Morgunblaðið - 15.06.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.06.1972, Blaðsíða 11
MOKGUNBÍ-AÐIÐ, FIMMTUDAGUH 15. J0n1 1972 Bókaverzl. Sigfúsar Eymundss. í stærra húsnæði Á f jórða þús. ísl. bóka- titlar á boðstólum Rætt við Einar Óskarsson, framkvæmdastjóra Bókaverzlun SÍRf úsar Ey- mundssonar verður 100 ára á þessu ári, en hún er elzta bóka- verzlun landsins. Skömmu fyrir áramót tók verzlunin í notkun húsnæði það, sem kallað hefur verið Eymimdssonarkjallarinn, og: jók þá húsrými sitt um helm- ing-. Verzlunin er þannlg orðin stærsta bókaverzlun lands ins, en auk innlemdra og er- lendra bóka, er þar einnig starf rækt ritfangadeild, og sala á landakortum. í verzluninni starfa nú 16 menn. Morigunblaðið hafði fyrir stuttu samfoand við fratnkviæmda stjórann, Einar Óskarsson, og spurðist fyrir um þá breyttu að- sfiöðu, sem verzlunin nú byggi víð. — Við þessar breytingar skap- aðist fyrst og fremst aðstaða til að aiuka úrval íslenzkra bóka til muna. Það má segja að nær því allar fáanlegar íslenzkar bæk- ur séu nú á boðstólum í verzlun inni, en það eru hátt á 4. þús- und bókatitlar. Með sórstökum samningum við útgefendur höfum við feng- ið hjiá þeim ýmsar bækur, sem ekki eru lengus: á skrá, og eru þessar bækur margar seldar á sínu upphaflega verði. T.d. höf- um við á boðstólum Réttarsögu Alþinigis, sem er mjög vegleg bók og þy-kk, og kostar aðeins 56 krónur. Þá má og nefna ýtn- is ljóðasöfn, t.d. Ijóðakver eftir Jónas HaHgrLmsson, sem nú er seit á 100 krónur. — Jafnframt höfum við aukið únvalið í erlenduim bókum ti) muna, og tekið upp aukna þjón- ustiu við útvegun á bókum er- lendis frá og áskriftum á tíma- rituim. — Fer sala á bókum sífellt vaxandi ? — Jú, það má segja að sala bóka bafi að undanförnu auk- izt mjög. Á það einkuim við um sölu á erlendum bókucn, og þar eru að sjálfsögðu pappírskilj- urnar í fararbroddí. Saian á er- lendium blöðum o-g tómarituim nef ur að sama skapi aukizt veru- lega. -— Ev meira selt af erlendum bðkum en íslenzkum? — Já, að magni til er selt meira af erlenduim bókum, en að verð gildi til er sala á íslenzkum bók-um þynigri á metunuim. — Hafið þið tninnkað eitthvað umsvifin i sölu á ritföniguim? — Nei, sala á ritiföngium hefur stóraukizt. Hins vegar hef- ur verzlunin á undanförnum ár- um laigt meiri áherzlu á að hafa á boðstólum ýmsar gjafavörur svo sem pennasett, myndaalbúm o.fl., samhliða þvi, sem fyr- ir hendi e-ru allar nauðsynleg- ar skrifstofuvörur. — Þá höfum við löngum haft á boðstólum fjölbreytt úrval af landakortum. Verzlunin hafði á sínuim tima umboðssölu fyrir Geodætisk Institut og síðar Landimælingar ríkisins. Eftir að Landmælingarnar fóru svo að sjá um dreiíingu kortanna hef- ur sala þeirra jú minnkað, en Einar Óskarsison, framkvæmdastj. í liiniun nýju húsakynnum. er þó talsverð og jöfsi á öllum árstímum. — Nú hafið þið haft opið á laugardögum, andstætt því sem gerist hjlá flestum öðrum bókaverzlunum. Hvers vegna er það? — Við teljum, að það sé cnjög þýðinganmikið að hafa opið þann dag, eimkum nú þegar fer í hönd sá tíitti, sem ferðamanna- straiumurinn er í hámarki. Það má segja að þetta sé sjálísögð þjónusta, enda verzlunin s-tað- sett í hjarta bongarimnar. — Nei, starfsfólkið hefur ekki tekið þetta stinnt upp, síður en svo. Við höfum haft opið frá 9—6 alla aðra daga en laiuig- ardaga, en I stað þess að unn- ið er á laugardögum, þá skiptir starfsfólkið með sér vöktum á imámudöguim. i /V'Á U7í iNeiu |lúrkSime<; Getur Evrópa trey st U SA? AFLEIÐINGUM Víetnam-stríðsins hefnr lítill gaiimur