Morgunblaðið - 16.12.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.12.1972, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. DESEMBBR 1972 Minnmg: Hulda Sigmundsdóttir „Svo fylgir oss eftir á lestaferð ævilangri hið ljúfa vor, þegar alls staðar sást til vega. Því skín á hamingju undir daganna angri, og undir daganna fögnuði glitrar á trega.“ ■* Tónias Guðmundsson. Myrkur getur hann orðið, norðlenzki veturinn, þeim sem þrá birtu vordaganna heitu hjarta. Ef til vill verður hann þó aldrei jafndimmur sem and- spænis þeim gesti, er vér eigum öll vísan og gerir ekki boð á undan sér, en kemur einatt, þá sízt skyldi. Mannsævin er svip- ul. Gróður jarðar fellir blóma sinn á haustdögum, en menn hníga í valinn jafnt í skamm- degi sem við surruarsóistöður, jafnt vor sem haust. Og fornt orð kveður, að enginn megi sköpum renna. Þegar harma- fregnir berast, verður mönnum þó tregt tungu að hræra engu sííSnv en Agli forðuim. Oss gleym- ist tíðum í trega vorum og harmi sá sannleiki, sem Agli var hulinn, en íslendingum flutt- ur eftir hans dag, og Hallgrímur orðaði með spurningunni sí- stæðu: „Dauði, hva/r eir nú broddur þinn?“ Hulda Sigmundsdóttir var fædd að Hólakoti á Höfðaströnd 17. október 1929, dóttir hjón- anna Margrétar Erlendsdóttur Pálssonar, verzlunarstjóra í Grafarósi og Hofsósi, og Sig- mundar Sigtryggssonar Sig- mundssonar, bónda í Gröf. Bam að aldri fluttist hún með foreldrum sínum til Siglufjarðar og ólst þar upp. Um tvítugt gift- ist hún Stefáni Friðbjamarsyni, núverandi bæjarstjóra Siglfirð- inga. Börn eignuðust þau þrjú, Sigmund, Kjartan og Sigríði. Svo er hennar saga. Hún á heim ili sitt á Siglufirði í tæpa fjóra tugi ára. Þar hleypur hún um í áhyggjulausum leik glaðra iSlrnskudaga undir sívökulum vemdarvæng einstaklega góðra foreldra. Þar eignast hún æsku- vini og félaga á skemmtilegum skólaárum, og draumar og von- ir og eftirvænting ljá þeim dög- um þann blæ, sem bregður ljóma og lit á lífið æ síðan. Þar giftist hún góðum dreng og æskuvini, og þar vaxa úr grasi börnin þrjú, hvert öðru myndar legra og mannvænlegra. Siglufirði er sagan tengd. Siglufjörður er svið lífs henn- ar og starfs, fagurt svið og við hæfi: Kyrr og hæglát haust- kvöld, gáskafullir vordagar með sumarið í hlýju fangi, heið- stirndar vetraimætur og hvít mjöllin þekur gamalkunnan og vinalegan fjallahringinn, bjart- ar og heitar sumarnætur með sólblik um Nesnúp og Staðarhólshnjúk. Þannig þyrp- ast myndimar fram í hug- ann, og þeim er gefið líf af litilli hnátu í boltaleik heima hjá sér, fallegri stúlku á kvöldgöngu með unnusta sínum, myndar- legri húsmóður á glæsilegu heim ili. Og svo er þessu lokið „á snöggu augabragði". Myndirnar verða ekki fleiri. Og þó. „Við áttum vor, sem aldrei liður hjá.“ Það vor verður aldrei frá oss tekið. Það býr með oss, „fylgir oss eftir á lestaferð ævilangri", Og þess vegna „skin á ham- ingju" jafnvel í hinni dýpstu sorg, hinum sárasta harmi. Vér áttum vordagana með henni, sem gengin er, gleðistundirnar, þegar lifið brosti við fullt af fyrirheitum og vonum. Þær stundir verða aldrei frá oss teknar. Og ekki frá henni held- ur. Hulda er að vísu horfin mannlegum sjónum, en minn- umst þess, að „nú sjáum vér svo sem í skuggsjá í óljósri mynd, en þá augliti til auglitis". Og það er trúa mín, að eins og samúð vor, vina Stefáns og Sigmundar og fjölskyldu þeirra, vakir í tregafullum brjóstum, þannig muni og hlý ástúð henn- ar umlykja þau nú, engu síður en meðan hún sté enn heilum fæti á fold. Ólafur Haukur Árnason. SINFÓNÍA lífs og dauða þagnar aldrei. Stundum er hún ómblíð, stundum ógnþrungin, en í þetta skipti voru tónarnir yfirþyrm- andi er fréttin um andlát hinnar ungu, elskulegu konu barst mér laugardagsmorguninn þann 9. desember sl. Sorgþrungin staðreynd, en samt staðreynd, sem ekki verður umflúin. Sársaukafullur veru- lei-ki fyrir fjölskyldu