Morgunblaðið - 15.06.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.06.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1972 Þjóðlegur mótþrói í Litháen Eftir Andres Kung Andres Kiing, höfundur eftirfar andi greinar, er kunnur sænskur útvarpsmaður og sérfræðingur i í málefnum Eystrasaltsþjóðanna. Áður hefur birzt í Morgunblaðinu grein eftir hann um mótmæla hreyfingnna í Lettiandi. í fyrra sendi Kúng frá sér bókina EST- LAND: EN STUDIE I IMPERIAL ISME. í eftirfarandi grein fjallar hann m.a. um hina þjóðlegu mót- spyrnu í Litháen sem náði há- marki með óeirðunum um hvíta- sunnuna. SOVÉZKI andófsmaðurinn og sagn- fræðingurinn Andrei Amalrik hefur haldið því fram, meðal annars í bók sinni „Verða Sovétríkin til árið 1984“, að upplausn og hrun Sovétríkjanna hefjist á árunum eftir 1980 í Eystra- saltslöndunum og tJkraínu. Á síðasta áratug bárust nokkmm sinnum frétt ir frá Úkraínu um mótspyrnu gegn rússneskri aðlögunarstefnu eða „rússaseringu". Á síðustu árum hafa einnig borizt sífellt fleiri fréttir um þjóðlega mótspyrnu frá Eystrasaits- löndunum Eistlandi, Lettlandi og Litháen. í tveimur blaðamannsferðum til Eistlands árið 1970 hafði sterkust á- hrif á mlg djúpstæð óánægja almenn ings með þrýstinginn frá þessari rúss nesku yfirgangsstefnu. Mótspyrnan náði langt upp í valdastiga flokksins og stjórnkerfisins. Eins var athyglis vert, að óánægjan virtist vera sér- staklega útbreidd meðal ungu kyn- slóðarinnar, þótt hún hafi alizt upp við sovézka stjórn og þekki ekkert til sjálfstæðistímans nema af fráisögnum eldra fólksins. Nokkrar tölur varpa ljósi á höfuð- vandamálið, fjöldainnflutning Rússa. Árið 1945 voru 3% íbúa Eistlands af öðru þjóðerni en eistnesku. Sam- kvæmt síðasta manntali, sem var tek ið árið 1970, hefur þessi tala hækkað í 32%. En af ýmsum ástæðum segja tölurnar ekki alla söguna. Sú rússa- sering, sem hefur átt sér stað síðan löndin voru hertekin 1940, er mikiu víðtækari en tölumar segja til um. Til dæmis eru lögheimili eistneskra nýliða talin í Eistlandi, þótt þeir séu neyddir til að gegna herskyldu í tvö til fjögur ár fjarri ættlandi sínu. En lögheimili rússneskra hermanna í Eistlandi eru talin utan landsins, þótt nærvera þeirra ýti undir rússasering una. í Lettlandi hafa rússneskir íbúar verið fjölmennari en i Eistlandi frá gamalli tíð, og þar hafa kommúnistar líka tryggt sér fíeiri áhangendur. — Lettnesku skyttuherdeildirnar gegndu úrslitahlutverki í sigri bolsé víka i rússneska borgarastríðinu, og fyrsti yfirmaður Rauða hersins var Lettinn Vacietis. Mesti valdamaður Sovét-Lettlands nú i dag er Moskvu- hollur harðlinumaður, Arvids Palshe, sem á meira að segja sæti í mestu valdastofnun rússneska kommúnista- flokksins, stjórnmálaráðinu. Margir Lettar telja hann rússneskari en Rússa — en fremsti fulltrúi stórrúss neskrar þjóðernishyggju var heldur ekki Rússi heldur Grúsíumaðurinn Djugashvili, öðru nafni Stalín. Með hliðsjón af þessu er það kann ski ekkert undarlegt, að rússasering- in í Lettlandi hefur gengið miklu lengra en í grannlandinu Eistlandi í norðri. Árið 1970 voru aðeins 57% íbúa Lettlands Lettar. í höfuðborg- inni Riga eru Lettar meira að segja