Morgunblaðið - 30.11.1972, Side 14

Morgunblaðið - 30.11.1972, Side 14
14 L----- MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1972 1. desember hátíða- stúdenta fyrir 50 árum Fyrstu hátíðahöld stúdenta 1. desember fyrir 50 árum iiófust í sanibandi við fjáröflun til stúd entabústaðar með sölu happdrættismiða. Þessi mynd er likleg'a tekin árið eftir, er stúdentar voru að g-ang-a frá happdrættismiðum sínum. Næstur til vinstri er I.úðvík Guðmundsson skóla- stjóri, þá Thor Thors, sendiherra og Einar Ástráðsson læknir. Af öðrum þekkist maðurinn við borðsendann, sem er Kristinn Ólafsson fyrrv. bæjarfógeti og fyrir miðju til hægri má sjá Karl S. Jönasson, iækni og Tómas Jónsson, borgarritara. f MBL. birtist 29. nóvember 1922 eftirfarandi tilkynning: „1. desember, föstudagurinn kemur, verður hátíðlegur haldinn af háskólanum, og er tilætlunin að svo verði fram- vegis, að fullveldisdagurinn verði hátíðisdagur háskólans. ímsar skemmtanir verða þennan dag, sem háskólinn og stúdentaráðið gengst fyrir. Ennfremur hefst þennan dag happdrætti til ágóða fyrir stúdentabústað, og verður það látið ná yfir allt landið.“ Nú eru fimmtíu ár liðin síðan stúdentar héldu í fyrsta skipti 1. desemher há- tíðlegan og hefur svo verið á hverju ári síðan. Og er einnig nú. Vilhjálmur Þ. Gíslason var þá formaður Stúdentafélags Reykjavikur og formaður stúd- entaráðs. 1 Mbl. 1. desember skrifar hann grein um félagslíf stúdenta í tilefni af þessum há- tíðahöldum. Þar segir m.a.: „Það sem stúdentar ætla því að gera nú, með þvi að taka 1. desember sem almennan hátíðis- dag og byrja jafnframt fjársöfn un nokkra, er að reyna að koma upp í Reykjavík í sambandi við háskólann vönduðu og hæfi- lega stóru stúdentabýli, þar sem stúdentar, einkum utan af landi geti haft stöðuga fundarstaði og þar sem yfirleitt gæti orðið öfl- ugt og heilbriigt stúdentaiif, með öllum þeim tækjum, sem unnt er að fá bezt og hagkvæmust, þar sem stúdentar geti átt sér fjör- ugt félagslif og rólegt heimili." Vilhjáimur segir svo frá stúd entalífinu og síðar í greininni segir: „Leiðin, sem valin hefur verið til þess að reyna að koma þessu stúdentabýlismáli í fram kvæmd, er sú, að fá leyfi til þess að stofna til stórs happ- drættis um land allt nú 1. des. Menn getur sjálfsagt greint á um þessa leið að sumu leyti — einum líkar ekki þetta, öðrum ekki hitt. Fyrir það verður aMrei girt, „því enginn gerir svo öllum líki, og ekki guð í hiimnaríki." Það er líka aukaat- riði, hvort mienn eru ánægðir m.-ð einstök smáatriði fyrirkomu lagsins eða ekki, aðalatriðið er hitt, hvort menn eru fylgjandi eða ekki þeirri hugsun eða hug- sjón, sem felst á bak við fyrir- tækið og á að bera það uppi — sú hugsun að skapa islenzku há- skólalífi betri og heillavænlegri lífsskilyrði en áður. Þó tímarnir séu nú því miður erfiðir og sjálf sagt víða þröngt fyrir dyrum, hefur samt verið álitið rétt að fara þessu á flot og reyna hversu menn bregðast við. Hver happdrættismiði er seldur á að- eins 1 krónu. En drættirnir eru 35, og má sjálfsagt segja að þetta sé stærsta og vandaðasta happdrætti, sem hér hefur ver- ið stofnað tii. Er það fyrst og fremst að þakka þeim mönnum, sem nefndir eru hér á eftir og riðið hafa á vaðið með styrk í