Morgunblaðið - 11.11.1972, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÖVEMBER 1972
listásprang
Sunna valin af 100
Sunna Borg leikkona, sem
m.a. hefur leikið hlut-
verk Ragnheiðar í kvik-
myndun sjónvarpsins um
Skálholt, stundar nú nám við
leiklistardeild háskólans i
Georgiu í Bandaríkjunum, en
hún hlaut styrk til náms þar.
Einn islenzkur leikari, Pét
ur Einarsson, hefur stundað
þar nám áður.
Sunna var í haust valin til
að leika stærsta hlutverkið í
aðalleikriti skólans, en hún
var valin í aðalhlutverkið úr
hópi 100 nemenda skólans.
Leikritið heitir The Queen
and the rebels eftir italska
höfundinn Ugo Betti. Þegar
Pétur Einarsson stund-
aði nám við Georgiuháskól-
ann var hann einnig valdnn
til þess að leika aðal'hlutverk
ið I lieikriti skólaársins.
Simna Borg.
Barnaleikrit
í Þjóðleikhúsinu
Ákveðið hefur verið að
barnaleikritið Ferðin til
tunglisins verði sýnt í Þjóð-
leikhúsinu eftir áramótin og
hefjast sýningar í janúar.
Leikritið, sem er sígilt barna
leikhúsverk er eftir þýzka
höfundinn Gert von Basse-
witz. Ferðin til tunglsins var
sýnt í Þjóðleikhúsinu árið
1954, en síðan hefur oft ver-
ið rætt um að taka það aft-
ur til sýninga vegna eftir-
spurnar.
Gullna hliðið
á Hornafirði
Leikfélag Hornafjarðar er
nú að æfa Gulina hliðið eft-
ir Davíð frá Fagraskógi.
Verður leikritið fruimsýnt í
byrjun desember. Leikstjóri
er Kristján Jónsson, en
hann leikstýrði Andirra hjá
Horhfirðingum s.l. ár.
Jón bóndi er leikinn af
Gísla Arasyni, mjólkurbús-
stjóra, kerlinguna leikur
Sigrún Eiriksdóttir, djöf-
ullinn er Haukur Þorvalds-
son netagerðarmaður og stað
gengill Lykla-Péturs er Ás-
geir Gunnarsson trygginga-
fulltrúi.
Veturliði með
stórsýningu
Veturliði Gunnarsson list-
málari opnar sýningu á 80—
90 olíu- og krítarmyndum í
Norræna húsinu 8. nóv. n.k.
Verður sýningin opin í 10—
12 daga. Veturliði hefur ekki
sýnt opinberlega síðan fyrir
rúmum tveimur árum. Allar
myndirnar eru málaðar á s.l.
tveimur árum.
Veturliði Gunnarsson.
Kristnihaldið sló
sýningamet
Kristnihald Haildórs Lax-
ness sló sýnmgamat í Iðnó
í fyrrakvöld, en þá var 153.
sýning á verkinu. Alls hafa
liðlega 30 þúsund manns séð
Kristnihaldið. Gamla sýninga-
fjöldametið átti Hart í bak
eftir Jökul Jakobsson, en það
var sýnt 152 sinnum. Fullt
hús var á Kristmhaldinu í
fyrrakvöld. Sveiinn Eimarsson,
þjóðleikhússtjóri, bjó verkið
fyrir leikhús.
Dómínó yfirgefur
fjalirnar
Sýningum á Dóminó lýkur 25.
nóvember nk., vegna þess að
einn aðalieikarinn, Jón Lax-
dal, verður að halda af landi
brott til þess að hef ja æfing-
ar i leikhúsi Zúrieh-borgar
þar sem hann er ráðinn. 25
sýningar hafa verið á Dóminó
Jökuls, en þeir, sem ætla að
sjá það eins og það er sett
upp í frumuppfærslu, ættu að
fara að aithuga sinn gang.
Lausnargjaldið
eftir áramót
Nýtt islenzkt leikrit,
Lausnargjaidið er á verk-
etnaskrá Þjóðleíkhússins á
þessu leikári, en vegna veik
inda aðalileikarans var verk-
inu frestað. Verður það vænt
anlega tekið upp siðar í vet-
ur að sögn þjóðleikhús-
stjóra.
Jesús dýrlingurinn
Æfingar á Jesúm dýrðliingi
hefjast í Iðnó í þessum mán-
uði. Hljómsveitin Náttúra hef
ur verið ráðin til þess að leika
í uppfærslunni, sem Pétur
Einarsson stjórnar, en sýn-
ingar munu hef jast í janúar.
Verið er að prófa fólk í
hlutverk, en alls eru 16 aðal-
hiutverk og 15 20 aukahlut-
verk.
Fló á skinni
Leikfélagið mun væntan-
lega frumsýna franska gam-
ainleikinn Fló á skinni milli
jóla og nýárs. Æfingar eru
hafnar af fullum krafti, en
flestir leikarar Leikféiagsins
munu leika í skopleiknum.