í minnihl Jta. I engu öðru sovétlýð- veldi búa hlutfallslega eins margir Rússar nema í Kazakstan. Rússaseringin og fjöldainnflutning ur Rússa hafa mætt harðri mót- spymu lettneskra þjóðernissinna, bæði þeirra sem eru í kommúnista- flokknum og utan hans. Á árunum fyrir 1960 náðu þjóðlegir kommúnist ar völdum í lettnesku flokksdeildinni, en síðan hafa yfirvöld í Moskvu stað ið fyrir miklum hreinsunum í æðstu forystu lettneska kommúnistaflokks- ins og í lettnesku stjórninni. Mennta- menn hafa heldur ekki farið varhluta af þessum hreinsunum. Síðan hreins anirnar voru gerðar hafa Moskvuholl- ir kommúnistar undir forystu Pelshe ráðið lögum og lofum í landinu. Óánægjan er þó mjög djúpstæð og útbreidd, meira að segja i kommún- istaflokknum. Það kom meðal annars fram í bréfi, sem 17 lettneskir komm- únistar sendu flokksbræðrum á Vest- urlöndum og vakið hefur mikla at- hygli. Þar gerðu þeir harða hríð að rússaseringar-stefnunni og köHuðu hana svik við hugsjónir kommúnism- ans (sjá fyrri grein mína í Mbl.). Eftirtektarverðustu mótmælin gegn stefnu sovézku stjórnarinnar í Eystra saltslöndunum hafa þó átt sér stað í Andres Kúng. hinu syðsta þeirra, Litháen. Þar var líka skæruhernaðurinn, sem háður var gegn Rauða hernum á sínum tima harðastur, og honum var haldið áfram að vissu marki eins og í Eist- landi allt fram til ársins 1956, þegar uppreisnin í Ungverjalandi var brot in á bak aftur. Á síðari árum hafa Lit háar staðið fyrir nokkrum eftirtekt arverðum mótmælaaðgerðum, þótt rússasering í mynd inmflutnings Rússa sé tiltölulega minna vandamál í Litháen en í Lettlandi og Eistlandi. í Litháen hefur innfæddum íbúum raunar fjölgað hlutfallslega á árun- um 1959 til 1970, þótt sú fólksfjölgun sé að vísu aðeins (4%. Sterk trúarhefð er einhver mikil vægasta orsök þess, hve mótmælin í Litháen og Lettlandi eru öflug og við- tæk. Til dæmis hafa Gyðingar aHtaf verið fjölmennir i borgum Litháens, fyrst. og fremst í höfuðborginni Vilni us (Vilna) og í næst stærstu borg- inni Kaunas (Königsberg) á sama hátt og Gyðimgar hafa alltaf verið fjölmemnir í höfuðborg Lettlands, Riga. Þrátt fyrir fjöldamorðin á Gyð ingum á dögum hernáms nazista i síðari heimsstyrjöldinni hafa þessar borgir verið mikilvægar miðstöðvar Framhald á bls. 28. 7 / V\[7í \ \ íffej / JíeltrJIcrrk^lntes jjýrra fyrir forsetanum -- ^ ^ ? Washington — Nixon Bandaríkjaforseti hefur nú lokið við dramatiskustu tU- raun slns langa feriis og þótt eflaust líði á löngu þar til hagnýtar niðurstöður ferða hans til Kíma og Sovétrikj- anna koma í ljós verður að líta á viðleitni hans til að frið mælast við hinn kommúnist- iska heim sem djarfasta stjórnmálalegt fruimkvæði eft irstriðsáranna. Ef tU vUl á Willy Brandt sama heiður skilinn fyrir sitt starf við að ná sáttum miUi Vestur-Þýzkalands og Sovét- ríkjamna þvi hann steig fyrsta skrefíð og hafði meiru að tapa en Nixon, en núna að minnsta kosti á Nixon skilið þakklæti og virðingu lands- manna sinna allra. Rétt er og jafnvel nauðsyn legt að skoða hið takmark- aða samkomulag hans við Chou-En-Lai og kjamorku- vopnasamkomulagið við Brez hnev með mikilli varúð og jafnvel tortryggni, en forset- inn