og vini hinn ar látnu. Hulda fluttist hingað barn að aldri með foreldrum sínum, Margréti Erlendsdóttur og Sig- mundi Sigtryggssyni, verzlunar- manni, valinkuinnum sæmdar- hjónum, bróður sínum, sr. Er- lendi Sigmundssyni biskupsrit- ara og uppeldissystrum sínum, Kristinu Rögnvaldsdóttur og Sigríði Sigurðardóttur. Móður sina missti frú Hulda fyrir allmörgum árum og var það henni þungt áfall. Sigmund föður sinn annaðist hún sl. 15 ár með frábærri umhyggju, enda samband þeirra ætíð mjög inni- legt. Fyrir stuttu síðan fór Sig- mundur á elliheimili hér í bæ, 83ja ára að aldri, og verður nú að sjá á bak elskulegri dóttur, sem hamingjan virtist blasa við. Það má með sanni segja að eng- inn veit sína ævina fyrr en öll er. Hulda var sérkennilega fríð kona, fínleg og ákaflega ljúf í viðmóti. Hún hafði ákveðmar skoðanir og þorði vel að láta þær í ljós, þó ætíð væri með mannúð gert. Hún varð ung virkur fé- lagi í Félagi ungra sjáifstæði.s- manna í Siglufirði og starfaði síðan lengi og vel í Sjálfstæðis- kvennafélagi Sigluifjarðar. Hulda var aðeins 43 ára að aldri er hún lézt. Hún var gift Stefáni Friðbjarnarsyni, bæjar- stjóra hér í bæ. Þau eignuðust 3 mannvænleg börn, sem öll eru við nám: Sigmund, sem stundar laganám við Háskóla íslands, Kjartan, sem stundar íslenzku- og sögunám við Háskóla íslands og Sigríði, sem er i 5. bekk Verzlunarskóla íslands. Hún var einlæg, heil og trú, þar sem hún gekk að verki með huga eða hönd. Hún var, sem fyrr segir, einlæg i trú sinni á gildi sjálfstæðisstefnunnar, sem hún vann mikið allt frá unglings- aldri. Hun unni Siglufirði um- fram alla aðra staði og mátti aldrei heyra hnjóðsyrði um hann. Engin gat verið betri föð- ur sínum öldruðum, sem hún annaðist um árabil, umhyggju- samari eiginmanni sínum, er hún studdi með ráðum og dáð í starfi hans, eða umhyggjusamari börnum sínum, sem hún unni mjög. En fyrst og fremst var hún einlæg 1 Guðstrú sinni. Sú trúar- vissa hlýtur að vera aðstandend- um hugigun í miklum harmi og ábending um, að hún sé nú í mildri umsjá hans, sem öllum líknar að ævilokum og færir inn í framhaldslífið. Við hjónin þökkum henni vin- áttu liðinna ára, og biðjum Guð að taka þessa elskulegu konu í sinn náðarfaðm. Eiginmanni, börnum, svo og öðrum ástvinum biðjum við æðri máttarvöld að ljá styrk til að komast í gegn um þessa miklu raun. Siglufirði í des. 1972 Óli J. Blöndal. FRÁ Sigluifjarðarkirkju verðurí dag gerð útför frú Huldu Sig- mundsdóttur, sem andaðist á Sigluifirði hinn 9. desember sl. Hulda Sigmundsdóttir var fædd hinn 17. október 1929 að Hólakoti við Hofsós. Foreldrar hennar voru hjónin Margrét Er- lendsdóttir og Sigmundur Sig- UI xi í11 ■ . dft* yMafeB \ SVALKÖLDUVI SÆVI ■;r-. ^ "'w!] ) | eftir Jónas St. Lúðvíksson ^Ikg T ilkomumesta, sannasta og stórbrotnasta sjómannabókin í ár Hér er sagt frá bláköldum veruleikanum í öllum sín um hrikaleik við hamfarir fárviðris, æðandi brotsjóa og æsilegra sjóorrusta, ásamt björgunarstörfum hel jarmikilla kjarkmenna, sem ekkert brennur fyrir brjósti. Raunsannar og ýkjulausar frásagnir af dagle ga ógnvekjandi lífshættu sjómanna. Frásagnirnar eru meðal stórfenglegustu viðburða, sem gerzt hafa á hö funum allt frá dögum Ódysseifs. Sagt er frá hrikalegri sjóorrustu milli Breta og Þjóð verja í námunda við ísland og annarri milli Japana og handamanna við Jövu. Frá fangaflutningaskipinu, sem næstum olli því að Norðmenn segðu Bretum stríð á hendur í ársbyrjun 1940. Þá eru tvær frásagnir af hrikalegum sjóslysum á Saxelfi og frásögn af þeim hroðalega atburði, er tvö lúxusskip og úthafsrisar rákust á með þúsundir manna innanhorðs og margt fólk fórst á átakanlegan hátt. Allar eru frásagnirnar ítarlegar og byggðar á skjallegum heimildum. Engin mikilmennska eða sjálfshól eftir fallvöltu mi nni. Aðeins ískaldur veruleikinn. Úr ritdómum um bókina: „Jónas St. Lúðvíksson er hér réttur