Morgunblaðið - 11.11.1972, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1972
17
Gustaf VI. Adolf við komiina til Reykjavíkur, 29. júni 1957.
Gustaf VI. Adolf
iiÍPIS
illÍÉwÍ
: : ' ■■
Mikið verður um hátíðahöld
í Stokkhólmi í dag- í tilefni þess
að Gustaf VI. Adoif konungur
á níraeðisafmæli. Verður þess-
ara tímamóta í lífi konungs
minnzt með veizluhölduni, flug-
eldasýningu og hátíðasýningu í
Stokkhólmsóperunni. Einnig fá
Stokkliólmsbúar taekifæri til að
liylla konung er hann ekur í
opnum skrautvagni um mið-
borgina.
Gustaf Adolif fæddist í kon-
ungshöllinni í Stokkhólimi 11.
nóvember 1882, og voru for-
eldrar hans Gustaf þáverandi
krónprins og kona hans Vict-
or'a prinsessa af Baden. Sat þá
afi unga prinsins, Oscar II., í
konungsstóli. Hann var settur
til mennta í einkaskóla kon-
ungshal'larinnar, ásamt yn.gra
bróður sinum, og tók stúdents-
próf þaðan árið 1901. Árið eft-
ir hóf hann nám í sögu, forn-
leifafræði og þjóðfélagsfræði
við Uppsala háskóla, auk þess
sem hann stundaði nám við
sænska herforingjas'kólann.
Hafði hann þegar frá ferming-
araldri haft mikinn áhuga á
fornleifafræðinni, og hafa störf
hans á því sviði hlotið viður-
kenningu víða um heim.
I janúar árið 1905 kynntist
Gustaf Adolf brezku prinsess-
unni Margareti, dóttur hertog-
ans af Connaaght, en hún var
barnabarn Viktoriu Englands-
drottningar, og i júni sama ár
voru þau gefin saman í hjóna-
band i kapeliu Windsor-kastala.
Eignuðust þau fimm börn í
fimmtán ára hjónabandi, en
Margrét prinsessa lézt árið
1920.
Gustaf Adolf varð krónprins
Svía árið 1907 þegar afi hans,
Oscar II. lézt og faðir hans tók
við völdum, sem Gustaf V.
Næstur honum að rikiserfðum
varð þá elzti sonur hans og al-
nafni, Gustaf Adoif prins, sem
kvæntist Sibyllu jrinsessu af
Sachsen-Coburg und Gotha, og
fórst í flugslysi á Kastrup flug
veili í janúar 1947, þá fertugur
að aldri. Elzti sonur Gustafs
Adolfs yngra er Carl Gustaf
núverandi krónprins Svía.
Hann er nú 26 ára.
Þremur árum eftir lát fyrri
konu sinnar kvæntist Gustaf
Adolf lafði Luise Mountbatten,
en hún lézt árið 1965 eftir 41
árs hjónaband.
Gustaf V. lézt i október 1950,
þá á nítugasta og þriðja ald-
ursári, og tók sonurinn þá við
völdum sem Gustaf VI. Adolf.
Sem krónprins og síðar kon-
ungur hefur Gustaf Adolf ferð-
azt mjög víða, og meðal annars
tvivegis heimsótt Island. í
fyrra skiptið var það á Ai-
þingishátíðinni 1930, en síðan
kom hann svo ásamt Louise
drottningu í opinbera heim-
sókn hingað i júníiok árið 1957.
Gustaf Adolf hefur jafnan
notið mikilla vinsælda, jafnt
heima fyrir sem erlendis. Þrátt
fyrjr annir sem þjóðhöfðingja
Sviþjóðar, hefur honum lánast
að finna tima til að sinna einn-
ig öðrum áhugamálum sinum,
sem eru helzt fornleifafræðin,
austurlenzk Mst, grafísk list,
iþróttir, bókmenntir og t.rjá- og
garðrækt. Hann hefur stundað
fornleifarannsóknir bæði heima
og erlendis, sérstaklega þó á
Italíu, hann hefur komið sér
upp merku safni af austur-
lenzkum listmunum, og í garði
hans við sumarhöllina Sofiero
eru blóm, runnar og tré viða
að, meðal annars fágætar teg-
undir austan frá Japan, Kína
og Himalayaf jöllum.
doktor við fjölda hásköla, og
einkasafn hans af austurienzk-
uim listmunum hefur verið sent
til sýninga erlendis.
Fyrir störfin að fornieifa-
rannsóknum hefur Gustaf
Adolf verið kjörinn heiðurs-
I kvöld heldur Gustaf kon-
ungur Adolf fjölskylduhóf í
konungshöllinni, og koma þang
að börn hans fjögur, þau Ingi-
riður fyrrum drottning Dan-
merlcur, Bertil prins, Sigvard
Bernadotte greifi o.g Carl Joh-
an Bernadotte greifi ásamt
tengdadætrum og barnabörn-
um. Einnig hefur þjöðhöfðingj-
um hinna Norðurlandanna ver-
ið boðið til hófsins ásamt mök-
um sínum. Meðal gesta verða
forsetahjónin íslenzku.
Gustaf VI. Adolf í ReykjavíU sumarið 1957 í fylgd með þáverandi forseta, herra Ásgeiri Ás- Dr. Sigiirður Þórarinsson var leiðsöguniaður konungshjónanna
geirssyni, og þáverandi borgarstjóra Gunnari Tlioroddsen. Myndirnar tók Ól. K. M. er þau heimsóttu Þingvelli.