átti von á slíku. Henry M. Jackson öldunga deildarþingmaður frá Was- hington, sem hefur kannski manna mest í þinginu kynnt sér kjamorkuvopnavandamál ið er augljóslega hræddur um að forsetinn hafi látið of mik- ið undan í Moskvu. „Svo vlrð ist við fyrstu sýn,“ sagði hann, „sem Bandaríkjamenn hafi látið meira undan en Sov étmenn." Vera má að hamn hafi rétt fyrir sér, en Jack- son sagði þetta áður en for- setinn kom heim og gafst tími tU að útskýra hvað gert hafði verið. Og aUa vega var vopnasamkomulag ið í samningsformi, sem tveir þriðju öldungadeildarinnar verða að samþykkja, svo Jackson hefur mógan tíma til að kanna kaldan raunveru- leikann síðar. Höfuðvandamál eftirstríðs- áranna hefur verið hættan á kjamorkustríði miUi Banda- ríkjanma og Sovétríkjanna og kjami þessa vandamáls hef- ur verið hið gagnkvæma van traust leiðtoga þessarra tveggja þjóða. Báðir hafa bú ið við þann ótta að annar að- ilinn ætlaði að tortíma hinum og stríðin í Víetnam, Kóreu, Miðausturlöndum, Kongo auk ástandsins á Kúbu hafa magmað óttann um að raskað yrði við hernaðarjafnvæginu í heiminum og þriðju heims- styrjöldinni hleypt af stað. Það sem Nixom forseti hef- ur verið að reyna að gera með því að leita sátta við Kínverja og Sovétmenn er að eyða þessum ótta. Segja mætti ef til viU að hann hafi látið um of undan í Formósu- málinu í Peking og of mikið í afvopnunarviðræðunum í Helsinki og Moskvu. Og á hinn bóginn mætti ef til vill segja, að hann væri of rudda legur, þrjózkur, hreykinn, persónulegur og pólitískur í Vietnam, en á ferðum sínum ti!l Kína og Sovétríkjanna hef ur hamn að minnsta kosti reynt að draga úr því van- trausti, sem gæti valdið meiri háttar ófriði. öllu þessu fýlgir greini- lega mikil áhætta. Það er ekkert öruggt eftirlit með vopnasamkomulaginu, þrátt fyrir myndavélar gervihnatt- anna. Það ríkir enn mikið vantraust í Washington, Moskvu og Peking. Nixon hefur einnig með sáttaviðleitni sinni vakið nýj- an ugg og efa í Japan og Vestur-Evrópu, en efnahags legt veldi þessara ríkja get- ur orðið Bandaríkjunum mik ilvægara á næsta áratug en nokkuð annað. En þrátt fyrir það er líklegt að sagnfræðing ar um næstu aldamót muni lita á sáttaferðir forsetans til kommúnistalandanna sem meiri háttar atburð, ef ekki mesta afrek forsetaferils hans. En það hefur verið viðhorf forsetans til alls þessa að það Richard Nixon. geti verið öUum til góðs að hafa Kína með í heiminum og að Sovétríkin bæti lífskjör íbúa sinna og losi þá við ótt- ann um að verða tortímt i stríði og að búa sífellt við verri Mfskjör en fólk á Veet- uríöndum. Það er að minnsta kosti ein hvers virði í heimi sem eyðir meira en 200 miUjörðuim doU- ara á ári í vopnabúnað á með an hálft mannkyn lifir á mörkum hungurs. Nixon hef- ur verið djarfur í stefnu sinni og varazt að reyna of mikið. Friðþægingarnar rista ekki mjög djúpt. Vantraustið, vopnakapphlaupið, baráttan um áhrif í Suðaustur-Asíu, Miðausturlöndum og annars staðar rí'kir enn, en hann hef ur náð nokkrum árangri, ekki miklum, en nokkrum, og það er ekki að undra að þingið skuli hafa boðið hann velkom inn heim á verðskuldaðan hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.