðist Fíatinn síðan í akstur-
stefnu Dafsins og lenti hann á
kyrrstæðum Datsun-leigubíl,
sem beið færis að komast yfir
gatnamótin. Allir bílarnir
skemmdust milkið.
Eklki var í gærfcvöldi unnt að
bi-rta nafn konunnar, sem lézt.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar virðast gatnamót
þessi, þótt viðsýni sé við þau og
ekkert skyggi á, vera mjög vara-
söm. Á um það bil 12 dögum
Stýrimenn á félagsfundi:
,Fordæma hlutdrægni Félagsdóms‘
- og afskipti ríkisvalds og dómsvalds
af kjarabaráttu félags þeirra
STÝRIMANNAFÉLAG Islands
hélt í fyrrakvöld félagsfund í
Tjarnarbúð. Á dagskrá fundar-
ins var m.a. nýfallinn dómnr Fé-
lagsdóms í kjaradeilu félagsins
við skipafélögin. Fnndurinn
ályktaði að formdæma „hlut-
drægni Félagsdóms“, sem fram
kom í dóminum frá 5. júní. Þá
lýsti fiindurinn „nndrun sinni á
þeirri ósvífni, er dómsvald og
ríkisvald hafa sýnt nú og á nnd-
anförnum árum með afskiptum
sínum af kjarabaráttu félags-
ins“.
Ólafur Valur Sigurðsson, for-
maður félagsins, saigðd í viðtali
við Mbl. í gær, að fundurinn hefði
verið f jölsóttur af stýrimönnum,
enda hefðu nokkuð mörg sikip ver
ið við land. Ályktun félagsfund-
arins er svohljóðandi:
„Fundur haldinn i Stýrimanna
félagi íslands, 13. júná 1972 for-
dæmir þá hlutdrægni Félags-
dóms, er fram kom i dómi, er
upp var kveðinn í máli útgerðar-
manna gegn Stýrimaiinafélaginu
hinn 5. júní 1972.
Fundurinn lýsir yfir undrun
sinni á þeirri ósvifni, er dóms-
Framh. á bls. 12
Fréttamenn Morgunhlaðsins
heimsóttu í gær miðalda
bæinn sem fannst á Mýrdals-
sandi, eða öllu heldur í Álfta-
veri. Á myndinni er Gísli
Gestsson safnvörður, að út-
skýra húsakynni. Sjá grein og
fleiri myndir á bis. 17.
(Ljósm. Mbl. Brynjólfur).
17. júní almenn-
ur frídagur
RÍKISSTJÓRNIN rnælist til þes»
eins og að undia'nfömu, að 17.
júní verði aknennur frídagur
um land allt.
Ríkisstjómin tekur á móti
gestum í Ráðherraibústaðmum,
Tjarnargötu 32, þjóðhátíðardag-
inm 17. júní kl. 17:15 — 18:30.
Saab-bíllinn eftir áreksturinn.
(Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.)
Listahátíd lýkur 1 dag:
Njótendur stóðu sig bezt
3% Reykvíkinga á einum kammertónleikum
VIÐ erum ánægðir með lista-
hátiðina. Umsagnir blaða um
það sem var flutt hafa verið
jákvæðar. Allir þeir lista-
menn, sem við höfum haft tal
af, hafa verið hrifnir af undir-
tektum hér á fslandi. En |M‘ir,
sem bezt hafa staðið sig í
sambandi við listahátíð, eru
þó íslenzkir áhorfendur og
áheyrendur, sem hafa alitaf
komið og sótt það sem lista-
hátíðin hafði upp á að bjóða,
þótt um tv'f'nnt, þrrnnt eða
fe.rnt hafi verið að ræða í einu.
Þetta sögðu þeir Knútur
Hallsson, fonmaður iistahátíð-
arnefndar, og ÞonkeW Sigur-
björnsson, framkvæmdastjóri
Listahátiðar, er Mbl. hafði tal
af þeim í gær í tilefni þess
að lisitahátíð er að Ijúka.
Um fjárhaigsútkomu kváð-
Framh. á bls. 12
Rafvirkjarboða
verkfall 17. júní
FÉLAG íslenzkra rafvirkja
hefur boðað verkfall fyrir hönd
félagsmanna sinna hjá félögum
í Félagi löggiltra rafverktaka í
Reykjvík frá og með 17. júní
næstkomandi, hafi samningar
ekki tekizt fyrir þann tíma.
Deilan er í höndum sáttasemj-
ara ríkisins og var sáttafundur
haldinn í gærkvöldi, án þess að
samkomuiag næðist.
Magnús Geirsson, formaður
Félags íslenzkra rafvirkja sagði
í viðtali við Mbl. í gær, að reyinit
hefði verið að ná sénsammiingum
frá því er ramimasaminingurinn
var gerður. Aðalkröfur raf-
virkja lúta að holiustuháttum og
aðbúnaðí á vinniustöðum og að
virnna við mýlagnir og meirihátt-
ar viðgerðir á llöginum verði eim-
göngu unm.im og gerð upp sam-
kvaamit álkvæðiisveirðþkirá. IÞá
krefst félagið þess, að samið
verði um kjör nemia í radCmagms-
iðn.