Morgunblaðið - 12.12.1972, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1972
V erðlagsr áð og leigu-
bif reiðast j órar
Fulltrúi SIS í verðlagsráði,
Stefán Jónsson, segir frá
í MORGUNBLAÐINU 10. þ.m.
og VLsi daginn áður eru b'irt við
töl við leigubifreiðastjóra og
einn verðiagsnefndarmann um
afgreiðslu ákveðins máls í Verð-
lagsnefnd og einnig þann fund er
er all margir bifreiðastjórar áttu
með mér 9. þ.m. f nefnduim við-
tölum er mjög hallað málum í
minn garð. Ég er t.d. sagður
segja ósatt bæði um afstöðu
mína og annarra. Ég vænti því,
að blaðið ljái mér rúm til and-
svara, enda um aðdróttanir að
ræða, sem geta varðað við lög.
í VERÐLAGSNEFND ER
NEITUNARVALD
Samkvæmt lögum nr. 87 frá
11. júli 1972, fær ekkert mál af-
greiðslu í Verðlagsnefnd nema
allir nefndarmenn, 9 að tölu,
séu sammála Um afgreiðsiuaia.
Ég hefi til þessa talið, að nefnt
neitumarvald sé til komið sam-
[kvæmt ósk frá fulltrúum launa-
mannasamtakanna í Verðlags-
nefnd. Þetta neitunarvald þýðir,
að enga atkvæðagreiðslu þarf í
Verðlagsnefnd um einstök mál,
ef t.d. einn nefndarmaður lýsir
yfir, að hann samþykki ekki mál
ið eða þá tillögu, sem fyrir ligg-
ur hverju sinni. Um leið og slik
yfirlýsing liggur fyrir, er við-
komandi tillaga um málið fallin
; eða stöðvuð.
F Að undangengnum þrem fund-
[ um í Verðlagsnefnd um erindi
* leigiubifreiðastjóranna, lágu fyr-
; ir tvær tillögur um afgreiðslu
! málsins. Var önnur frá verðlags-
stjóra, og upphaflega samin með
ÍAfifcund Bjöms Jónssonar, for-
‘ mannsins ojfl. í Verðlagsnefnd,
en hin frá Birni Jónssyni o.fl. eft
ir að Björn Jónsson taldi sig
hafa vissu fyrir, að tillaga verð-
lagsstjóra, sem hann hafði ætlað
að styðja, myndi ekki leysa mál-
ið. Um báðar þessar tillögur var
reynt samkomulag í netfndinni,
en það samkomulag náðist ekki.
Tillaga Björns Jónssonar o.fl.
var stöðvuð eða felld með yfir-
lýsingu frá formanni nefndarinn
ar um, að hann teldi sig bundinn
yið hina tillöguna vegna afstöðu
ríkisstjómarinnar, sem teldi til-
lögu verðlagsstjóra æskilegri
eins og á stæði. Tillaga verðlags
stjóra var stöðvuð eða felld sam-
kvæmt hliðstæðri yfirlýsingu frá
Bimi Jónssyni. Báðar tillögurn-
ar voru því stöðvaðar eða felldar
með gagnkvæmum yfirlýsingum
um notkun neitunarvalds, en
ekki með atkvæðgreiðslu,
sem aðeins er notuð etf óvissa rík
ir um notfcum neitunarvaldsins.
Eftir að umræddar tillögut
höfðu verið stöðvaðar eða felld-
ar með notkun neitunarvalds,
yarð samkomulag um, að fram
færi skoðunarkönnun á því, hvor
tiUagan hetfði meira fylgi i nefnd
inni, og skyldu þær upplýsingar
tfylgja málinu til ríkisstjórnarinn
ar, ef málið færi til hennar eftir
að það var feUt eða stöðvað í
nefndinni. í umræðum og sam-
komulagstilraumum um þetta
mál, tók ég skýrt fram, að ég
legði áherzlu á, að fá einhverja
bráðabirgðalausn í málinu. Ég
teldi tUl. verðlagsstjóra eðlilegri,
Sem samkomulagstillögu, og
einnig að mínu mati hagkvæm-
ari fyrir bifreiðastjórana. Hins
vegar myndi ég ekki nota neit-
unarvald gegn hinni tillögunni,
heldur samþykkja hana, sem
næst þvi skásta, ef heildarsam-
feomulag næðist fremur um
hana. Færi hins vegar fram skoð
unarkönnun um tillögurnar, eft-
ir að þær væru afgreiddar með
neitunarvaldi, þá myndi ég að
að sjálfsögðu tjá mig með þeirri
till. sem ég teldi skárri, ekki
sízt vegna bílstjóranna. Við
nefnda skoðanakönnun fengu
báðar tillögumar meirihluta
fylgi, enda tjáðu sumir sig geta
fallizt á lausnarleiðimar í báð-
um. Tillaga Björns Jónssonar
fékk þó meðmæli fleiri manna,
en þessi meðmæli breyttu engu
um afgreiðslu málsins í nefnd-
inni.
