Morgunblaðið - 16.12.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.12.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1972 SAGAN rúminu og lét fallast á það og gróf höfuðið í koddunum. Cal lagði símamn á. — Þeir verða komnir eftir fimm minút- ur. Pétur var náfölur og sleginn, iíkast því sem væri hann drukk- inn. — Hann er í húsinu, Cal. Við verðum að finna hann. — Já, ég skal ná í byssuna þina. — Hún er ekki hlaðin. Pétur staulaðist út á eftir Cal. Jenny datt í hug, með hryll- ingi, a^kannski hefði það ver- ið byssa Péturs í þetta sinn. Því að nú var um morð að ræða. Blanche grúfði sig niður í koddana og stundi. En það var ekki Péturs byssa. Hún var enn í skúffunni. Pétur hlóð hana og þeir Cal lögðu nú upp í árangurslausa leit. Enginn maður var falinn I herbergi Fioru, og enginn í öilu húsinu. Þeir höfðu ekki almennilega lok ið leitinni, þegar lögreglan kom. 6. kafli. Sírenumar vældu í náttmyrkr inu og nú komu margir lögreglu bílar. Ljósin biikuðu um alla lóð ina. Þarna voru bæði lögreglu- menn af staðnum og ríkis- lögreglumenn. Þama voru lög- reglumenn alls staðar og ljósin skinu á runnana. Þegar tæknimennimir komu með ljósmyndavélar og alls kon- ar dularfullt æki upp í gang- inn og inn í herbergi Fioru, dró Jenny Blanche á fætur. Þær læddust eftir ganginum og fram hjá lögreglumönnum, sem horfðu á þær eins og viðutan, og gengu inn í herbergi Jenny- ar. Þær heyrðu fótatak uppi á háaloftinu uppi yfir sér. Ein- hver kallaði úti við sjógarðinn. — Ég held við ættum að fara í eitthvað, sagði Jernny eftir nokkra þögn. — Já, sagði Blanche. En hvorug þeirna hreyfði sig. Loks gekk Jenny samt út að glugganum. Dauft ljós skein yf ir grasblettinn og sjógarðinn og grátt sundið. Blanche sat og starði liöaus- um augum á ekki neitt. Loksins var barið að dymm og Jenny tók viðbragð. — Kom inn, sagði hún. Ungur lögregluþjónn kom irm, ræskti sig og sagði, að kafteinn inn vildi bráðum tala við þær. Síðan stóð hann í hermannlegri stellingu við dyrnar, þangað tii velvakandi Htiflðl eflii miðncetli M.G.EBERHART Jenny bauð honum, eins og hálf viðutan, að fá sér sæti. Hann hikaði við, en settist síðan. Hann horfði lönigunaraugum á vindl- ingabréf á borðinu. — Viljið þér vindling? spurði Jenny. En hann var staðfastur: — Nei, þakka yður fyrir, ungfrú. Eftir aðra eilífð var aftur bar ið að dyrum — ungi lögreglumað urinn þaut á fætur og til dyra, þá heyrðist eitthvert taut, en svo kom hann aftur: — Ungfrú Fair, ef þér viljið gera svo vel. Blanche rétti úr sér, likust gamalli konu, og gekk út. Ungi maðurinn lokaði dyranum á eft- ir henni, tautaði eitthvað kurteislega og settist niður. Þetta var rétt eins og að bíða í biðstofu tannlæknis, bara ennþá verra. Svo máklu verra, að Jenny fannst hún ekki geta af- borið það, en það varð hún nú s? mt að gera. En þegar að því kom, þá var það nú ekki neitt sérlega slæmt, að minmsta kosti ekki í fyrst- unni. Það var dauf birta í her- berginu, svo að lítið bar á ljós- inu á lampanum, sem Jenny mundi ekki eftir að hafa kveikt, þegar aftur var barið að dyr- um. Sá sem kom inn í þetta sinn var dökkur yfirlitum, kubbsleg- ur og valdsimannslegur, með svartar augnabrúnir og þung- lamaleg augnadok. Hann gaf unga manninum eihhvers konar merki, því að hann þreif upp vasabók og blýant. — Það er skýrslan, sagði sá svarti. — Ef yður er sama . . . Hann kynnti sig. — Ég er Parenti kafteinn. Verið þér alveg róleg. Setjið yð- ur ekki út úr jafnvægi. Ekkert liggur á. En hann leit nú samt á úrið á únliðnum á sér, digr- um og sólbrenndum. Jenny stamaði. — Á hverju á ég að byrja? —- Á byrjundnni. Þegar mað- urinn yðar fyrrverandi hringdi til yðar og bað yður að koma hingað. Sá hluti málsins var nú ekki sem verstur. Ekkert annað en að skýra frá staðreyndum. Þeg- ar hún kom að þvi, er nokkur deila hafði komið upp um að kalla á lækni, þagnaði hún, og Parenti sagði. — Haldið þér bara áfram! og svo kom hann sér þægilegar fyrir í flos- klædda stólnum. Og hún hélt áfram, en fór sér nú varlega og lagði irherzlu á það, að Fiora hefði ekki skadd- í þýðingu Páls Skúlasonar. azt neitt alvarlega í fyrra sikpt- ið. Parenti sagði stuttaralega: — Svo að enginn kallaði þá á lækni fyrr en þið Oailendar kom uð. Það veit ég þegar. Svo var það tilkynnt