maður á réttum stað. Öll orð og hugtök í sambandi við sjómennsku leika honum á tungu. Margar hafa hækur Jónasar v erið spennandi og athyglisverðar, en þessi er í fremstu röð,“ Ólafur Hansson, prófessor. — „Eru þessar frásagnir mikil hetjusaga, þótt átakanlegar séu. Mér sýnist þessi bók sé um margt einna fremst þeirra,“ Ólafur Þ. Kristjánsson. Æsispennandi bók — sannkölluð sjómnnnabók ÆGISIÍTGÁFAN tryggsson. Á barnsaldri fluttist Hulda með foreldrum sinum til Siglufjarðar, þar sem faðir henn ar vann að verzlunarstörfiuim mieð sta'kri prýði allt fram á elli- ár, og er hann nú heiðurstfélagi i Verzlunarmannafélagi Siglu- fjarðar. Margrét móðir Huldu er dáin fyrir allmörgum árum (1958). Á æskuárum i félagsstarfi ungra sjálfstæðismanna hér á Sigluifirði munu hafa haifizt kynni Huldu af eftirlifandi manni sínum, Stefáni Friðbjarn- arsyni, bæjarstjóra, sem leiddu til hjúskapar á árinu 1949, þó að þau hafi á unglingsárum áður verið samtíða í skóla. Árið 1949 fæddist eldri sonur þeirra, Sig- mundur, sem nú stundar nám í lögfræði við Háskóla íslands. Yngri sonur þeirra, Kjartan, fæddist 1951, og stundar hann nú nám í í^lenzku og sögu við Há- skóla íslands. Kjartan er kvænt- ur Guðrúnu Sigurðardóttur á Siglufirði og eiga þau einn son, Stefán, sem er eina barnabamið, sem Huldu entist aldur til að kynnast og elska. Yngsta bam Huldu og Stefáns er Sigríður, fædd 1954, sem nú stundar nám í 5. bekk hagfræðideildar Verzl- unarskóla íslands. Að félagsmálum starfaði Hulda framan af í félagi ungra sjálfstæðismanna og síðar í sjálfstæðiskvennafélaginn á Sigluifirði, og get ég borið vitni um, að í þeim félögum vann hún mikið og óeigingjarnt starf fram á síðustu stund. Þá var hún einn- ig virkur félagi í Kvenfélagi sjúkrahúsis Siglufjarðar, en það félag hefir unnið stórvirki á sínu sviði hér á Siglufirði. Aðalstarf Huldu, eins og svo margra góðra eiginkvenna og mæðra, var innan veggja heim- ilis hennar, þar sem hún lagði si'g fram um að búa manni sín- um og börnum, og nú hin síðari ári- einnig öldruðum föður sínúm, hlýtt og öruggt athvarf. Gesta- gangur var töluverður á heimili þeirra hjóna og er mér og konu minni ljúft að minnast alúðlegs viðmóts og örl'átrar gestrisni Huldu við öll tækifæri, og veit ég, að fjölmargir hafa sömu sögu að segja. Hulda hafði viðkvæma lund, og varð ég þess var, að hún tók oft nærri sér það aðkast, sem eiginmaður hennar, Stefán bæj- arstjóri, varð fyrir út af störfum sínum og stjórnmálum og bæjar- málum. Mun það og hafa mætt á henni, einkum meðan börnin voru yngri, að útskýra fyrir þeim, að ekki mætti taka bók- staflega sum ummæii og blaða- skrif pólitískra andstæðinga um föður þeirra. Slíkt er hlutskipti þeirra kvenna, er eiga eiginmenn sína i eldlínu stjómmálanna, hvar í flokki, sem þeir annars standa. Eigi að síður gerði Hulda sér far um að fylgjast sem bezt með störfum manns síns, og hefir Stefán haft orð á þvi við mig oftar en einu sinni, að sér hefði reynzt örðugt að valda þeim vanda, er iðulega lagðist á hann á erfiðum stundum, ef hann hefði ekki ævinlega og undir öll- um kringumstæðum átt visan óbrigðulan styrk og kjark frá henni. Hin síðustu ár átti Hulda við að stríða sjúkleika, sem virtist ágerast. Ég held, að hún hafi óttazt, að þessi sjúkleiki leiddi til þess, að hún mundi missa þrek til að veita ástvinum sínum þá umhyggju oig ástúð, sem henni fannst, að þeir ættu skilið af sér. Og því held ég, að tilhugs- unin um það að geta ekki haldið áfram að gefa öðrum það, seip. hún var ríkust af, kærleikann, hafi verið henni illbærileg eða jafnvel óbærileg. Þegar ástrík eiginikona og móð- ir fellur frá jafn skyndilega og hér varð raunin á, er harmur og söknuður nánustu aðstandenda sárari en hægt er að gera sér ljósa grein fyrir. Við hjónin vottum þeim okkar dýpstu sam- úð. Knútur Jónsaon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.