VIÐTAL BIFREIÐASTJÓR-
ANNA VIÐ MIG
Strax eftir að málið var fellt
eða stöðvað í Verðlagsnefnd ósk
uðu þrir bílstjórar eftir viðtali
við mig um málið. Á meðan
það viðtal stóð yfir hringdi Úlfur
Markússon bifreiðastjóri til mín
ag óskaði eftir mér á fund með
bifreiðastjórum á ákveðnum
stað, en þar væru all margir bif-
reiðastjórar samankomnir. Þessi
ósk væri byggð á því, að þeim
væri tjáð, að ég hefði með at-
kvæði minu í Verðlagsnefnd
fellt eða stöðvað þeirra mál. Ég
svaraði þessari ósk á þá leið, að
ég væri í viðtali við bifreiða-
stjóra um þetta mál, en skyldi
tala við hann o.fl. hér á skrif-
stofu minni eftir skamma stund
eí þeir óskuðu. úlfur féllst á
þetta, og kom all fjölmennur hóp
ur i þetta viðtal.
f uipphafi viðræðnanna á þess-
um fundi tók ég fram, að um
viss atriði værum við verðlags-
nefndarmenn bundnir þagnar-
skyldu, og af þeim sökum óskaði
ég að þeir byrjuðu á því að
segja mér, hvað þeim hefði verið
sagt af fundum Verðlagsnetfndar
og hverjir væru þeirra heimild-
armenn. Þetta gerði Ulfur Mark-
ússon, og um leið var mér ljóst,
að rétt og eðlilegt væri að ég
segði fundarmönnum það er ég
vissi sannast og réttast í þessu
máli, enda hefðu aðrir en ég haft
forystuna ef um brot á trúnaði
eða venju væri að ræða.
Fundur þessi með bifreiða-
stjórunum fannst mér fara vel
fram. Ég sagði þeim allt það er
ég vissi sannast og málefnaleg-
ast um þetta mál, þar á meðal
það sem fram er tekið hér að
framan. Ég gerði þeim meðal
annars grein fyrir mati mínu á
þeim tillögum, sem áður eru
nefndar. Margir bifreiðastjórar
spurðu mig um ýmis atriði til-
heyrandi þessu máli. Ég reyndi
að sjálfsögðu að svara slíkum
spurningum, enda var mér Ijóst,
að þeir sem spurðu gerðu sér
fulla grein fyrir aðalatriðum
málsins.
Samkvæmt nefndum blaðafrá-
sögnum, mætti ætla, að nefndur
fundur bifreiðastjóranna með
mér, hefði verið rifrildis- og
hávaðafundur. Þessu mótmæli
ég. Bílstjórarnir voru kurteisir
í allri sinni framkomu við mig
og málefnalegir í sinum spurn-
ingum og málflutningi. Hafi ein-
hverjir bölvað í stiganum er
þeir fóru, grunar mig, að þeir
hafi bölvað öðrum en mér, og
styðst ég þar við frásögn starfs-
manna minna hér í húsinu, sem
heyrðu viðtöl bílstjóranna sím á
milli um leið og þeir fóru af
fundi. Eftir fundinn, fannst mér,
að fundurinn hefði orðið fremur
til gagns en skaða i viðkvæmu
máli, og er ég bílstjórunum
þakklátur fyrir að hatfa stotfnað
til hans.
HINAR UMDEILDU TILLÖGUR
Sum atriði i hinum umdeildu
tillögum voru hin sömu. Má þar
nefna taxtatilfærslu bifreiða-
stjóranna vegna laga um vinnu-
timastyttingu. Það sem bar á
milli um aðalatriðið var þetta: í
tillögu Björns Jónssonar o. fl.
var gefið fyrirheit um að hækka
eftirvinnutaxtann talsvert eftir
n.k. áramót, en dagvinnutaxtann
ekkert. f tillögu verðlagsstjóra
var málinu haldið opnu um báða
taxtana þar til heildarendurskoð
un færi fram í byrjun næsta árs,
bæði á taxta bifreiðastjóranna
og annarra sjálfstæðra smáat-
sarna giidir um samtök þeirra er
reka sendiferðabifreiðir. Hins
vegar á það furðulega sér stað,
að samtök þeirra er eiga og reka
vörubifreiðir eru í Alþýðusam-
bandi íslands og eru því taldir
launamenn. Þó er hér um dýrara
tæki vörufoílinn að ræða en fólks
bílinn, enda sumir eigendur vöru
bíla all stórir atvinnurekendur.
