Morgunblaðið - 15.06.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.06.1972, Blaðsíða 17
 MORGUNB'LAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1972 17 ^lÉll . »' umhverfí manns iiii nllitll JI1 Dr. Svend-Aage Malmberg haffræðingur: Losun efna í sjó III Eins og sagði i fyrstu greininni um losun efna í sjó, þá eru flestar þjóðir Vestur-Evrópu aðilar að Osló-sáttmálanum um reglur varð- andi losun efna í sjó. Aðstaða Is- lendinga, sem eiga allt sitt undir sjávarafla, er á þessum vettvangi til tölulega erfið, þar sem vestur.mörk svæðisins, sem sáttmálinn nær til, eru á næsta leiti, og einnig eru þjóð- ir Vesturheims ekki aðilar að sam- bærilegum sáttmála. Úr vestur- átt berast aftur bseði vindar og haf- straumar hingað til lands — sbr. meðfylgjandi myndir, —- svo mengun sjávar af völdum annarra þátta en losumar getur einmig orðið okkur dýrkeypt. Alþjóða ráðstefna um varn- ir gegn losun úrgangsefna í sjó, sem haldin var í Reykjavík á vegum is- lenzku ríkisstjórnarinnar i apríl s.l. samþykkti uppkast á umræddu sviði, og verður það lagt fyrir ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfis- mál, sem haldin verður í Stokk- hólmi í sumar. 1 uppkastinu er gert ráð fyrir að þjóðir utan Osló-sátt- málans virði ákvæði hans á því svæði, sem hann nær til. Aðildar- ríki Osló-sáttmála hafa einnig skuld- bundið sig til að fylgja reglum hans Framhald á bls. 26. Vfirlitsin.vnd af meginvindum á Norðurhveli — flatarmynd og þver- skurðarmynd A: austan vindar og V: vestan vindar. Hafstraumar Norður-Atlantsliafs MS Miðjarðarstraumur syðri MN Miðjarðarstraumur nyrðri MG Miðjarðargagnstraumur GU Guayanastraumur KR Karabiskistraumur FL Floridastraumur AN Antillustraumur GO Golfstraunuir KA Kanaríski straiimur NA Norður-Atlantsha.fsstnaiiiniur N Noregsstraumur IR Irmingerstraumur AÍ Austur-lslandsstraumiir AG Austur-Grænlandsstraumiir VG Vestur-Grænlandsstraumur L.A Labradorstraumur Pólfronturinn i hafinu er á mótum heitu og köldu straumanna fyrir norðan 40° norður- breidd. Valborg Sigurðardóttir: Leikskólastarfsemin á dagheimilum og leikskólum og uppeldisgildi hennar í síðustu grein var rætt um áhrif leikskólastarfseminnar á dagheimil- um og leikskólum á hreyfiþroska barnsins og félagsþroska. Var lögð áherzla á, hversu mikils virði hinn frjálsi leikur og fjölbreytt leiktælki væru til að efia og styrkja bæði fíngerðar og grófgerðar hreyfingar barnsins. Einnig var rætt um gildi félagsskaparins, sem þessar stofnan- ir veita börnunum, og hvernig hann getur stuðlað að jákvæðu uppeldi bamsins. Skulu nú rædd áhrif leikskóla- starfseminnar á tilfinninga- og greindarþroska barnsins. Eins og vikið var að í síðustu grein er barn- ið á forskólaaldri meiri tilfinninga- vera en vitsmunavera. Börnin eru á valdi tilfinninga sinna. Er því ljóst, að leikskólastarfsemi getur haft mik il og afdrifarík áhrif á tilfinninga- líf barnanna á þessu viðkvæma mót- unarskeiði tll ills eða góðs. Hlutur fóstrunnar er hér mjög mikill. Á aldrinum 2VÍ>—5 ára, eða þar um bil, ganga börn á þroskaferli sínum gegnum timabil, sem kallað er þrjózkuskeið. Þrjózkuskeiðið telst eðlilegt þroskafyrirbrigði á þessum aldri, a.m.k. að vissu marki. Hinn vaknandi vilji bárnanna og sjálfræð isþörf lætur mjög svo til sín taka, að þau kunna sér ekki hóf, verða óvenju óhlýðin