þessu máli og gefið byggingar- sjóðnum happdrættismunina og mega stúdentar þakka þekn sér- staklega og sömuleiðis stjómar- ráðinu sem veitt hefur leyfið. Þá eru taldir upp happdrætt- ismunirnir, 35 talsins. Fyrst 5 standmyndir eftir Einar Jóns son myndhöggvara, þar af ein frummynd, sem listamaðurinn hafði gefið. Listmálarar hafa lagt sinn skerf. Þarna eru 10 málverk eftir Ásgrim, E. Ey- fells, Guðm. Thorsteinsson, Jón Stefánsson, Júliönu Sveinsdótt- ur, Krdstínu Jónsdóttur, Kjarv- al og Ólaf Tuba'ls, 5 frumsamd- ar bækur og 1 þýðirng tneð eigin handaráritun eftir Indriða Ein- arsson, Einar Kvaran, Þorstein Gislason, dr. Helga Pjeturs, próf Harald Nielsson og Bjarna Jóns son frá Vogi. Þá eru allar Is- lendingasögur í skinnbandi og margir góðir munir svo sem út- skorin hvalbeinishnífur eftir Stefán Eiríksson og farmiðar til útlanda og peningavinningar. Draga skyldi 1. nóv. næsta ár, en hefja happdrættissöluna 1. des. „sem framvegis á að verða minninigadagur stúdenta og kom uppástunga um slíkan dag víst einu sinni frá Sigurði Guð- muindssyni, skólameistara og stúdentar nú sameinað þar allt í einu,“ sikrifar Viihjálmur. En grein hans fylgja teikningar Guðjóns Samúelssonar af stúd entabýli, sem er þar í sambandi við þinghúsið. Og önnur teikn- ing eftir Einar Jónsson, mynd- höggvara af háskóla og stúd- entabýli í einiu lagi. Á þar að byggja húsin í ferhyrning og koma 5 turnhús á hvert hom. 1 þeim er gert ráð fyrir stúd- entabýlunum. í samtalii við Mbl. sagði Vil- hjálmur í gær að honum værl minnisstæður allur sá eriíll, sem var dagana á undan og var mikill hugur í stúdentum al- mennt. Málið fékk góðar undtr- téktir og ánægjulegt var að vinna með þessum áhugasöimu mönnum. Þó fjársöfnunin hefðí ekki orðið til stórátaka þá hefði hún orðið til að vekja álhuga og lyfta undir áhuga manna á háskðlanum. • TRÚIN á ævintýrin í Mbl. 2. desember er fréisögn af hátíðahöldunom 1. des. og á forsíðunni er birt ræða, sem há skólarektor, Sigurður Nordal flutti af svölum Al'þingishúss ins. Nefndist hún „Trúin á æv- intýrin". Þar segir Si'gurður m. a. „Þér imegið umfram alit ekki halda að stúdentaheimilið sé nauðsynjamál. Það er ailt ann- að og meira. Það er ævintýri." Og hann hvetur borgarbúa til að leggja málinu lið: „Þér eigið að vera þakklátir fyrir að fá að taka þátt í öðru eims. Sjáið þér ekki að nú í dag fáið þér að vera andar lampams, í dag eig- ið þér kost á að reisa höll Ala- díns. Er hér nofckur maður svo ímyndunarsnauður, að hann sjál ekki seðlana koma ffljúgandi, eins og hráviði, breytast í steina bjálka, glugga, skipast í raðir og lög, sjái ekki stúdentaheim- ilið rísa við loft eins og djarf- an draum, sem tekur á sig fasfia mynd." • ALLTAF RIGNING Fréttin af hátiðahöldunum hefst svo: „FuUveldisdagurinn heilsaði að þessu sinni með þéttri rigningu, hélt hún áfram meðan öfll hátíðhahöldin stóðu yfir og kvaddi með henni. AJit- af rigning. En Reykvikingar eru vætunni vanir og létu hana þvi ekki aftra sér firá þvi að sækja mjög vel fyrsta þátt dags ins, hvatningarfumdinn er hófist í Nýja bíó kl. 1 1/4. Mættu þar stúdentar flestir, gamlir og ný- ir, auk afar mikils fjölda ann- arra svo ekki fengu mærri allir sæti. Rektor háskólans, próf. Sig- urður Nordai