verið gefinn, en nýíega var fjallað um þá hlið málsins sem snýr að Evrópu í brezka blað- inu Financial Times. Blaðið telur lítil líkindi til þess að Bandaríkjamenn nmni senda herlið til Vestur-Evrópu ef slíkt verður talið nauðsynlegt eins og tvisvar sinnum hefur verið talið nauðsynlegt á þessari öld. Vitnað er í þau orð de Gaulles hershöfðingja að slíkrar hjálpar Bnadartjamanna sé ekki að vænta nema tvisvar sinnum á öld. Vestur-Evrópa verður að hjálpa sér sjálf upp frá þessu, segir blaðið. Þannig telur blaðið að áhrifa stríðs ins í Víetnam muni gæta langt út fyrir landamæri þess skika Asíu þrátt fyrir öll mistök sem hafi verið gerð. Fyrstu mistökin telur blaðið þau að Bandaríkjamenn ákváðu að taka þátt í stríðinu. Dómínó-kenningin um hætt una á að atburðirnir í Víetnam end urtaki sig í öðrum löndum, sé að vísu orðin skammaryrði, en hins vegar hafi Sannleiksgildi hennar ekki verið prófað. En jafnvel þótt dómínó kenningin hafi verið virt að vettugi og svipað ástand og rikir nú í Víet nam hefði breiðzt út til fleiri landa hefði það verið skárra en ástandið eins og það er nú. Bandaríkj amenn hafi verið auðmýktir og látið stjórn- azt af örvæntingu. Hins vegar hafi ekki verið hægt að sjá þróunina fyrir þegar fyrstu ákvarðanir voru teknar, en forsetarnir Eisenhower, Kennedy, Johnson og Nixon beri allir jafn- þunga ábyrgð á því hvernig málin hafi þróazt. Hver mistökin hafa tekið við að öðr um, segir þlaðið, en þótt kaldranalegt væri að halda því fram að Banda- ríkjamenn hafi ekkl verið réiðubúnir að fórna lífum sínum í stríðinu, þar sem 45.900 menn hafi misst lifið, sé það satt að tilraun hafi verið gerð til þess að beita vélum gegn mannleg- um hugsjónum oig slík tilraun með vélum hafi verið dærnd tii að mistak- ast. Kannski sé þetta skýringin á því hve margir fagna á laun árangri sófcn ar kommúnista. Vélum hafi hvort sem er verið beitt af algeru miskunn- arleysi og margir Víetnamar hafi hvort sem er fallið fyrir vélum, en Norður-Víetnamar hafí barizt fyrir málstað, sem flestir þeirra hafi virzt trúa á. En þetta sé hættuleg grautar hugsun, enda sanni trú á liugmynda fræði eða þjóðernishyggja að baki henni alls ekki að hún sé „rétt“. Því hafi meira að segja verið haldið fram í fúlustu alvöru, að morð á suður- víetnömskum embættismanni með illa miðaðri bandarískri sprengju sé siðferðilega „réttari" verknaður en morð á sama manni með norður-víet nömskum byssusting. Blaðið bendir á, að Bandaríkja- menn hafi áhyggjur af því að landar þeirra standi í manndrápum í stórum stíl af óljósum ástæðum, en að halda því síðan fram að Norður-Vietnamar séu hvítþvagnir englar sé allt annað mál. Norður-Víetnamar séu vi.ssulega þrautseigir og trúir þeim hugsjónum, sem þeir trúi á, en foringjar þeirra séu greinilega reiðubúnir að fórna ungum mönnum í svo stórum stíl, að það hljóti að komast ofarlega á skrá yfir hryllinigsverk sögunnar. Og blaðið segir, að mistök Banda- ríkjamanna hafi ekki bara verið hern- aðarlegs eðlis, þeir hafi líka sýnt pólitiskt dómgreindarleyisi. Stjórnir þær, sem þeir hafi fært Suður-Víet- nömum og fórnað mörgum mannslíf um til þess að halda við völd, hafi verið þúsund sinnum minna virði en öll vandræðin, sem hafi hlotizt. — Stjórnirnar hafi verið spilltar, ólýð- ræðislegar, óduglegar og veikar. — Þannig hafi mistökin hrannazt upp. Bandaríkjamönnum hafi verið um megn að fá vilja sínum framgengt í baráttu við smáríki í Asíu, og jafn- framt hafi stríðið verið ein meginor sök þess að hrikt hafi í máttarstoð- um bandaríska þjóðfélagsins. Þetta