Þetta ósamræmi blandaðist inn
i viðræðurnar á nefndum fundi
með fólksbilastjórum, en verð-
ur hér ekki rætt frekar, heldur
bent á: 1. Ég tel að leiðrétta
þurfi verulega mál þeirra er
reka fólksbifreiðir, ef hlutur
þeirra á ekki að vera lakari en
hinna sem eiga og reka vörubif-
reiðir. Af þessu er ljóst, að kjara
mál þeirra er eiga og reka fólks
bifreiðir í atvinnuskyni, nær út
fyrir þann ramma sem um er
Stefán Jónsson.
vinnurekenda. Einnig fól tillaga
verðlagsstjóra í sér meiri laigfær-
ingu fyrir bifreiðastjórana nú
strax. Á nefnduim fundi með bif-
reiðastjórunum, benti ég þeim á,
að ég sem fulltrúi atvinnurek-
enda í Verðlagsnefnd, hefði talið
óhagkvæmt fyrir þá að loka leið-
um með loforðum, sem ekki
kæmu til framkvæmda strax, og
væri mér ljúft að heyra mat
þeirra á þessu, þvi vissulega
gæti mér yfirsézt i þessu efni,
og fleirum. Svör bifreiðastjór-
anna við þessu ræði ég ekki hér,
en þau voru málefnaleg og ekki
gleymd af mér.
í Tímanum í dag, 10. þ.m. er
viðtal við formann Frama um
þá ákvörðun bifreiðastjóra, að
taka nú þegar i framkvæmd
hluta af þeirri taxtabreytingu,
sem um er deilt. Ég skil þetta við
tal þannig, að bílstjórarnir ætli
í bili að tafcmarka sig við það
það sem fólst í tillögu verðlags-
stjóra, en ekki að framkvæma
strax fyrirheitin um þá janúar-
hækfcun annars taxtans er fólst
í tillögu Bjöms Jónssonar. Ef ég
9kil þetta rétt, þá sýnir þetta, að
samtök bifreiðastjóra skilja tak-
mörk í vafasömum framkvæmd
um sínum, og halda sig í því
etfni við þá tillögu, sem ég taldi
skárri fyrir þá og embættislegri
fyrir Verðlagsnefndina. Misrétt-
ið, sem ég tel að felist i því, að
hækka annan taxta leigubifreið-
anna, en hinn ekkert, ræði ég
ekki hér, enda bíður slíkt síns
tima.
SJÁLFSEIGNAR-LEIGUBIF-
REIÐASTJÓRAR TELJAST
ATVINNUREKENDUR
Samtök sjálfseignarleigubitf-
reiðarstjóra eru ekfci í Alþýðu-
sambandi íslands, sakir þess, að
viðfcomandi aðiiar eru taldir at-
vinnurekendur, enda selja þeir
út vinnu manna og véla. Hið
fjallað á nefndum Verðlags-
nefndarfundum.
í Verðlagsnefnd er ég fulltrúi
Sambands ísl. samvinnufélaga
eins og nefnd dagblöð upplýsa.
Ég tel mig því í raun og veru
bæði fulltrúa atvinnurekenda og
launþeiga, enda tel ég, fræðilega
séð, samvinnustefnuna þá einu
jafnaðarmannastefnu, sem auðið
er að tala um ef blekkingar eru
lagðar til hliðar. Þétta segi ég
hér, sakir þess, að mér skilst, að
hagsmunasamtök leigubifreiða-
stjóra séu á samvinnugrund-
grundvelli. Þar með er ekki sagt,
að þau séu gallalaus fremur en
önnur samvinnusamtök, enda
byggjast öll heilbrigð samtök á
einstaklingum, en án framtaks og
velvilja einstaklingsins eru eng
in einstaklingssamíök í æskilegu
lagi. Meðal annars af þessum sök
um neita ég því, að ég sé óheilli
talsmaður leigubifreiðastjóra í
Verðlagsnefnd en t.d. Bjöm Jóns
son, enda tel ég hans svigurmæli
í minn garð í viðtali við Morgun
blaðið, byggð á misskilningi en
ekki illvilja. Ég vil og í þessu
sambandi bæta því við, að otft
virðist mér afstaða Björns Jóns-
sonar í Verðlagsnefnd sýna, að
hann skilur betur en sumir aðr-
ir þarfir atvinnurekendanna. —
Það er því ekki laust við, að
mér finnist Björn Jónsson og ég
stundum í sama bás, er leysa
þarf mál atvinnurekenda, þótt
slíkt ætti ekki að öllu leyti við í
umræddu máli.