lögregluinni. NoMc uð seint. Haldið þér áfram. — Já, það var tilkynnt lög- reglunni og hún kom. Svo bað Fiora mig um að sitja hjá sér um nóttina. —- Hvers ve gn a? — Af þvi að . . . Þetta var erfiðara. Saninleikurinn var sá, að Fiora var alis ekki viss um það með sjálfri sér, að Pétur hefði «kki skotið á hana. Jenny fannst sem Parenti tæki eftir þessu hiki hjá henni. — Af þvi hún vildi hafa mig hjá sér, og þess vegna gerði ég það. Hún hélt svo áfram og nú valdi hún orðdn með ýtrustu varkárni. Þegar hún kom að því, að Pétur kom inn í eldhúsið, og sagði henni, að hann þarfnaöist hennar og tók hana síðan snögg lega í fang sér, þá orkaði það Velvakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. • Breytt jólahald Einar Ásbjörnsson og Sigurgeir Guðjðnsson skrifa: „Kæri Velvakandi. Við vorum að fletta jólablaði Vikunnar um daginn. Rákumst við þar á grein sem heitir: „Viltu breyta jólunum?“ Nokkr ir góðborgarar svöruðu spurn- ingunni og sýndist sitt hverj- um, sem eðlilegt er. En við urð- um yfir okkur hneykslaðir og undrandi, þegar við sáum svar kennara og rithöfundar. (Flest ir geta kallað sig rithöfunda. Það er kannski nóg að hnoða saman gersamlega innihalds- lausu orðaskrúði og kalla Ijóð). Kennarinn talar um kapitalískt neyzluþjóðfélag, hátíð smáborg ara, og að ekki sé hægt að gæða jólin innlífi, nema kerf- inu sé bylt. Einnig talar kennar inn um að meyfæðingin sé hryllileg og Maríu hafi ekki leyfzt að vera kona. Ennfrem- ur að hún (kennarinn) geti ekki viðurkennt kristnina, vegna þess að hún sé konunni fjand- samleg. (Það er kannski ekki von að kona sem predikar fóst- ureyðingar, geti verið hrifin af Jesúbarninu, hvað þá meydómn um). • Kommúnismi eða kristindómur En það er öllum nauðsynlegt að trúa á eitthvað. Kennarinn velur kommúnismann og finn- ur eitthvað fallegt í honum. En þeir sem trúa á kommúnismann líta jafnan fram hjá þvi, að maðurinn er ekki hópsál, sem hægt er að svipta allri sjálf- stæðri hugsun. Að lokum lang- ar okkur að spyrja hvort við- komandi kennari fræði skóla- börnin um kristindóminn. Ef svo er hlýtur að vera kominn tími til að taka í taumana. Virðingarfyllst, Kinar Ásbjörnsson, Stigahlíð 30. Sigurgeir Guðjónsson, Bólstaðarhlíð 68, Reykjavik." • Hátíðahöld stúdenta Stúdent skrifar: „1 full tuttugu ár hafa íslenzk ir stúdentar látið syngja á Sam- komum sínum þjóðsönginn. Nú fyrst halda þeir mót og birta áróður annarrar skoðunar. Þeir láta syngja Internationalinn og vilja þar með segja sig úr lög- um við Jón Sigurðsson og fyrri tíma sjálfstæðisbaráttu. Hvað felst að baki þess að kyrja fremur byltingarsöng Rússa en þjóðsöng hins fátæka íslands á fornri stúdentahátíð? Stúdentcjr ósfca þar rraeð þess, að frjáls hugsun í skáldskap sé dæmd útlæg og prentfrelsi af- numið; að öllum fjöldasamtök- um íslenzkra verkamanna sé mætt með rússneskum skrið- drekum og hlýðnum hermönn- um austursins, gráum fyrir járnum; að svokölluð Eystra- saltslönd séu þurrkuð út af kortinu og sérmál þeirra víki úr skólum fyrir hinni hljóm- fögru tungu félaga Leníns; að friðarhreyfing heimsins heimti beittari vopn fyrir Sovét, en af- vopnun fyrir vestrið. . lltSiÉffll . Ekta leður eða áklæði að eigin vali. Skemillinn er nú aftur fáanlegur. KJÓRGA ROI. SÍMl. 16975 En þrátt fyrir þessa skeleggu rödd Háskólans, var það þá ekki merkilegt, hve fáir stúd- entar kunnu Internationalinn? Kannski góðs viti þrátt fyrir allt. Eitt enn, sem stúdentar þurftu að segja alþjóð, var að þeir berðust gegn íslenzku auð- valdi. Þó láðist þeim að geta þess, að þeir vilja greiða rússn eskurn rikiiskapitalisma veg hingað norður, því hann er meinlaus, hann virðir rétt hins smáa, meðan hver og einn virð- ir hin réttlátu, stéttlausu lög föður Lenín-Stalíns, og meðan hann þylur Breznev lof kvölds og morgna. Stúdent, sem ann landi sínu og óskar þess, að Háskól- inin vaki enm á verði.“ Brauðbær Veitingaliús við Óðinstorg- sími 20490 Kaupmenn — verzlonit „Molnr eru líku bruuð“ Við leyfum okkur að vekja athygli á oltkar LÁGA VERÐI á smurðu brauði, ef pantað er yfir 20 stk. „blandað“. Hálfar brauðsneiðar kosta kr. 58.— Heilar brauðsneiðar kosta kr. 105.— Sendum ef óskað er. Vinsamlegast pantið tímanlega. Símar: 20490 — 25090 — 25040.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.