sé það sem þeir sem rægi Bandaríkin hamri á og þetta sé óneitanlega satt. Blaðið segir, að um það megi deila, hvort minne mark verði tekið á Bandaríkjunum sem heimsveldi ef bardögunuu.’, verður haldið áfram (og fleiri hnignunarmerki geri þar með vart við sig í heraflamim) eða Banda ríkjamenn þiði ósigur frammi fyrir öllum heiminum. En ljóst sé að héð- an í frá verði ekkert haid í því að treysta á aðstoð Bandaríkjamanna. Ýmsir segi, að framllna vestræns lýð- ræðis liggi ekki gegnum Saigon, en setja megi dæmið þannig upp að al'lir skilji. Til dæmis megi hugsa sér, að i sumar verði haldin ráðstefna I Moskvu, þar sem aðalmál á dagskrá verði beiðni frá Sadat Egyptalands- forseta um virkari þátttöku aðeins tuttugu og fimm sovézkra flugmanna í loftárásum yfir Súez-skurð. Rússar mundu hugsa með sér, hvaða afleið- ingar slíkt hefði I för með sér. I haust verða forsetakosningar í Banda ríkjunum ,og Gyðingar hafa mörg at kvæði. Auðvitað mundu Bandaríkja- menn svara í söm-u mynt, ef rússnesk ir flugmenn væru látnir taka þátt í lofthernaðinum og afleiðingin yrði stigmögnun, sem hvorugur aðili vildi. Eða er þetta rétt? Félagi Ivanovich, sem þess-u héldi fram, hefði ef til vill hlotið samþykki ef slíkar umræður hefðu farið fram í fyrra, en á þessu ári er líklegt að eina svarið, sem hann fengi, væri á þá leið, að Nixon gæti ekki einu sinni sent lögreglumann til Putalands. — Ýmsum lesendum kann að virðast þetta óraunverule'gt, en hvað ætli frú Golda Meir haldi? spyr blaðið. Og benda megi á fleiri staði og þar af nokkra i Evrópu, þar sem heilbrigð skynsemi segi manni að mennirnir sem sendu skriðdreka inn í Ungverja land og Tékkóslóvakiu séu þess al- búnir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Ekki sé víst, að tii þess kunni að koma. Ef til vil verði þeir mátaðir, ef til vill sýni blíðuhót þeirra í Evrópu raunverulega hugar- farsbreytingu. En kjarni málsins sé sá, að þar sem dregið hafi eins mikið úr mætti Bandaríkjamanna og raun ber vitni, sé minni viðstaða, og þeir hafi ríkari ástæðu til að þreifa fyrir sér. Blaðið segir, að sennilega megi taka Nixon eins trúanlegt og áður að Bandarikja menn séu þess albúnir að sprengja sjálfa sig og heiminn í loft upp, ef þeir stæðu andspænis þeim möguleika að ella yrðu þeir að lúta erlondum yfirráðum. En styrkur þeirra til að beita hergögnum öðrum en kjarn- orkuvopnum i þeim tegundum styrj- alda, sem nú séu álmennt háðar hafi rýrnað verulega. Mörgum finnist þetta harla gott, enda hafi Bandaríkin ekki alltaf beitt mætti sínum vel og viturlega, en þetta getl ekki verið gott fyrir valdajafnvægið í heimin- um. Blaðið segir að lokum, að ekkert af þvi sem haldið hafi verið fram merki að Bandaríkjamenn hefðu upphaflega átt að senda herlið til Víetnam, því að það hafi verið rangt, eða að meiri stigmöignun sé sú stefna, sem rétt sé að fylgja nú. í raun og veru sé aðeins um eina stefnu að ræða eins og nú sé komið, og hún sé eins virðulegur og eins skjótur brottflutningur og huigisazt geti. Hins vegar verði að reyna að lækna blindu ýmisisa Evrópu manna gagnvart veruleika aöstöðu þeirra vegna glappaskota Bandaríkja manna. Ósigur Bandaríkjamanna treysti pólitískar röksemdir fyrir sam einingu Evrópu á sama hátt og geng isfall dollarans treysti hinar efnahags legu röksemdir slíkrar sameiningar. Vona verði þó að sú von sé veik eins og sakir standi, að Vestur-Evrópa geri sér grein fyrir því hvað það hafi í för með sér, svo að unnt verði að taka varnarmálin föstum tökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.