Má þar nefna Gísla Halldórs-
son, Steindór Hjörleifsson,
Guðrúnu Ásmundsdóttur,
Helga Skúlason, Helgu Bach-
mann, Borgar Garðarsson og
Guðrúnu Stephensen.
— á.j.
Qlafur B. Thors:
Of snemmt að ákveða um
nýtt frystihús B.Ú.R.
1 liugmynduin inn skipulag
vesturhafnarinnar í Reykjavík,
sem gera ráð fyrir því að tog-
araafgreiðslan flytjist af Faxa-
garði i vesturhöfnina, er reikn-
að með, að ísframleiðslustöð
verði reist á Grandabryggju
og að rými fyrir fiskiðnaðarfyr-
irtæki fáist með uppfyllingu ut-
an verbúðanna á Grandaniun.
I>á er og talið að önnur tveggja
vöruskenuna hafnarinnar; á
Grandagarði eða Granda-
bryggju, henti þeirri starfsemi,
sem togaraafgreiðslan rekur,
auk þess sem þar yrði unnt að
geyma mikið fiskmagn, sem
ekki færi samdægurs til
vinnslu. Myndi þá vesturliöfn-
in verða fiskihöfn Reykjavík-
ur, en þar berst nú á land, sem
kunnugt er, nær allur bátafisk-
ur, sem landað er í Reykjavík.
Þessi atriði komu fram í ræðu
Ólafs B. Thors, er hann flutti á
fundi borgarstjórnar 2. nóvemb-
er sl., þegar til umræðu var til-
laga Björgvins Guðmundssonar
um byggingu hraðfrystihúss fyr
ir Bæjarútgerð Reykjavikur.
Taldi Ólafur í ræðu sinni
nauðsyn bera til nánari at-
hugunar málsins áður em það
yrði afgreitt og gat þess, að til-
laga Björgvins væri gripin úr
hugmyndum útgerðarráðs, sem
ráðið hefði ekki enn talið
ástæðu til að leggja fyrir borg-
arráð eða borgarstjórn sérstak-
lega, þar sem ráðið teldi enn
frekari athugana þörf. „Ég álít,“
sagði Ólafur B. Thors í ræðu
sinni, ,,að þetta mál sé á engan
Ólafur B. Thors.
hátt komið á það stig, að það
sé hægt að ætlast til þess af
okkur. sem ábyrgum aðilum, að
við fjöllum um málið núna og
tökum afstöðu til efnishliðar
þess." Hins vegar kvaðst Ólafur
engan veginn halda þvi fram,
að bygging nýs frystihúss fyrir
B.U.R., kynni ekki að vera skyn
samleg tilhögun og þvi yrði
kannski út í hana farið. „En við
höfum ekki möguleika, að mínu
viti, til þess að taka ákvörðun
nú.“
Þá gat Ólafur þess, að könn-
un hefði leitt í ljós, að nauðsyn-
legustu breytingar á Fiskiðju-
veri B.U.R. myndu kosta 25 til
30 millj. kr. og þó væri það sam-
dóma álit þeirra, sem bezt
þekktu til, að þetta húsnæði
yrði aldrei hentugt til fisk-
vinnslu. Þvi hefðu forráðamenn
B.U.R. farið út í að kanna. hvað
það myndi kosta að reisa hrað-
frystihús af fullkomnustu gerð
og þá á þeirri forsendu, að vöru
skemman á Grandabakka feng-
ist til þeirra nota. Fyrirhuguð
afköst þessa húss yrðu vinnsla
úr 170 til 220 tonnum á dag, sem
er rösklega tvöföldun á afköst-
um Fiskiðjuversins, eins og það
er nú. Heildarkostnaður er áætl-
aður um 315 millj. kr. og hefur
Framkvæmdastofnun rikisins
verið send áætlunin um þessa
framkvæmd.
Ólafur gat þess, að þessi áætl
un færi ekki alveg saman við
hugmyndir Reykjavikurhafnar,
sem gera ráð fyrir þvi, að vöru-
skemman á Grandabakka verði
sameiginlegur afgréiðslustaður
allra togara og að vöruskemm-
an á Grandabryggju verði síðar
gerð að frystigeymslu. Þá sagði
Ólafur og, að vafasamt væri,
hvort gera þyrfti ráð fyrir tvö-
földum afkasta hjá B.U.R.
Ólafur sagði, að of margir
þættir málsins væru. enn svo
óljósir, að ómögulégt væri að
taka afstöðu til málsins á grund
velli þess, sem nú lægi fyrir.
Bar hann síðan fram þá tillögu,
að tillögu Björgvins yrði vísað
til borgarráðs og útgerðarráðs,
þar sem takast mætti að kanna
málið betur.
Breytingartillága Ólafs var
svo samþykkt með 8 atkvæðum
Beztu bifreiðakaupin
Moskvitch station
VERÐ KR. 278.440.oo
Innifalið í verðinu ryðvörn og öryggisbelti
GÓDIR GRCIDSLUSKILMÁLAR
Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf.
Sudurlandsbraut U - Reykjavík - Sími 38600
<