fflutti fyrst stutta ræðu og bauð stúdenta og gesti Framhald á bls. 20. Fyrsta stúdentaballið í I5nó; Menn buðu dömunni einu sinni upp á kaffi eða límonaði EINAR Magnússon fyrrver- andi rektor var ungur stúd- ent 1922 og tók þátt í hátíða- höldum stúdenta 1. desember. í stuttu samtali við blaðið sagði Einar, að Luðvig heit- inn Guðmundsson hefði verið uipphafsmaðurinn að því að efna til happdrættis til að safna fyrir stúdentagarði þennan dag. Happdrættisleyfi fékkst fyrir 100 þúsund mið- uim og hver miði seldur á 1 kr. Voru hæstu verðlaun 5000 kr., sem mundi samsvara hálfri milljón nú, sagði Einar. En þá voru hæstu laun menntaskólakennara 5000 kr. á ári og byrjunarlaun 3500 kr. á ári. Til stúdentahússins átti að safna 100 þús. kr., og náðist nærri því það mark, sem samsvarar 9—10 millj. nú. Það var stórhuigur i stúd- entum. Þá voru í háskólanum 200 stúdentar og tóku svo til allir sín próf. Nú eru 2000 stúdentar þar, sagði Einar. Einar kvaðst muna vel há- tíðahöldin 1. des 1922. Hann var í skrúðgöngunni frá Nýja biói og niður á Aiusturvöll I ausandi rigningu, en þar hélt Sigurður Nordal þessa ágætu ræðu. — Svo var byrjað að selja happdrættismiðana, sagði hann, og við stúdentamir réð uimst á hvem mann á staðn- um og buðum miða. Einar minnir að þá strax hafi Sel- skinna legið frammi 1. des í Háskólanum, þar sem menn gátu skrifað nafn sitt fyrir 1 krónu. Þannig söfnuðust rit- bandarsýnishorn fjölmargra íslendinga. Man Einar, að hann sá Guðmund Hannesson skrifa í Selskinnu í anddyri Háskólans. — Samkoman í Nýja bíói var ætluð almienningi í bæn- um sem þar keypti sig inn fyrir 1 kr., segir Einar. Hvað ætli margir komi núna til að borga 100 kr. fyrir að hlusta á ung skáld lesa upp? Aðal- lega dró þó að Guðmundur Thorsteinsson, sem alltaf var skemmtilegur, og Guðmund- ur Finnbogason og Guðmund- ur Björnsson þóttu í þá daga skemimtilegustu ræðumenn- irnir í bænum. — Ég fór svo heim til að búa mig á ballið í Iðnó, segir Einar. Þar var ekki matur og vín á boðstólum, heldur bara ball. Bann var í landinu, en 1921 höfðu Spánverjar þving- að íslendinga til að leyfa inn- flutning á léttum vínum. Vin- flöskur geymdu menn þvi úti ag fóru þangað og fengu sér hressingu. Þá gátu menn gengið frjáisir út og inn, ef þeir höfðu miða. En mórall- inn var sá, að sæist vín á nokkrum manni á balli, þá varð hann fyrir fyrirlitningu. Engan miann sá ég drukkinn þarna. En þeir hafa kannski verið rytoaðir. Þama voru all ir stúdentar, hás'kólastúdentar og kandidatar. Ég man ekki hvort það var þama, en a.m.k. síðar greiddu kandidat ar hærri inngangseyri. Þeir voru yfirleitt i „kjól og hvítt“ og höfðu bláa borða yfir brjóstið, en háskólastúdentar í smóking. Prófessorar höfðu sérstakan stað á sviðinu og man ég þar sérstakleiga eftir HiaraMi Nielssyni, sem þá var kennari minn i guðfræðideiM. Iðnó var þá öðru vísi innrétt að en nú. Stiginn vár þar sem Einar Magnússon nú eru snyrtiherbergin og beinn stigi upp. Þeir sem höfðu með sér dömu, buðu henni upp á kaffi eða límon- aði uppi á lofti einhvem ttma nætur. Dansað var fram eftir nóttu, en böllin í þá daga stóðu aMrei skemiur en til kl. 4 og voru gjaman framlengd til kl. 5.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.