og þrjózk. Oft eru þau erfiðust foreldrum sínum, sér- staklega móður sinni. Ekki þarf það að vera vegna þess, að foreldrarn- ir séu verri uppalendur en aðrir full orðnir sem börnin umgangast, held- ur af því að það eru foreldrarnir, sem skerða sjálfræðisþörf þeirra mest, standa fyrir flestum boðum og bönnum, og e.t.v., einnig af því að þeim þykir vænst um börnin og þá leyfa böm sér mest við foreldrana. Á þessu þrjózkuskeiði getur verið mjög heppilegt að láta barn njóta leikskólavistar og komast undir handleiðslu þjálfaðrar fóstru ein- hvern hluta dagsins m.a. til þess að hvíla móður og barn hvort á öðru. Þó skal hér tekið fram, að nauð- synlegt er að fara að með gát í upp- hafi er börn hefja dvöl á dagvist- unarstofnun. Verður að gefa börn- unum nægan aðlögunartíma, leyfa þeim að vera aðeins stuttan tíma í einu fyrstu dagana og gera ýmsar ráðstafanir til þess að tilfinningalif þeirra biði ekki tjón af hinum snögga skilnaði við móður sína og fjölskyldu. Því yngra sem barnið er, því varlegar þarf að fara í þess- um efnurn. Það er ótrúlega algengt, að börn, sem talin eru með afbrigðum ,,óþekk“, fyrirferðarmlikW og þrjózk heima hjá sér, reynast fyrirmiyndar leikskólabörn, skemmtileg og vinsæl af fóstrum sem börnum. Hins vegar getur þessum sömu börnum verið til finningaleg ofraun að vera fjarri heimili sínu allan daginn á dagheim- ili. Tengsl þeirra við fjölskylduna rofna þar um of og hóplífið er þreyt andi til lengdar, enda er hætt við, að börnin njóti sín ekki sem skyldi sem einstaklingar. Hvers vegna verða þessi þrjózku og fyrirferðarmiklu börn svona far- sæi og skemmtileg í leikskólanum? Skýringin er venjulegast sú, að orkumikil, hugmyndarik og skapstór börn njóta sín betur á þessu erfiða skeiði í leikskólastarfi heldur en í venjulegu heimilislífi á borgarheim- i'li, sem fremur eru sniðin við hæfi fullorðinna en barna. í leikskólanum fá börnin útráis fyrir athafnaþörf sína og lífsorku, fá að hreyfa sig eðlilega og nokk- urn veginn átölulaust og geta því leikið sér af lífi og sál. Auk þess eiga börn é þrjózkuskeiðinu miklu auðveldara með að lúta almennum reglum, sem hópur fylgir, heldur en persónulegum og tilfinningaþrungn- um boðum og bönnum foreldranna. Enginn vafi leikur á þvi, að frá geð- verndarsjónarmiði er börnunum létt ir að vera að heiman nokkra tíma á dag í félagsskap jafnaldra sinna í góðum leikskóla, þótt það sé hins vegar vafasamur ávinningur, ef baminu er íþyngt með 8—9 stunda dvöl á dagheimili, þótt þau að öðru V-alborg SigurðwrdóHlir. leyti hafi upp á sömu kosti að bjóða og leikskólinn. Leikskólastarfsemi býður börnun- um upp á margvisleg skapandi störf, sem hafa meira geðverndargildi fyr- ir böm á þessum aldri e nokikr- ir aðrir leikir. Á ég hér við að teikna, lita, mála með vatns litum, fingramála, hnoða leir og móta í sand. Nú á dögum fá sennilega flest börn að teikna og lita frjálst i heimahúsum, en að vatnslita, fingra- mála og hnoða leir, svo að nokkru nemi, efast ég um, að algengt sé. Sú sköpunargleði, sem þessar „listgrein- ar“ veita, verkar um leið ótrúlega róandi á börnin, ekki sízt þau, sem erfiðust eru. Leirinn er ómetanlegur, ekki sízt á löngum og dimmum vetr- ardögum, þegar mikil innivera er óhjákvæmileg. Mýkt og undanláts- Framhald á bls. 28.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.