Við félaga i Frama vil ég segja
þetta: Ég er reiðubúinn að ræða
við ykkur eins #ft og þið óskið
um ykkar kjaramál á meðan ég
á sæti í Verðlagsnefnd, en þetta
er þó bundið einu skilyrði, sem
er, að þið segið mér satt og ræð
ið um löglegar leiðir, en hvorki
uppreisn né ofbeldi. Af nefndri
og lítilli reynslu, ber ég fullt
traust til ykkar í þessu efni.
AÐSTAÐA RÁÐUNEYTIS-
STJÓRA OG VERÐLAGS-
STJÓRA
Allir sem til þekfcja vita, að
verðlagsstjóri gegnir vandasömu
og erfiðu starfi. Þeir vita og, að
núverandi verðlagsstjóri er harð
greindur maður með mikla
reynslu í sínu starfi. Þau ár sem
ég hefi átt sæti í Verðlagnefnd
hefir ráðuneytisstjórinn í við-
skiptaráðuneytinu verið formað
ur nefndarinnar, og hafa það ver
ið þessir menn: Jónas Haralz, dr.
Oddur Guðjónsson og Þórhallur
Ásgeirsson. Ég vona að ég fari
ekfci með rangt mál, þótt ég segi,
að allir þessir formenn hafa gert
öðrum nefndarmönnum Ijóst, að
embætti þeirra séu í nefndinni,
en ekki þeir persónulega, enda er
svo ákveðið í lögum. Þetta þýð-
ir, að formaður Verðlagsnefndar
er fulltrúi ráðherra eða rikis-
stjómar á hverjum tíma, enda
er afstaða hans x nefndinni áv-
allt talin afstaða ríkisstjórnar-
innar.
Af framangreindri ástæðu lít
ég svo á, að engin rikisstjóm
megi nota framangreinda embætt
ismenn, sem eins konar skoppara
kringlu. Er hún lætur þá flytja
og framkvæma mál í samræmi
við sína stefnu, þá verður hún
að vernda þá sem menn, sem þýð
ir að tala við þá um breytta af-
stöðu áður en hún er ákveðin. Ég
vona, að slíkt misnotkun á góð-
um embættismönnum eigi sér
ekki stað í því litla máli, sem
hér um ræðir, enda gæti slíkt
skapað meiri erfiðleika en felst
í smávægilegum ágreiningi um
taxta leigubifreiðastjóranna.
Reykjavik, 10. des. 1972.
Stefán Jónsson.
HÖFÐINGLEG GJÖF
TIL SKÓGRÆKTARFÉLAGS
SKAGFIRÐINGA
ÞANN 5. nóv. sl. andaðist á
sjúkrahúsinu á Sauðárkróki Jón
Jónsson á Gýgjiarhóli í Staðar-
hreppá í Skagiatfirði, 84 ára að
aldrd. Jón var fæddur 21. maí
1888 á Hafsteinsstöðum í sömu
sveit. Þar óðist hiajnn upp og
bjó síðar. Jón var áhugasamur
atorkumaður, en átti þó langan
hluta ævi sinniar við vanheilsu
að stríða. Kona hans var Sigur-
björg Jónsdóttir, og iitfir hún
man-n sinn. Syni ei-gnuðust þau
tvo, Jón Hatfstein menntaskóla-
fcennara á Afcureyri og Imgvar
Gýgjar, bygginigarfuil'trúa á
Gýgjarhóli.
Á útfanardegi Jóns þ. 12. nóv.
færðu þeir bræður Skógræktar-
félagi Skagfirðinga að gjöf 100
þús. kr. til minnimgar xxm föður
þeirra.
Með þes-sari myndarlegu gjöf
hafa þeir bræður halidið fagur-
lega á loft mi'nningunni um föð-
ur sinn og með gjöfinni er vel
skilað hinztu kveðj-u hims látna
skagfirzka öldungs til héraðsins,
sem hann unni, dvaldi í aiila ævi
sína og vann aJlt sitt ævi-starf.
Gjöfin miðar að því að fegra og
bæta skagfirzkar byggðir, og er
það í fyllsta samræmi við vilja
og áhuga þess mannis, sem hún
er gefin til minniimgiar xxm.
Ég vii ekki liáta það undan
dragast f. h. Sfcógræktarfélags
Skagfirðimga að færa þeim
bræðrum opimberlega kærar
þafckir fyrir höfðingsskap
þeirra. Ég efast efcki um, að
gjöf þeima mxm verða okfcur I
skógræktarféiaginu öfl'ug hvatn-
inig til þes-s að vinna vel að
verfcefnium félagisins, jafntfmmt
þvi sem hún er áJbendimg til altra
Skagfirðimga að styðja og
styrkja starfsemi félagsins.
Gunnar Gíslason.